Morgunblaðið - 13.12.1977, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.12.1977, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 Ríkisf jölmiðlar og undanrenna: Fréttir ríkisfjölmiðla um búvöruverð gagnrýndar í báðum deildum Alþingis Umræður urðu utan dagskrár í báðum deildum Al- þingis í gær vegna meints hlutleysisbrots fréttamanna hljóðvarps og sjðnvarps í fréttafrásögnum af sfðustu verðbreytingu iandbúnaðarafurða, einkum undanrennu. Ingi Tryggvason (F) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í efri deild og beindi nokkrum fyrirspurnum til Vil- hjálms Hjáimarssonar menntamálaráðherra, sem fer með málefni rfkisfjölmiðla, en hann svaraði. Auk þess tók Helgi F. Seljan (Abl) þátt í umræðunni. Stefán Valgeirsson (F) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár f neðri deild en Eilert B. Schram (S), varaformaður útvarps- ráðs, varð fyrir svörum. Hér á eftir verður lauslega gerð grein fyrir efnisatriðum umræðna í efri deild þingsins. Verðlagning landbúnaðarafurða Ingi Tryggvason (F) gerði í upphafi máls síns grein fyrir verðlagningu landbúnaðarafurða, samkvæmt lögum um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, sem og störfum og starfsháttum svo- kallaðrar sex manna nefndar. Hann gerði og grein fyrir því að fyrir verðhækkun á undanrennu hefðu bændur fengið í sinn hlut kr. 11,22 af kr. 38.98, sem neyt- endur hefðu greitt fyrir þessa vöru, komna i góðar umbúðir. Annar hluti verðs væri vinnslu- og dreifingarkostnaður. Það væri út af fyrir sig ekki í frásögur færandi þó landbúnaðarvörur hækkuðu til samræmis við verð- lagsþróun í landinu og laga- ákvæði um kaup bænda, í viðmið- un við lægst launuðu starfsstéttir landsins. Upphaf fréttar í rfkisút- varpinu um þetta efni hefði hljóð- að svo 7. desember sl.: MEIRIHLUTI fjárveit- inganefndar, þeir Steinþór Gestsson, Þórarinn Sigur- jónsson, Ingi Tryggvason, Lárus Jónsson, Pálmi Jóns- son, Ellert B. Schram og Gunnlaugur Finnsson, hafa lagt fram nefndarálit um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1978, á Alþingi í gær. 1 nefndarálitinu segir m.a.: Gerð fjárlaga- og lánsfjáráætl- unar fyrir árið 1978 mótast af þeim viðhorfum, sem við blasa i efnahagsmálum þjóðarinnar. Eft- ir efnahagsbata siðustu tveggja ára eru nú blikur á lofti. Stór- felldar launahækkanir opinberra starfsmanna og annarra stétta þjóðfélagsins auka vandann fyrir atvinnuvegina og ríkisbúskapinn og eiga þátt í vaxandi hættu á nýrri verðbólguöldu. Við fjárlaga- gerðina er þess freistað að mæta þessu ástandi með niðurfærslu og aðhaldi í ríkisútgjöldum og sam- drætti opinberra framkvæmda. Markmiðið er að hamla gegn verð- bólgu og tryggja sem best kaup- mátt þeirra launa, sem samið hef- ur verið um, enn fremur að tryggja greiðslujöfnuð hjá ríkis- sjóði á næsta ári, viðskiptajöfnuð -yið útlönd og koma í veg fyrir hækkun erlendra skulda. Núverandi ríkisstjórn hefur átt við mikinn efnahagsvanda að etja frá upphafi stjórnarsamvinnunn- ar. A árunum 1974 og 1975 versn- „Veruleg hækkun á verði flestra tegunda landbúnaðarvöru tekur gildi f fyrramálið. Hækkun- in er mismunandi eftir tegundum og með verðákvörðuninni er greinilega gerð tilraun til þess að breyta neyzluvenjum neytenda, t.d. er reynt að draga úr sölu undanrennu með mikilli verð- hækkun en auka smjörsölu...“ „Fréttamaður skapar sér ákveðnar hugmyndir, sem hann flytur landsmönnum,“ sagði Ingi, „hvers vegna þessi verðlagning fer fram og á þennan hátt en ég veit ekki til þess að sá hafi verið tilgangur með verðlagningunni er fréttamaður greinir né hverjar heimildir hans eru fyrir þessari staðhæfingu í ríkisfjölmiðlinum." Síðan las Ingi frétt þessa á enda og taldi að með henni hefði verið brotið gegn hlutleysi ríkisfjöl- miðla. Ennfremur vék hann að spurningum, sem fréttamaður hefði látið vegfarendur svara, uðu viðskiptakjörin stórkostlega gagnvart útlöndum, svo að kaup- máttur útflutningstekna rýrnaði um nær þriðjung. Nauðsynlegt var að gera víðtækar efnahagsráð- stafanir til að tryggja afkomu