Morgunblaðið - 13.12.1977, Page 27

Morgunblaðið - 13.12.1977, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 27 Sækjandinn í Geirfinnsmálinu við framhaldsmálflutning í gær: „Fyrri framburðurinn stendur þrátt fyrir seinni yfirlýsingar” Framhaldsmálflutningur í Geir- finnsmálinu fór fram í sakadómi Reykjavíkur siðdegis i gær og stóð hann i tæpa tvo tíma. Svo sem fram kom í haust var málflutningi lokið og hafði málið verið lagt í dóm, þegar sendibálstjórinn í mál- inu, Sigurður Óttar Hreinsson, dró framburð sinn til baka og kvaðst aldrei hafa farið neina ferð til Keflavikur, kvöldið sem Geirfinnur Einarsson á að hafa látið lífið i Dráttarbrautinni i Keflavik. Vegna þessa þótti rétt að láta fara fram málflutning um þetta atriði. í gær töluðu Bragi Steinarsson vara- ríkissaksóknari, sækjandi málsins og verjendur hinna ákærðu. Við- staddir voru tveir hinna ákærðu, Sævar Marínó Cieseielski og Kristján Viðar Viðarsson, en Sigurður Óttar var ekki viðstaddur málflutninginn. Að málflutningi loknum var málið tekið í dóm að nýju og er dóms að vænta á föstu- dag eða mánudag. Dómendur eru sakadómararnir Gunnlaugur Briem, Ármann Kristinsson og Haraldur Henrysson Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari tók fyrstur til máls og flutti sóknarræðu sina, sem stóð í 65 minútur. Sagði Bragi að þessi fram- haldsmálflutningur á málinu væri samkvæmt ákvæðum laga um með- ferð opinberra mála og væri sækj- anda og verjanda gefinn kostur á að gera athugasemdir við það, sem fram hefði komið við framhaldsrann- sókn. Bragi Steinarsson sagði, að til framhaldsrannsóknarinnar hefði verið stofnað eftir að Jón Oddsson hrl., verjandi Sævars Ciecielski, hefði komið þeirri vitneskju til tveggja dómenda málsins að hann og Páll Arnór Pálsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar, hefðu átt fund með sendibílstjóranum Sigurði Óttari Hreinssyni og lög- fræðingi hans, Róbert Árna Hreið- arssyni, raánudagskvöldið 10. októ- ber 1977 Rætt hefði verið um þátt Sigurðar Óttars í málinu og hefði hann skýrt þeim svo frá, að hann hefði ekki farið í neina ferð til Kefla- víkur heldur verið til þess þvingaður að skýra svo frá, m a af tilgreindum rannsóknardómara. sem hefði verið með herðatré á lofti. Bilstjórinn snýr við blaðinu Vararíkissaksóknari sagði þetta hafa verið tilurð rannsóknarinnar, nánast hefði ákæruvaldið þarna ver- ið að flytja þetta utanréttarmál til Rannsóknalögreglu rikisins. Hefðu nokkrir aðilar verið kallaðir fyrir, þar á meðal lögmenn. Rannsóknalög- reglan væri sá aðili, sem bæri að fjalla um mál af þessu tagi, þegar vitni sneri svona algerlega við blað- inu eins og þarna hefði gerzt, þegar Sigurður Óttar hefði dregið eiðfast- an framburð sinn um förina til Kefla- víkur tii baka og borið við þvingun- um rannsóknaraðila og því. að hann hafi verið yfirheyrður lengur en lög mæla fyrir um eða í 10 klukku- stundir í stað 6, eins og segir í lögum að megi mest. Þessi fram- burður hans hefði komið fram við yfirheyrslur í desember 1976 og hann hafi siðan verið staðfestur fyrir dómi 25. mai 1 977. Því næst tók saksóknan til um- ræðu þær ásakanir, sem hann taldi að Sigurður Óttar hafi haft uppi gagnvart rannsóknarmönnum er hann dró framburð sinn til baka. I fyrsta lagi hefði hann haldið þvi fram, að einstakar yfirheyrslur hefðu