Morgunblaðið - 13.12.1977, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.12.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 23 líftrðitirl Sigfús Haraldsson og Páll Olafsson loka vel í hávörninni og tsland fær stig í sfðari leiknum á móti Fære.vjum. (Ijósm. RAX). Framfarir Færeyinga meiri en ísiendinga Landinn vann þó báða landsleikina í blaki, 3:0 og 3:2 ÍSLENDINGAR og Færeyingar léku tvo landsleiki f blaki um helgina. Lauk báðum leikjunum með sigri íslendinga. 3—0 og 3—2. Fyrri leikurinn var fremur litið spennandi vegna yfirburða íslend inga. I fyrstu hrinu komust Færey- ingar í 2—0, en þá tóku íslendingar, eftir nokkuð þóf, að salla á þá stig- um. Einkum áttu Færeyingar erfitt með að verjast góðum uppgjöfum Guðmundar Pálssonar. Þó tókst þeim að ná 8 stigum í hrinunni sem íslendingar unnu 15—8. í annarri hrinu leit út fyrir algjört burst og komust Islendingar i 8—0 og 10—1. Þá tóku Færeyingar smá fjörkipp og náðu fimm stigum i röð, en úrslitin urðu 15—6 íslendingum i hag. f þriðju hrinu komust ístendingar i 6 áður en Færeyingum tókst að svara fyrir sig. Náðu þeir þá að skora fjögur stig i röð, en íslendingar héldu síðan muninum og juku hann heldur. Lauk hrinunni 1 5— 1 1 þeim í hag. I þessum leik virtust gestirnir bera fullmikla virðingu fyrir heimamönn um og var sem þeir þyrðu ekki að sækja af krafti. Bestir þeirra voru Gordon Eidesgaard og fyrirliði þeirra Herman Lindberg Leikur íslendinga var ekki sannfærandi og virtist sem þeir næðu ekki fyllilega saman. Best komu út Páll Ólafsson og Valdemar Jónasson Dómarar voru Torfi R. Kristjáns- son og Börkur Arnviðsson. þs/ kpe. SÍÐARI landleikur íslendinga og Færeyinga varð mun skemmtilegri en sá fyrri og var barátta gestanna mun meiri en daginn áður. Fyrsta hrina var jöfn framan af. en er staðan var orðin 7—7 tóku fs- lendingar að siga framúr og unnu naumlega 15—12. í þessari hrinu kom i Ijós mikil breyting á liða Færey inganna frá fyrri leiknum, einkum var hávörn mun betri og sókn beitt- ari. Var það einkum góðum leik Guðmundar Pálssonar að þakka að íslendingar unnu þessa hrinu. í annarri hrinu tóku Færeyingar frumkvæðið og héldu þvi til loka. Aldrei var munurinn þó mikill og jöfnuðu íslendingar 14—14. Var spennan nú i algleymingi og gekk margt á. Uppgjafir íslendinga brugðust og tókst Færeyingum að merja sigur 17—15 eftir hálftima leik. Þriðja hrina var einnig jöfn í byrjun en Færeyingarnir höfðu þó alltaf undirtökin og unnu 1 5—11. í þessari hrinu tókust nokkuð fallegir stuttir skellir hjá Páli Ólafssyni. en það dugði ekki til sigurs. I fjórðu hrinu var siðan að duga eða drepast fyrir íslendinga, og þeir dugðu. Voru yfirburðir þeirra miklir og fengu Færeyingar ekki rönd við reist. Sigruðu íslendingar verðskuld- að 15—3. Var nú komið að úrslitahrinu. Virt- ist i upphafi sem endurtaka ætti leikinn frá hrinunni á undan, og er skipt var um völl var staðan 8—2 íslendingum i hag. En Færeyingar voru ekki af baki dottnir og unnu hvert stigið á fætur öðru. Þeim tókst þó ekki að jafna, þó litlu munaði, og sigruðu íslendingar 15—12. Höfðu þeir þar með unnið hinn fagra