Morgunblaðið - 13.12.1977, Side 28

Morgunblaðið - 13.12.1977, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 Eyðilagði tvo bíla og skemmdi þaim þriðja UNGUR ökumaður eyðilagði bíl sinn og annan og stðrskemmdi þann þriðja á Hafnarfjarðarvegi við Öskjuhlíð á sunnudagsmorg- un. Grunur leikur á, að öku- maðurinn hafi verið undir áhrif- um áfengis. Maðurinn ók yfir á rangan vegarhelming og lenti þar á bíl, sem kom á móti, síðan lenti hann utan i öðrum bil og loks ók hann á ljósastaur og braut hann niður. Varð að nota verkfæri til að losa manninn úr bílnum og tvo far- þega hans. Allir sluppu með lítils- háttar meiðsli og enginn meiddist í hinum bílunum. — Er saklaus segir Alfreð Framhald af bls. 48 að a nverju sem gengi með kjaftasögur eða blaðaskrif út af máli þessu myndi hann ekki taka þátt í neinum blaðaskrif- um enda slíkt með öllu óviðeig- andi meðan fjallað væri um málið af réttum aðilum. Sann- lcikurinn myndi koma í Ijós á sinum tíma og það væri sér nóg. Alfreð sagði, að það væri aug- ljóst, að rangar kærur af þessu tagi gætu hent hvaða borgara sem væri, og væru menn varn- arlausir gagnvart sliku. I þessu tilfelli hefði það fólk, sem hefði borið fram kæru á hendur hon- um, gripið tii örþrifaráða í nauðvörn sinni. Morgunbiaðið spurði hvort mál þetta hefði nokkur áhrif á þá ákvörðun Alfreðs að taka þátt í prófkjöri Framsóknar- flokksins, sem fram fer í næsta mánuði. Hann kvað nei við því og kvaðst treysta heilbrigðri skynsemi fólks, þegar mál af þessu tagi kæmi upp. „En það er íhugunarefni," sagði Alfreð Þorsteinsson, „að nú hef ég reynslu fyrir því að málum er svo komið að menn geta ekki farið á skemmtistaði í höfuðborginni án þess að eiga yfir höfði sér kærur fyrir af- brot, sem er þess eðlis, að ég tel það fyrir neðan virðingu mína að ræða það á opinberum vett- vangi.“ — Njósnir Framhald af bls. 1 aðalstöóvum Atlantshafsbanda- lagsins að Austur-Þjóðverjar hefðu greinilega fengið í hendur upplýsingar í smáatriðum um nokkrar leynilegustu hernaðar- áætlanir NATO. Málið er talið sérstaklega alvar- legt vegna þess að Austur- Þjóðverjar virðast hafa komizt yf- ir áætlanir um hernaðaraðgerðir ekki síður en áætlanir um veik- leika og styrk bandalaganna í austri og vestri. „Þeir vita hvar við höldum að þeir séu veikir fyrir og hvar við höldum að þeir séu sterkir. Og þeir vita hvar við höldum að við séum veikir og hvar við höldum að við séum sterkir," sagði einn heimildarmannanna. Ritari i ráðuneytinu, frú Renate Lutze, er talinn hafa tekið Ijósrit af skjölunum. Hún var handtekin fyrir 18 mánuðum ásamt eigin- manni sínum og öðrum manni sem er grunaður um njósnir í þágu Austur-Þjóðverja. Eitt virtasta blað Vestur- Þýzkalands, Frankfurter Allgemeire, ljóstraði upp um starfsemi njósnaranna. Kristilegi demókrataflokkurinn (CDU) sagði i yfirlýsingu að öll fyrri njósnamál í Vestur-Þýzkalandi virtust hverfa i skugga þessa máls, þar á meðal Guillaume- málið sem varð Willy Brandt kanzlara að falli 1974. Sérfræðingur CDU í varnamál- um, Willi Weiskirch, sagði að í samanburði við þetta mál virtist Gtinter Guillaume vera eins „meinlaus og munaðarlaus dreng- ur“. Formaður varnamálanefndar neðri deildar þingsins í Bonn, Manfred Wörner, úr flokki kristi- legra demókrata, sagði að nefndin kæmi til sérstaks