Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977
11
Snati festist f kerfinu
Sigurður Örlygsson í Solon
Sigurður Örlygsson var einn
af þeim ungu listamönnum,
Sem stofnuðu gallerí Sólon
íslandus, og nú hefur hann
komið fyrir einkasýningu á
staðnum i fyrsta sinn. Hann
hefur sýnt nokkur verk sín
þarna áður, en einkasýningar
hans voru á öðrum stöðum,
enda þetta galleri þá ekki til
komið. Ég get ekki að því gert,
að mér hefur alltaf fundist
þetta gamla og góða nafn Sólon
íslandus heldur langt og ekki
nægilega þjálft í tali. Því tek ég
mér það bessaleyfi að kalla
staðinn aðeins Sólon, og vonast
til, að gamli maðurinn, sem átti
þetta nafn snúi sér ekki i gröf
sinni og að aðstandendur
sýningarsalarins fyrtist ekki
við. Þetta á aðeins að sýna frá
minni hálfu, hve vel ég kann
yið staðinn og þá starfsemi, sem
þar fer fram. Hliðstætt því,
þegar almenningur í landinu
kallar Morgunblaðið Mogga.
Góðviljuð stytting, það er allt
og sumt.
A þessari sýningu Sigurðar
Örlygssonar eru eingöngu svo-
kallaðar klippmyndir
(Collage), en i þeirri myndgerð
hefur orðið mikil vakning, sem
hófst fyrir tæpum þrjátíu
árum, en þar á undan höfðu til
dæmts kúbistarmr stundað
þessa myndgerð af miklum
móð. Hér á Islandi var þó
nokkuð unnið í þessari mynd-
gerð um og eftir 1950, og nú
virðist þetta vera að koma aftur
til skjalanna. Sigurður vinnur
þessa sýningu eins og um
myndröð (seriu) væri að ræða.
Viðfangsefnin eru nokkuð
keimlik og eru á stundum
fremur tilbrigði við sömu hug-
mynd en andstæðar hugdettur.
Þau eru lifandi og skemmtilega
unnin með fjölskrúðugu ivafi,
sem gerir þessa sýningu all-
ólíka þeim, sem áður hafa sést
frá hendi Sigurðar. Ef þessi
verk eru til dæmis borin saman
við sýningu þá, er hann hélt í
Norræna húsinu fyrir nokkru,
sést fljótt, að hann hefur söðlað
nokkuð um, og haldið frá hinu
geometriska formi, en spilar nú
meir á hrynjandi og léttleika
formsins. Sigurður er ungur
maður, sem enn er i mótun, og
auðvitað er hann á réttri leið
með að breyta til i myndgerð
Myndllst
eftir VALTÝR
PÉTURSSON
sinni, ekkert er svo fullkomið í
myndlist, að endanlegt sé. Því
er það ætið fögnuður fyrir alla
aðila, þegar maður sér breyt-
ingar og að listamenn eru að
eiga við viðfangsefni, sem kalla
á ný og harðari átök. Það er svo
einkamál hvers og eins hvar
setja skal punktinn. Sigurður
Örlygsson hefur víða farið og
kynnst myndlist. Hann hefur
verið hjá ágætum kennurum,
og hann er fæddur og Uppalinn
á myndlistarheimili. Hann er
þvi langt frá því að vera nokkur
byrjandi í listgrein sinni, enda
ber þessi sýning hans vott um,
að hér er á ferð leitandi málari
með vissa reynslu þegar að
baki.
Þetta er skemmtileg sýning
hjá Sigurði Örlygssyni, þótt
hún sé að visu nokkuð einhæf.
Ég verð að játa, að ég held, að
ég hafi séð öllu veigameiri verk
eftir Sigurð áður. Og er mér þá
ríkast í huga, sá árangur er
hann sýndi í Norræna húsinu
um árið, en þá var það geomet-
rian, sem öllu réði. Það er sann-
arlega skemmtilegt að sjá Sig-
urð losa um viðfangsefni sín á
þessari sýningu, og klippmynd-
ir hans eru honum til sóma. Ég
hafði persónulega ánægju af að
Framhaid á bís. 29.
Nýr Stefnir:
Fjölþætt hefti um
fræðslu- og skólamál
STEFNIR, timarit Sambands
ungra sjálfstæðisrpanna, 3. og 4.
tbl. 1977, er nýkomið út. Efni
blaðsins er sem hér segir:
0 — Ritstjörnargrein: Umhverfi
fyrir ævimenntun.
