Morgunblaðið - 13.12.1977, Síða 11

Morgunblaðið - 13.12.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 11 Amnesty International: „Sterkustu alþjóðleg samtök gegn óvinum mannréttinda” Handtaka — pyntingar — aftaka „Handtekinn! Þýðir nokkuð að segja, að það tákni þverbrotið líf manns? Að það sé eldingarlost beint í hnakkann? Að það sé engu líkt, andlegt reiðarslag, sem margir fái aldrei sætt sig við og ósjaldan leiðir til sturlunar. Miðpunktar alheimsins eru margir, jafnmargir lífverum hans. Hver og einn okkar er sinn miðpunktur alheimsins og sá heimur klofnar, þegar hvíslað er i eyra þér: „Þér eruð handtekinn“. Þannig kemst sovéski Nóbels- verðlaunahafinn Solsjenitsyn að orði í upphafi fyrsta hluta rit- verks síns um Gulageyjarnar. „Það er sama hvaða dag vikunn- ar þú flettir blaðinu þínu; við þér blasir frásögn einhvers staðar að úr heiminum um mann sem hefur verið fangelsaður, pyntaður eða líflátinn vegna þess að skoðanir hans eða trú þóknuðust ekki vald- höfunum." Þetta er tilvitnun i heimsfræga grein brezka lögfræðingsins, Pet- er Benenson, um „Gleymda fang- ann“ er birtist i brezka blaðinu The Observer fyrir 16 árum og varð upphaf hinnar víðtæku mannréttindabaráttu Amnesty International. Amnesty þýðir „sakaruppgjöf" og Amnesty International þá „alþjóðleg samtök um sakarupp- gjöf“. Frá stofnun hafa aðalstöðvar samtakanna verið í Lundúnum og vinna þar að staðaldri um 110 manns í mörgum skrifstofudeild- um, við skipulagningu og stjórn- un alþjóðastarfsins. Aðalritari samtakanna, sem nú er Bretinn Martin Ennals, veitir skrifstof- unni forstöðu. Auk skrifstofunnar í Lundún- um eru aðalstofnanir samtakanna alþjóðarráðið, sem skipað er 17 fulltrúum frá ýmsum aðildarlönd- um og niu manna alþjóðafram- kvæmdanefnd, sem kjörin er á ársþingum samtakanna sem um 200 fulltrúar landsdeilda sækja. Sérhver landsdeild kýs sér stjórn og á hennar vegum vinna svonefndir starfshópar sem eru mismunandi margir í aðildarlönd- unum. Amnesty hefur nú á að skipa 2000 starfshópum og deildum í 35 löndum í öllum heimsálfum og auk þess fjölda einstaklinga í 74 löndum. Amnesty-félagar eru úr ölium stéttum þjóðfélagsins enda engin sérstök inntökuskilyrði. Til þess að verðveita sjálfstæði og hlutleysi samtakanna standa félagsmenn nær eingöngu sjálfir straum af kostnaði við starfsem- ina með framlögum sinum. Samtökin taka ekki pólitíska eða trúarlega afstöðu og starfa ekki á vegum stjórnvalda nokkurs rfkis. Samtökin eiga ráðgefandi aðild að Sameinuðu þjóðunum, UNESCO, Evrópuráðinu, Einingarsamtökum Afríkjuríkja og Mannréttindanefnd Einingar- samtaka Ameríkurikja. Amnesty International hefur að stefnumarki að hvervetna sé framfylgt Mannréttindayfirlýs- Björn Þ. Guðmundsson inu Sameinuð þjóðanna með þvi að: I fyrsta lagi að vinna að þvi að þeir, sem fangelsaðir eru, hafðir í haldi eða hindraðir á annan hátt, eða að öðru leyti beittir þvingun- um eða takmörkuðum vegna skoð- ana, sem þeir eru sannfærðir um, eða sökum kynþáttalegs uppruna, litarháttar eða tungu, verði leyst- ir úr haldi og fjölskyldum þeirra verði veitt sú aðstoð, sem þörf krefur, að þvi tilskildu að þeir hafi ekki beitt ofbeldi eða stuðlað að þvi; I öðru lagi að berjast gegn dauðarefsingu og hvers konar pyntingum eða slæmri meðferð á hverjum þeim, sem fangelsaður er, hafður í haldi eða hindraður á annan hátt í trássi við fyrirmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar; í þriðja lagi að berjast með öll- um tiltækum ráðum gegn þvi að þeim, sem hafðir eru