aukafundar um málið og að hún mundi biðja Leb- er um nákvæma skýrslu. Weisskirch krafðist strangra ráðstafana á æðstu stöðum í ljósi málsins. Hann sagði að ef frétt Frankfurter Allgemeine væri rétt „hyrfu öll fyrri landráðamál landsins i skuggann". Annar tals- maður CDU, Carl-Dietrich Spranger, kvað stjórnina seka um vanrækslu sem ætti sér enga hlið- stæðu. Talsmaður ráðuneytisins sagði að þótt málið væri „einstaklega alvarlegt“ væri of snemmt að tala um afsagnir háttsettra embættis- manna. Frú Lutze er fædd í Austur- Þýzkalandi ogstarfaði i níu ár í landvarnaráðuneytinu áður en hún var handtekin. Frankfurter Allgemeine segir að hún hafi haft lykla að skjalaskáp þar sem yfir- maður hennar hafi geymt rúm 1000 skjöl sem sum hafi fjaliað um viðkvæmustu öryggismál. Um það bil einn fimmti skjal- anna fjallaði um NATO. Frank- furter Allgemeine segir að hún hafi tekið ljósrit af þeim skjölum sem hún hafi haft áhuga á og að sum skjölin hafi verið mörg hundruð blaðsíður. Maður hennar, Lothar-Erwin, starfaði í vopnadeild ráðuneytis- ins og þriðji maðurinn sem hefur verið sakaður um njósnir, Jurgen Wiegel, var starfsmaður stjórnun- ardeildar sjóhersins. Þau voru öll handtekin I júní í fyrra þegar alls 16 njósnarar kommúnista voru gripnir. Frú Lutze var ritari yfirmanns félagsmáladeildar landvarnaráðu- neytisins, Herbert Laabs, í fjögur ár áður en hún var handtekin. I skjalaskáp hans var að finna við- kvæm trúnaðarskjöl sem vörðuðu deild hans ekki beint þar sem hann átti sæti í nefnd sem var ráðherranum til ráðuneytis í her- málum. Talsmaður ráðuneytisins, Kurt Fischer skipherra, sagði frétta- mönnum að frú Lutze og félagar hennar yrðu sennilega leidd fyrir rétt snemma á næsta ári. Hún sagði að Lutze hefði staðizt venju- leg öryggispróf, seinast fjórum mánuðum áður en hún var hand- tekin, og þá réðu meðmæli Laabs úrslitum. Systir hennar starfaði einnig í landvarnarráðuneytinu og varð að sæta sérstöku eftirliti þegar útsendararnir þrír höfðu verið handteknir, en Fischer skipherra sagði að í ljós hefði komið, að hún væri hafin yfir grun. — LadyChurchill Framhald af hls. 46. hlaut góða menntun og talaði nokkur tungumál. Þegar hún var gerð að „dame commander" brezka heimsveldisins 1946, var það ekki sökum þess að hún var eiginkona Churchills, heldur vegna starfa hennar að mannúðarmálum. Hún tók við bókmenntaverðlaunum Nóbels fyrir hönd manns síns 1953. Eftir lát Churchills bjó hún í íbúð við Hyde Park í London og átti síðar við fjárhagslega örðug- leika að etja er varð tilefni al- mennrar óánægju i Bretlandi og gengu stjórnmálamenn svo langt að segja að aðstæður hennar væru smánarblettur á þjóðinni. I lítil- látri tilkynningu hafnaði hún þó öllum boðum um sérstaka aðstoð. — Lugmeier Framhald af bls. 1 En Lugmeier stökk út um glugga í dómhúsi í Frankfurt 4. febrúar 1975 þegar réttarhöld í máli hans stóðu yfir og komst undan. Hann lék lausum hala þangað til hann var handtekinn á Islandi í sumar. I yfirlýsingu við upphaf rétt- arhaldanna í dag sagði Lug- meier réttinum að hann hefði framið „fyrsta smáglæpinn" þegar hann var lítill og „tók frosk af lífi“. Hann sagði að hann hefði byrjað að stela 10 ára gamall og verið handtekinn f jórum árum síðar. „Ég hélt alltaf að glæpamenn væru einstæðir," sagði Lug- meier. Dóms er