Morgunblaðið - 13.12.1977, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977
Háaleitishverfi
Til sölu er glæsileg 6 herbergja endaíbúð á 4
hæð í sambýlishúsi (blokk) við Háaleitisbraut.
Tvennar svalir. Tvöfalt verksmiðjugler. Vandað-
ar og miklar innréttingar. Frábært útsýni Teikn-
ing til sýnis á skrifstofunni.
Árni Stefánsson, hrl.
Suðurgötu 4. Sími 14314.
3ja herb. íbúðir sóskast
Höfumkaupendur að góðum 3ja herb íbúðum.
Afhendingartími umsemjanlegur.
Atli Vra>ínss<»n Iftgfr.
Suóurlandsbraut 18
84433 82110
KVÖLDSÍMI SÖLUM.
25848
Fasteignasalan
JLaugavegi 18^_
simi 17374
Vallargerði
4ra herb. hæð, ásamt herbergi,
geymslum og þvottaherbergi í
kjallara. Bílskúrsréttur. Útborgun
7.5 milljónir.
Laugavegur
5 herb. ibúð um 1 17 fm. á 2.
hæð í steinhúsi
Innri-Njarðvik
Sérhæð um 120 fm. i tvibýlis-
húsi, ásamt 50 fm. bilskúr. Tvö-
falt gler. Útb 1.5 millj.
Haraldur Magnússon,
viðskiptafræðingur,
Sigurður Benediktsson,
sölumaður.
Kvöldsími 4261 8.
Vesturberg
Glæsilegt endaraðhús um 132
fm. á einni hæð. Útb. um 12
millj.
Hraunbær
Góð einstaklmgsíbúð. Útborgun
2.5 milljónir,
Mávahlíð
3ja herb. jarðhæð um 98 fm.
Útborgun 6.7 milljónir.
Búðargerði
Sér hæð um 1 00 fm. í tvíbýlis-
húsi. Útb. um 9 millj.
Einnig einbýlishús og raðhús í Reykjavik, Kópavogi og
Hafnarfirði, i smiðum og fullfrágengin.
Ingólfsstræti 18, Sölustjóri Benedikt Halldórsson
Til sölu í steinhúsi við gamla bæinn
3 herb. eldhús, w.c., þvottahús og geymsla i kjallara Laust strax.
Verð 5.5 millj. Útb. 3.5 millj.
Falleg 2ja herb. ibúð við Asparfell
Um 63,8 fm á 5. hæð i sambýlishúsi. Mikil og góð sameign m a
barnaheimili og heilsugæsla
Snyrtileg 3ja herb. íbúðarhæð með sér hita
Til sölu 90 fm. efri hæð í Hliðunum. Útb. 6,5 — 7 millj.
4ra herb. risibúð við Seljaveg i steinhúsi
Um 100 fm. Nýstandsett. Útb. 5 — 5.5 millj.
Góðar 4ra herb. ibúðirvið:
Álfheima, Dalaland, Eskihlið. Kóngsbakka.
Falleg 4ra til 5 herb. íbúð við Háaleitisbraut
Höfum i einkasölu sérlega skemmtilega 4ra til 5 herb ibúðarhæð
um 120 fm. á góðum stað við Háaleitisbraut. íbúðin skiptist i 3
svefnherb fataherbergi, bað. hol, ein til tvær stofur. eldhús m.m
Sér þvottahús i ibúðinni. Flísalagt bað. Nýleg teppi á holi og
stofum. Mjög breiðar suður svalir. Laus i júni n.k. Útb 9—9.5 .
millj. Bilskúrsréttur.
Lúxusibúð í lyftuhúsi ásamt bilskúr
íbúðin er á tveim hæðum i enda i sambýlishúsi við Asparfell. Um
146 fm. Sér þvottahús i ibúðinni. Suður svalir. 4 svefnherb.
m.m. Sala eða skipti á 4ra herb. ibúð ásamt milligjöf
Raðhús Garðabæ skipti á 130 fm. ibúð
Glæsilegri 5 til 6 herb. endaíbúð i góðu sambýlishúsi i Kópavogi
ásamt bilskúrsrétti. Til sölu í skiptum fyrir raðhús með bílskúr i
Garðabæ (peningamilligjöf getur verið allt að kr. 4.5
millj. skuldabref)
Nýtt einbýlishús á Akranesi ásamt bílskúr.
