Morgunblaðið - 13.12.1977, Síða 32

Morgunblaðið - 13.12.1977, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 — Myndlist eftir Braga Ásgeirsson Framhald af bls. 19 nær hverju fótmáli. Margir er séð hafa sýninguna á Lousiana hafa og sagt að þeir hafi fyrst kynnst Pompei og hamförunum á sýning- unni, þótt þeir sömu væru ný- komnir frá sjálfum staðnum! — Þarna var áður ein frjósam- asta slétta á allri ítalíu nieð strandlengju að Miðjarðarhafi, — við hafið og í skjóli Vesúvíusar var loftið svalara en víðast hvar annars staðar. Öll Kampaníuslétt- an var þakin villum, bóndabýlum og hvers konar öðrum húsum allt að rótum Vesúvíusar, ásamt byggðarkjörnunum Pompei og Hereuleaneum. Hér vildu auðugir borgarar Rómar eiga sér villur, — hér bjó Cicero, keisararnir Agústus og Claudius, og hér var það sem lítill sonur hans, Drúsus, kæfðist fyrir slysni. Það hafa komið upp ótrúlega mikið af veg- legum hofum og höllum úr rúst- um Pompei, þótt þar finnist einn- ig gnægð venjulegra húsa hinna almennu borgara. En athyglis- verðast verður að telja að allsstað- ar skjóta upp kollinum verðmætir gripir í fornsögulegum skilningi og menningin hefur verið á svo háu stigi að þ'að hafa t.d. fundist læknaáhöld er framleiðendur slíkra um síðustu aldamót höfðu hliðsjón af! Pompei-borg við Napoliflöann hefur vissulega verið borg á há- menningarstigi og lff borgaranna var alls ekki eins írábrugðið lífi nútímamannsins eins og ætla mætti. Hér voru til veitingahús, vín- og matbarir, vændiskvenna- hús, íþróttaleikvangar, baðhús, hringleikahús, almenn leikhús með marmarasætum(!), hallir höfðingja, launhof presta o.s.frv . .. Allt var þetta ríkulega skreytt hvers konar tegundum tvívíðra myndverka og þrívíðra höggmynda auk lágmynda því að listin hefur verið þeim jafn mikil- væg og matur og drykkur, og að því leyti hefur menning þeirra verið á ólíkt hærra stigi en á vorum dögum. Hvergi voru gervi- þarfir ræktaðar í stórum stíl líkt og nú gerist — þá var það ekki til sem nú gerist að selja ferðalöng- um svikna gripi á götum Pompei er búnir eru til í Hong Kong( !)• Á frjálsan, óþvingaðan og hleypidómalausan hátt voru þarf- ir mannsins ræktaðar, andlegar sem líkamlegar. Menn iðkuðu að krota slagorð, ábendingar, ástar- játningar o.m.fl. á veggi likt og gerist i dag, — árásachneigð múgsins var svalað með bardög- um skylmingamanna (gladitora), sem samsvarar dýrkun fóta- menntar í heiminum á vorum dög- um, ásamt mörgum tegundum ruddafengnari íþrótta. Þeir hjuggu út „fallos" tákn á göturn- ar til leiðbeíningar ástþyrstum einstaklingum og ég er ekki nema viss um það, að það hefi verið gert af einlægri hug og háleitari þörf en nú, er mönnum er í dag stefnt á öldurhús til að iðka gervirfir og „húkka pæur“. — Og síðast en ekki síst voru ýms- ar götur lokaðar vögnum — voru einfaldlega „göngugötur" . . . Bragi Asgeirsson. Eskifjörður: Bræðslan stækkuð Kskifirði. 