Morgunblaðið - 06.10.1977, Side 23

Morgunblaðið - 06.10.1977, Side 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977 UfflHORP Alyktanir 24. Menningarmál: Sjálfstæðisflokk- urinn taki forystu í mennta- og menningarmálum Frjálshyggja og borgaraleg lífs- skoðun er fólgin í virðingunni fyrir sjálfstæði einstaklingsins — fyrir frelsi hans til visinda, lista og ann- arra vitsmunastarfa. Sköpunargleði listamannsins. rann- sóknarþörf visindamannsins og starfs- orka athafnamannsins eru þrjár greinar af sama meiði Stjórnmálaflokkur, sem kennir sig við frelsi til framtaks í efnahagsmálum verður á sama hátt að tryggja mönnum frelsi til framtaks á sviði vísinda og lista Sköpun listaverka er jafngild vís- indalegum rannsóknum Ríki sem ver miklum fjárhæðum í rannsóknir i þágu mennta, tækni og vísinda ber á sama hátt að veita fé til lista Með tilliti til þessa álykta ungir sjálf- stæðismenn: 1 Megináherzla skal lögð á að Sjálf- stæðisflokkurinn taki forystu i mennta- og menningarmálum i næstu rikis- stjórn Hefja skal strax undirbúning að því að það verkefni megi verða vel leyst 2 Flokkurinn skal láta sig listir og listamenn meiru skipta en hingað til Hugarfarsbreyting er knýjandi og felst fyrst og fremst í lifandi áhuga fyrir skapandi listum 3 Valhöll skal notuð til fjölbreyttra menningariðkana í því skym að tengja húsið lífinu í landinu og til að skapa grundvöll samskipta eldri sem yngri Nefna má listkynningar, myndlistasýn- ingar, konserta, poppkvöld, kvik- myndasýningar, kaffimorgna, barna- gæslu, meðan ráðstefnur og fundir eru haldmr og m fl 4 Stjórn S U S skal skipa sérstaka nefnd, sem hafi það verkefni með höndum að vinna að framgangi þess- ara mála hliðsjón af ströngustu visindalegum niðurstöðum i samráði við hagsmuna- aðila á borð við sjómenn og útgerðar- menn Langtímamarkmið okkar hlýtur að vera að samræma sóknargetu flotans og afrakstrargetu fiskstofnanna Þetta er ekki auðvel verk, en er hins vegar þýðingarmikið þvi að skynsamleg nýt- ing fiskistofnanna er ekki einungis fólgm í aðgerðum er beinast að því að hindra ofveiði heldur hinu líka að hæfi- legum fjölda skipa sé beitt við veið- arnar Óeðlilegar sóknartakmarkanir geta að vísu þjónað þvi hlutverki að við- halda fiskstofnunum En þær leiða þá einnig til þess að fiskiskipastóllinn verður vannýttur Það þýðir aftur á móti lakari afkomu útgerðar og sjó- manna en ella Núverandi ríkisstjórn hefur mjög beitt sér fyrir veiðum á vannýttum fiskistofnum Þeim tilraunum verður að halda áfram og nauðsynlegt er að styrkja þær veiðar þar til reglulegar veiðar geta hafist Samfara þessu þarf að vinna að nauðsynlegum umbótum Formannsframbjóðendur taka lagid á kvöldvöku — Jón Magnússon, lengst til vinstri, Sigurpáll Einarsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson með gítarinn. Sjávarútvegsmál: Samræma verð- ur sóknargetu flotans og afrakstursgetu fiskstofnanna Sjávarútvegurinn er og hefur verið aðalmáttarstoð íslenzk atvinnulifs Þótt rík ástæða sé til að efla aðrar atvinnugreinar í landinu er það engu að síður Ijóst að sjávarútvegurinn mun verða lang mikilvægasti at- vinnuvegurinn um ókominn tíma. Fiskveiðilögsaga íslands og nýting hennar Núverandi ríkisstjórn hefur í raun og veru unnið stórvirki í fiskverndunar- málum Útfærsla landhelginnar í 200 mílur sem ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar hafði forystu um er einn mesti stjórnmálasigur íslendinga á þessari öld Þeir fiskveiðisamningar sem enn eru í gildi við erlendar þjóðir eru veiga- litlir og veiðar útlendinga á helsta nytjafiski okkar, þorskinum, eru að mestu úr sögunm Við nýtmgu á hinum auðugu fiski- miðum íslendinga verður í framtíðinni að beita vísindalegum aðferðum