að vænta í málinu 22. desember. — Portúgal Framhald af bls. 1 viku. Vegna stjórnarkreppunnar verðus Eanes forseti einum degi skemur í Vestur-Þýzkalandi en ráðgerí var og leiðtogar stjórnar- andstöðunnar eiga að hafa tilbún- ar tillögur um lausn efnahags- vandans þegar hann kemur aftur. Eanes sagði við brottförina frá Lissabon að fall stjórnarinnar væri eðlilegur atburður í lýð- ræðislandi og það væri styrkleika- merki að hann gæti farið úr landi eins og ástatt væri. Eanes er fyrsti portúgalski þjóðhöfðinginn sem kemur í opinbera heimsókn til Þýzkalands síðan Carlos kon- ungur fór til Berlínar 1895. Mikill halli er á viðskiptum Portúgala við Vestur-Þjóðverja og Eanes mun sennilega hvetja vestur-þýzka iðnrekendur og kaupsýslumenn til að auka Ijjár- festingar sínar í Portúgal þegar hann hittir þá að máli á morgun. — Hussein Framhald af bls. 1 Fréttamönnum var sagt að Egyptar og Israelsmenn hefðu skuldbundið sig til þess að gera með sér viðtækan friðarsamning og að þeir væru andvígir tvíhliða lausn. Þeir eru sagðir haida þeim möguleika opnum að fleiri ríki taki þátt í Kaíróviðræðunum. Bandarískir embættismenn vara við því að viðræðurnar geti orðið langar og strangar, en þeir virtust bjartsýnni um að áfram miði í samkomulagsátt en nokkru sinni síðan friðartilraunir Carter- stjórnarinnar hófust fyrir tiu mánuðum. I Páfagarði var frá því skýrt í kvöld að Páll páfi VI mundi senda opinberan áheyrnarfulltrúa til Kaírófundarins, Francesco Monterisi biskup, sérfræðing i málum Miðausturlanda. — Rænt í Vín Framhald af bls. 1 unglingar lögðu undir sig í fyrra til að leggja áherzlu á kröfur um smíði æskulýðsmið- stöðvar. Krafa um lausnargjald hefur ekki komið fram og ekki er vitað hvort hér eru að verki venjulegir glæpamenn eða hryðjuverkamenn. Staðfesting virðist hafa fengizt á því að þrjár konur úr vestur-þýzka Rauða hernum (RAF) hafi rænt „sokka- kónginum" Walter Michael Palmers sem var sleppt gegn tveggja milljón dollara lausn- argjaldi. Tveir austurriskir vit- orðsmenn voru handteknir er þeir reyndu að fara frá Sviss til Italíu. Stúdent í Vín er enn í haldi vegna ákæru um að hafa hjálpað ræningjum Palmers. Sjö vinstri sinnar hafa verið látnir lausir. — Samstarfs- nefnd . . . Framhald af bls. 2 Davíð Ölafsson, seðlabanka- stjóri, kvaðst hvorki hafa séð til- löguna né greinargerðina með henni og því kvaðst hann á þessu stigi ekki geta svarað öðru til en því, að stjórn Seðlabankans hefði áður og ítrekað lagt til að bankar yrðu sameinaðir og þeim þannig fækkað og það væri enn skoðun stjórnar Seðlabankans, að þetta ætti að gera. „Það var lagt til að Utvegsbankinn og Búnaðarbank- inn yrðu sameinaðir og einnig var rætt um fleiri möguleika í því sambandi," sagði Davíð. „Mér lízt ágætlega á það að skera eitthvað niður mannahald hjá bönkunum og öðrum rikis- stofnunum og draga úr ofvextin- um, sérstaklega hjá bönkunum, sem mér finnst hlaða ískyggilega utan á sig,“ sagði Tómas Arnason, forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins. „En ég lit nú á þessa þingsályktunartillögu sem hverja aðra kosningabrellu, því ef ein- hver alvara fylgdi málum, þá ætti auðvitað að setja lög um þetta. Auðvitað þyrfti að meta málið gaumgæfilega, en ekki bara skjóta á 10% blindni. Athugun gæti leitt í ljós, að sums staðar mætti skera meira niður og sums staðar minna.