Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 32
AUÍíLVSINGASÍMINN ER: 22480 &l*r$\mhlabiíb ílVsinuasíminn er: 22480 jnorgmblabib MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1978 Vestfirðir; Meðalafli togararaia 3300 lestir á s.l. ári HEILDARAFLI Vest- I fjardatogaranna varð á s.l. | Hort kemur í stað Inga INGI R. Jóhannsson hefur rit- að Skáksambandi Islands bréf og tilkynnt að hann geti ekki tekið þátt í Reykjavíkurskák- mótinu vegna anna f starfi. Stjórn Skáksambandsins hef- ur ákveðið að tékkneski stór- meistarinn Vlastimil Hort keppi f stað Inga, en Hort hafði samband við Skáksam- bandið sfmleiðis um helgina og óskaði eftir þvf að fá að vera með f mótinu ef þess væri nokkur kostur. Hort er Isiend- ingum að góðu kunnur frá ein- vfgi hans og Spasskys hér á landi f fyrra. Reykjavíkurskákmótið verð- ur sem kunnugt er haldið á Hótel Loftleiðum f febrúar- mánuði n.k. og verður það sterkasta mót, sem haldið hef- ur verið hérlendis. Þátttakend- ur verða 14 að tölu, 10 stór- I ári alls 33.979 lestir, en 10 | togarar voru þá gerðir út frá Vestfjörðum og skipt- ist aflinn þannig á milli skipa: Guðbjörg ÍS var með 4.642 lest- ir í 41 sjóferð, Gyllir frá Flateyri var með 4.294 lestir úr 44 sjóferð- um, Júlíus Geirmundsson, Isa- firði, með 4.093 lestir úr 43 sjó- ferðum, Bessi, Súðavík, með 3.830 lestir úr 42 sjóferðum, Guðbjart- ur, Isafirði með 3.673 lestir úr 36 sjóferðum, Páll Pálsson, Hnífsdal, með 3.554 lestir úr 40 sjóferðum, Dagrún, Bolungarvík, með 3.507 lestir úr 39 sjóferðum, Framnes 1, Þingeyri, með 3.141 lestir úr 36 sjóferðum, Elín Þorbjarnardóttir, Suðureyri, með 2.188 lestir úr 22 sjóferðum og Trausti, Patreks- firði, með 1.057 lestir úr 22 sjó- ferðum. Meðalafli hvers togara frá Vest- fjörðum er því rösklega 3300 lest- ir á árinu. Bandaríkin: Velta íslenzku fiskiðnaðar- fyrirtækjanna yfir fimmtíu milljarðar króna á liðnu ári Coldwater seldi fyrir 37,2 milljarða Iceland Products fyrir 13,7 milljarða meistarar, Friðrik Ölafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Polugaevsky, Larsen, Hort, Kuzmin, Browne, Miles, Smej- kal og Lombardy, einn alþjóða- meistari, Ögaard, og þrír titil- lausir, Jón L. Arnason, Helgi Ólafsson og Margeir Péturs- son. Meðalskákstyrkleikinn er 2522 Elo-skákstig og er þetta mót í styrkleikaflokknum 11 og eitt sterkasta mót, sem hald- ið verður á þessu ári. Munar aðeins þremur stigum að mótið teljist af styrkleikagráðu 12. REKSTUR fiskiðnaðarfyrirtækja Islendinga f Bandarfkjunum, Coldwater Seafood og Iceland Products, gekk vel á s.l. ári. Fisk- sölur Coldwaters námu tæplega 175 milfj. dollara á árinu og hafði veltan aukizt um 20% frá árinu á undan. Iceland Products seldi fyrir tæplega 61.6 millj. dollara og þar var veltuaukningin 27%. Heifdarvelta þessara tveggja fyr- irtækja var þvf um 51 milljarður fsl. króna á s.l. ári. Guðmundur H. Garðarsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna tjáði Morgunblaðinu f gær, að heildarsala Coldwater Seafooð Corporation hefði numið 174.680.800 millj. dollara á árinu 1977, og í íslenzkum krónum væri heildarfisksala fyrirtækisins mið- að við kaupgengi 31. desember 1977 37.2 milljarðar kr. Árið 1976 seldi Coldwater