Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 29
4 MORGUNBLAÐJÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978 29 JU V - ~ A! VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI nt/ n LATryfVX * !7 fZJ * // |f hægt að fá skorið úr um hver daggjöld verða á Hrafnistuheimil- inu nýja í Hafnarfirði hvorki þeirra sem þar búa né hinna sem á dagheimilinu eiga að dvelja. Þvf vil ég leggja þá spurningu fyrir viðkomandi aðila: Hvað á dag- gjaldið að vera á dagheimilinu hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, og hver mun greiða það? Hvert er daggjaldið í Hafnarbúðum? Sjómaður." An efa vilja viðkomandi yfir- völd tjá sig eitthvað um þetta mál aldraðra, sem vissulega má ræða meira um og er sjálfsagt að verða við óskum um frekari umræður ef þess verður óskað. Þessir hringdu % Nauðsynleg breyting Húsbyggjandi: — Oftlega hef ég séð að þeir sem standa i húsabyggingum hafa rætt við eða ritað Velvak- anda sitthvað um sín málefni og ætla ég að gerast einn slikur. Til umræðu hefur verið að lán húsnæðismálastjórnar til ibúða hafa verið nokkuð Iengi í af- greiðslu, og það mun sérstaklega eiga við um svonefnd einingahús. Þau eru byggð á tiltölulega stutt- um tíma, þannig að komið hefur fyrir að lánin eru að koma eftir að húsið er fullbyggt. Hefur þvi ver- ið farið fram á að þessum lána- reglum yrði breytt, þ.e. að flýtt verði afgreiðslu lána til byggj- enda er kaupa einingahús. Frétzt hefur að senn hilli undir að þessi breyting komist á og þurfa fram- leiðendur einingahúsanna að samþykkja einhver skilyrði til að þetta megi fram ganga. Þótt ekki sé endanlega búið að ganga frá þessu vil ég samt lýsa ánægju minni með hana og um leið þakka húsnæðismálastjórn fyrir hennar hlut að þessu máli. Sú stofnun hefur að því er mér finnst verið öll af vilja gerð til að gera sitt til að breyta þessu og lagfæra hús- byggjendum í hag og bera að þakka fyrir það. Um leið vil ég minnast á annan hlut, en það er um söluskatt af þessum einingahúsum. Þegar húsin eru framleidd á verkstæði verður að greiða söluskatt af vinnunni. Ekki þarf hinsvegar að SKAK Umsjón: Margeir Pétursson A alþjóðlegu skákmóti í Osló í Noregi fyrr í þessum mánuði kom þessi staða upp í skák þeirra Lundins, Svíþjóð, sem hafði hvitt og átti leik, og Whiteleys, Eng- landi: greiða söluskatt af húsum, sem eru reist á „sínum stað“, þ.e. á grunni sínum, hvernig sem á þvi stendur. Kemur þetta að sjálf- sögðu illa við þá sem hyggjast reisa sér ódýrari hús, sem einingahúsin eru sögð vera, en þau munu vera ódýrari aðallega vegna þess hve stuttan tíma tekur að koma þeim upp, eða það hefur mér skilist a.m.k. Þetta er hið næsta mál, er þyrfti að athuga i sambandi við framleiðslu eininga- húsanna, og er það áreiðanlega ekki minna mál en hitt með lán- veitingar húsnæðismálastjórnar. HÖGNI HREKKVISI 4 u m Fjandakornið, þeir hafa tafizt! — Innhverf íhugun... Framhald af bls. 13 leiðarans. Segulsviðið hringast umhverfis ofurleiðarann en hefur engin áhrif innan hans (sjá mynd). 1% áhrifin Annar lærdómur fenginn frá raunvísindunum er sá að nóg er að lftill hluti heildar vaxi í sam- ræmi til að áhrifanna gæti á alla heildina. Ég minntist á að áhrifa samræmis færi að gæta í þjóðfé- lagi þegar um 1% íbúanna iðkuðu taéknina Innhverf íhugun. Það virðist nægja að lítill Hluti ibú- anna aukist í samræmingu og skipulagi til að áhrifanna gæti á heildina. Mörg svipuð fyrirbæri eru þekkt innan eðlis-, efna- og líffræðinnar. Sem dæmi um hliðstæðu úr náttúruvisindunum má nefna að reglulegur hjartslátt- ur er undir því kominn að allar frumur hjartans starfi i full- komnu samræmi. Þetta heildar samræmi næst ef um eitt prósent hjartafrumanna, gangstýrifrum- urnar, starfa skipulega og í sam- ræmi. Mjög nákvæmlega er fylgst með þróun mála i hinum ýmsu borgun þar sem 1% markinu er náð og hafa nokkrar skýrslur félagsfræð- inga þegar birst. Til dæmis má nefna að borgun í