út- flutningsatvinnuveganna. Þá var og nauðsynlegt að draga úr ýms- um opinberum framkvæmdum jafnframt því sem erlendar lán- tökur voru auknar. A árunum 1974 og 1975 varð halli bæði á viðskiptum við útlönd og rekstri ríkissjóðs, en á árinu 1976 náðist jöfnuður á rekstri ríkissjóðs og mjög dró úr viðskiptahallanum út á við, og svipuð þróun hefur orðið það sem af er þessu ári. A árinu 1974 var verðbólgan um 54% og um mitt ár 1977 var hún komin niður í 26%. Arangur þessi er athyglisverður, einkum þegar haft er í huga, að framkvæmdir hafa átt sér stað þrátt fyrir allt og ríkisstjórninni hefur tekist að tryggja fulla atvinnu í landinu allt stjórnartímabilið. Á sama tíma er atvinnuleysi eitt mesta vandamál nágrannaþjóðanna. í kjölfár efnahagsörðugleik- anna á árunum 1974 og 1975 sigldi veruleg rýrnun kaupmáttar dagvinnutekna launþega í land- inu og annarra atvinnustétta, og var því augljóst, að sá efnahags- bati, sem varð á árinu 1976 og fyrri hluta þess árs, hlyti að leiða til kaupmáttaraukningar launa- tekna við nýja kjarasamninga. Eins og öllum er kunnugt hafa þessir kjarasamningar nú farið fram og er það mat Þjóðhags- stofnunar, að launataxtar hafi sem hefðu verið þann veg orðað- ar, að seilzt hefði verið eftir ákveðnum niðurstöðum í svörum. „Þarna finnst mér að fréttamaður fari langt út fyrir þann ramma, sem honum er ætlað.. „“ sagði Ingi. Ingi vék einnig að ómældum áróðri í leiðaralestri siðdegisblaða gegn landbúnaði sem atvinnu- grein. Loks bar ITr fram eftirfarandi spurningar: 1. Hvaða aðili innan Ríkisút- varpsins fylgist með þvi að gætt sé hlutleysis i almennum frétta- flutningi í útvarpinu? 2. Hafa þær fréttasendingar um verðbreyt. landbúnaðarvara, sem ég hef nú gert að umtalsefni, verið ræddar innan stofnunarinn- ar? 3. Hafa verið 'gerðar ráðstafan- ir til þess að fréttasendingar af þessu tagi endurtaki sig ekki? Svar menntamálaráðherra. Vilhj. Hjálmarsson, mennta- málaráðherra, hóf mál sitt á því að gera grein fyrir þeim ákvæð- um Iaga og reglugerðar, er fjalla um fréttaflutning rikisfjölmiðla. Hann sagði að nokkrum sinnum i ráðherratíð sinni hefðu komið fram kvartanir vegna efnismeð- ferar, einkum í fréttum og sam- talsþáttum. „Einnig hefur mér sjálfum nokkrum sinnum sýnzt sem mistök hafi átt sér stað.“ í þessum tilfellum sagðist ráðherra hækkað um 60% á árinu að meðaltali, Ef ekkert verður að gert hljóta þessar launahækkanir og aðrar áfangahækkanir að ýta undir verðbólguvöxt á næstu mánuðum, og er slík þróun áhyggjuefni. Samkvæmt síðustu áætlunum er gert ráð fyrir, að útgjaldahlið fjárlaga hækki um fulla 17 millj- arða vegna kauphækkana 1. desember, nýrra kjarasamninga og áætlaðra 9.8% verðbótahækk- ana á næsta ári. Eru þessar hækk- anir á laun, lífeyrisgr.eiðslur og sjúkratryggingar. Á móti kemur Á ALÞINGI í gær voru lagðar fram breytingartil- lögur fjárveitinganefndar við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1978. Þar kemur fram að breytingarnar eru hækkanir upp á rúmlega 126 milljónir. Helztu hækkanir eru 86 milljón hafa komið munnlegum kvörtun- um á framfæri við útvarpsstjóra ellegar fréttastjóra en ætíð án fyrirmæla — og hafi „þeim óðar verið komið á framfæri í útvarpi eða sjónvarpi'* i formi leiðréttinga. Ráðherra sagðist vera búinn að svara fyrstu spurningu ITr. með tilvitnun í viðkomandi reglugerir. Ég hygg, sagði ráðherra, að ekki hafi verið gerðar sérstakar ráð- stafanir innan stofnunarinnar í sambandi við þessa tilgreindu ráðstafanir innan stofnunarinnar í sambandi við þessa tilgreindu fréttatíma. Ráðherra taldi það ekki í sínum verkahring, þó yfir- maður ríkisútvarps væri, að úr- skurða um meðferð efnis í ríkis- fjölmiðlum, heldur væri það út- varpsráðs og útvarpsstjóra. Það undrar mig ekki, sagði ráð- herra, þó bændur og talsmenn þeirra snúist til varnar „gegn þeim gifurlega áróðri, sem beitt hefur verið“ gegn þeim undanfar- ið. Það er og eðlilegt að menn velti því fyrir sér, hvort leiðara- lestur f útvarpi, þar sem þessT áróður er-fyrst og fremst iðkaður, brjóti gegn hlutleysi ríkisfjöl- miðla. Ég tel of langsótt að staðhæfa að bændum, beri að verðleggja vöru sina á læknis- færðilegum forsendum. Rétt boð- leið umkvörtunar, varðandi frétt- ir ríkisfjölmiðla, er að koma henni á framfæri við útvarps- stjóra og útvarpsráð, sagði ráð- herra að lokum. nokkur hækkun á tekjum ríkis- sjóðs vegna aukinnar veltu, þótt metin jafnist hvergi nærri. Stefnt er að því að afgreiða greiðslu- hallalaus fjárlög og verða breyt- ingartillögur meiri hluta fjárveit- inganefndar við 3. umræðu við það miðaðar. 