0 — Ef skólinn væri ekki til,
grein eftir Mariu Sophusdóttur.
0 — Allt lifið er skóli, grein eft-
ir Herdísi Egilsdóttur.
0 — Dýrmæt ár vaxtar og
þroska, grein eftir Bessi Jóhanns-
dóttur.
0 — Hugleiðingar um mennta-
stefnu, grein eftir Kristján J.
Gunnarsson fræðslustjóra.
0 — Námsbækur nemenda á
skyldunámsstigi eru yfirvöldum
til skammar, eftir Anders Hans-
en.
0 — Menntun úti á landi, grein
eftir Halldór Blöndal.
0 — Markmið og leiðir í mennta-
málum, grein eftir Halldór Guð-
jónsson,
0 — Listir og stjórnmál — um-
ræður. Þátttakendur: Aðalsteinn
Ingólfsson, Brynjólfur Bjarnason,
Davíð Oddsson, Einar Hákonar-
son, Ingimar Erlendur Sigurðsson
og Þorvarður Helgason, stjórn-
andi Gestur Olafsson.
0 — Englakroppar í Kópavogi,
eftir Hrafn Gunnlaugsson.
0 — Heilsteypt kerfi hugmynda,
grein eftir Jón Orm Halldórsson.
0 — Hvar stöndum við — hvert
20% íslendinga
heim úr utanlands-
ferdum frá ára-
mótum
FRÁ Aramótum til ágústloka
komu alls 57 þús. útlendingar til
landsins, eða liðlega 1000 fleiri en
á sama tíma i fyrra. Hins vegar
komu 45 þús. íslendingar til
landsins á þessum tima á móti 37
þús. á sama tíma i fyrra. Alls hafa
þvi um 20% íslendinga komið
heim til íslands úr utanlandsferð-
um á fyrstu 8 mánuðum ársins
1977.
stefnir? Grein eftir Ingu Jónu
Þórðardóttur.
0 — Handan hafsins, grein eftir
Þráin Eggertsson.
---Fáein ot ð um fræðslumál eft-
ir Friðrik Sophusson.
0 — Þættir úr starfi SUS og ým-
ist fast efni.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður er
Gestur Ólafsson. Afgreiðsla og
sala er í Sjálfstæðishúsinu,
Reykjavík.
if ■
IÐNKYNNING Í
i REYKJAVIKIé>S
Dagskrá
29. sept.
Kl. 13:00
Kynnisferðir í iðnfyrirtæki.
Kl. 15:00—22:00
Iðnkynning í Laugardalshöll.
Kl. 16:00—22:00
Iðnminjasýning í Árbæ.
30. sept.
„DAGUR IÐNAÐARINS"
Kl. 13:00
Athöfn við styttu Skúla fógeta.
Kl. 14:00
Fundur um iðnaðarmál, Súlnasal
Hótel Sögu. öllum heimill aðgangur.
Kl. 15:00—22:00
Iðnkynning í Laugardalshöll.
Kl. 16:00—22:00
Iðnmynjasýning í Árbæ.
Senn líður að lokum
mikils fagnaðam^
lönkynningin í Laugardalshöll stend-
ur mun skemur en venjulegar vöru-
sýningar. Henni lýkur á sunnudags-
kvöld. Komdu strax í dag og njóttu
v allrar dýrðarinnarvið bestu aðstæður
fP
Gjöf til gests dagsins: Tölvuvekjara-
klukka frá Rafspeki og fjölskyldu-
myndataka í Studíói Guðmundar.
Opnað kl. 3. Iðnaðarbingó kl. 4. Tiskusýningar kl. 6 og 9.
Aðgangseyrir: Fullorðnir kr. 400.-. Börn kr. 150.-.
MflÐNKYNNING !*!
14l LAUGARDALSHOLL
' ÉV. •: 23. sept.-2.okt/77 T¥r
1. okt.
Kl. 13:00—22:00
Iðnkynning í Laugardalshöll.
Kl. 14:00—22:00
Iðnminjasýning í Árbæ.
2. okt.
Kl. 13:00—22:00
Iðnkynning í Laugardalshöll.
Kl. 14:00—22:00
Iðnminjasýning í Árbæ.
Kl. 21:30
Slit iðnkynningar í Reykjavík og iðn
kynningarárs.
Kl. 21:45
Flugeldasýning.
10. okt.
Dregið í happdrætti iðnkynningar.
ATH: Otisýning verður í miðbæn
um 19. sept. til 2. okt. á iðn
aðarframleiðslu, happdrætt
ishúsinu o.fl.