Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 Guðbjörg Grímsdóttir Andersen — Minning F. 9. janúar 1893. D. 27. nóvember 1976. Fyrir réttu ári síðan lést í Landakotsspítala elskuleg frænka okkar, Guðbjörg Andersen, 83 ára að aldri. Þó að svona langt sé liðið síðan hún kvaddi þannan heim, þá langar okkur samt til að minn- a$t hennar með örfáum orðum til að þakka henni alla þá umhyggju og tryggð er hún auðsýndi okkur fram til hinstu stundar. Guðbjörg var fædd að Kirkju- bóli við Steingrimsfjörð 9. janúar 1893 og voru foreldrar hennar sæmdarhjónin Grímur Benedikts- son bóndi þar og kona hans Sig- ríður Guðmundsdóttir. Guðbjörg var 5. í röðinni af 12 börnum þeirra hjóna, en eftir lifir ein systir, Þorbjörg, gift Árna E. Blandomog búa þau að Þinghóls- braut 43 í Kópavogi, og bræðurnir Benedikt bóndi og fyrrverandf hreppstjóri að Kirkjubóli, kvænt- ur Ragnheiði Lýðsdóttur, og Guð- jón bóndi að Miðdalsgröf í sömu sveit, kvæntur Jónnýju Guð- mundsdóttur. 18 ára gömul lagði Guðbjörg leið sína til Reykjavíkur og stund- aði þar nám við Verslunarskóla íslands. Siðan lá leið hennar til Danmerkur þar sem hún dvaldi um tima og lærði þá m.a. konfekt- gerð og stundaði einnig nám við hússtjórnarskóla. Eftir heimkomuna réð hún sig til verslunarstarfa hjá Jakobsen í Austurstræti og vann þar í mörg ár. Guðbjörg giftist 27. júni 1925 Axel Andersen klæðskerameist- ara, glæsilegum heiðursmanni og bjuggu þau í farsælu hjónabandi í nær 50 ár, eða þar til Axel lést 18. janúar 1975. Hafði hann þá átt vió langvarandi vanheilsu að striða og var síðast rúmliggjandi. Vakti Guðbjörg yfir honum og hjúkraði með ást og umhyggju uns yfir lauk og veitti honum sjálf hinstu þjónustu er augu hans lokuðust og hann hvarf úr þessum heimi. Eina kjördóttur eignuðust þau Guóbjörg og Axel, Ásu Andersen, og tvær dótturdætur, Guðbjörgu Ásu, sem ólst að nokkru upp hjá afa og ömmu og Regínu 12 ára og voru þær báðar afa og ömmu mjög kærar. Guðbjörg Ása er gift Stefáni Magnússyni og eiga þau eina dóttur, Vilborgu á 3. ári, og eins og að líkum lætur var hún sóiargeisli langömmu sinnar síð- ustu ævistundirnar. Þegar móðir okkar Ingunn, yngsta barn Kirkjubólshjónanna, kom til Reykjavíkur, styrktust bönd þeirra systranna meira en áður var og þegar foreldrar okkar giftu sig bláfátæk af öðru en ást í allsleysinu árið 1935 þá gera þau Guðbjörg og Axel þeim daginn að enn ógleymanlegri hátíð með þvi að slá upp veisluborði að afstað- inni athöfn. Slíku verður aldrei gleymt og þau gleymast heldur aldrei jóla- boðin sem þau héldu ávallt á 2. dag jóla meðan kraftar og heilsa entust. í barnsminni okkar eru þessi boð ævintýri líkust. Fallega heimiiið þeirra skreytt í tilefni hátíðarinnar, borðin svignuðu undan veitingunum og allir nutu sín hið besta, ungir sem aldnir. Hin sióari ár einkenndust þessi jólaboð af sameiginlegri ánægju- stund nánustu ættingja og vina, fulorðinna, sem ornuðu sér við yl heimilishlýjunnar og minningu liðinna tima. Guðbjörg var mikil mannkosta- kona og fóru þar saman gáfur og góðvild, geislandi lífsfjör og dugnaður. Hún var mjög félags- lynd og var virkur þátttakandi i ýmsum menningar- og