staðið allt að 1 0 klukkustundir. og i öðru lagi hefði hann haldið þvi fram að rannsóknamenn hefðu þvingað hann til þess að gefa fyrri framburð- inn og hafi hann eingöngu gefið hann af ótta við lögregluna Sagði saksóknari að af hálfu Sigurðar Ótt- ars Hreinssonar, Róberts Árna Hreiðarssonar og þeirra þriggja lög- fræðinga, sem Sigurður hefði rætt við skömmu áður en hann dró fram- burð sinn til baka hefðu ekki verið bornar fram neinar kærur heldur virtist, sem Sigurður Óttar hefði með hinum breytta framburði verið að rýra sönnunargildi skýrslna máls- ins, alveg eins og sumir verjendur málsins hefðu reynt að gera i mál- flutningi sínum Yfirheyrslan fór ekki yfir tímamörkin En hvað er hæft í þessum fram- burði, sagði Bragi Steinarsson og ræddi næst um yfirheyrslurnar yfir Sigurði Öttari. Hann sagði að 13. desember 1976 hefði hann verið yfirheyrður sem vitni frá klukkan 1 7.20 til 22.30 og þar hefði ekki verið farið yfir tímamörkin. Að þeirri yfirheyrslu lokinni hefði hann verið hafður í fangageymslu eina nótt, og mætti segja að viss þvingun væri í því fólgin en hún væri lögleg. Dag- inn eftir hefði Sigurður Óttar verið fluttur frá Síðumúlafangelsinu klukkan 10.30 og yfirheyrsla hefði hafizt yfir honum klukkan 1 1. Henni stjórnaði vestur-þýzki lögreglu- maðurinn Karl Schútz en sú skýrsla var með þeim ágalla að sögn Braga, að ekki var merkt hvenær yfirheyrsl- unni lauk. Einmitt í þessari yfir* heyrslu viðurkenndi Sigurður Óttar þátt sinn í förinni til Keflavikur og í þessari skýrslu taldi hann að farið hefði verið yfir tímamörkin og hann yfirheyrður í 1 0 klukkustundir Rakti Bragi nú yfirheyrslur yfir því fólki, sem viðstatt var, túlkum og lögreglumönnum Hafi komið í Ijós að matarhlé var gert og að yfir- heyrslunni hafi lokið fyrir kaffi, því nauðsynlegt hafði þótt að fara með Sigurð Óttar til læknis, þar sem Sendibíllinn í Geirfinnsmálinu. Fór Sigurður Óttar á þessum bíl til Keflavíkur eða ekki? ferð sinni til Keflavíkur Yfirheyrslan hafi farið fram án allra þvingana af hálfu Schútz eins og allar yfirheyrsl- ur. sem hann stjórnaði í sama streng tók Pétur Eggerz aðspurður. Bragi skýrði því næst frá því. að þessi ummæli Auðar Gestsdóttur hefðu verið borin undir Sigurð Óttar og hefði hann þá sagt að þetta væri hárrétt, honum hefði aldrei verið hótað neinu í yfirheyrslum hjá Karli Schútz og yfirheyrslan hafi farið fram eins og Auður lýsti. Lagði Bragi sérstaka áherzlu á þennan framburð Sagurðar Óttars. þar sem við þessa yfirheyrslu hefði hann fyrst skýrt frá þátttöku sinni i ferð- inni til Keflavíkur Um þvinganirnar sagði Bragi, að ekkert það hefði komið fram, sem benti til tilvika, þar sem Sigurður hafi verið beittur þvingunum. í þessu sambandi væri rétt að vekja athygli á einu mikilvægu atriði, sem virðist gjörsamlega hafa farið fram- hjá Sigurði Óttari og lögfræðingi hans, Róberti Árna, nefnilega það, að í öllum yfirheyrslum nema þeirri fyrstu var Sigurður tekinn fyrir sem kærður og honum hafi í upphafi verið gerð grein fyrir ákvæðum laga um að Sigurður hafi verið yfirheyrð- ur eingöngu sem vitni. í þessu sam- bandi benti Bragi Steinarsson á tvær yfirlýsingar, sem birtust í Mbl 12. febrúar s I. og Tímanum 6 október s I frá Róbert Árna lögfræðingi og sagði hann að þar hefði lögfræðing- urinn sagt berum orðum. að ferðin til