hins vegar fyrir 145.5 millj. dollara og er sölu- aukningin hjá fyrirtækinu milli ára um 20%. Guðmundur sagði að helztu vöruflokkar Coldwater væru fryst fiskflök, síðan kæmu verksmiðju- framleiddar vörur, þ.e. fiskvörur framleiddar í verksmiðju Cold- Waters í Cambridge i Maryland, svo sem alls konar fiskskammtar, innbakaður fiskur, o.fl., síðan fiskblokkir, humar og rækja. Ný fiskrétta- verksmiðja í Everett Þegar Mogunblaðið spurði Guðmund H. Garðarsson hvernig gengi með framkvæmdir við hina nýju fiskréttaverksmiðju Cold- waters í Everett skammt frá Bost- on í Massachussetts, sagði hann Framhald á bls. 18 Um 70 um- sóknir í 9 stöður flugmanna NÝLEGA auglýstu Flugleiðir h.f. eftir flugmönnum til starfa á veg- um félagsins og rann umsóknar- frestur út um helgina. Margar umsóknir bárust um þær 7—9 stöður flugmanna sem fyrirhugað er að ráða menn f. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða voru umsóknirnar alls um 70, en ekki er vitað hvernig þær skiptast milli félaganna. Hjá Loftleiðum er ráðgert að fá 5—7 menn til starfa á DC-8 þotum fé- lagsins, en hjá Flugfélagi Islands er um að ræða 2 stöður flug- manna á Fokker Friendship flug- vélum. Eru því alls um 70 um- sóknir um 7—9 stöður flugmanna há félögunum, sem fyrirhugað er að ráða í. I næstu viku verður hafist handa um að fjalla um þær umsóknir er borizt hafa. Spennan dottin úr byggingariðnaðinum „ÞAÐ er öll spenna dottin burtu úr byggingariðnaðinum og ég óttast svolítið útlitið, ekki í vetur, ef tfð helzt skapleg, heldur f sumar og áfram úr þvf, “ sagði Gunnar Björnsson, formaður Meistarasambands byggingamanna, í samtali við Mbl. í gær- kvöldi. „Það er fyrirsjáanlegt að lítið verður um lóðaúthlutanir f Reykjavík og nágrenni á næstunni og jafnvel þó gert yrði átak f þeim efnum f byrjun næsta árs þá yrðu þær lóðir ekki byggingar- hæfar fyrr en f allra fyrsta lagi á miðju ári 1979“. Gunnar sagði, að undanfarin ár hefði jafnan verið mikil spenna i byggíngariðnaðínum fram í desember og hefði svo verið síðastliðið ár. „En siðan hefur dregió úr spennunni og ég held, að það hafi gerzt örar nú en oft áóur“, sagðí Gunnar. „Það mátti segja að framundir mánaðamótin nóvember- desember væri ekki of gott að fá menn i byggingarvinnu, en nú eru engin vandræði með það. En þótt ásóknin í sum byggingastörf sé nú mun meiri en þörfin fyrir vinnuafl, þá seg- ir það ekki alla söguna, þvi tals- vert mun vera um það, að menn, sem eru i vinnu, vilji skipta yfir og tryggja sér vinnu til öruggara tímabils, en þeir ef til vill hafa sem stendur. En eins og ég sagði áðan, þá óttast ég ekki svo mjög ástandið í vet- ur. Það fer að vísu svolítið eftir því hvað mönnum treinist það, sem þeir hafa, en úr því það er búið, þá óttast ég verulegan samdrátt. Eftir því sem ég bezt veit verður óvenju lítið um lóðaúthlutanir hjá Reykjavík- urborg og nágrannasveitar- félögunum á þessu ári, til dæm- is 247 lóðir í Reykjavík á móti þetta 6—700 undanfarin ár og Framhald á bls. 18 Lóðaúthlutun á höfuðborgar- svæðinu miklu minni en und- anfarin ár og veltur þvf mikið á því, hvaða framkvæmdir verða á iðnaðarsvæðinu við Vestur- landsveg að sögn Gunnars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.