Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977
Stefán íslandi fœddist í Krossanesi í Vallhólmi, Skagafirði, 6. oktoher 1907
og er því 70 ára í dag. Ferill Stefáns Islandi er með blæ þjóðsögunnar, enda ferill hans
sérstœður og með ólíkindum. Skyndilega hvarf hann frá störfum sveitapilts í Skagafirði
og næst fréttist af honum á leiksviðum frœgra óperuhúsa á Italíu. Hann har aldrei
lognhatt á ferli sínum sem söngvari, söngur hans hreiffólk hvar sem hann fór. Framtak
Richard Thors, að kosta hinn unga söngvara til náms, har ríkulegan ávöxt og hin silfurtœra
rödd Stefáns stœkkaði menningu Islands.
VERDIt ALDREI AFTUR TEKIll * *
til Halldórs Bjarnasonar frá Stein-
nesi, var það, að þessi ágæti um-
boðsmaður Kveldúlfs bauð mér á
Theater Carlo Felice i Genúa þar
sem ég heyrði Aidu eftir Verdi
með hinum fræga söngvara Pert-
ille. Hann var þá einn af þessum
stóru bombum þarna á ítaliu og ég
varð alveg dolfallinn þegar ég
hlustaði á hann.
Guð almáttugur hjálpi mér,
sagði ég við sjálfan mig, hvað ert
þú eiginlega að gera hingað. Ég
féll allur saman, en minna mátti
nú gagn gera.“
„Og svo gerðisl þetta allt?“
„Nei, þvi miður ekki allt, langt
frá þvi, en það gerðist eins mikið
og ég gat.“
„En Guðmundur beit
ekki á krókinn".
Við vikum talinu að óperuflutn-
ingi og m.a: kom til tals fyrsta verk
hertogans i Rigoletto. Það var
skemmtilegt. Þar sungu islenzkir
söngvarar nema Else Miihl frá
Austurriki. Guðmundur Jónsson
söng þar sinn fyrsta Rigoletto.
Þegar ég mætti til fyrstu æfingar-
innar kunni ég nokkurn veginn af
fingrum fram öll hlutverkin og
tónlistina, þvi ég hef ávallt lagt
mikið upp úr þvi að kunna vel það
sem ég hef tekið þátt i. Ég man
hvað ég var undrandi að heyra
Guðmund syngja. Ég stóð og
horfði gáttaður á manninn, þvi
það var eins og hann hefði aldrei
gert annað en syngja Rigoletto, en
þetta var á ifyrsta sinn sem hann
gerði það. Siðar söng hann
Rigoletto i Konunglega í Kaup-
mannahöfn og þá sögðu þeir að
þama væri sá sem koma skyldi. En
Guðmundur beit ekki á krókinn.
Ég vil nefriilega, sagði Gð-
mundur, heldur vera á fslandi og
ekki bara i Reykjavik, heldur i
Vesturbænum.
Og þar hefur hann verið siðan.
Það sungu ekki aðrir betur Rigo-
letto þá en Guðmundur Jónsson.
Ég var afskaplega hrifinn af flutn-
ingi Guðmundar i þessu verki.
Rigoletto er með stærri hlutverk-
um i óperum og það eru engir
aukvisar sem skila þvi vel af sér.
Rigoletto Þjóðleikhússins sungu
einnig Kristinn Hallsson og Guð-
munda Elíasdóttir."
„Hvernig kom verkið út t hei!d?“
„Þegar maður er sjálfur á fjöl-
unum fær maður ekki mikið tæki-
færi til þess að skynja heildar-
flutninginn, maður er sjálfur eitt
peð á taflborðinu. en ég held að
það hafi gengið vel, það gekk
ótrúlega lengi.
„Að bíta í eplið,
_______súrt eða sætt."____________
Heimþráin? Þú varst að tala
áðan um heimþrá og hina römmu
taug sem rekka dregur . . . Þegar
ég fór að koma heim á sumrin lét
ég aldrei undir höfuð leggjast að
heimsækja bemskuheimiii mitt á
Syrða-Vallholti. Þar hitti ég mitt
gamla fólk. Á milli þessara heim-
sókna var maður i rauninni gestur
og ekki gestur erlendis. Dvölin
ytra varð löng, um 40 ár og þar af
25 ár við Konunglegu óperuna i
Kaupmannahöfn. Þar gekk á
ýmsu, stríðsárin spiluðu inn i með
ógurlegu ástandi, skömmtuðum
mat úr hnefa, myrkvun og margs
Ljósmynd Mbl Friðþjófur Helgason
konar erfiðleikar. Auðvitað hljóm-
aði bergmál íslands i gegn um
þetta allt, kallaði og kallaði, en þú
verður að bita i það epli sem þér
er boðið, súrt eða sætt eftir þvi
hvar verkefnin eru. Ég ferðaðist
mikið um Danmörku og ég held
að það sé ekki til sá bær þar sem
ég hef ekki stuðlað að þvi að
eyðileggja söngsmekk fólks, mað-
ur var alltaf að syngja og vesenast i
öllum áttum. Það er hins vegar
annað mál að syngja fjölbreytt
lagaval kvöld eftir kvöld eða
syngja þrjú kvöld i röð i hverri
viku mismunandi óperuhlutverk i
húsi eins og Konunglega. Til þess
þarf þrek og góða heilsu og styrka
undirstöðukunnáttu.“
Stefán í Tosca
í Þjóðteikhúsinu.
