Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978 JMtogtntMiiftUr Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjórí Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10100. ASalstræti 6. sími 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 90.00 kr. eintakið. Á1 og rafmagn Enn hefur verið fullyrt, að mismunur á söluverði raforku til heimilisnota annars vegar og stóriðju hins vegar hljóti að jafngilda niðurgreiðslum til stóriðjunnar. Með því er í rauninni sagt, að það kosti rafveiturnar ekki neitt að dreifa raforkunni sem þær kaupa, áfram til notenda Ljótt væri, ef satt væri, því rafveiturnar selja orkuna sem þær kaupa á fjórföldu til fimmföldu innkaupsverði til heimilisnota. Sannleikurinn er að sjálfsögðu sá, að tilkostnaðurinn við að hafa til reiðu rafmagn til heimilisnota er margfaldur á við tilkostnað við raforku til stóriðju. Það er að vísu að vega í sama knérunn að endurtaka enn einu sinni staðreyndir um þessi efni, en þó má segja, að góð vísa verði aldrei of oft kveðin. Það er því ekki fjarri að rifja það enn einu sinni upp, að frá Landsvirkjun hefur komið óhrakin greinargerð, þar sem sést svart á hvítu, að þegar raforkusamningum við ISAL lýkur, en hann var til 25 ára, þá hafa greiðslurnar fyrir raforkuna borgað alla vexti og afborganir af öllum lánum, sem tekin hafa verið vegna Búrfellsvirkjunar, aðalspennistöðvarinnar við Geitháls og gasaflsstöðvarinnar við Straumsvík, ásamt báðum háspenni- línunum frá Búrfelli og Þórisvatnsmiðlun, svo og öllum öðrum kostnaði við rekstur þessara mannvirkja. Þetta þýðir, að ÍSAL greiðir á samningstimabilinu um raforkuna allan kostnað Búrfells- virkjunar ásamt mörgu fleiru, með raforkusamningnum einum, en ÍSAL notar nú um þriðjung af uppsettu afli. Þannig verður Búrfellsvirkjun skuldlaus eign Islendinga 1993—'94,en I ofan- greindum áætlunum er langstærsti liðurinn vextir og afborganir lána, sem breytast ekki i samræmi við verðbólguna eins og flest annað. Tekjur frá ÍSAL vaxa því þegar annað verðlag hækkar vegna verðbólgu. Og þegar þessi mikla orkuvirkjun hefur verið greidd að fullu heldur hún áfram að mala gull fyrir íslendinga. Hér hafa ekki verið tíunduð mannvirki eins og höfnin í Straumsvík, sem álverið greiddi algjörlega, né vinnulaun, fram- leiðslugjald, né nokkur önnur stórviðskipti við önnur íslenzk fyrirtæki eins og skipafélög, járnsmiðjur og fleira. Sinfórauhljómsveitm Ummæli píanósnillingsins Ashkenazy um Sinfóniuhljómsveit íslands, sem birtust hér i blaðinu fyrir skemmstu, hafa vakið mikla athygli. Þar segir Ashkenazy, að ekki náist verulegur árangur, nema hljómlistarfólkið geti helgað sig starfi sínu algjör- lega en þurfi ekki að inna önnur störf af hendi jafnhliða hljómsveitarleik eðadveljastvið nám. Menn verði að vera vakandi og sofandi í tónlistinni og til þess nægi ekki hljómsveitaræfingar einar heldur verði tónlistarmennirnir einnig að æfa sig heima. Hann segir ennfremur að beztu hljómsveitarmennirnir geti náð mun betri árangri en þeir gera nú, ef þeir helguðu sig tónlistinni einni saman og hljómsveitinni væri skapaður sá grundvpllur sem er forsenda slíks árangurs. Þá hefur Ashkenazy lýst yfir því í fyrrnefndu blaðasamtali, að hljómsveitin verði að hafa fastan, ákveðinn og einbeittan aðalstjórnanda, sem æfi hana dag frá degi, eða með hans eigin orðum: „Það sem hljómsveitin hefur fyrst og fremst þörf fyrir er ákveðinn og einbeittur aðalstjórnandi, sem æfir hana frá degi til dags. Ef slíkur maður fæst er ég handviss um, að hún tæki miklum framförum og hér er í raun og veru um að ræða úrslitaspurningu." I stuttri grein sem Gunnar Egilson tónlistarmaður hefur skrifað hér í Morgunblaðíð í tilefni af blaðasamtalinu við Ashkenazy og ummælum hans segir Gunnar, að það gefi auga leið „að hverri hljómsveit er nauðsyn á því að hafa sterkan þjálfara, en slíkur maður má sín lítils, ef fólki er fyrirmunað