góðgerða- félögum og voru t.d. bæði Thor- valdssensfélagið og Kvenfélag Neskirkju búin að gera hana að heiðursfélaga sínum. Hún fylgd- ist alla tið vel með þvi sem efst var á baugi hverju sinni, bæði i landsmáium og þá ekki siður inn- an fjölskyldunnar. Þær voru ekki fáar gjafirnar og blómin sem hún sendi heim til ættingja og vina á ýmsum tímamótum i lífi þeirra til að samgleðjast eða samhryggjast. Með þessum siðbúnu linum vilj- um við þakka elskulegri frænku okkar innilega fyrir alla hennar órofa tryggð og umhyggju sem hefur umvafið okkur alla tíð og kom ef til vill best í ijós er við heimsóttum hana á banabeð áður en vitund hvarf. Þá spurði hún um hvern einstakan fjölskyldu- meðlim, gladdist yfir þvi að allt virtist i besta lagi og bað brosandi fyrir kveðjur. Slikri konu var gott að kynnast og við þökkum henni allar sam- verustundirnar sem við hörmum að urðu ekki fleiri. Nú lifir hún á ljóssins strönd þar sem áður farn- ir ástv inir gleðjast yfir því að hafa hana á meðal sin. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigga, Palla og Bára. Morðið á fer junni - Roseanna - komin út hjá Heimskrínglu HEIMSKRINGLA hefur sent frá sér bókina Morðið á ferjunni (Roseanna) eftir hina frægu sænsku rithöfunda Maj Söwall og Per Wahlöö. Þetta er fyrsta bókin í lögreglusagnaflokknum „Skáld- saga um glæp“, en ein þessara sagna, Löggan sem hló, var nýver- ið lesin í Ríkisútvarpi. Bækur þessar hafa verið gefnar út víða um lönd og 'alls staðar hlotið mikl- ar vinsældir. Aðalpersónan, Martin Beek, er farinn að nálgast kollega sína Maigret og Poirot að vinsældum, en um leið hefur lýs- ing hans i séP fólgna ýmsa drætti sem þeim kumpánum eru fram- andi, einkum þeim síðarnefnda. í þeirri gátu sem þeir Martin Beek og félagar fást við að þessu sinni Leiðrétting í frétt af tískusýningu á jólafundi Hvatar féllu í prentun niður tvö nöfn, Áslaugar Cassada, sem var ein af sýningarstúlkum og Verzlunarinnar Sólveigar, sem sýndi skófatnað. Stéttarsamband bænda: Mótmælir úrskurði yfirnefndar STÉTTARSAMBAND bænda hef- ur mótmælt úrskurði yfirnefndar í verðlagsmálum landbúnaðarins, og í yfirlýsingu scm Morgunblað- inu hefur borizt segir, að stjórn samhandsins telji úrskurðinn rangan og áskilji sér rétt til að krefjast breytinga á honum svo fljótt sem lög leyfi. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Yfirnefnd i verólagsmálum landbúnaðarins hefur fellt úr- skurð um ágreining um gerð verð- lagsgrundvallar fyrir tímabilið 1. sept. 1977 til 1. sept. 1978. Agrein- ingi um gerð grundvallarins vís- aði sexmannanefnd til yfirnefnd- ar hinn 28. október s.I. og felldi yfirnefnd úrskurð sinn 2. des. s.l. Ágreiningur var einkum um fjármagnsþætti og launaþætti grundvallarins. í ljós hefur komið að bændur hafa undanfarin 3—4 ár fengið sílækkandi tekjur f samanburði við þær stéttir sem kaup þeirra er miðað við skv. skýrslum Hagstofu íslands og hefur vöntunin á að tekjur þeirra næðu tekjum við- miðunarstéttanna aukist ár frá ári. A síðasta ári voru tekjur kvæntra bænda 65,4% af tekjum kvæntra karla í öllum öðrum stéttum. Meginástæður þess, auk hinnar miklu verðbólgu í landinu