“ I tillögu þeirra Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Péturs Sigurðssonar segir, að rikisstjórnin skuli „að loknu jólaleyfi þingmanna leggja fram tillögur um fækkun starfs- manna ríkisbanka, Framkvæmda- stofnunar ríkisins og opinberra sjóða um allt að tíunda hluta og samræmdar aðgerðir til sparnað- ar og hagkvæmari rekstrar, þ.á.m. um sameiningu lánastofnana skorður við óhóflegum bygging- um og fækkun afgreiðslustöðva." - Nóbelsverðlaun Framhald af bls. 47. ugt er fékk þau Amnesty Inter- national. Einnig fór fram afhend- ing friðarverðlauna fyrir siðasta ár, en þar urðu n-írsku friðar- konurnar Betty Williams og Mairead Corrigan fyrir valinu. Fór afhending þessi fram í Ösló. Fulltrúi Amnesty við afhend- inguna, Tyrkinn Mumtaz Sossal, varaforseti framkvæmdanefndar samtakanna, sagði að virðingar- leysi fyrir mannréttindum væri ógnun við heimsfriðinn. Hann kvaðst harma að mannréttindi væru notuð sem vopn í alþjóða- stjórnmálum. Sossal sagði að verndun réttar einstaklingsins til frjálsrar skoðanamyndunar, tján- ingar og félagsskapar og til þess að skýrgreina sínar eigin hugsan- ir væri nauðsynleg til að tryggja frið. Hann benti á að samkvæmt upplýsingum Amnesty væru mannréttindi brotin í 117 löndum um heim allan og í hvaða félags- eða stjórnkerfi sem væri þó þetta væri aðeins toppurinn af ísjakan- um. A vegum Amnesty var kölluð saman tveggja daga ráðstefna í Stokkhólmi á sunnudag um beit- ingu dauðarefsinga. Að sögn aðal- ritarans, Martin Ennals, eru þess óumdeilanleg merki að á síðustu árum færist i vöxt að fólk sé tekið af lífi samkvæt dómi eða formála- laust. Sænski forsætisráðherrann, Thorbjörn Falldin, er setti ráð- stefnuna, sagði: „Dauðarefsingr er beitt æ oftar í ýmsum löndum, einkum á tímum ofbeldis og ókyrrðar." Ennfremur sendi sovézki mannréttindamaðurinn Andrei Sakharov skeyti meðan á ráðstefnunni stóð, en i því sagði að á miklu ylti að dauðarefsing væri afnumin í Sovétríkjunum þar sem hann sagði að nokkur hundruð manna væru svipt lifi á hverju ári. Um friðarverðlaunaveitingarn- ar sagði formaður norsku Nóbels- nefndarinnar, Aase Lionaes, að báðar hreyfingarnar hefðu eitt í sameiningu, að „þær hefðu sprott- ið sjálfkrafa af djúpri sannfær- ingu einstaklinga um að venjuleg- ur maður og venjuleg kona hefðu sitt að leggja af mörkum til friðar- ins.“ „Heimur okkar stefnir i voða,“ sagði frú Corrigan i ræðu sinni, „en það er ekki um seinan að sanna mátt kærleikans... við verðum að sanna að friðsamlegar aðgerðir geti fengið félagslegum breytingum framgengt." — Fyrri fram- burðurinn . . . Framhald af bls. 27 menn væru ótrúlega fljótir að gefa skýrslu um það sem verið væri að slægjast eftir. þegar minnzt væri á gæzluvarðhald eða þvi beitt. Skýrsla tekin við slikar aðstæður væri ekki z eins sterkt sönnunargagn og skýrsl- ur teknar við aðrar aðstæður. Hanh sagði að framhaldsrannsóknin hefði ekki styrkt sönnunarstöðu málsins heldur þvert á móti veikt hana Hann kvað framburð Sigulðar Ótt- ars reikulan og ráðvilltan og það sæist bezt á þvi að hann hefði eitt sinn farið með unnustu sinni og ömmu til Hafsteins miðils til þess að reyna að fá vitneskju um það hver ætti að vera afstaða hans i málinu Fylgdi ekki sögunni hjá Guðmundi, hvort Sigurður