Allar stefnumótandi aðgerðir í fisk- verndunarmálum skulu teknar með við vinnslu og sölu hinna nýju fiskiteg- unda Tafarlaust verður að gera auknar tilraunir með flutning fiskafla milli landshluta, vegna þess að vitað er að afkastageta fiskiskipa er meiri en verk- smiðja næst veiðisvæðunum Smíði fiskiskipa: Uppbygging fiskiskipastóls ís- lendinga hefur alltaf átt sér stað í stökkum Meðan að síldveiðarnar gengu sem bezt, varð mikil fjárfesting í nótaveiðiskipum Um 1970 hófst hin svokallaða skuttogaraöld og vegna hinna miklu loðnuveiða hefur fjár- festing í nótaskipum stóraukizt nú að nýju Engum vafa er undirorpið að fjárfest- ing sem þessi er fyrir marga hluta sakir óheppileg og víst er að hagkvæmnis- sjónarmið hefur ekki ráðið í öllum tilfellum Uppbygging framleiðslutækja til þess að vinna úr aflanum í landi hefur ekki haldizt í hendur við hina öru uppbyggingu fiskiskipaflotans A með- an Ijóst er að við erum með of stóran fiskiskipaflota miðað við stærð stofna helzt nytjafiska, önnum við ekki með góðu móti því hráefni sem skipin geta borið á land Það hlýtur þvi að vera framtíðarverkefnið að bema fjármagni til fjárfestingar í sjávarútvegi fremur til uppbyggingar framleiðslutækja í landi, en frekari stækkunar fiskiskipaflotans Því meiri nauðsyn er á þessu að tækni fleygi fram, sífellt aukast kröfur um hreinlæti i fiskvinnslufyrirtækjum og betri aðbúnað Undanfarið hefur það tíðkast að stór fiskiskip væru seld úr landi Þetta er hættuleg þróun Ef til þess þarf að koma, er eðlilegt að eingöngu verði þau skip seld úr landi sem ekki er hægt að nota til nýtingar á þeim fiskistofnum sem enn er hægt að auka sóknina í Verðbólgan og sjávarútvegur- inn. Hina miklu verðbólgu hér á landi, sem hámarki hefur náð á undanförnum árum, má meðal annars rekja til skorts á beitingu hagstjórnartækja Það er meðal annars Ijóst, $ið hinar miklu verðsveiflur sem orðið hafa á sjávar- afurðum hafa orðið til þess að kynda undir verðbólgubálið Þannig hefur innlend verðhækkun á launum, vörum og þjónustu alla jafna fylgt í kjölfar verðhækkana á sjávarafurðum erlend- is, en samsvarandi verðlækkun ekki orðið þó að afurðir hafi lækkað að nýju Af þessu hefur hlotizt ómælt tjón fyrir fiskvinnsluna í landinu og efna- hagslífið í heild og tiðar gengisfellingar má meðal annars rekja til þessa. Þrátt fyrir að verðjöfnunarsjóður hafi verið stofnaður til þess að draga úr áhrifum sveiflna á erlendum mörk- uðum, hefur það ekki tekizt sem skyldi að beita honum Það er skoðun þings S.U.S , að stjórnvöldum beri þegar í stað að athuga hvernig bregðast megi við að gera verðjöfnunarsjóðinn virk- ari Vinnsfa sjávarafurða og sala: íslendingar hafa náð langt i sölu og vinnslu á sjávarafurðum Frystur fiskur skipar að sjálfsögðu stærstan sess Við höfum eignast stór og fullkomin frysti- hús, sem flest hver fullnægja fyllstu hreinlætiskröfum Þá hefur okkur tekizt að afla markaða erlendis fyrir afurðir okkar, með þróttmiklú starfi frjálsra sölusamtaka Samband ungra Sjálfstæðismanna telur að sala á fiskafurðum til útlanda verið að vera frjáls Því er eðlilegt að þegar í stað verið hafizt handa um að sala á saltfiski, sem nú er í höndum einokunarsamtaka og á sild sem nefnd, Starfshópar sinni ein- stökum málum • SAMf»YKKT var á þinginu að koma á fðt nokkrum starfs- hópum um einstaka mála- flokka og var stjörn SUS falið að skipa þá. Þeir starfshópar, sem hér um ræðir, fjalla um landbúnaðarmál of> skal sá hópur skila álitsgerð, er geti orðið grundvöllur að ál.vktun- um na'sta þings SUS um land- húnaðarmál en jafnframt skal hópurinn standa f.vrir um- ræðufundum um landhúnaðar- mál meðal ungra hænda og annarra áhugamanna. Koma skal einnig á fót umræðuhópi um mótun hyggðastefnu. Þingið samþykkti að beina því til stjórnar SUS að stofnuð yrði samstarfsnefnd ungra sjálfstæðismanna á höfuðborg- arsvæðinu, sem fjalli um skipulagsmál höfuðborgar- svæðisins sem einnar heildar og skili nefndin áliti til stjórn- ar SUS fyrir áramótin 1977—1978. Stjórn SUS á í framhaldi af því að efna til ráðstefnu, sem geri tillögur að samræmdri stefnu í skipulags- málum höfuðborgarsvæðisins fyrir unga sjálfstæðismenn á svæðinu. 