síðustu ár, hafa verið þær að fjár- magnsliðirnir, afskriftir og vextir svo og launaliður verðlagsgrund- vallarins hafa ekki fylgt breyting- um vaxta, verðlagshækkana og launabreytingum þeim sem oróió hafa. Því var lögð höfuðáhersla á að fá þetta leiðrétt nú. Framleiðendafulltrúarnir gerðu tillögu um fjármagnskostn- að sem hér segir: Fasteignamat bújarðar og útihúsa fyrir bústofn vísitölu- búsins er nú kr. 4.263.000.00 Vélar á afskrifuðu verði kr. 2.513.000.00 Bústofn á skatt- matsverði kr. 2.234.000.00 Fjármunir alls kr. 9.010.000.00 Til viðbótar fastafjármununum var gerð tillaga um rekstursfé fyr- ir búið aó upphæð kr. 3.240.573.00. Tillaga um fjár- magnskostnað búsins var undir- byggð af fjögurra manna nefnd, þar sem þrír hagfræðingar áttu sæti, einn frá Þjóðhagsstofnun, einn frá Landbúnaðarráðuneyt- inu og forstöðumaður Búreikn- ingastofu landbúnaðarins. Einnig átti erindreki Stéttarsambands bænda sæti í nefndinni, og varð hún sammála um niðurstöðurnar. Alls var tillaga framleiðendafull- trúanna um fjármagnskostnað grundvallarbúsins kr. 12.250.753.00. Af þessu má sjá, að tillögur framleiðendafulltrúa um fasta- fjármuni í vísitölubúi eru eins hóflegar og nokkur kostur var á. Allir sem fást við stofnun búskap- ar vita að þær eru alltof lágar. Meirihluti yfirnefndar úrskurð- aði bóndanum í stofnfé og rekst- ursfé kr. 3.686.042.00. Tillögur að launaliðnum voru byggðar á niðurstöðum siðustu kjarasamninga launþega og vinnuveitenda, bæði um laun fyr- ir hverja unna klukkustund, við- veruskylda svo og hverskonar samningsbundin fríðindi, þar á meðal var krafa um að laun karla og kvenna yrðu þau sömu við bú- vöruframleiðsluna. Óverulegar leiðréttingar voru gerðar í úr- skurðinum um laun og launa- Framhald á bls. 31 hafa þeir næstum ekkert við að styðjast í upphafi annað en eigið imyndunarafl, þolinmæði og þá þrjósku aö gefast ekki upp. Stúlka finnst látin og þeir vita ekki einu sinni hver hún var, hvað þá heldur hver morðingi hennar er. Þegar hann er fundinn eftir mikla leit í mörgum löndum verður að egna fyrir hann gildru til að sanna á hann sökina. Þráinn Bertelsson þýtt bókina. rithöfundur hefur „Sakamál 1081” Bók Karl Schiitz SETBSG hefur gefið út bókina „SAKAMÁL 1081“ eftir Karl Schútz, hinn kunna þýzka rann- sóknarlögreglumann, sem þekkt- ur er hér á landi fyrir störf sín að lausn afbrotamála. Vegna útgáfu þessarar bókar á fslenzku hefur Karl Schútz skrifað sérstakan for- mála, en þar segir hann meðal annars: Nóbelsverðlaunin afhent: „Mannréttindi sameign hafin yfir landamæri” Osló. 10. desember. /\P. Heuler. FRIÐARVERÐLAUN Nóbels 1976 voru í dag afhent Bett.v Williams og Mairead Corrigan, stofnendum friðarhrevfingarinn- ar á Norður-lrlandi, og friðar- verðlaunin 1977 voru afhent full- trúa Amnest.v Intcrnational, Thomas Hammarberg, formanni Svíþjóðardeildar samtakanna. Karl Gústaf konungur afhenti seinna við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, eðlisfræði, efna- fræði, læknisfræði og hagfræði fimm Bandaríkjamönnum, tveim- ur Bretum, Spánverja, Belga og Svía. Formaður norsku Nóbels- nefndarinnar, Ase Lionæss. sagöi við afhendingu