Morgunblaðið - 13.12.1977, Side 48

Morgunblaðið - 13.12.1977, Side 48
/ Lækkar hitakostnaðinn ÚTVEGSSPILIÐ SÖLUSÍMI 53737 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 Geirfinnsmálið: Dóms að vænta á föstudaginn Sævar Ciesielski hafdi í gær setid 2 ár í gæzluvarðhaldi STEFNT er að því að kveða upp dóm f Guðmundar- og Geirfinns- málum á föstudaginn eða á mánu- daginn, að því er Gunnlaugur Briem, dómsformaður, tjáði Mb. í gær. Framhaldsmálflutningur fór fram í Geirfinnsmálinu í gær vegna hins breytta framburðar bílstjórans í málinu, Sigurðar Ött- ars Hreinssonar, og segir frá mál- flutningnum á bls. 27. Það kom fram i ræðu sækjandans, Braga Steinarssonar, að fyrri frámburð- ur bílstjórans stendur að mati ákæruvaldsins þrátt fyrir að bíl- stjórinn hafði síðan neitað að hafa farið til Keflavíkur kvöldið sem Geirfinnur Einarsson hvarf. Itrekaði Bragi kröfur um þyngstu refsingu en verjendur ítrekuðu kröfur um sýknun fyrir skjól- stæðinga sína. I gær voru liðin nákvæmlega tvö ár síðan Sævar Marinó Ciesielski var hnepptur í gæzlu- varðhald vegna fjársvikamáls hjá Pósti og síma. Rannsókn þess máls varð kveikjan að því að Guðmundar- og Geirfinnsmálin komu upp á yfirborðið. Hefur 'Sævar verið í svo til algerri ein- angrun þau tvö ár, sem hann hef- ur setið inni. Sævar var viðstadd- ur framhaldsmálflutninginn í gær ásamt Kristjáni Viðari Viðarssyni. Betra hjá Spassky ÁTTUNDA einvigisskák þeirra Korchnois og Spasskys var tefld i gær í Belgrad. Skákin fór i bið eftir 42 leiki og töldu þá flestir að Spassky hefði góða vinnings- móguleika. — Sjá nánar bls.: 22. Valdimar Einarsson 54 ára gamall mað- ur ferst í bílslysi FIMMTlU og fjögurra ára gamall maður, Valdimar Einarsson, bif- reiðastjóri, Gnoðarvogi 78, Reykjavfk, beið bana í umferðar- slysi, sem varð á Vesturlandsvegi við Grafarholt um klukkan hálf fjögur á laugardag. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn, þau yngstu 17 ára. Valdimar var við ökukennslu; voru tveir nem- endur í bílnum með honum og ók annar þeirra, en Valdimar sat við hlið ökumanns. Mikil liálka var á Vesturlandsvegi og benda líkur til að kennslubifreiðin hafi snúizt á veginum fyrir fólksbíl, sem kom á móti. Nemendurnir, sem voru f kennslubifreiðinni, meiddust Ift- ilsháttar. Ökumaður hins bílsins meiddist á fótum og höfði og tveir farþegar hans hlutu meiðsli, en þau ekki alvarleg. Valdimar er 39. Islendingur- inn, sem lætur lífið í umferðar- slysi á árinu. mmmmmwmmmm ^ Ljósm.: HAX. FRA UNDIRRITUN SAMKOMULAGSINS i GÆR. Frá vinstri Pétur Reinert, Atli Dam, Einar Ágústsson og Matthías Bjarnason. Að baki þeim standa íslenzkir og færeyskir embættismenn. f Samningar Færeyinga og Islendinga um gagnkvæmar veiðar; Færeyingar veiða 35 þúsund tonn af loðnu - við sama af kolmunna Færeyingar minnka þorskafla sinn um 1.000 tonn SAMKOMULAG um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir Færeyinga og tslendinga f fiskveiðilögsögu landanna var undirritað f Ráð- herrabústaðnum í gær. Sam- kvæmt samkomulaginu er Islend- ingum heimilað að veiða 35 þús- und tonn af kolmunna í færeyskri fiskveiðilögsögu með 15 skipum að jafnaði, en 17 ef notuð er tveggja skipa varpa. Færeyingar fá heimild til veiða sama að loðnu á vetrarvertfð 1978 með 15 skip- um, en aidrei skulu fleiri en 8 skip veiða samtfmis innan ís- lenzkrar fiskveiðilandhelgi. Þá