Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 39 Margrét Jónsdóttir frá Akri - Minning Fædd 4. desember 1921 Dáin 5. desember 1977 Með nokkrum orðum vil ég minnast minnar kæru vinkonu Margrétar Jónsdóttur, en hún andaðist á Landspítalanum hinn 5. desember. Kom það engum kunnugum á óvart, því langt var hið erfiða dauðastrið hennar orð- ið. Margrét var dóttir hinna merku hjóna Jóns Pálmasonar alþingis- manns og bónda frá Akri i Aust- ur-Húnavatnssýslu og konu hans Jónínu Valgerðar Ölafsdóttur. Má því segja að Margrét hafi ekki átt langt að sækja mannkosti sem einkenndu hana og prýddu allt hennar líf. Hjá þeim ölst hún upp við mikið ástríki, sem hún launaði ríkulega með því að ann- ast þau í mörg ár meðan þeim entist heilsa og aldur, fyrst á Vesturgötu 12 og síðan á Vestur- götu 19. Á heimili þeirra var oft mjög gestkvæmt og annaðist Mar- grét það með sinum myndarskap og gestrisni, en hún var með af- brigöum myndarleg til allra verka. A Vesturgötunni var ég tíður gestur, þangað var ætið gott að koma og þaðan á ég margar ijúfar minningar. Margrét var mjög vel gefin og glæsileg kona, framúr- skarandi trygglynd og hlý í við- móti. Langt er nú um liðið siðan við kynntumst fyrst og hefur aldrei borið skugga á vináttu okk- Síðustu ár ævi sinnar bjó Mar- grét með dóttur sinni, Nínu, og tengdasyni serft reyndust henni frábærlega vel í hennar löngu og erfiðu veikindum. En þar sýndi hún aðdáunarvert þrek og dugn- að, hún var mjög sterk og kjark- mikil er. á reyndi og er óhætt að segja það um Margréti að hún hafi aldrei látið erfiðleikaana beygja sig á lifsleiðinni. Ég vil þakka Margréti innilega alla hennar miklu tryggð og vin- áttu við mig og mína fjölskyldu. Við söknuðum hennar öll mikið er hún hætti að geta heimsótt okkur sökum veikinda sinna. Ég þakka henni öll liðnu árin. Minn- ingin um góða og glæsilega konu lifir i hugum okkar allra sem átt- um þess kost að kynnast henni. Innilega samúð votta ég öllum ástvinum hennar og ættingjum, og bið henni blessunar Guðs. Þóra Pétursdóttir Eföryggi og étksturseiginleikar Yblvo eru framúrskarcindi, f dag auglýsa flest bifreiðaumboð öryggi, þægindi og aksturseiginleika bifreiða sinna. Þannig hefur Volvo auglýst undanfarin tíu ár, enda verið í fararbroddi hvað snertir öryggi ökumanns og farþega. Nú aftur á móti, auglýsir Volvo mun betra verð en áður. Sé gerður samanburður á Volvo og keppinautunum, kemur í Ijós að Volvo býður hagstætt verð, góða varahluta- og viðhaldsþjónustu um allt land, mjög hátt endursöluverð, og Volvo öryggi í kaupbæti. •miðað við gengi Skr. 1/12 '77 VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.