að mæta þeim kröfum, sem hann vill og verður að gera til þess að ná fram því, sem efniviðurinn hefur upp á að bjóða." Gunnar Egilson segir jafnframt, að þeir Sinfóníuhljómsveitar- menn hafi margoft bent á það, sem Ashkenazy nú lét í Ijós og hann bætir við: „Nú er tækifærið fyrir ráðamenn að gera bót á málefnum Sinfóníuhljómsveitarinnar, þar sem fram er komið frumvarp til laga um hljómsveitina. Það ereinlæg von mín, að orð Ashkenazys opni augu þeirra fyrir því, að við svo búið er ekki hægt að una lengur. Ef hér á að vera starfrækt Sinfóníuhljcm- sveit, þá verður að búa svo að henni, að hún geti risið undir nafni." Morgunblaðið tekur heilshugar undir þessi orð. Tónlist er ekki minnsti þáttur mannræktar í hverju siðuðu þjóðfélagi og sinfóníu- laust land er eins og mannlíf á steinaldarstigi „Áberandi hversu almennur Ijóða- áhugi er meðal íslendinga" „OKKUR þykir það áberandi hve almenningur á tslandi virð- ist hneigður til að lesa Ijóð. Um Breta er ekki sömu sögu að segja. Þar lesa efnaminni stétt- ir alls ekki Ijóð eftir að skyldu- námi f skólum lýkur, það er beinlfnis fjarstæðukennt að verkamannafjölskylda f Bret- landi legði sig eftir að lesa Ijóð. Við reynum með öllum ráðum að ná til þessa fólks engu að sfður umfram það að komast inn f einhverjar listamanna- klfkur.“ Þetta sögðu brezku ljóðskáld- in Peter Mortimer og Keith Armstrong frá Newcastle sem munu lesa upp ljóð sín á Kjar- valsstöðum í kvöld, miðviku- dagskvöld kl. 20.30. Einnig munu þeir flytja ljóð sín í a.m.k. Menntaskólanum i Reykjavik á föstudaginn og létu í ljós áhuga á að koma víðar fram f skólum væri áhugi fyrir hendi. A biaðamannafundi sem boð- að var til vegna komu þeirra sagðist Keith Armstrong að hann myndi lesa pólitísk ljóð og nokkur Ijóð sem hann hefði gert eftir íslandsveru sína síð- ast. Mortimer kvaðst ekki telja sig pólitískt skáld og væru þvi ljóð hans almennara eðlis, sum ættu reyndar að vera fyndin, og báðir sögðust þeir hafa svo mikla trú á enskukunnáttu Is- lendinga — af fenginni reynslu — að þeir væntu þess að ljóðin og blæbrigði í þeim kæmust mætavel til skila. Þeir Armstrong og Mortimer komu hér fyrir um það bil tveimur árum og lásu þá einnig upp á Kjarvalsstöðum og ann- ars staðar. Svonefndir Þorska- strfðssöngvar þeirra vöktu at- hygli, en í þeim fóru þeir hrak- smánarorðum um yfirgang landa sinna. Þeir hafa gefið út allmargar ljóðabækur og rit- stýra bókmenntatímaritum. Mortimer vinnur að því að gera eina lengstu skáldsögu sem skrifuð hefur verið. Hún á að heita „The Entire Life of Ja- mes Jerame Jr“ og koma við sögu 400 persónur og verður hún fjögur hundruð þúsund orð að lengd. Mortimer sagði að sögupersónan væri nú 23 ára, en Jerame verður sjötugur svo að enn er mikið óskrifað af bók- inni sem hann sagðist hafa unn- ið við i nokkur ár. Jerame fæst við hitt og annað, spilaði á píanó með fótunum sex ára og lærði að fljúga tíu ára, svo að honum er ýmislegt til lista lagt. Þá eru þeir áhugamenn um fleiri listgreinar og skrifar Mortimer um kvikmyndir og Armstrong hefur m.a. ritað leikrit og unnið fyrir útvarp o.fl. Þeir félagar sögðu á fundin- um næsta ótrúlegt hversu brezkur almenningur væri fá- fróður um Island. „Hvenær hefst leiðangurinn?" voru þeir spurðir þegar þeir sögðust vera að fara til Islands. Þeir sögðu að út af fyrir sig væri það rann- sóknarefni hvernig hér væri haldið uppi svo fjölbreyttu mannlifi, þar sem í sjálfu sér það eitt að lifa af við slikar aðstæður væri stórbrotið. Þeir Mortimer og Armstrong sögðu að það væri ljómandi vel þegið ef einhverjir gítareigend- ur tækju hljóðfæri sitt með sér á upplesturinn i kvöld, þar sem gítartónlist færi svo undur vel við ljóðalestur. Brezku Ijóðskáldin Armstrong og Mortimer aftur á íslandi og lesa upp á Kjarvalsstöðum í kvöld Armstrong og Mortimer. (Ljósm Mbl : ÓI.K. Mag.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.