Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978 17 „ÉG HEF lagt útdrátt úr þessum tillögum um endurnýjun Skipaútgerð- ar ríkisins fyrir ríkis- stjórnina, en niðurstaða er ekki fengin í málinu. En í augnablikinu bíð ég nú spenntastur eftir reynslunni af nýja leiða- kerfinu, sem skipaút- gerðin byrjar með í dag. Verði reynslan góð, hvet- ur hún eindregið til þess að mál skipaútgerðarinn- ar verði tekin til sér- stakrar athugunar og þá verður spurningin bara, hvort ríkið ætlar að halda þessari þjónustu áfram, sem þá verði gerð fjár- hagslega hagkvæm og þjónustulega sem bezt, eða ekki,“ sagði Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, er Mbl. ræddi við hann í gær um Skipaútgerð ríkisins: Þannig eru þau út- búin norsku skipin, sem f tillögum um endurnýjun skipaút- gerðarinnar, er lagt til að verði fyrir- mynd að þremur nýj- um skipum f stað Esju og Heklu. ur svo flóabáturinn Baldur inn í, en enn sem komið er hefur ekkert komið út úr viðræðum varðandi það að flóa- báturinn Drangur taki að sér siglingar á hafnir á norðaustanverðu land- inu, en einnig er reiknað með að skipaútgerðin semji við bílaeigendur um vöruflutninga á milli staðina". Samgönguráðherra sagði, að reiknað væri með, að tækist þessi ný- breytni fullkomlega ætti hún að auka vöruflutn- inga skipaútgerðarinnar um 65%. „Sanni reynsl- Reynist nýja leiðakerfið vel, verða menn að ákveða framtíð skipaútgerðarinnar — segir samgöngumálaráðherra þær tillögur til endurnýj- unar skipa og tækja- búnaðar Skipaútgerðar ríkisins, sem Guðmundur Einarsson, forstjóri skipaútgerðarinnar, skýrði frá í samtali, sem birtist í Mbl. á laugardag. „Þetta nýja leiðakerfi, sem byrjar í dag, kemur Vestfirðingum og Aust- firðingum mjög til góða“, sagði ráðherrann, því nú verður önnur hver ferð skipanna hringferð, en í hinum fer annað skipið frá Reykjavík vestur um til Akureyrar og snýr þar við og hitt fer frá Reykja- vík og austur um til Seyðisf jarðar og snýr þar við. Á Vestfjörðum kem- an það, verða menn að gera upp hug sinn til skipaútgerðarinnar og þeirra tillagna, sem fyrir liggja um endurnýjun hennar,“ sagði ráðherr- ann að lokum. *SS& THE OBSERVER *SS& THE OBSERVER THE OBSERVER *SS& THE OBSERVER *Sfe THE OBSERVER *SSá& Pinochet í vanda þrátt fyrir sigur Pólitískir fangar látnir lausir í Chile Augusto Pinochet forseti heldur því óspart fram að hann hafi unnið frækilegan sigur i þjóðaratkvæðinu i Chile á dögunum þegar rúmlega 80 af hundraði kjósenda svöruðu þvi játandi að hann hefði staðið vörð um þjóðarheiður Chilebúa með þvi að vísa á bug gagnrýni Sameinuðu þjóðanna á brot stjórnarinnar gegn mannréttindum i landinu. Eins og Pinochet sagði fagnandi stuðningsmönnum ætlar hann að snúa vörn upp i sókn á sviði utan- rikismála og.á því leikur enginn vafi að hann mun óspart hampa úrslitum þjóðaratkvæðisins og túlka þau sem stuðningsyfirlýsingu meginþorra íbúa landsins við stjórnina og stefnu hennar. Hann hlýtur að vona að með þvi að hamra nógu oft á þvi að hann njótí stuðnings 80 af hundraði þjóðarinnar muni gleymast við hvaða skilyrði kosningarnar fóru fram. að engín kjörskrá var til stað- ar, að stjórnarandstaðan hafi raun- verulega enga möguleika á þvi að skipuleggja kosningabaráttu sina. að þeir sem reyndu að mótmæla hinum opinbera áróðri sættu lög- regluofbeldi, að undirforingjum og öðrum yfirmönnum í heraflanum var bannað að kjósa, að atkvæðatalning- in var ekki i höndum hlutlausra aðila og að kaþólska kirkjan lét opinber- lega i Ijós vantrú á þjóðaratkvæðinu — öllu þessu og fleiru sem mætti tina til vill