Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 Tveir keppa um formennsku í Heimdalli TVEIR menn hafa boðið sig fram til formennsku í Heimdalli, kjördæmasamtökum ungra sjálfstæðismanna f Reykjavík, þeir Júlíus Haf- stein og Kjartan Gunnarsson, en aðalfundur félagsins varður haldinn í Valhöll annað kvöld, föstudag. Morgunblaðið hafði samband við fram- bjóðendurna og bað þá að svara þeim spurningum, hvers vegna þeir gæfu kost á sér til formennsku f Heimdalli, hvaða mál þeir kæmu til með að leggja áherslu á sem formenn Heimdallar og hver væru helstu áhugaefni þeirra í stjórnmálunum. Heimdallur kallar á öfl- ugt starf unga fólksins — segir Júlíus Hafstein JÚLlUS Hafstein framkvæmda- stjóri er fæddur 1947, sonur Jakobs Hafsteins lögfræðings og Birnu Hafstein. Hann lauk veríl- unarskólaprófi 1967 og prófi frá Iþróttakennaraskólanum 1969. Síðast liðin sex ár hefur Júlfus verið varaformaður Iþróttafélags Reykjavíkur, formaður Hand- knattleiksráðs Reykjavfkur var hann 1973 til 1975 og í stjórn Handknattleikssambands lslands frá 1975. 1 stjórn Iþróttabanda- lags Reykjavíkur hefur Júlíus átt sæti frá 1974. Júlíus starfar nú sem framkvæmdastjóri Snorra h.f. 1 stjórn Heimdailar hefur hann setið frá 1975 og gegnt þar störfum gjaldkera. Einnig á hann sæti í stjórn Félags sjálfstæðis- manna í Seljahverfi og í stjórn Varðar. — Eg hefi um margra ára skeið starfað i Heimdalli, og nú síðustu árin sem gjaldkeri félagsins. Þetta starf hefur verið mér mjög hugleikið, ekki eivörðungu vegna þess, að það er nátengt og bundið starfi og stefnumiðum Sjálfstæð- isflokksins, heldur ekki siður vegna hins, að í störfum mínum í Heimdalli hefi ég kynnst áhuga- sömu og frjálslyndu ungu fólki. KATTAVINAFÉLAG íslands var stofnað 28. febr. 1976. Það hefur gert ýmislegt á þessum stutta tíma. Sl. sumar starfrækti það gistiheimili fyrir ketti. Frá því í apríl, að það var opnað, hafa gist þar um 100 kettir. Eftirspurnin var gífurleg, og þurftu margir frá að hverfa, en það var reynt að bæta úr því, og fá gistingu úti í bær fyrir nokkra. Ríkarður Jónsson myndhöggv- ari gaf Kattavinafélaginu á sinum tíma teikningu af sofandi ketti. Nú hefur félagið gefið út kort. Kortin fást i bókaverslunum. Kattavinafélagið hefur verið mjög mikilvirkt síðan það var stofnað, og unnið dyggilega að velferð katta. Þeir hafa ekki átt sjö dagana sæla hér á landi, því miður en eins og alls staðar, eru ailtaf til undantekningar. K:tta- Július Hafstein Viðhorf þess og mín hafa farið saman, sagði Július. — Einnig byggist ákvörðun mín um fram- boð til formannskjörs í Heimdalli ekki hvað sízt á þeirri hvatningu, sem ég hef fengið frá samstarfs- mönnum mínum í Heimdalli, mönnum, sem af reynslu þekkja mig besL Þetta er gott vegarnesti, sem ég met og þakka. — Heimdallur verður að fá stærri hóp féiaga til virkra starfa i félaginu. Stofnun hverfafélaga er spor í rétta átt og kanna þarf hvort grundvöllur sé fyrir stofn- un fleiri slíkra félaga. Starfsemi Heimdallar á meðal skólafólks i félaginu þarf að skipuleggja vel. Það á að leggja áherslu á starfið í skólunum og í hverfafélögunum, því það hefur sýnt sig, að með þvi náum við góðum tengslum við fé- lagana og um leið bestum árangri. í kjallara Valhallar þarf að skapa aðstöðu til þess, að ungt fólk geti vinafélagið ætlar að halda flóa- markað á Hallveigarstöðum sunnudaginn 2. okt. kl. 3. Þar verða skartgripir frá Versluninni Æsu, margt annað verður á boðstólnum bæði gamalt og nýtt. Vestmannaeyja-Gosi mun koma í heimsókn, til að sjá hvern- ig salan gengur. Gosi er stór hvítur fressköttur af dönsku kyni, hann var i Eyjum, þegar gosið hófst, en var bjargað á meginlandið. Gosi er frægur köttur, hann var í sjónvarpsþætti í Finnlandi, kom fram á skemmt- un í Háskólabíói, einnig á Hótel Sögu. Þá hefur hann einnig kom- ið fram í sjónvarpinu hér heima. Það hefur verið mikið um áheit og peningagjafir til félagsins. Flóamarkaðurinn er til fjáröfl- únar fyrir varanlegt gistiheimili fyrir ketti. sest niður og spjallað saman eða unnið að ákveðnum málum. Heimdallur verður að geta boðið félagsmönnum sínum góða starfs- aðstöðu. Starfsemi, sem tekin var upp í vetur, þ.e.a.s. svokallað „op- ið hús“ er þáttur í þessu, — þátt- ur, sem nauðsynlegt er að auka til muna. — Utgáfumál eru orðin stór þáttur i starfseminni. Gjallar- horn, málgagn félagsins, þarf að koma út oftar en það hefur gert, og ég mun beita mér fyrir því, að það muni takast. Utgáfustarfsem- in getur líka verið i öðru formi t.d. dreifirita. — Heimdallur hefur verið óhræddur við að taka ákveðna afstöðu í þjóðmálum. 