Um 120 fm. einbýlishús i Keflavik m/bilskúr.
Fallegt raðhús við Yrsufell ásamt bílskúr.
Glæsilegt raðhús við Vesturberg.
Einbýlishús um 160 fm. m /bílskúr i Hafnarfirði.
Fokhelt endaraðhús i Þorlákshöfn m/bílskúr.
Um 210 fm. fokhelt raðhús við Brekkutanga.
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði í borginni.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna sem allra fyrst
varðandi kaup eða eignaskipti.
Okkur vantar flestar gerðir og stærðir fasteigna i
borginni og nágrenni fyrir viðskiptavini með mis-
munandi útborgunargetu, frá kr. 2 millj. i kr. 25
millj. fyrir góð einbýlishús.
Vinsamlegast hafið því samband ef þér eruð í söluhugleiðingum.
HJalfi Steinþórsson hdl. Gústaf Þór Tryggvason hdl.
Ingeborg Einarsson:
Hvert stefna
Grænlendingar ?
Sagt frá umræðum um þróun grænlenzks þjóðfélags
HVAÐ segja Grænlendinsar
um heimasljórn, menntun og
olíuboranir. Um þessi málefni
er nú mesl rætt í Grænlandi,
auk áfenKÍsvandamálanna. Ég
ætla hér að reyna að gera þess-
um málum einhver skil en þau
eru byggð á lesendabréfum,
samtölum og hálf-opinberum
yfirlýsingum.
Til hvers aó sækjast
ákaft eftir framtíð,
sem er án enda?
í lesendabréfi segir: Tvenns-
konar hugmyndir eru uppi um
menntun: það eru til þeir, sem
vilja að við fylgjumst með og
líkjum sem mest eftir ástand-
inu eins og það er í Evrópu í
dag, og svo hinir, sem vilja taka
tillit til, hversu langt við i raun
og veru höfum náð. Fyrir báð-
um aðilum vakir að ná ein-
hverjum árangri. En er það
víst, að við Grænlendingar ósk-
um eftir örari framförum? Til
hvers er að sækjast ákaft eftir
framtíð, sem er án enda?
Hvernig er hægt að segja, að
núverandi evrópskir lífshættir
og menning séu eina leiðin?
Það eru einmitt þessi menn-
ingaráhrif og framfarir, sem
við Grænlendingar stöndum
máttvana gegn er við reynum
að fylgjast með. Okkur er sagt,
að við verðum að fylgjast með
heiminum í kringum okkur. En
hvaða gagn er að því, að nokkr-
ir geti það, ef þú og ég getum
það ekki? Einmitt þannig er
það í dag. Okkur er sagt, aö við
getum ekki snúið við. En allir,
sem vilja hugsa um það, geta
séð, að það mundu verða miklar
framfarir, ef' landinu væri
stjórnað í samræmi við það,
sem fólk getur og hefur vilja til
að leggja af mörkum, í staðinn
fyrir að láta þá vera áhorfend-
ur.
Bæjarstjórinn í Julianeháb,
Henrik Lund, segir: Við erum
að þróa hugmyndir um hvernig
þjóðfélag við óskum eftir að
skapa í Grænlandi og hversu
fljótt. Við efumst um, að olían
geti gefið þá tegund atvinnu-
möguleika, sem við þurfum nú.
Olían getur orsakað fleiri
vandamál en hún leysir. Við
þekkjum of lítið til félagslegra
vandamála og annarra áhrifa,
sem olíuboranir hafa í för með
sér. Þess vegna höfum við reynt
að stöðva leitina.
Við höfum trú á
möguleikum í
fiskveiðum
Bæjarstjórinn í Nanortalik,
Tage Fredriksen, segir: Allt of
miklar framfarir og breytingar
hafa nú þegar leitt af sér mörg
vandamál. Eigum við nú aftur
að koma ringulreið á græn-
lenzku þjóðina með því að opna
dyrnar fyrir erlendri fjárfest-
ingu og vinnuafli? Grænlenzkt
atvinnulíf í sambandi við fisk-
veiðar er hægt að láta borga sig,
ef það verður kostað meira upp
á það til að byrja með. Sjálfsálit
er mikilsvirði fyrir mannlífið.
