Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 2
2 ” MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978 „Antík^-málið: Hæstiréttur ómerkti úrskurðinn HÆSTIRÉTTUR ómerkti f gær kærðan úrskurð f „antík“ — mál- inu svonefnda um hæfi Þóris Oddssonar, fulltrúa yfirsakadóm- arans f Reykjavfk, til að fara með rannsókn málsins og Halldórs Þorbjörnssonar, yfirsakadómara, til að vinna að málinu eða láta vinna að þvf. Þórir Oddsson kvað upp þann úrskurð að hvorugur þeirra Halldórs væri vanhæfur til framangreinds, en sem fyrr segir ómerkti hæstiréttur þann úr- skurð og var máiinu vfsað heim f hérað til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. I dóminum, sem hæstaréttar- dómarnir Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason kváðu upp, segir m.a. að eðliiegt hefði verið, „ef varnar- aðili hugðist krefjast þess að yfir- sakadómari viki dómarasæti, að hann hefði leitað sjálfsstæðs úr- skurðar um það“. Krafla: Landsigið orðið einn metri „LANDSIGIÐ heldur áfram og það er nú orðið um einn metri,“ sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, er Mbl. spurði hann um landsigið við Kröflu f gærkvöldi. „Það er talsvert af smáskjálftum f gangi með þessu og þeir eiga upptök sfn f norðanverðu Gjá- stykki." Landsig hefur áður orðið mest við Kröflu á þriðja metra, en það var í desember 1975 og janúar 1976, en næstmestu landsig á undan því, sem nú er í gangi, voru í október og nóvember 1976 og í apríl 1977, en þau voru bæði vel innan við metra. Við Tjörnina. Ljósm. Mbl: Friðþjófur Úrskurður Jafnréttis- ráðs heldur bágborinn — segir Jón Þorsteinsson, lögfræðingur „ÞAÐ er nú fyrst að nefna, að af þessu bréfi Jafnréttisráðs er óljóst, hvert framhald málsins verður af þess hálfu", sagði Jón Þorsteinsson, lögfræðingur, er Mbl. spurði hann álits á úrskurði Jafnréttisráðs um kæru bænda varðandi laun karla og kvenna f landbúnaðinum, en Jón á sæti f yfirnefnd. „I öðru lagi segir Jafnréttisráð að yfirnefnd gangi úr frá þvi sem algildri reglu, að vinna karla sé verðmeiri en vinna kvenna. Þessi staðhæfing er úr lausu lofti grip- in og er ámælisvert að svona fjar- stæða skuli koma fram i úrskurði Jafnréttisráðs. Jafnréttisráði virðist ókunnugt um mikla vinnuskráningu i land- búnaðinum, til dæmis það atriði að vinna bónda við bústjórn er skráð tuttugu sinnum meiri en vinna húsfreyju. I fjórða lagi gef- ur Jafnréttisráð i skyn að meiri- hluti yfirnefndar hafi brotið gegn anda laganna. Þetta er heldur bágborið, því Jafnréttisráð hefði átt að taka af öll tvimæli um það, hvort lögin væru brotin eða ekki og ef um brot var að ræða, þá gegn hvaða grein laganna. Jafn- réttisráð minnist heldur ekkert á það, sem þó var rikulegt tilefni til, hvort fulltrúar bænda og neyt- enda í sexmannanefnd hafi þá brotið lögin siðustu sex árin. Ég tel það fjarstæðu, að um lagabrot sé að ræða, en ef svo væri, þá hafa áðurnefndir aðilar einnig brotið lögin undanfarin ár. Þegar allt þetta er komið saman, virðist Jafnréttisráð eng- an áhuga hafa á þvi að málið fari fyrir dómstóla og það skil ég vel“, sagði Jón Þorsteinsson að lokurn. Mótframboðið í Dagsbrún: Æthim að fá lögfræðing tíl að kanna lagabbðar segir Sigurður Jón Olafsson, formannsefni „ÞAÐ er greinilegt að þeir ætla að reyna með lagaklækjum að úti- loka það, að við komum með 4.735 lestir bárust á land á Vestfjörðum í desember HEILDARAFLI í Vestfirðinga- fjórðungi í desembermánuði var 4.735 lestir, en var 5.356 lestir f sama mánuði f fyrra. Var afli togaranna 2.723 lestir, en afli Ifnubátanna 2.012 lestir f 398 róðrum eða 5,1 lest að meðaltali f róðri. I fyrra var desemberafli Ifnubáta 2.282 lestir f desember. 