1 stjórnmál- um í dag þurfa menn að vera við því búnir að taka afstöðu, ef þeir ætla sér að ná til fólksins. Ungir sjálfstæðismenn hafa nýlokið stóru þingi í Vestmannaeyjum. Þar var ákveðin stefna mörkuð í fjölmörgum málaflokkum. Hlut- verk Heimdallar er að vinna ásamt S.U.S. að framgangi þess- ara mála. Baráttan gegn Bákninu og gegn verðbólgunni eru stór verkefni, — verkefni, sem stöð- ugt verður að vinna að, ef einhver árangur á að nást. Ef nefna ætti fleiri mál, þá þarf félagið að taka afdráttarlausa afstöðu gegn aukn- um höftum og skömmtunartil- hneigingu, enda er það í samræmi við skoðun okkar á athafnafrelsi fólksins. — Ég vil að lokum þakka Morgunblaðinu fyrir að gefa mér tækifæri til að koma skoðunum mínum á framfæri ásamt skoðun- um mótframbjóðanda míns. Slik kynning er nauðsynleg, enda ekki unnt að gera það á annan veg, sökum þess hve seint vitnaðist um mótframboð. Vonandi verða margir sem leggja leið sina að Hallveigarstöð- um sunnudaginn 2. okt. kl. 3 og um leið að styrkja gott málefni. Fréttatilkynning frá Kattavinafélaginu — Friðrik Framhald af bls. 40 lek I fimmtu umferð Interpolis- mótsins f gær og varð að gefa skákina eftir 31. ieik. „Mér ætlar að ganga illa að ná í vinning á þessu móti,“ sagði Frið- rik. „Aður en ég hóf tafl hér i Tilsburg átti ég ekki von á að lenda í efstu sætunum, en svona útreið átti ég ekki von á, og nú verður maður bara að vona, að betur gangi í þeim umferðum, sem eftir eru.“ Sjötta umferð skákmótsins i Tilsburg verður tefld í dag og þá teflir Friðrik við Timman frá Hollandi og hefur svart. — Safnaðar- heimili Framhald af bls. 25 Sóknarpresturinn flutti þakkir safnaðarins til Norðmannanna og bað Jóhannes að afhjúpa skjöld til minningar um stórgjöf Den indre sjomannsmisjon. Um kvöldið var samkoma helg- uð starfi norska sjómannatrú- boðsins. Kór Seyðisfjarðarkirkju söng undir stjórn Gylfa Gunnars- sonar, organista. Helgi Bragason, sem nemur orgelleik í Vínarborg, lék á kirkjuorgelið, og Jóhannes Sigurðsson sagði frá starfi trú- boðsins og sýndi myndir. Að lok- um var gjörð þakkarbæn fyrir gjöf Norðmannanna og þjónustu þeirra meðal sjómanna. — Stórþjófnaður Framhald af bls. 2 hringum að söluverðmæti um ein milljón króna auk nokk- urra kveikjara. Upp komst um þjófnaðinn Sókn Heim- dallar verð- ur að halda áfram - að því vil ég vinna — segir Kjartan Gunnarsson KJARTAN Gunnarsson laganemi er fæddur 1951, sonur Gunnars A. Pálssonar hrl. og Guðrúnar Jóns- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi árið 1972 og stundar nú laganám við Háskóla Islands. Kjartan sat f Stúdentaráði Háskóla Islands 1972 til 1976. Hann var aðstoðar- framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjaviik fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1974 og var á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins kosinn í mið- stjórn flokksins. — Égvonaði, að ég gæti skýrt heimdallarfélögum frá ástæðum framboðs mins á umræðufundi, sem ég skoraði mótframbjóðanda minn, Júlíus Hafstein, á, en hann tók ekki áskoruninni, svo að ég fagna því tækifæri sem mér gefst til þess hér, sagði Kjartan. — Ég tel Heimdall eitt mikilvægasta félag sjálfstæðismanna í landinu, hef um árabil starfað þar og haft ánægju af því. Nú er félagið í mikilli stjórnmálalegri sókn, henni verður að halda áfram, og að því vil ég vinna. Heimdallur má ekki bregðast i kosningunum á næsta ári, þingkosningum