Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978
7
I Dönskukennsla
Gylfi Þ. Gislason ritar
• athyglisverðan leiðara um
I dönskukennslu í sunnu-
I dagsblaS AlþýSublaðsins.
. Hann segir:
I „í siðasta tölublaði
I timarjts Norrænu félag-
anna, Norden, sem gefið
I er út i Stokkhólmi, er
I athyglisverð grein eftir
danska sendikennarann
| við Háskóla íslands. Peter
I Rasmusson. um dönsku-
1 kennsluna i islenzkum
| skólum. Hann bendir
■ réttilega á. að ísland er
' eina landið, þar sem
danska er kennd i grunn-
■ skólum sem erlent tungu-
I mál, og ber kennsluna
saman við enskukennslu i
■ grunnskólum hinna
' Norðurlandanna. Dönsku-
| kennslan hefst i 4. bekk
■ og heldur áfram sem
' skyldugrein til 11. skóla-
I ársins. i átta ár fái nem-
■ endurnir þannig 3—4
I stunda kennslu i dönsku
I vikulega. Enskukennsla
I hefjist hins vegar ekki fyrr
en i 6. bekk, en haldist
sem skyldurein til 13.
skólaársins. Vegna hinnar
miklu dönskukennslu
skyldu menn halda. að
Dani á íslandi og fslend-
ingur i Danmörku ætti
ekki i neinum tungumála-
erfiðleikum. Þvi sé hins
vegar ekki að heilsa. Hins
vegar geti Dani alls staðar
á íslandi bjargazt við
ensku.
Sendikennarinn telur
þetta ekki eiga rót sina að
rekja til þess. að dönsku-
kennslunni sé áfátt. Það
sjáist m.a. á þvi. að allir
Islendingar geti t.d. lesið
dönsk vikulöð og geri það
raunar i jafnrikum mæli
og Danir sjálfir, fjölmarg-
ar kennslubækur séu á
einhverju Norðurlanda-
máli. án þess að það valdi
nokkrum vandkvæðum,
og að islenskir námsmenn
á orðurlöndum hefji nám
þar án nokkurs viðbótar-
náms i málinu. Allt er
þetta rétt og skynsamlega
mælt.
Þá bendir sendikennar-
inn á, að um 1970 hafi
verið hafizt handa um
gagngerar endurbætur á
dönskukennslunni, að is-
lenzku frumkvæði og á
grundvelli islenzkra fjár-
veitinga. Enn sé samt ekki
veruleg breyting sjáanleg.
Þetta rekur hann fyrst og
fremst til þess. að
kennslugögn séu ófull-
komin og ekki sambæri-
leg við þau gögn. sem nú
séu fáanleg til notkunar
við enskukennslu. Þa séu
mjög fullkomin vegna
þess að enska sé kennd i
grunnskólum um allan
heim, en danska hvergi
nema á íslandi. Nú fari
enskukennsla einnig fram
i sjónvarpi. Dönsku-
kennsla sé. þar hins vegar
engin."
Tengsl íslands
og Norðurlanda
„Allt valdi þetta þvi, að
meðal nemenda sé enska
i sókn á kostnað dönsku.
Enskt dagskrárefni i sjón-
varpi sé næstum þvi eins
mikið og hið islenzka. en
norrænt aðeins 10% af
sendingartimanum. I
kvikmyndahúsum séu
textar á ensku, ferðamenn
tali flestir ensku o.s.fr.
Sendikennarinn varpar
siðan fram þeirri spurn-
ingu, hvort þetta geti haft
það i för með sér, að ís-
land fjarlægist
orðurlönd smám saman.
Sendikennarinn fer lof-
samlegum orðum um við-
leitni íslenzkra stjóm-
mélamanna, embættis-
manna og skólamanna til
þess að halda uppi sem
beztri dönskukennslu og
rekur hana til skilnings á
þvi, að tengsl við Norður-
lönd séu íslendingum eðli-
leg og gagnleg og stuðli
að heilbrigðri þróun i
menningar- og efnahags-
málum. En að siðustu
varpar hann fram ýmsum
athyglisverðum spurning
um varðandi hin Norður-
löndin. Hann spyr, hvers
vegna Norðmenn og Sviar
láti sig dönskukennsluna
á íslandi engu skipta. Hún
sé þó tengiliður milli þess-
ara land og Islands Hann
spyr, hvers vegna Menn-
ingarsjóður Norðurlanda
1 taki ekkmeira tillit til
nayðsynjarinnar á islenzk-
norrænni samvinnu. Hann
spyr, hversvegna Dan-
mörk eða hin Norðurlönd-
in yfirleitt sjái ekki is-
lenzka sjónvarpinu fyrir
skilyrðum til dönsku-
kennslu með sömu kjör-
um og það geti aflað sér
aðstöðu til enskukennslu.
Hvers vegna hækka ekki
styrkir til náms á Norður-
löndum i kjölfar verðbólg-
unnar? Hvers vegna ekki
að koma einni af hug-
myndunum um norræna
samvinnu i skólamálum
niður á jörðina með þvi að
veita þeim 6—8 mennta-
skólabekkjum, sem hafa
dönsku sem kjörgrein,
kost á að sjá þá Dan-
mörku, sem þeir eru búnir
að lesa um i átta ár?
Það er lofsvert og þakk-
dvert, að danski sendi-
kennarinn við Háskólann
skuli varpa fram þessum
spumingum.