í haldi vegna sannfæringar sinnar eða stjórnmálaskoðana, verði haldið án þess að dómsrannsókn fari fram innan rýmilegs tima, eða gegn hvers konar málsmeðferð varðandi slíka fanga, er ekki sam- ræmist viðurkenndum reglum, sem tryggja réttláta dómsrann- sókn. Að framangreindum markmið- um er unnið með ýmsum hætti og er starfseminni stjórnað frá aðál- stöðvunum i Lundúnum og þaðan fá hinar einstöku landsdeildir verkefni, sem skipta má í þrjá megin flokka: I fyrsta lagi verkefni fyrir starfshópa (group-action). I öðru lagi tilmæli um sérstakar aðgerðir (special-action) og i þriðja lagi beiðnir um svonefndar skyndiaó- gerðir (urgent-action). Verkefni starfshópanna er fyrst og fremst að fá leysta úr haldi fanga sem sviptir hafa verið frelsi vegna skoðanna sinna og hafa ekki beitt ofbeldi. Hinar sérstöku aðgerðir miða að því að beina athygli heimsins að tilteknum mannréttindabrotum, sem unnið er gegn með því t.d. að senda mótmælaskjöl til yfirvalda við- komandi ríkis. Skyndiaðgerðir beinast að því að bjarga t.d. fanga frá yfirvofandi lifláti með hrað- sendingu náðunarbeiðna til yfir- valda. Þessar aðgerðir geta leitt il þess að tugþúsundir bréfa berist til yfirvalda i einhverju landi vegna þess að mannréttindi voru brotin á einum einasta manni. „Menn eru settir klofvega á egghvassastöng sem ruggað er, látnir standa kyrrir tímunum saman matar- og vatnslausir með poka yfir höfðinu, brenndir með vindlingum, gefinn rafstraumur og þá sérstaklega í tilfinninga- næma líkamshluta, nær drekkt í óhreinu vatni, kæfðir i plastpok- um, látnir líða hungur og þorsta, meinað um svefn, gefin deyfilyf og ofskynjunarlyf og beittir ýms- um sálrænum pyntingum.“ Þetta er örstuttur kafli úr skýrslu Amnesty International um pyntingar pólitiskra fanga í Uruguay, sem eru taldir um sex þúsund, eða sem næst fjögur hundruð og fimmtugasti hver íbúi landsins. Það var í febrúar á síðasta ári að Amnesty hóf viðtæka herferð um allan heim gegn pyntingum og meiri háttar brotum gegn mann- Ræða Björns Þ. Guðmundssonar borgardómara á hátíðarsamkomu 1 Norræna húsinu 10. des. í tilefni af veitingu Nóbels- verðlauna til sam- takanna Amnesty International réttindum i Uruguay og tók Is- landsdeild Amnesty virkan þátt i þeirri herferð. tslandsdeild Amnesty Inter- national var stofnuð einmitt hér í Norræna húsinu þann 15. septem- ber 1974. Starf deildarinnar er nú að komast í nokkuð fast horf og hefur hún opna skrifstofu f Hafnarstræti 15 hér í borg. Fjár- skortur veldur því að þar er ekki fastráðið starfslið en ætlunin er að í framtiðinni geti fólk komið á skrifstofuna, fengið þar upplýs- ingar og bæklinga og siðast en ekki síst gerst félagar, en þeir eru nú um þrjú hundruð. Formaður tslandsdeildarinnar er nú Margrét R. Bjarnason, fréttamað- ur. Islandsdeild Amnesty hefur á að skipa tveim starfshópum sem hvor um sig hefur að jafnaði þrjá fanga að skjólstæðingum. Þeir eru vandlega valdir af rann- sóknardeild aðalstöðvanna i Lundúnum á grundvelli land- fræðilegs og pólitisks jafnvægis. Starfshópnum eru sendar ítarleg- ar upplýsingar um fangana og bent á vænlegustu aðferðir þeim til hjálpar. Annars er það á valdi starfshópanna hvernig þeir haga vinnubrögðum sínum en einkum eru þau fólgin i stöðugum mót- mælsskrifum til æðstu manna þeirra ríkja sem hlekkja fangann. Íslandsdeildin hefur þegar orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að nokkrir skjólstæðingar hennar hafa fundið frelsi. Af hinum sérstöku aðgerðum sem íslandsdeildin hefur beitt sér