1 ályktun þingsins um menntamál eru ítrekaðar sam- þykktir 23. þings SUS í Grindavík um menntamál og lögð megináherzla á að á síð- asta Alþingi hafi komið fram frumvarp til laga um fram- haldsskóla. Stjórnvöld hafi sýnt vítavert seinlæti varðandi þessa mikilvægu lagasetningu, sem leitt hafi til óvissu og skipulagsleysis á þessu skóla- stigi. Samþykkti þingið þvi að beina því til stjórnar SUS að skipuð yrði nefnd, er fylgdist með meðferð þessa frumvarps, og beitti sér jafnframt fyrir ráðstefnu um skólamál. að nokkru pólitískt kosin annast, verði gerð frjáls Einkaframtakið og sjávarút- vegurinn. Einkaframtakið stendur styrkum fótum viðast hvar innan sjávarútvegs- ins. Enn eru þó starfraektar bæjar- útgerðir, til dæmis i Reykjavík og Hafnarfirði. Bæjarútgerðir voru stofn- aðar fyrir mörgum áratugum vegna sérstakra aðstæðna, sem núna eru fyrir löngu úr sögunni Það er þvi krafa S.U.S. að bæjarútgerðir verið lagðar niður og einstaklingar látnir sjá um reksturinn Framtiðin. Rík ástæða er til að skjóta fleiri stoðum undir íslenzkt atvinnulíf með því að efla og stofna nýjar atvinnu- greinar. Engu að síður er Ijóst, að sjávarútvegurinn getur í framtiðinni gegnt veigamiklu hlutverki, enda eu innan hans ónýttir margir möguleikar. Sjávarútvegur er rúmt hugtak sem nær yfir margbreytilega starfsemi. Með því að efla nýbreytni innan atvinnu- greinarinnar, má draga verulega úr þeim sveiflum sem sett hafa svip sinn á sjávarútveginn um leið islenzkt atvinnulíf Uppskurður á sjóðakerfi sjávar- útvegsins var stórt skref i rétta átt Með þeim breytingum voru færðar stór- felldar fjárhæðir úr sjóðnum í hendur sjómanna og útgerðar. S U S þing telur sérstaka ástæðu til að fagna þessari breytingu sem er tvímælalaust í anda stefnu Sjálfstæðis- manna Húsnæðismál: Hærri lán til kaupa á fyrstu íbúð Eitt af meginmarkmiðum Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna er, að ungu fólki sé gert kleift að eign- ast eigið húsnæði. Fátt er eins þrosk- andi og skapar jafn mikla ábyrgðar- tilfinningu og að verá sjálfstæður eignaraðili. Óðaverðbólga og minnk- andi kaupmáttur launa á undanförn- um árum hafa orsakað það, að ungu fólki gerist æ erfiðara að eignast eigið húsnæði. Er nú svo komið að hlutfall Húsnæðismálastjórnarlána er orðið innan við 35% af verði nýrra íbúða. Reynist ungu fólki því ill- mögulegt að leggja fram það fé sem þarf, til að eignast eigið húsnæði. XXIV þing Sambands ungra Sjálf stæðismanna skorar því á þing- og sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokks- ins að beita sér fyrir eftirfarandi 1. H úsnæðismálastofnun ríkisins verði lögð niður, en verkefni hennar falin viðskiptabönkunum og þjónustu- fyrirtækjum á hinum frjálsa markaði og reglur um byggingarsjóð ríkisins tekn- ar til itarlegrar endurskoðunar 2. Byggingasjóður ríkisins verði stórlega efldur og fjármögnun hans tryggð m a með hækkuðum vöxtum eða verðbótum, svo að hann geti hafið markvisst starf í þá átt að veita aukin lán, — frumlán, sem ná því marki að íbúðareigendur fái í fyrsta sinn minnst 60% lánað af byggingarkostnaði meðalíbúða Skal upphæð lána fylgja bygg'ngarvisitölu Fái lántaki aftur lán hjá sjóðnum, skal það fastbundið nokkru lægra en frumlán Lán til eldri ibúða sé það sama og til nýrra 3 Nota verður skilyrðislaust heimild samkvæmt 12 grein laga nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins um forgang fyrirgreiðslu og 25% hærra lán vegna skyldusparnaðar ungs fólks 4. Byggingariðnaðurinn verði gerður að framleiðsluiðnaði um leið og stefnt er að meiri stöðlun og verksmiðjufram- leiðslu Nú þegar verður að afnema þá skattlegu mismunun fyrirtækja í bygg- ingariðnaðinum, sem beinlínis stendur slíkri þróun fyrir þrifum Lóðaúthlutan- ir verði markvissar og reglubundnar og hverri fjölbýlishúsalóð ekki úthlutað til fleiri en eins aðila, til að stækka og fækka rekstareiningum. XXIV þing S U.S. vill að lokum leggja áherzlu á hversu byggingariðn- aðurinn hefur mótast af verðbólgunni Fjárfestingar í byggingaiðnaðinum hafa í mörgum tilvikum ekki tekið mið af eðlilegum arðsemissjónarmiðum Óeðlileg eftirspurn og óraunsæ láns- kjör hafa valdið því að söluverð fast- eigna hefur verið mun hærra en bygg- ingarverð þeirra og þá sérstaklega söluverð nýrra íbúða Á árinu 1977 er gert ráð fyrir að heildarfjárfesting landsmanna verði um 100 milljarðar og þar af um 30 milljarðar í byggingar- iðnaðinum Öllum má því Ijóst vera að stór þáttur í að draga úr óeðlilegri fjárfestingu og þenslu er efling þeirra fyrirtækja sem ódýrast og best byggja á hverjum tima Landbúnaðarmál: Heilbrigð sam- keppni og frjáls- ari verðmyndun verði ráðandi 1 Það er skoðun ungra Sjálfstæðis- manna að þróttmikill landbúnaður « öllum landshlutum sé ein af forsendum velmegunar á Islandi. 2 Ungir Sjálfstæðismenn telja brýnt, meðan núverandi löggjöf um verðlags- mál landbúnaðarins er i gildi, að bændur nái i raun þeim kjörum, sem lögboðnar viðmiðunarstéttir þeirra hafa Skref i þá átt er leiðrétting verð- lagsgrundvallar landbúnaðarafurða til samræmis við raunhæfa útgjaldaliði atvinnuvegarins 3 Gera þarf sérstakt átak til að auka fjölbreytni í landbúnaði með nýjum búgreinum og betri nýtingu hlunninda t d garðyrkju, fiskirækt í sjó, ám og vötnum 4 Ungir Sjálfstæðiemenn styðja einka- og félagsrekstur sem hið æskilega bú- rekstrarform og telja mikilvægt að bú- jarðir og framleiðslufyrirtæki landbún- aðarins séu í eign bænda Mótmælt er ákvæðum varðandi sölu bújarða, sem lögbundin eru í nýsettum jarðarlögum Bændur njóti markaðs- verðs við sölu bújarða sinna 5 Leggja ber aukna áherzlu á verk- menntun í lanbúnaðarnámi og bænd- um verði gefinn kostur á að auka þekkingu sína m a með námskeiða- haldi á vegum bændaskólanna og bún- aðarsamtaka S U S bendir á nauðsyn þess, að Búvísindadeild Bændaskólans að Hvanneyri verði breytt hið fyrsta i landbúnaðrháskóla og Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins verði starfrækt að Hvanneyri í tengslum við hann 6 Efla þarf stjórnun á landbúnaðarfrm- leiðslunni með aðgerðum i verðlags- og lánamálum, þannig að aukin hag- kvæmni sé tryggð Afnema þarf verð- jöfnun á flutningi og vinnslu landbún- aðarafurða og gefa meiri gaum að staðsetningu bújarða með tilliti til þess hvaða framleiðsla þar er stunduð Haga þarf framleiðslunni eftir landkost- um og staðsetningu jarðanna og stuðla þannig að lágmarkstilkostnaði hennar Leggja ber sérstaka áherzlu á innlenda fóðuröflun og nýtingu innlendra orku- gjafa í því skyni Tryggja verður að þessi framleiðslufyrirtæki séu eign bænda, felagasamtaka þeirra og ein- staklinga 7 Ungir Sjálfstæðismenn vekja athygli á þeirri þróun sem orðin er i afurða- sölu, framleiðslu- og markaðsmálum landbúnaðarins Þröngsýni og dugleysi, í þessum efnum hefur leitt til stöðnun- ar í framleiðsluvinnslu og markaðsmál um atvinnuvegarins um árabil Ljóst er, að ef ekki verður breyting á í náinni framtíð, munu útflutningsuppbætur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.