varð samkomulag um að minnka þroskafla Færeyinga við tsland úr 8 þúsund tonnum á ári í 7 þúsund tonn. Samkomulagið er háð samþykki Alþingis og Lög- þings Færeyja. Þeir, sem undirrituðu sam- komulagið í gær, voru fyrir hönd færeysku landsstjórnarinnar Atli Dam lögmaður og Pétur Reinert sjávarútvegsráðherra, en fyrir hönd fslenzku ríkisstjórnarinnar þeir Einar ÁgústsSon utanríkis- ráðherra og Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra. Framhald á bis. 31 Handtökumálið: Ekki krafizt að- gerða gegn Hauki r Akæra gefin út í ávísanamáli Hauks Alvarlegar sakir bornar á borgarfulltrúa: „Er alsaklaus af þessum áburði” — segir Alfreð Þorsteinsson í samtali við Morgunblaðið MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað, að Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi í Re.vkjavík, hafi í vikunni sem leið fengið á sig kæru hjá Rannsóknarlögreglunni fyrir méint hegningarlagabrot og verið vffrheyrður i því sambandi. Rannsóknarlögreglan stað- festi að kæran hefði komið fram, en vildi ekkert um málið segja. Morgunblaðið sneri sér til Al- freðs af þessu tilefni og bar þetta undir hann. Alfreð kvað það rétt vera, að hann hefði verið yfirheyrður hjá Rann- sóknalögreglu ríkisins vegna kæru, er fram kom á hendur honum, er Rannsóknarlögregl- an hafði haft upp á fólki, sem hafði falsað nokkra tékka og haft út fé hjá Austurbæjarúti- búi Landsbankans. Tékkaeyðu- blöðin voru úr einkatékkhefti hans, er hann hafði glatað og tilkynnt bankanum þar um. Kvöldið sem tékkheftið glatað- ist var Alfreð á veitingastað i Reykjavík með erlendum iþróttaleiðtogum en hann veit ekki hvort hann glataði heflinu þá eða síðar um kvöldið. Nokkru síðar komu fjögur eyðublöð úr heftinu fram í fyrr- nefndum banka og voru að upp- hæð samtals á fjórða hundrað þúsunda króna. Eyðublöðin voru með mismunandi nöfnum og var nafn Alfreðs á engu þeirra. Þegar Rannsóknarlögreglan hafði uppi á fölkinu, sem falsað hafði tékkana úr hefti Alfreðs, bar það á hann alvarlegar sakir, sem Alfreð kvaðst alsaklaus af. Lýsti hann þvi jafnframt yfir, Framhald á bls. 28. RtKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að eigi sé af ákværuvalds- ins hálfu krafizt frekari aðgerða gegn Hauki Guðmundssyni rann- sóknarlögreglumanni vegna handtökumálsins svonefnda nema fram komi nýjar upplýsing- ar, sem kunni að renna styrkari stoðum undir sakargiftir á hend- ur honum. Nú er rétt ár síðan Haukur Guðmundsson stóð fyrir hand- töku Guðbjarts Pálssonar bif- reiðarstjóra, en handtakan hafði þann eftirmála að Haukur var kærður fyrir meinta ólöglega handtöku og var honum vikið úr starfi á meðan rannsókn fór fram i málinu. Hefur Haukur verið frá störfum af þessufn sökum i tæpt ár á hálfum launum. Morgunblaðið ræddi í gær- Framhald á bls. 31 Oddsskarðsgöngin opn- uð til umferðar í dag GERT er ráð fyrir að siðdegis í dag verði Oddsskarðsgöng opnuð til almennrar umferðar, en 5 ár eru liðin síðan hafizt var handa við gangagerðina. Kostnaður við gerð ganganna er nú orðinn 300 millj. kr. Einar Þorvarðarson umdæmis- verkfræðingur Vegagerðar ríkis- ins á Reyðarfirði sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að undan- farið hefði verið unnið að þvi að ganga fullkomlega frá lýsingu i göngunum og eans að koma upp hurðum við gangamunna. Sagði Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.