og umfram allt borgarstjórnarkosn- ingunum. Og félagið verður að vinna markvisst að fylgisaukn- ingu Sjálfstæðisflokksins í fram- haldskólunum með menningar- legu og stjórnmálalegu starfi. Mikið starf hefur verið unnið af þegar Dóra kom til vinnu i gær- morgun. „Ég var snemma á ferðinni og fór ekki strax á verkstæðið, heldur átti ég er- indi i búðina og sá þá strax að ekki var allt með felldu, því að millihurð var opin en hana er aðeins hægt að opna innan úr búðinni,“ sagði Dóra ennfrem- ur. „Það hagar þarna þannig til að út frá búðinni er ranghali, og þar á er gluggi með vírnets- rúðu, en fyrir innan eru rimlar. Sá sem þarna var á ferð hefur tekizt að losa úr rúðuna og síð- an smeygt sér inn um gluggann milli rimlanna. Þetta hefur því verið fremur grannur maður og ég tel ekki útilokað að þjófur- inn hafi þekkt til í búðinni eða verið búinn að kynna sér allar aðstæður miðað við það hvernig að innbrotinu var staðið.“ Dóra sagði að hringarnir hefðu ýmist verið gull- og silf- urhringar, margir þeirra hafi verið innlend smíði með is- lenzkum steinum en auk þess hafi verið nokkrir kveikjarar. Taldi Dóra alls ekki of áætlað að söluverðmæti þýfisins alls væri um ein milljón króna. Málið er nú til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. — Kaupskip Framhald af bls. 40 öryggisstörf ef til verkfalls kæmi, en með öryggisstörfum væri átt við starfsfólk sjúkra- húsa, lögregluþjóna og bruna- verði. Þá benti einnig flest til þess, að þeir menn sem sæju um vörzlu dýra í umsjá ríkisins yrðu undanþegnir verkfalli. Undanfarna daga hafa verið haldnir fundir víðs vegar um land á vegum BSRB og Kjartan Gunnarsson. fráfarandi stjórn, því verður að halda áfram af fullum þrótti. — Við Heimdallarfélagar verð- um að vera ódeigir, sókn er bezta vörnin, efna verður til kappræðna við kommúnista og aðra andstæð- inga sjálfstæðismanna um deilu- málin, utanríkismál, efnahagsmál og önnur þjóðmál. Andófshreyf- ingin austantjalds, evrópu- kommúnisminn, hryðjuverk kommúnista í Indókína og fasista i Chile, yfirburðir frjáls hagkerfi yfir miðstjórnarkerfi sósíalista — um öll þessi mál verðum við að rökræða. Og innanlands eru efna- hagsmálin, menntamálin, iðnaðar- málin og önnur málefni atvinnu- lífsins i brennidepli. Þá má nefna sjálfsagt réttlætismál eins og jafnræði milli landshluta hvað at- kvæðavægi snertir og aukna möguleika kjósenda til raunveru- legs vals milli frambjóðenda. — Hlutverk Heimdallarfélaga er að veita flokksmönnum aðhald með málefnalegri gagnrýni og að verja flokkinn og efla i ræðu og riti. Við verðum að treysta lið okkar, boða hugsjónir sjálfstæðis- manna og bera fram til sigurs i kosningum næsta árs. Sá einn sigrar, sem vill berjast. 700—800 manns sóttu fundina úti á landi, á mánudag og þriðjudag sóttu um 2000 manns fundi á Reykjavíkursvæðinu, og i dag fimmtudag verður fundur hjá starfsmannafélagi ríkisstofnanna, sem er stærsta aðildarfélag sambandsins. At- kvæðagreiðsla um sáttatillög- una verður síðan á sunnudag og mánudag. í Reykjavík verður kosið i Miðbæjarbarnaskólan- um frá kl. 14—21 báða dagana, en úti á landi verður kosið á 46 stöðum. Urslit atkvæðagreiðsl- unnar munu ekki liggja fyrir fyrr en um miðja viku, nema hjá starfsmannafélögum bæjar- félaga. — Reykjanes- samningar Framhald af bls 40 verkfallsrétti og ýmis samnings- ákvæði, sem koma sveitarfélaginu eða öðrum sveitarfélögum á Reykjanesi lítt eða ekki við. Þá lýsir bæjarstjórn þeirri skoðun sinni að ekki verði hjá þvi komist að fjalla um öll atriði kjarasamn- inganna áður en hægt verði að undirrita nýjan kjarasamning. Að lokum vill bæjarstjórn Sel- tjarnarness lýsa því yfir að hún er að sjálfsögðu reiðubúin til þess að gera sambærilegan samning við Starfsmannafélag Seltjarnarness eins og fjármálaráðuneytið og Borgarstjórn Reykjavikur koma til með að gera við sina samnings- aðila." AOíiI.VslNOASÍMINN Elt: ^22480 JRorovmbloíiiti Flóamarkaður Kattavinafélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.