1 fjárlögum yfirstandandi árs er í fyrsta sinn gert ráð fyrir kaup- hækkunum fram á mitt fjárlaga- ár, en áður hafa fjárlagatölur ver- ið miðaðar við verðlag í desember næsta ár á undan. Þessi breyting veldur því, að minni munur Framhald á bls. 28. króna hækkun tiL menntamála- ráðuneytis, 12 milljónir til Iand- búnaðarráðuneytis og 10 milljón- ir til samgöngumálaráðuneytis. En þess má geta að í fjárveiting- um til menntamálaráðuneytis er gert ráð fyrir lækkun um 279 milljónir vegna framlaga til bygg- inga grunnskóla og íbúða fyrir skólastjóra. Þátttaka í ljótum leik. Helgi F. Seljan (Abl) sagði áróður gegn bændum svo yfir- þyrmandi um þessar mundir að ekki væri á bætandi að ríkisfjöl- miðlar tækju þátt f þeim ljóta leik. Helgi fór nokkrum orðum um tiltekin blaðaskrif i höfuð- borginni þar sem þeir skrifuðu mest um málefni bændastéttar er minnsta þekkingu hefðu á þeim. Það hefði ekki hvað sízt komið í ljós í fákunnáttu á lögum og regl- um er fjölluðu um verðlagningu landbúnaðarafurða. Þá skorti verulega á að fram kæmi, hver væri raunverulegur hlutur bænda i smásöluverði landbúnaðarafurða — og hver væri hlutur vinnslu- og dreifing- araðila. Helgi vék og að heilbrigð- isumræðu varðandi innlenda mat- vöru. Ef ég á að taka mark á öllum staðhæfingum sérfræðinga um hollustu og óhollustu, felst nokkur hætta f hverjum bita sem ég set ofan i mig, sagði þing- maðurinn. Umræðan í neðri deild. Stefán Valgeirsson (F) hóf um- ræðuna í neðri deild. Fór hann um flest í sama farveg og ITr. nema hvað hann vék ítarlegar að sjónvarpsfréttum um þetta efni 7. desember sl„ sem hann vildi meina að hefðu verið hlutdrægar. Sagði Stefán að sá hatrammi áróður, sem nú væri rekinn gegn landbúnaði í landinu, og nú hefði vegna óvarkárni náð inn á gafl í ríkisfjölmiðlum, nálgast það að vera hreinn atvinnurógur gegn bændastéttinni, og síþula órök- studdra fullyrðinga nálgaðist starfsaðferðir nasista á sinni tíð. Ellert B. Schram (S) sem sæti á í útvarpsráði, sagði m.a. að tals- mönnum bændastéttar hefði verið gefinn kostur á að skýra forsendur búvöruhækkunar, bæði f útvarpi og sjónvarpi, þann veg aó þeirra sjónarmið hefðu fengið að koma vel og ítarlega fram. Sjálfsagt væri að fréttamenn gættu hlutleysis í fréttafrásögn- um, en hér væri sennilega gert of mikið úr málum, ekki sfzt að jafna umræddum frásögnum við at- vinnuróg og nasisma. Vísaði Ellert slíkum nafngiftum á bug, hvað starfsemi ríkisútvarpsins viðvéki. Þing- fréttir í stuttu máli Enn til fyrstu umræðu Frumvarp Jóns Skaftasonar um kosningar til Alþingis var enn til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis í gær, í fimmta sinn, og varð ekki útrætt. Til máls tóku Pétur Sigurðs- son (S), Ingvar Gtslason (F), Gunn- laugur Finnsson (F) og Lúðvik Jósepsson (Abl) Vikið verður að þessum umræðum síðar á þingsíðu. Reiðskóli Ólafur Þ. Þórðarson (F) hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um reiðskóla: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir stofnun og rekstri reiðskóla " I Greinargerð eru fram sett markmið með stofnun reiðskóla sem og það forystuhlutverk í málefnum islenzka hestsins, sem ekki megi glatast úr höndum íslendinga Nánar verður vikið að þessari greinargerð í þing- fréttum Mbl. siðar Meirihluti f járveitinga- nefndar skUar sér nef naráliti vid fjárlög — þar sem ekki náöist samstaða í nefndinni Breytingatillögur fjárveitinganefndar: 126 milljón króna hækkun á fjárlögum fyrir árið 1978

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.