Pinochet að menn gleymi, en úrslitin sjálf falli ekki i gleymsku. En þótt Pinochet hershöfðingja sé mikill akkur i úrslitunum valda þau honum lika pólitiskum erfiðleikum. Helztu pólitisku áhrifin, sem fylgdu i kjölfar þeirrar yfirlýsingar Pinochet fyrir jólin að efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðsla voru þau að i Ijós kom klofningur i herforingjastjórn- inni sem er skipuð fjórum mönnum. Tveir samráðherra Pinochets, José Toribio Marino flotaforingi, yfirmaður sjóhersins, og Gustavo Leigh hershöfðingi, yfirmaður flug- hersins, fóru ekki dult með öánægju sina með þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það hlýtur að hafa vakið gremju þeirra að Pinochet orðaði spurning- una, sem var lögð fyrir kjósendur, þannig að þeir vpru i raun og veru að kjósa um Pinochet en ekki herfor- ingjastjórnina. Herforingjastjórnin fer í orði kveðnu með æðstu völd í Chile og Pinochet er aðeins æðstur meðal jafningja En á kjörseðlunum var sérstaklega minnzt á Pinochet og þannig snupraði hann i raun og veru samstarfsmenn sina i herforingja- stjórninni. Leigh hershöfðingi lét i Ijós gremju sina með þvi að birtast ekki við hlið Pinochets i stjórnarráðinu i Santiago þegar úrslitin voru kunn- gerð. Hann sagði fréttamönnum að úrslitin mundu valda pólitiskum breytingum i Chile og ekki var alveg Ijóst við hvað hann átti. Leigh hefur orð fyrir að vera metnaðargjarn her- maður og honum hefur verið það mikil kappsmál að varðveita völd sin i herforingjastjórninni. Merino flotaforingi hefur einnig látið i Ijós efasemdir um þjóðarat- kvæðagreiðsluna, en hann hefur ekki gengið heill til skógar og er ekki eins skapmikill og Leigh. Þrátt fyrir eftir HUGH O’SHAUGHNESSY efasemdir sinar birtist hann við hlið Pinochets á sigurhátiðinni. Hins vegar virðist forsetinn geta treyst á fullan stuðning César Mendoza hershöfðingja, fjórða mannsins i herforingjastjórninni sem er yfirmaður herlögreglunnar, Carabineros. Mendoza hefur lengi verið talinn treggáfaðastur fjórmenninganna i herforingjastjórninni og nú virðist hann vera kominn i lykilaðstöðu. Sérfræðingar i stjórnmálum Chile eru ekki seinir að benda á að helm- ingi fleiri menn eru i hernum og herlögreglunni en i sjóhernum og flughernum. Ef til uppgjörs kynni að koma milli hinna ýmsu greina her- aflans er Ijóst að Pinochet og Mendoza mundu bera sigurorð af Leigh og Merino. Pinochet hefur annað sterkt spil á hendi Hann getur hvatt til þjóðar- einingar vegna gifurlega mikils þrýstings frá Argentinumönnum, sem draga i efa yfirráðarétt Chile- manna yfir þremur litlum eyjum skammt frá Hornhöfða. Brezka stjórnin komst að þeirri niðurstöðu i fyrra í samræmi við einróma álit lögfræðinga frá ýmsum löndum að Chile ætti þessar eyjar sem heita Picton, Nueva og Lennox. Úrskurðurinn hefur komið Argen- tinumönnum úr jafnvægi og þeir hafa beitt diplómatiskum ráðum og teflt fram herliði til að fá Chilemenn til að láta undan i þessu flókna deilumáli. Fari svo að Merino og Leigh valdi Pinochet hers öfðingja meiri erfiðleikum en þeir gera nú þegar gæti hann hæglega túlkað afstöðu þeirra þannig að þeir væru óbeinlinis að hjálpa Argentinumönn- um og það mundi falla i góðan jarðveg hjá Chilemönnum sem eru miklir þjóðernissinnar. Það er vissulega áfall fyrir Pino- chet að klofningurinn i herforingja- stjórninni hefur opinberlega komið i Ijós, en segja mætti með eins mikl- um sanni að hershöfðinginn hafi rækilega sýnt að hann er gæddur svo mikilli kænsku að erfitt muni reynast að koma honum á kné.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.