Bandaríkjun- um sem hafa íbúafjölda yfir 250 þús. var skipt í tvo hópa og voru annars vegar borgir þar sem til- tölulega margir iðkuðu tæknina Innhverf íhugun (að meðaltali 0,7%) en hins vegar borgir þar sem fáir iðkuðu (að meðaltali 0,3%). I borgunum þar sem tala iðkenda var lítil jókst tala glæpa um 4,4% (1976), en í þeim borg- um þar sem ihugendur voru fleiri fækkaði glæpum um 1,8%. Samfélög eru auðvitað marg- slungin og því erfitt að stjórna öllum breytum í rannsóknum sem þessum en þó má segja að með þessari og svipuðum rannsóknum, sem hafa sýnt fram á jafnvel meiri mun á glæpatíðninni i borg- inni með hátt hlutfall íhugenda og borgun með lágt hlutfall, sé þegar komin fram sterk fylgni milli minnkunar glæpa og fjölda iðkenda Innhverfrar íhugunar. Þess má geta að margar þjóðir nálgast 1% markið. Til dæmis iðkar nú 0,8% israelsþjóðar Inn- hverfa íhugun, í Kanada er talan um 0,6%, i Noregi 0,7% og i Bandaríkjunum 0,5%. Önnur ríki eru skemmra á veg komin, t.d. eru aðeins um 200 iðkendur í Póll- andi, en þar eykst iðkendafjöld- inn hratt, sérstaklega eftir ný- farna fyrirlestraferð Dr. Dayers gistiprófessörs við MERU þangað. Hér á landi iðka um 1300 manns Innhverfa íhugun, eða um 0,6% þjóðarinnar og má gera ráð fyrir að eitt prósent markinu verði náð við lok ársins. Það eru þvi sterkar vísindalegar líkur og rök fyrir því. að á árinu sem er nú nýbyrjað vaxi einstaklingar þjóðarinnar í ósigranleika gagnvart slysum, veikindum, glæpum og öðru óláni. Þjóðin verður heilsteypt, skipu- leg og samstillt í innri byggingu sinni og þar með ósigranleg út á við. Hún eignast ekki óvini. Varðveisla menningararfleifðar Til að viðhalda heimsfriði er nauðsynlegt að menning hverrar þjóðar standi traustum fótum. Með menningu á ég ekki aðeins við listir, heldur og sérkenni tungunnar, verkmenningu, sér- kenni á sviði trúarbragða og önn- ur sérkenni þjóðlífsins. Menning hvers lands mótast af aðstæðum i landinu. Hún hefur staðist tímans tönn og er því lífinu til framdrátt- ar i viðkomandi landi, en á ekki endilega heima annars staðar. Vegna hinna öru samgangna og mikilla samskipta þjóða á milli í dag eiga menningarsérkennin í vök að verjast. Þörf er á aðferð sem styrkir sérkenni hvers menn- ingarsvæðis og styrkir jafriframt samheldni þjóðanna. Þegar niðurstöður rannsókna á áhrifum tækninnar Innhverf íhugun eru skoðaðar sést að fimm eiginleikar vaxa með einstakling- unum. Þetta eru eiginleikar fram- fara og menningarsjálfstæðis: stöðugleiki, aðlögunarhæfni, heildun, hreinsun og vöxtur. Þessir eiginleikar koma fram i rannsóknum á líkamsstarfsemi íhugenda og koma einnig fram í sálarlífi þeirra og starfi. Þar af leiðandi koma þeir einnig fram í þjóðfélaginu því líf þjóðarinnar endurspeglar gæði lifs einstaki- inganna. Litum nú á hvaða áhrif það hefur á menningu þjóðar ef ofan- taldir eiginleikar eflast i lífi þjóð- arinnar. Stöðugleiki er nauðsyn- legur til að viðhalda menningar- sjálfstæðinu. Ef stöðugleika vant- ar geta ytri áhrif auðveldlega kollvarpað heilsteypi menningar- innar. En hverri þjóð er einnig nauðsynlegt að taka upp jákvæða og viðeigandi strauma sem að ber- ast. Ef eiginleiki hreinsunar er styrkur með þjóðinni hreinsast slíkir straumar sjálfkrafa. Síðan er auðvelt að sameina þá heild- inni vegna eiginleika heildunar og aðlögunarhæfni. Þessir eigin- leikar þjóðar leiða til þess að allir straumar sem berast til landsins styrkja menninguna, þeir verða hvati til vaxtar. Vísindi skapandi greindar, með hagnýtu hlið sinni Innhverfri ihugun, styrkja þannig og efla menningarsérkenni hvers lands. Sérkennin eru efld og ytri áhrif verða ekki óttaefrii heldur hvati til vaxtar. Menning þjóðanna verður samvirk heild þár sem hvert menningarsvæði auðgar öll önnur. En þessi heild er ekki sköpuð á kostnað sérkennanna, þvert á móti eru sérkennin efld. Þannig vinnur náttúran einmitt. Hún skapar heild með því að styrkja sérkenni. