Morgunblaðið - 13.12.1977, Side 3

Morgunblaðið - 13.12.1977, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 3 Albert Nuringen, forseti borg- arstjórnar Óslóar, afhendir tréð. Við afhöfnina á sunnudag. Óslóartréð afhent að við- stöddu mik/u fjölmenni ÓSLÓARTRÉÐ var afhent Reykvikingum að viðstöddu miklu fjölmenni á Austurvelii á sunnudag. Albert Nuringen, forseti borgarstjórnar Öslóar, kom hingað gagngert til þess að afhenda tréð. 1 ræðu sinni sagði Albert Nuringen m.a., að tréð væri tákn vináttu þjóðanna tveggja sem alltaf hefðu verið vinir og nágrannar. Þá sagði Albert einnig, að það væri sér geysimikil ánægja að fá tæki- færi til þess sjálfur að afhenda Reykvíkingum þessa vináttu- gjöf, sem hann vonaði að treysti vináttu þjóðanna. Fyrir hönd Reykvíkinga tók Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri vió trénu, eftir að ungur piltur, Böðvar Péturs- son, hafði tendrað á þvi ljósin. Borgarstjóri þakkaði Öslóarbú- um fyrir þennan hlýhug sem þeir sýndu Reykvíkingum ár- lega með slíkri gjöf. Eftir ræður þær er fluttar voru, söng fólk jólasálma undir stjórn Ragnars Björnssonar dómorganista. Þá kom rúsínan í pylsuendan- um fyrir yngri kynslóðina, fríður flokkur jólasveina kom á Austurvöll og fóru þeir upp á þak Nýja kökuhússins við Austurvöll og sungu jólalög við miklar undirtektir unga fólks- ins. Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri tekur við Oslóar- trénu. Jólasveinarnir skemmta við mikla lukku áheyrenda. Arnarflug í Möltuflugi ARNARFLUG hefur tekið að sér flug frá Valetta, höfuðborgar Möltu, til London, Parísar, Frank- furt, Munchen, Glasgow Trípolí, vinar og Túnis. Samkvæmt leigu- flugssamningi Arnarflugs og Air Möltu hefst ieiguflugið 1. april á næsta ári og stendur til 1. nóvem- ber. önnur flugvel Arnarflugs verð- ur höfð á Möltu þennan tima og verða flugstjórar, flugmenn og flugvélstjórar frá Arnarflugi, lík- legast níu talsins, en ekki er vist um aðra áhafnarmeðlimi. •• Okumenn skárust illa í framan TVEIR ökumenn hlutu slæma skurði I andliti, er bílar þeirra, jeppi og fólks- bfll, rákust saman á Vestur- landsvegi á móts við Blika- staði á sjöunda tfmanum á laugardag. Mikii hálka var og svo virðist sem jeppinn hafi snúizt á veginum, þvf fólksbfllinn, sem var réttu megin vegarins eftir árekst- urinn, rakst f vinstri hlið jeppans, sem valt. Fólksbíll- inn er talinn ónýtur. Stúlka, sem var farþegi í jeppanum, slapp ómeidd. Á laugardag valt jeppi við Sandskeið, en mikil hálka var einnig á Suðurlandsvegi. Fjórir voru í jeppanum, en enginn meiddist alvarlega. Jeppinn er talsvert skemmd- ur eftir veltuna. Þessi bdler ryðvarinn með Bryngljáa Nokkuð á 2 þúsund bílar á íslandi eru búnir fullkominni ryðvörn, þ e hinni hefðbundnu kvoðuryðvörn og BRYN- GLJÁA-ryðvörn. Þessir bílar bera af öðrum, sem aka göturlands frosts og funa og þeir eru betri i endursölu vegna þess að þeir hafa staðist betur álag veðurs og eru glaesilegri útlits en bilar sem ekki hafa verið varðir með BRYNGLJÁA Þegar kvoðuryðvörnin var kynnt á íslandi voru ýmsir vantrúaðir á réttmæli þess að verja í hana fé. í daq tekur enginn við nýrri bifreið án ryðvarnar. Ýmsir hafa einnig verið vantrúaðir á BRYNGUÁA, en það hefur nú breytzt eins og með aðrar gagnlegar nýjungar á tæknitíma 20. aldarinnar. Flest bifreiðaumboð mæla nú með þvi við viðskiptavini sína að þeir láti verja lakk nýja bilsins með BRYNGLJÁA og pöntunarbók okkar ber þess glöggt vitni að fólk fer að þeim ráðum. BRYNGLJÁA-efnameðferðin er japönsk uppfinning, sem hefur á 5 árum haslað sér öruggan völl i Asiu og vesturlöndum. BRYNGLJÁI ersamsettur úr 7 mismunandi efnum, sem ganga i samband við lakkið á bílunum við sérstaka hitameðferð og mynda geysisterkan lofttæmdan hjúp eða filmu sem varnar tæringu þess af völdum veðra og vinda og gefur bilnum langvarandi sigljáa án þess að bónklútur komi nokkru sinni nærri. Eigir þú nýlega bifreið eða bifreið í pöntun ráð- leggjum við þér að líta við og kynna þér Bryngljáa GLJAINNhf Ármúla 26 sími 86370

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.