Keflavíkur hafi átt sér stað, en hins vegar hafi Sigurður ekki vitað um erindtð þegar Kristján Viðar sendi hann þangað. Bragi Steinarsson sagði að það hefði alltaf verið tortryggilegt hve litið Sigurður Óttar hefði vitað um atburðina í Dráttarbrautinni, þótt hann hafi átt að vera mjög nærri þeim atburðum, sem þar gerðust. í þessu sambandi mætti itreka, að bæði Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson töluðu í sinum framburði um sendibíl og Erla hefði meira að segja nefnt þennan ákveðna sendibil Þau hefðu ekki dregið framburð sinn til baka Fyrri framburður blífur, segir saksóknari Bragi sagði síðan að sá framburð- ur Sigurðar Óttars Hreinssonar, að hann hefði verið þvingaður til staðfestingu á þvi, sem Tryggvi Rúnar hefði haldið fram um vinnu- brögð lögreglunnar i málinu Lögðu þeir málið i dóm og itrekuðu kröfur um algjöra sýknu. Næstur talaði Páll Arnór Pálsson hdl., verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Sagði hann að ýmis- legt hefði komið fram við rannsókn vegna meints rangs framburðar Sig- urðar Óttars, sem renndi stoðum undir han&framburð en einnig hefði ýmislegt komið fram. sem gerði hið gagnstæða og hefði saksóknari minnzt á það Nefndi hann Páll sem dæmi, að vinnufélagar Sigurðar hefðu sagt, að hann hefði tjáð þeim eftir fyrstu yfirheyrsluna, að hann hefði aldrei farið til Keflavíkur „Samsæriskenningin" stenzt ekki Páll sagði, að augljóst væri að „samsæriskenningin ', þ e sú keinning að hinn breytti framburður Sigurðar. Óttars væri ráðabrugg verjendanna, fengi ekki staðizt. Nefndi hann i þessu sambandi að mjög strangar skorður væru settar við samskiptum ákærðu og verjenda og sýndist honum að við værum að nálgast þýzkt réttarkerfi í fram- kvæmd „Það er málið, ' sagði Páll, „að Sigurður segist ekki hafa farið i ferðina. Eftir stendur þokukenndur framburður Guðjóns og Erlu, sem margsinnis hefur verið staðmn að lygum i þessu máli Endurtók hann sýknukröfu til handa Kristjáni Viðari og lagði málið í dóm. Vilja sjá ráðningar- bréf Schútz Jón Oddsson hrl. verjandi Sævars Ciesielskis, talaði næstur Hann taldi óviðeigandi að saksóknarinn væri sifellt að gera verjendur tortryggi- lega Hann sagði að þeir Páll Arnór hefðu engin áhrif haft á gang mála þótt þeir hefðu átt fund með Sigurði Óttari og lögfræðingi hans Hann kvaðst vilja vekja sérstaka athygli á einu atriði i framburði Sigurðar Ótt- ars. þ.e að Kristján Viðar og Sævar hefðu ekki talazt við haustið 1974 og renndi þetta enn stoðum undir þann framburð Sævars, að hann væri ekkert við hvarf Geirfinns rið- inn. Jón bar brigður á löglega heim- ild Þjóðverjans Schútz til rannsóknar hér á íslandi en það sama hafði Páll Arnór gert i sinni ræðu Kváðust þeir báðir hafa óskað eftir að sjá ráðningarbréf þessa þýzka lögreglu- foringja en það hefði ekki fengizt. Hann lagði málið i dóm og itrekaði sýknukröfur til handa Sævari Benedikt Blöndal hrl , verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. gerði eitt atriði sérstaklega að umtalsefni, þ.e. framburð manns þess, sem hafði umráð yfir sendibilnum um þær mundir, sem Geirfinnur hvarf Dómarar I Geirfinnsmálinu: Armann Kristinsson, lengst til vinstri, Gunnlaugur Briem og Haraldur Henrysson. hann þurfti að fá sprautur reglulega vegna ofnæmismeðferðar Sagði Bragi, að siðar þennan dag hefði