friðarverðlaun- anna í dag: „Auk virðingar fyrir mannréttindum sem lýst er yfir í Helsinkisáttmálanum 1975 eru hugsjónafrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi nauðsynlegar forsendur friðar." Frú Lionæss lagði áherslu á að Amnesty International hefði auk- ið baráttu sína fyrir því að tryggja að allar ríkisstjórnir teldu það siðferðilega skyldu sína að virða mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna. „Þeirri skoðun vex fylgi að ekk- ert rfki geti haldið fram algeru fullveldi þegar mannréttindi eiga í hlut. Þessi réttindi eru sameign mannsins og engin valdablokk, enginn einræðisherra hefur rétt til að svipta okkur þeim,“ sagði frú Lionæss. „Friðarhreyfingin á Norður- Irlandi berst fyrir rétti einstakl- ingsins til aö iifa laus við ótta, efbeldi og hryðjuverk, með öðr- um orðum fyrír ytri friði," sagði hún. „Amnesty International berst fyrir hugsjónafrelsi, með öðrum orðum fyrir innri friði." Varaformaöur nefndarinnar, Egil Arvik, sagði að Betty Williams og Mairead Corrigan hefðu sýnt hvað venjulegt fólk gæti gert til að stuðla að friði. Þær hefðu með hugrekki og óeigingirni endurvakið vonir fólks sem hefði talið alla von úti. Frú Liónæss sagði að Amnesty legði /ram „áþreifanlegan skerf til friðar í heiminum með þvi að verja sjálfsvirðingu mannsins gegn pyndingum, ofbeldi og nið- urlægingu." 1 Stokkhólmi var aðeins verð- launahafinn í bókmenntum, spænska skáldið Vicente Aleizandre, fjarstaddur þegar verðlaunaafhendingin fór fram i dag. Þýðandi hans, Justo Jorge, mætti í hans stað. Verðlaunin í efnafræði hlaut Ilya Prigogine, sem er fæddur í Moskvu, en starfar í Belgíu. John Van Vleck og Philip Anderson frá Bandaríkjunum og Sir Nevill Mott frá Bretlandi fengu verð- launin í eðlisfræði. Rosalyn Yalow frá New York, fyrsta konan sem er verólaunuð síðan Nelly Sachs hlaut helming bókmenntaverðlaunanna 1966, fékk verðlaunin í læknisfræði ásamt tveimur öðrum Bandaríkja- mönnum, Roger Guillemin sem er fæddurí Frakklandi og Andrew Schally sem er fæddur í Póllandi. Tveir fengu verðlaunin í hag- fræði: James Meade frá Bretlandi og Bertil Ohlin frá Svíþjóð. ■ „Meðan ég dvaldist á íslandi, frá ágúst 1976 þar til í febrúar 1977, varð ég þess greinilega var, að íslendingar hafa mikinn áhuga á nútímaaðferðum í rannsókn af- brotamála. Margoft kom í ljós i samræðum, að ein besta skemmt- an manna er að horfa á sakamála- þætti í sjónvarpi . . . Mér þykir því þessi bók min sérstaklega vel til þess fallin að veita nokkra innsýn í dagleg störf rannsóknarlög- reglumanna . .. Afbrotamennirnir Sem sagt er frá í þessari bók, skutu 5 sofandi her- menn til bana í smábænum Lebach eingöngu í því skyni að •sanna rfkum manni, sem þeir ætl- uðu að kúga til að láta af hendi 800 þúsund mörk, að þeir væru færir um slfkt voðaverk. Þessir afbrotamenn voru frá góðum heimilum, sæmilega menntaðir og gátu gert sér grein fyrir afleiðing- um gerða sinna. Þeir ætluðu að kúga út fé og nota það til að njóta lífsins einhvers staðar á af- skekktri eyju — aó eigin áliti — i „algjöru frelsi" — Veturliöi Guðnason þvddi bókina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.