bikar, sem keppt var um, i þriðja sinn. Hjá Færeyingum var sem fyrr best- ur Gordon Eidesgaard. Leikur þeirra nú var. eins og áður sagði, allur annar en daginn áður og var baráttan meiri. Leikur íslendinga hafði aftur á móti ekki tekið viðlika framförum og máttu þeir þakka fyrir sigurinn. Helztir burðarásar íslendinga i þessum leik voru Páll Ólafsson. Valdemar Jónasson og Guðmundur Pálsson Einnig komst Böðvar H. Sigurðsson vel frá leiknum. Dómarar voru Guðmundur Arnaldsson og Þorvaldur Sigurðs- son. þs/kpe. AJAX VILL FÁ ÁSGEIR, EN STANDARD VILL EKKI SELJA HOLLENSKA stórliðið Ajax hefur sýnt áhuga á að fá Ásgeir Sigurvinsson keyptan frá Standard Liege. Hafði féiagið gert Belgunum óformlegt tilboð og hljóðaði það upp á um 140 milljónir íslenzkra króna. Petit fram- kvæmdastjóri Standard Liege sýndi málinu áhuga og um miðja síðustu viku benti allt til að Asgeir færi yfir til Hollands Þá kom babb í bátinn er markaskorarinn Nickel fékk einnig gott tilboð og vildi fara frá félaginu. Petit framkvæmdastjóri barði þá í borðið og sagði að Standard seldi enga leikmenn. Þannig standa málin núna og er ótrúlegt að af sölu verði fyrr en í vor Framkvæmdastjóri Ajax hefur þó ekki gefist upp og mun á næstunni eiga viðræður við Petit fram- kvæmdastjóra Standard Ajax er hol- lenskur meistari, en hefur átt erfitt uppdráttar i vetur og er sjö stigum á eftir toppliðinu PSV Eindhoven Vill félagið því styrkja lið sitt og hefur auk Ásgeirs gert tilboð i Joe Jordan leikmann Leeds. Stóð lengi i stappi á milli forráða- manna Leeds og Ajax um hvort af Jkaupum á þessum snjalla leikmanni yrði. Var loks í gær gengið frá því að Joe Jordan, einn af fastamönnum í landsliði Skota. fer til liðs við Ajax og borgar Ajax 350 þúsund pund fyrir kappann Samsvarar sú upp- hæð 135 milljónum íslenzkra króna og af fréttum, sem Morgunblaðinu hefur borizt mun ekki minni upp- hæð hafa verið boðin fyrir Ásgeir okkar Sigurvinsson Um helgina gerði Standard Liege jafntefli á heimavelli, 1:1, gegn Anderlecht og er i 2. sæti 1 deildar- innar belgisku Á sama tíma tapaði Royal Union illilega á heimavelli 1:4 Spánverjum tókst að verja titilinn Björgvin og Ragnar í 43. sæti fSLAND endadi í 43. sæti af 49 þátUökuþjöðum í heimsbikarkeppninni í golfi, sem lauk í Manilla á Filippseyjum á sunnudagsmorgun. Léku þeir Ragnar Ólafsson og Björgvin Þorsteinsson á samtals 675 höggum, Björgvin á 337 (79-88-86-84) og Ragnar á 338 höggum (89-81-85-83). Var þetta í fyrsta skipti, sem fslendingar sendu lið til þessarar keppni og verður árangur íslenzku k.vlfinganna að teljast viðunandi og ekki var búist við að þeir yrðu framar í röðinni. Spánverjum tókst að verja titil sinn í keppninni eftir æsilega bar- áttu síðasta daginn. Léku þeir Ballestros og Antonio Garrido á 591 höggi samtals, en það var þó ekki ljóst fyrr en á siðustu holun- um að sigurinn yrði þeirra. Kan- adamenn höfðu forystu eftir 2 fyrstu daga keppninnar og fyrri 9 holurnar síðasta daginn léku þeir vel og náðu forystunni um tíma. En taugar Kanadamannanna brugðust í lokin og máttu þeir sætta sig við þriðja sætið í keppn- inni. Filippseyingar