10. d»*s. HÉR hefur verið lítið róið að und- anförnu vegna leiðindaveðurs á miðunum. En það er nóg að gera í fiskvinnslunni þar sem verið er að ganga frá síldinni sem hér var landað og togararnir landa hér stöðugt. Unnið er af fullum krafti að stækkun loðnuhræðslunnar og er áætlað að hún verði komin í gagnið í byrjun loðnuvertíðar um miðjan janúar. Ævar. Frá spilakvöldi hjá einu yngsta bridgefélagi höfuð- borgarinnar, Bridgefélagi Breiðholts. Spilað er í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi, en salarkynnin eru björt og vistleg eins og myndin ber með sér. Bridgefélag Reykjavíkur Sl. miðvikudagskvöld var spiluð önnur umferð í yfir- standandi tvfmenningskeppni. Hæstu skor fengu vngstu kepp- endurnjr í keppninni, þeir Bragi Bragason og Karl Loga- son. háðir 15 ára gamlir. Illutu þeir 183 stig. Röð efstu para: Sverrir Ármannsson — Þorlákur Jónsson 364 Ingvar Bjarnason — Marinó Einarsson 344 Stefán Guðjohnsen — Jóhann Jónsson 338 Tryggvi Bjarnason — Páll Valdimarsson 337 Bragi Erlendsson — Ríkarður Steinbergsson 335 Daníel Gunnarsson — Steinberg Ríkarðsson 333 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 332 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 332 Meðalskor er 312 stig. Þriðja og síðasta umferðin verður spiluð á miðvikudag í Domus Medica og hefst klukk- an 20. Bridgefélag Breiðholts Tveimur umferðum af þrem- ur er lokið í hraðsveitakeppn- inni og er staða efstu sveita þessi: Guðlaugs Nielsen 940 Riðs Guðjohnsens 925 Kristjáns Blöndals 914 Ólafs Tryggvasonar 878 Böðvars Magnússonar 865 Sveit Kristjáns tók hæstu skor síðasta spilakvöld, 483 stig. Síðasta umferðin verður spil- uð í kvöld, en annan þriðjudag verður spilaður jólatvímenn- ingur jafnframt sem verðlaun verða afhent fyrir keppnir vetr- arins. Bridgederld Breidfirö- ingafélagsins Sex umferðum af 9 er lokið í aðalsveilakeppni félagsins sem Brldge umsjón ARNÓR RAGNARSSON að þessu sinni er spiluð með Monrad-fyrirkomulagi. Staða efstu sveita: Sigriður Pálsdóttir 100 Jóns Stefánssonar 95 Magnúsar Oddssonar 71 Oskars Þráinssonar 68 Magnúsar Björnssonar 65 HansNielsens 64 í sveit Sigríðar eru ásamt henni: Asa Jóhannsdóttir, Sig- rún Isaksdóttir og Sigrún Ölafs- dóttir. MJ BÆKURNAR LJL 1977 OKKAR 1977 GÍSLIJÓNSSON: KONUR OG KOSNINGAR Sagan um baráttu íslenskra kvenna fyrir kosningarétti. SMALAVÍSUR Síöustu Ijóð ÞORSTEINS VALDI- MARSSONAR sem lést í sumar. Bókin eykur enn orðstír þessa sérstæða og listræna skálds er samræmdi ógleymanlega frum- leik og hagleik í kvæðum sínum. POUL VAD: HIN LlTILÞÆGU Úlfur Hjörvar þýddi. Skáldsaga eftir einn af snjöllustu nútímahöfundum Dana. Hún lýsir ungu en rótslitnu fólki í Kaup- mannahöfn, sálarlífi þess, ein- semd og örlögum. LJÓÐ DAVÍÐS STEFÁNSSONAR FRÁ FAGRASKÓGI, úrval Ólafur Briem menntaskólakennari hefur búið til þrentunar. ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR: UNGVERJALAND OG RÚMENÍA Nýtt bindi í bókaflokknum Lönd og lýði, en í honum eru nú komin út 21 rit. Dr. VALDIMAR J. EYLANDS: ÍSLENSK KRISTNI í VESTURHEIMI Bók um trúarlíf og trúardeilur Vestur-íslendinga með formála eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. 16 V ALFRÆÐI MENNINGAR- SJÓÐS Dr. HALLGRÍMUR EINAR LAXNESS: HELGASON: TÓNMENNTIR A-K ÍSLANDSSAGA L—ö Fyrra bindi Tónmennta. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík - Sími: 13652 Síðara bindi íslandssögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.