„Að bjástra við
að vera til."
„Hvað er söngtæknin snar þátt-
ur?“
„Tæknin er dálitið margslungin
og enginn einstakur getur mótað
sér 100% tækni, og annnar, það
þarf að sniða hana eftir upplaginu.
Maður er alltaf að læra, við eigum
það sameiginlegt, þú og ég og
flestir aðrir að reyna að betrum-
bæta hlutina eins lengi og maður
er að bjástra við að vera til.
„Ekkert eins vont
og, að vera mis-
skilinn söngmaður."
Ég er alveg viss um að það er
ekkert eins vont, ég segi vont tii
þess að nota ekki orðið, verra, eins
og að vera misskilinn söngmaður.
Þetta er svo persónulegt, svo stór
hluti sem maður er að gefa af
sjálfum sér, svo viðkvæmt að það
er i beinu sambandi við innstu
hjartarætur. Þvi miður skeður það
svo oft að maður sem hefur lagt
sig fram i margra ára námi nær
ekki sambandi við fólk. Hann er
búinn að eyða beztu árum ævinn-
ar og það er engin leið til baka,
hann kann í rauninni ekkert ann-
að. Ég hef kynnzt svo bitru og
vonsviknu söngfólki. sem finnst
það hafa verið slegið út og það er
það ef til vill, þvi miður. Ég er
ekki að segja þetta vegna þess að
ég sé að vanþakka mina reynslu og
ævi. þvi það væri ekki sanngjarnt.
En sú rcynsla og það erfiði sem
fylgir þvi að vera nokkurn veginn
gjaldgengur á vettvangi sönglistar-
innar, er svo dýr að það borgar sig
ekki. Þvi myndi ég með góðri
samvizku ekki ráðleggja neipum
að fara út á þessa braut. Það er svo
allt annað sem gildir um sönglist-
ina heldur en ritlist og myndlist til
dæmis. Það er hægt að rita setn-
ingu upp á nýtt, breyta henni að
vild. gefa hana út gjörbreytta. það
er hægt að breyta myndinni
óendanlega, mála yfir, gera nýja
mynd, en sá tónn sem búið er að
sleppa, verður aldrei aftur tekinn,
það verður ekki sleikt yfir hann.„
„Sjálfsafneitun til að
hanga á Flaggstönginni."
„Það er hörð umsögn að starf
söngvarans sé ekki þess virði að
leggja það á sig.“
„Til þess að það borgi sig þarf
hreint og beint það sem ómögulegt
er að útskýra fyrir neinum. Það
þarf fyrsta flokks rödd. sæmilegan
skerf af sjálfsgagnrýni og gáfur vel
i meðallági. ákaflega hörku við
æfingar og það þarf að halda fast i
spottann ef maður nær taki á góð-
um hluta hans. Það kemur ef til
vill úr hörðustu átt að segja að það
þurfi ákaflega mikla sjálfsafneitun
til þess að halda sér eins hátt i
flaggstönginni og mögulegt er. en
það er svo margt sem tekur i
taumana og til dæmis fer aldrei
saman söngur. reykingar og
áfengi. Það á enga samleið. Það
eru margar gryfjur og gjótur á leið
söngvarans og persónan og röddin
þurfa náinn samleik til þess að
klára sig i gegn um þann skerja-
flóa.“
„Hef aldrei augum
litið þann mann."
„íslendingar eiga sin traustu
náttúrufyrirbæri eins og Heklu
Vatnajökul og heiðablómin.
Hvernig finnst þér að vera eitt af
náttúrufyrirbærum landsins i aug-
um landa þinna vegna söngs
þins?“
„Ég hef aldrei augum litið þann
mann i þvi Ijósi. f alvöru talað
held ég að sjálfsmat sé mjög erfitt
spursmál, en ég held að litið yrði
eftir ef ég ætti að meta sjálfan mig.
fara innan i og hreinsa til.
Það er varla vafi á þvi að manni
finnst margt sæmilegt hjá sér, en
það mat er hins vegar ekki alltaf
satt og rétt. Aðrir verða að segja
sitt álit á gripnum. ég treysti mér
ekki til að svara þvi.“
grein: ÁRNI JOHNSEN