fyrir má m.a. nefna mótmæli hennar við meðferð sovézkra yfir- valda á stærðfræðingnum Leonid Plyusch, sem nú hefur fengið að setjast að á vesturlöndum; for- dæmingu á handtöku Amnesty- félaga i Sovétríkjunum; undir- skriftasöfnun með beióni um al- menna náðun hugsjónafanga í Tékkóslóvakiu; viðtæka herferð gegn pyntingum i Uruguay og Chile, svo og til lausnar pólitískra fanga á Formósu, — og svo mætti áfram telja. Þótt Islandsdeildin hafi einung- is starfað í rúm þrjú ár hefur henni verið stýndur sá óvenjulegi sómi að ýmsir af helstu forustu- mönnum Amnesty hafa heimsótt ísland. Má þar nefna Martin Ennals, núverandi aðalritara, Eric Baker sem var einn af stofn- endum samtakanna og fyrsti heið- ursforseti þeirra, en hann er ný- látinn. Síðast en ekki síst skal nefnt að Sean McBride, sem um Framhald á bls. 29. Rætt við Grét- ar Norðfjörð um afbrotavarnir þjófar sjái ekki að verðmætí séu i bílnum. 3) Skiljið ekki lykla eftir i bílnum, lykill i kveikjulásnum býður þjófnaði heim. — Þá má benda á að skilja ekki eftir verðmæti í bílum næturlagt við höfum fjöldann allan af dæmum um innbrot í bíla. Þaó er mjög mikið um að farið sé inn i ólæsta bíla, t.d. á bílastæðum, þjófur, sem leitar að slíkum bíl gengur bara á röðina þangað til hann finnur einn ólæstan. í þessu sambandi er einnig mikilvægt að skilja bilana ekki eftir nema á vel upplýstum bílastæðum. Benda má einnig á að í lögum er bein- linis talað um að ekki megi skilja bila eftir nema læsta, en það er t.d. meiri hætta á að bílar af eldri árgerðum verði stolið þar sem ekki eí á þeim stýrislæsing og hindrar það því ekki akstur þeirra ef hægt er að komast inní þá á annað borð. Grétar benti lika á að benzin- þjófnaður gerist æ algengari og ykist það í hlutfalli við verð á benzininu: — Það er mjög mikið um að benzíni sé stolið af bílum og það jafnvel án þess að menn taki eftir því. Ráðleggja má Framhald á bls. 31 „Eg lá endilangur f grasinu með skammbyssu í hendi. Armbandsúrið mitt tifaði í samræmi við æðislegan hjartslátt minn. í ðralanga sekúndu sá ég andlit vina minna, sem fallið höfðu fyrir hendi nazista. Sprengjurnar áttu að springa eftir þrjár mínútur. Ef við hefðum farið rétt að, táknaði það eyðileggingu enn einnar verksmiðju, sem nazistum var bráðnauðsynleg. Enn voru tvær mínútur eftir. Ég tók eftir að ég var farinn á rifja upp, hvernig ég hafði lent hérna, hvernig þetta hafði allt byrjað. Ein mínúta. Ég beit á neðri vörina. Jafnvel þótt þetta spellvirki bæri árangur, þá gæti svo farið áður en kvöldið væri á enda, að við værum allir dauðir.“ — Þannig hefst þessi ógnarsaga, hún er skjalfest og sönn frásögn, sannkölluð Háspennubók! „Hér er um martröð dularfuilra atvika og ofbeldis að ræða“, segir Evening News í London. — „Harð- soðin bók, sem skrifuð er af þekkingu, — full af stormum, bellibrögðum og skjótri atburðarás“, seg- ir Birmingham Mail. — „Blóðidrifin ógnarsaga um morð, ofbeldi og dularfulla atburði úti á rúmsjó, sem ætti að gleðja hina fjölmörgu lesendur, sem velta því fyrir sér.hvað hafi eiginlegaorðið af hinum gömlu, góðu ævintýrafrásögnum. Og svarið er, Brian Callison skrifar enn slíkar sögur. Ég spái því, að þegar hinir fjölmörgu lesendur McLeans upp- götva bækur Brian Callisons, muni vinsældir hans verða gífurlegar“, segir Sunday Express. — En Alister McLean sagði einfaldlega: „Það getur ekki verið til betri höfundur ævintýrabókmennta í land- inu núna“. — Þetta er sannkölluð Háspennubók!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.