Dr. Jón E. Vestdal:
Island — Berichte
Tímarit á þýzku helgað íslenzkum málefnum eingöngu
I Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins 4. sept. sl. segir þetta
m.a.: „Enginn vafi er á því, að við
tslendingar verðum fyrir mjög
einhliða menningarlegum áhrif-
um frá hinum enska heimi. Þegar
skoðaðar eru erlendar bækur í
bókabúðum verður Ijóst, að lang-
mestur hluti þeirra er á ensku og
vafalaust mest keyptar á því
tungumáli. Sömu sögu er að segja
um tímarit og blöð ... Islenzkir
fjölmiðlar eru i sterkustum
fréttatengslum við fréttastofnan-
ir og blöð i hinum engilsaxneska
heimi ... Kannski eru þó áhrif
sjónvarpsins mest umhugsunar-
efni í þessum efnum ... Sama er
að segja um kvikmyndir ... Með
þessu er ekki sagt, að þau
menningarlegu áhrif, sem við
verðum fyrir frá hinum engil-
saxneska heimi, séu endilega
slæm. Þvert á móti. Margt jákvætt
hefur borizt til okkar frá Bret-
landi og Bandaríkjunum, svo að
tvö helztu ríki hins enska heims
séu nefnd. En hafa menn hugleitt
það, hvað hinn þýzki menningar-
heimur er okkur raunverulega
lokaður, að ekki sé talað um
frönskumælandi lönd? Þýzkaland
er að verða öflugasta ríki í
Oswald Dreyer-Eimbcke
Evrópu, og milli Islands og Þýzka-
lands hafa alltaf verið sérstök til-
finningaleg tengsl, sem sjálfsagt
er erfitt að útskýra ... En þrátt
fyrir það eru tengsl okkar við
Þýzkaland afar takmörkuð. I raun
og veru má segja, að hinn þýzki
menningarheimur sé íslenzkum
almenningi lokuð bók“.
I framhaldi af þessu ræðir bréf-
ritari um það, hve óheppilegt það
sé, að menningaráhrifin séu „ein-
skorðuð við einn tiltekinn
menningarheim", hollara sé
áreiðanlega „að opna land okkar
fyrir menningarstraumum úr
mörgum áttum".
Þetta er hverju orði sannara.
Sú afdráttarlausa einstefna í
þessu efni á vonandi ekki eftir að
hefna Sin. Hér þyrfti úr að bæta,
og ætti slíkt að vera vel fært án
sérlegra vandræða.
Ég þykist hafa af því langa
reynslu, að í Þýzkalandi er ein-
kennilega míkill áhugi fyrir
hendi á landi okkar og menningu.
Þessi áhugi er engan veginn nýr
af nálinni. Ég kynntist honum
fyrst fyrir hálfri öld, og þá var
hann rótgróinn og undarlega
almennur. Má í því sambandi
nefna hina miklu útgáfu Islend-
ingasagna i þýzkri þýðingu, sem
kennd er við Thule og kom fyrst
út í Jena í um 30 bindum. Hin
fyrstu komu út fyrir fyrri heims-
styrjöldina. Um svipað leyti hófst
útgáfa þýzks timarits, sem helgað
var islenzkum málefnum. Utgáfu
þess var haldið áfram fram undir
siðari heimsstyrjöld. Og áhuginn
á tslandi hefur engan veginn
dofnað. Má sjá það á ýmsu, t.d.
þvi, hve mikill fjöldi Þjóðverja
ferðast hingað. Margt er það, sem
því veldur. A siðustu áratugum
ber þó mest á áhrifum frá ritum
Jóns Sveinssonar — Nonna —,
sem út komu milli heimsstyrjald-
anna, sum hver i mörgum útgáf-
um og stóru upplagi. Fjöldi
manna tók þá ástfóstri við
höfundinn og heimabyggð hans.
Lestur Nonnabókanna var oft
upphafið að nánari kynnum lands
og þjóðar.
Eitt er það, sem sýnir hug Þjóð-
verja til tslendinga öðru fremur
nú á timum, er rit um íslenzk
málefni, sem út er gefið í Ham-
þorg og nefnist Island-Berichte.
Hefur það nú komið út samfellt i
18 ár. Fyrirrennari þess var gef-
inn út i Köln (Island —
Nachrichten) og var þrem árum
fyrr á ferðinni. Komu bæði blöðin
Framhald á bls. 20
Dr. Gerald P. R. Martin
j I Kór l4ofoíncl#irl#Su
B H naxeigsKirKju óskar eftir áhugasömu
söngfólki (söngkennsla).
Uppl. hjá organleikara
^y§||ff |M kirkjunnar Martin H.
| i^i . á Friðrikssyni (eftir messu) og í síma 17137 og 3241 2.
Heilsulindin Hverfisgötu 50
auglýsir
Vitið þið að Heilsulindin, Hverfisgötu 50, er
nudd og snyrtistofa. Bjóðum nuddkúra á af-
sláttarverði til mánaðarmóta — stinnir og
grennir. Matarkúrar, vigtun og fleira.
Heilsulindin Hverfisgötu 50,
sími 18866.
SÉRVERSLUN
MEÐ
SVÍNAKJÖT
s
*l
Heildsala — Smásala
SÍLD & FISKUR
Bergstaóastræti 37 sími 24447
Trésmíðavél fyrir fagmanninn
Hagur h.f.
Smiðjuvegi 30,
Kópavogi.
Simi 7 61 00.