urðu i 2. sæti á 594 höggum, Kanadamennirnir á 595 höggum, Japanir og Suður- Afrikumenn léku á 597.höggum, þá komu Taiwan og Irland á 598 höggum og loks í áttunda sæti komu Bandaríkjamenn á 601 . inni og veitir sigurinn í ein- höggi, eða 25 höggum yfir parinu. staklingskeppninni honum rétt- Gary Player frá S-Afríku lék inn til að taka þátt i ,,heimsmót- bezt allra einstaklinga í keppn- unum“ í Bandaríkjunum. RonGreenwood áfram einvaldur RON GREENWOOD hefur verid ráðinn einvaldur enska landsliðsins í knattspvrnu þangað til f júlí 1980. Greenwood hefur verið með enska landsliðið síðustu fjðra tnánuði, en ekki verið fastráðinn fyrr en núna. Greenwood er 54 ára og tók við starfi landsliðsein- valds f Englandi þegar Don Revie hætti mitt sfðasta sumar. KOLN MEÐ TVEGGJA STIGA FORYSTU I V-ÞÝZKALANDI MEÐ SIGRI sinum gegn Fortuna Dusseldorf um helgina, náöi Körl tveggja stiga forskoti i fyrstu deildinni i Vestur Þýzkalandi, þvi að á sama tima náði Mönchengladbach aðeins jafntefli á heimavelli gegn Bochum og Keiserlautern, tapaði á útivelli gegn Brunnsweig. Neueman skoraði eina mark Köln þegará 9. minútu og þar við sat þrátt fyrir mikla pressu Köln- ara. Áhorfendur voru 28000. Monchengladbach lenti i kröpp- um dansi gegn Bochum. Alan Simonsen náði forystu fyrir meist- arana á 11. minútu, en gestirnir svöruðu með mörkum frá Abel (32. min.) og Bast (48 min ). Það var ekki fyrr en fjórum minútum fyrir leikslok. að Simonsen skor aði aftur fyrir Borussia og tryggði liði sinu annað stigið. Schalke 04 átti í erfiðleikum með neðsta liðið i deildinn. Munich 1869. Þeir mörðu þó sigur með mörkum Rudiger Abramczik og Klaus Fischer, en Hofdietz svaraði fyrir kjallaraliðið. Eintracht Braunsweig vann góð- an sigur gegn Keiserlautern og þar skoraði Sviinn Hasse Borg fyrsta mark sitt i þýsku deildakeppninni. Júgóslavinn Popivoda og Dremmler skoruðu hin mörk Braunsweig. en Briegel svaraði fyrit gestina. Bayern sigraði Stuttgart með mörkum Augentaler og „Der Bomber" og er þetta kunna lið nö komið af mesta hættusvæðinu i bili a.m.k. Kevin Keegan skoraði eitt af mörkum Hamburger gegn Duis- burg. Dietz náði forystunni fyrir Duisburg, en Memmering. Kee- gan, Keller og Volkert tryggðu Hamborgurunum bæði stigin. I baráttu botnliða sigraði Werder Bremen St. Pauli örugg- lega 4—0. Feilzer sendi knöttinn i eigið mark og Roeper skoraði tvö, þar af eitt úr víti. Fjórða mark Bremen skoraði Kamp. Borussia Dortmund og Hertha Berlin skildu jöfn, 1 — 1. Nuessing náði forystunni fyrir Hertha, en Geyer jafnaði og að lokum gerðu Saarbrucken og Eintrakt Frankfurt markalaust jafntefli. STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐ ANNA í FYRSTU DEILD: FC Köfn Mön- 12 1 5 52—28 25 chengl.b 9 5 4 41—29 23 Keisersl 9 3 6 33—31 21 VFL Bochum5 5 8 20—21 15 Werder Bremen 6 3 9 25—31 15 St Pauli 5 2 11 28—44 12 1860 Munich 2 4 12 15—3-3 8 ..Der Bomber" sést hér skora i leik gegn Herthu Berlin fyrr i vet- ur. Hann gerir það ekki enda- sleppt karlinn og hann skoraði eitt af mörkum Bayern gegn Stuttgart i sigurleik um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.