Sigurður staðfest skýrslu sína við 10 mínútna langa yfirheyrslu Enn var hanri tekinn fyrir um kvöldið i Síðumúla og yfirheyrður í 35 mínút- ur en síðan sleppt Sagði Bragi að samkvæmt þessu hefðu yfirheyrsl- urnar staðið yfir i 4—5 klukku- stundir en ekki 10—12 klukku- stundir, eins og Sigurður hefði haldið fram. Engar þvinganir, sagði túlkurinn Bragi Steinarsson rakti framburð túlka ! málinu, en þeir túlka í um- ræddum yfirheyrslum, en þeir voru Auður Gestsdóttir og Pétur Eggerz Auður sagði aðspurð, að hún myndi vel eftir þessari yfirheyrslu í fyrstu . hafi Sigurður virzt litið muna en siðan hafi þetta rifjast upp fyrir hon- um, fyrst simtai á Mokkakaffi og siðan hafi hann sagt sjálfstætt frá um að manni i þeirri réttarstöðu sé ekki skylt að svara spurningum „Er hægt að halda þvi fram að maður i slíri stöðu sé þvingaður til þess að gefa skýrslu," spurði Bragi Steinars- son í sóknarræðu sinni Gæzluvarðhald kom til greina. H : nn sagði að i þessari stöðu hafi gæzluvarðhald vissulega komið til greina og Sigurði Óttari hafi verið skýrt frá, að þvi kynni að verða beitt, enda hafi bæði Sævar Ciecielski og Kristján Viðar borið um þátttöku hans i ferðinni til Keflavíkur Sig- urður Óttar hafi þarna verið i réttar- stöðu kærðs manns en ekki vitnis Þetta hafi lögfræðingur hans átt að vita og lögfræðingarnir tveir, sem áttu fund með Sigurði og Róbert Árna lögfræðingi, hefðu átt að geta leiðrétt þennan misskilning, sagði Bragi Hins vegar hafi Róbert Árni haldið hinu gagnstæða fram i yfir- lýsingum i blöðum og sifellt talað frásagnar um Keflavikurferðina, væri algerlega haldlaus með tilvisan til þess sem hann hefði rakið og stæði fyrri framburður hans óhagg- aður „Hann blífur þar til fram eru komnar fullkomnar sannanir um að hann sé rangur," sagði Bragi Sagði hann, að hann teldi ekki að fram- burður Sigurðar hefði úrslitaáhrif á sýknu eða sekt ákærðu i Geirfinns- málinu en vissulega væri framburð- ur hans þýðingarmikill Lagði Bragi siðan málið i dóm og itrekaði gerðar kröfur, en hann hafði við fyrri mál- flutning krafizt þyngstu refsingar til handa hinum ákærðu Að lokinni ræðu Braga Steinars- sonar tóku verjendur ákærðu til máls. Fyrser töluðu Örn Clausen hrl . verjandi Alberts Klahn Skafta- sonar, og Hilmar Ingimundarson hrl , verjandi Tryggva Rúnars Leifs- sonar Sögðu þéir báðir, að þessi angi málsins snerti ekki umbjóðend- ur þeirra en Hilmar gat þess, að hann teldi framburð Sigurðar Óttars Sá maður hefði borið við yfirheyrsl- ur að hann hefði aldrei skilið bilinn eftir á þeim stað, sem Sigurður kvaðst við fyrri yfirheyrslur hafa sótt bilinn á Einnig hefði hann aldrei lánað neinum bilinn og hann vissi ekki til þess að billinn hefði verið tekinn i óleyfi umrætt kvöld Benedikt sagði að eini framburð urinn, sem eftir stæði i málinu, væri framburður Guðjóns og itrekaði hann sýknukröfu honum til handa og lagði málið i dóm Á miðitsfund hjá Hafsteini Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl , verjandi Erlu Bolladóttur, talaði síðastur verjenda, og itrekaði hann gerðar dómkröfur Hann sagði að gæzluvarðhald væri sterkasta vopn rannsóknarans og honum sýndist að menn væru farnir að beita því af fullmiklu frjálsræði i seinni tið Hann kvaðst vita af langri reynslu, að Framhald á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.