Fólk fær sjálfstraust, ef það
hefur trú á atvinnulífinu og
finnur að það ræður við það.
Algjörlega nýr vinnumarkaður
í sambandi við olíuboranir mun
leiða af sér ennþá meiri þjóð-
félagsvandamái en við höfum í
dag. Við skulum bíða með að
gefa grænt ljós á olíuboranir
þangað til menntun almennt er
komin á hærra stig.
A landsfundi Fiski- og veiði-
mannasambandsins i sumar var
samþykkt ályktun, þar sem seg-
ir, að Grænlen'dingar óski ekki
eftir að fjárhagur heima-
stjórnarinnar eigi að byggja á
hugsanlegu verðmæti á land-
grunninu heldur á lifandi verð-
mæti í hafinu. Sambandið
karfðist, að allar nýjar boranir
eftir olíu yrðu stöðvaðar i fram-
tíðinni, en sýndi skilning á
ákvörðun stjórnarinnar um að
reynsluboranir, sem byrjað var
á, héldu áfram til að komast hjá
skaðabótakröfum frá félögum,
sem þá þegar höfðu aflað sér
leyfis.
Eftir tveggja daga viðstöðu-
laus fundahöld í Heima-
stjórnarnefndinni í júní náðist
samkomulag milli meirihluta
nefndarmanna um lausn á einu
af erfiðustu vandamálum í sam-
bandi við stofnun heimastjórn-
ar, en það er afstaða til vinnslu
hráefnis á landi og í sjó,
I samkomulaginu segir: Til
að tryggja rétt íbúa landsins
með tilliti til verðmæta á landi
og á hafsbotni og til að tryggja
Framhald á bls. 31
29555
opidalla
dagafrá 9til 21
ogum helgar
f rá 13 til 17
Mikió úrval eigna ó
söluskró
Skoóum ibúóir samdœgurs
EIGNANAUST
LAUGAVEGI 96
(vió Stjörnubíó)
SÍMI 29555
Hjörtur Gunnarsson sölum.
Lárus Helgason sölum
yjSvanur Þór Vilhjálmsson M\y
„Auga fyrir auga”
Bók um skelfingaratburðina í Munchen
SETBERG hefur gefið út hókina
„AUGA FVRIR AUGA“, sem er
siinn frásögn af skelfingaratburð-
um Olympíuleikanna í Miinchen í
septembermánuði 1972, þegar
arabískir hryðjuverkamenn
myrtu ellefu íþróttamenn úr
ísraelska olympíuliðinu.
Viðbrögð stjórnar tsraels voru
þau að stofna sérþjálfaða og harð-
snúna sveit, sem falið var það
verkefni að afmá hefndarverka-
samtök eins og „Svarta septem-
ber“. Næstu átján mánuðina fóru
þessir sérþjálfuðu einstaklingar
um þvera Vestur-Evrópu og um
löndin fyrir botni Miðjarðarhafs.
Þeir stóðu fyrir heiftarlegum að-
geróum og árangurinn lét ekki á
sér standa, þar til hrapaleg mis-
tök áttu sér stað í Lillehammer i
Noregi.
„Þessi bók er einstæð frásögn,
full ótrúlegra tilviljana, drama-
tískra mistaka og sorglegs mis-
gáningis. Hún opnar lesandanum
innsýn í furðuheim grimmdar og
óvæntra atburða“, segir í frétta-
tilkynningu frá útgefanda og enn-
fremur:
„Höfundur bókarinnar „Auga
fyrir auga“ er virtur amerískur
blaðamaður, David B. Tinnin, sem
síðustu tuttugu ár árin hefur ver-
ið einn af ritstjórum fréttatíma-
ritsins Time. Honum til aðstoðar
við gerð bókarinnar var norski
blaðamaðurinn Dag Christensen."
Þýðandi bókarínnar er Skúli
Jensson.