fékk einhverja vis- bendingu á þeim fundi Guðmundur sagði að lokum, að fjölmiðlar og almenningur væri bún- ir að dæma ákærðu i málinu sek Hið mikla umtal fjölmiðla hefði verið neikvætt i þessu máli og kvaðst hann vera á þeirri skoðun að Sigurð- ur Óttar hefði ekki breytt framburði sinum ef ekkert hefði verið um málið skrifað i blöðin Að lokinni ræðu Guðmundar til- kynnti Gunnlaugur Briem dómfor- seti, að málið væri dómtekið að nýio _ SS. — Rhódesía Framhald af bls. 1 sinar erlendis tekur ekki þátt i viðræðunum. Sithole sagði að ágreiningur um stjórnlagaatriði gæti valdið erfið- leikum. Stjórnin vill tryggja að- stöðu hvítra manna í stjórnar- skránni, meðal annars með ákvæðum um sjálfstæði hersins og dómskerfisins. I Bern sakaði svissneska stjórn- in erlend riki um að misnota hlut- leysi Sviss til að fara í kringum refsiaðgerðir Sameinuðu þjóð- anna gegn Rhódesfu og bannaði fyrirtækjum í Sviss að hafa milli- göngu í viðskiptum annarra Ianda og Rhódesíu. — Alþingi Framhald af bls. 20 verður á fjárlögum og ríkis- reikningi og fjárlögin verða betra stjórntæki til að hafa eftirlit með ríkisútgjöldum. Hefur eftirlit þetta verið hert mjög og ríkisbók- haldið stórbætt. Þessi bættu vinnubrögð og eftirlit með mannahaldi og greiðslum til ráðu- neyta og stofnana hafa gert gefð fjárlaga og lánsfjáráætlunar traustari og um leið öruggara tæki til stjórnar efnahagsmála. Arangur þessara aðgerða kemur m.a. fram í hóflegri fjölgun ríkis- starfsmanna og lækkun opinberra útgjalda miðað við þjóðarfram- leiðslu. Þannig voru heildarút- gjöld ríkisins 1974 og 1975 29,6—31,4% af þjóðarfram- leiðsju, en á þessu ári er þetta hlutfall áætlað 27,3%. A árinu 1976 fjölgaði rikisstarfsmönnum um 0,76% á sama tíma og aukning á vinnumarkaðnum í heild varð 1.9%. Við fjárlagagerð fyrir 1978 er eins og á fjárlögum þessa árs gert ráð fyrir þekktum launa- breytingum á árinu auk áætlaðrar verðbótabreytingar. Ekki náðist í nefndinni sam- komulag um afgreiðslu fjárlaga- frumvarpsins og mun minni hlut- inn þvi skila séráliti. Nefndin stendur sameiginlega að flutningi breytingartillagna á þingskjali 148. Minni hlutinn er þó andvígur þeirri tillögu að verja söluverði flugskýlis í Reykjavík til að hefja byggingu flugstöðvar á Reykja- víkurflugvelli og að öðru leyti áskilur minni hlutinn sér rétt til að flytja breytingartillögur eða fylgja þeim, sem fram kunna að koma. Fulltrúar frá þjóðhagsstofnun mættu á siðasta fundi nefndar- innar og veittu ýmsar upplýsingar um þróun efnahagsmála á yfir- standandi ári og horfur á næsta ári. Nefndin gerir eftirfarandi til- lögur um breytingar á gjaldalið fjárlagafrumvarpsins: gjöld vegna forsætisráðuneytis lækki um 3.685.000 króna, gjöld vegna menntamálaráðuneytis hækki um 86 milljónir, gjöld vegna utan- rikisráðuneytis hækki um 2 milljónir króna, gjöld vegna land- búnaðarráðuneytis hækki um 12 milljónir, gjöld vegna dóms- og kirkjumálaráöuneytis hækki um 1650.000 króna, gjöld vegna félagsmálaráðuneytis hækki um 5325.000 milljónir króna, gjöld vegna heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytis hækki um 6.7 milljón- ir króna, gjöld vegna samgöngu- málaráðuneytis hækki um 10.3 milljónir króna og gjöld vegna iðnaðarráðuneytis hækki um 3 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.