1 yfirliti um sjósókn og afla- brögð i Vestfirðingafjórðungi fyrir des. s.l. sem skrifstofa Fiski- félags íslands á ísafirði hefur tek- ið saman kemur fram, að gæftir voru mjög góðar fyrri hluta desember. Réru línubátar frá Djúpi og nyrðri fjörðunum þá oft- ast norður á Húnaflóa og fengu þar ágætan afla, en það er mjög óvenjulegt á þessum árstfma. Afli togaranna var einnig þokkalegur á þessum tfmabili. Frá og með 20. desember hófst þorskveiðibann sjávarútvegsráðuneytisins og stóð Framhald á bls. 18 4 skip með 1830 lestir: Loðnan gengur hægar austur á boginn en menn áttu von á Ellert formadur fulltrúaráðsins ÞEGAR lægði á miðunum norður af landinu i fyrrakvöld /annst loðna vestur af Kolbeinsey og eins NNA af Horni. Þykir þetta mjög óvenjulegt, því undanfarin ár hefur loðnan verið komin miklu austar með landinu á leið sinni til hrygningar. Þegar veður batnaði í fyrrakvöld, var svo til allur loðnuflotinn noðrur af Sléttu, og sum skipanna voru komin austur fyrir Langanes. Snemma í gærmorgun varð svo vart við loðnu norður af Kolbeins- ey, og þar fékk Gullberg VE 550 lestir, ennfremur fékk Faxi GK 260 lestir á þessum slóðum og Helga Guðmundsdóttir BA 550 lestir. Stapavík SI leitaði loðnu nokkru vestar en fyrrgreind skip og fékk 470 lestir NNA af Horni. ELLERT B. Schram, al- þingismaður, var í gær- kvöldi kjörinn samhljóða formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í stað Gunnars Helgasonar, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Á aðalfundi fulltrúaráðs- ins í gærkvöldi hlutu kosningu í stjórn: Björn Þórhallsson 147 atkvæði, Gunnar Thoroddsen 147 at- kvæði, Sigurður Hafstein 140 atkvæði, Hannes Þ. Sigurðsson 123 atkvæði, framboð á móti núverandi stjórn. En við höfum alls ekki gefizt upp og munum nú fá okkur lögfræð- ing til að kanna lagalegu hliðarn- ar,“ sagði Sigurður Jón Ólafsson, iðnverkamaður, formannsefni þeirra, sem buðu fram á móti stjórn Dagsbrúnar, en eins og Mbl. hefur skýrt frá úrskurðaði kjörstjórn til stjórnarkjörs f Verkamannfélaginu Dagsbrún mótframboðið ógilt vegna ónógs fjölda meðmælenda og frambjóð- enda 1 trúnarráð. „Að ókönnuðu máli get ég ekki fallizt á að kjörstjórn sé óvilhall- ur úrskurðaraðili i málinu, “ sagði Sigurður Jón, „þar sem formaður hennar er Eðvarð Sigurðsson, en nann er einmitt formaður Dags- brúnar og auk hans sitja tveir aðrir stjórnarmenn i kjörstjórn- inni. Við höfum til dæmis enga möguleika haft til að kanna þá lista, sem þessir menn lögðu fram. Framhald á bls. 19. Reykjavíkurborg: Hækkar styrkinn við Skáksambæidið í 1 millj. BORGARAÐ hefur samþykkt að leggja til við borgarstjórn Reykjavfkur að hækka styrkinn við Skáksamband Islands úr 300 þúsund krónum f eina milljón, að þvf er borgarstjóri, Birgir tsl. Gunnarsson, staðfesti f samtali við Mbl. f gær. Birgir sagði, að auk þessa styrks til sjálfs landssambands- ins, veitti einnig borgin margvfslega aðra styrki til skáklistarinnar, svo sem til Taflfélags Reykjavfkur, Skákfélagsins Mjölnis og til Reykjavfkurmótsins sem haldið verður á næstunni. Ellert B. Schram Valgarð Briem 117 atkvæði og Kristín Magnúsdóttir 94 atkvæði. Ólöf Benedikts- dóttir hlaut 93 atkvæði og Ólafur Jensson sem var varaformaður fyrri stjórn- ar, 77 atkvæði. Björn Þór- hallsson átti ekki sæti í síð- ustu stjórn. Auk þeirra sem að framan greinir sitja 16 formenn sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík í stjórn fulltrúarráðsins. Samkvæmt upplýsingum Einars Einarssonar, forseta Skák- sambandsins, hljóðar kostnaðar- áætlun Skáksambandsins á þessu ári upp á 9,6 milljónir króna og ennfremur er áætlaður kostnaður við Reykjavikurskákmótið 8 millj- ónir en vcxtir og afborganir af nýrri húseign félagsins eru áætlaðar 3,6 milljónir kr. Stærstu kostnaðarliðirnir eru þátttaka i Ólympiuskákmótinu i Argentínu, samtals um 2,5 milljónir, en þang- að verður send bæði karla- og kvennasveit, þá kostnaður við innlend skákmót og styrkveiting- ar, alls um 2,1 milljón, reksturs- kostnaður og útgáfustarfsemi 1,7 millj., og kostnaður vegna þátt- töku islenzkra skákmanna á er- lendum vettvangi, 1,3 milljónir króna. 0 INNLENT Eins 09 fram hefur komiH i frétt- um Morgunblaðsins hefur kaup- gjald hœkkað verulega é timabil- inu fré desember 1976 til desem- ber 1977. ASÍ-taxtar hafa h»kk- a8 um 60%, BSRB-taxtar um 76,5%, og bankamannataxtar um 67,4. Svörtu sulurnar sýna þessa hækkun. Ljósa súlan sýnir hækkun ákveSinnar neyzluvöru á 12 mánaða tímabili, frá nóvem- ber 1976 til nóvember 1977. sf ró (O co co 0J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.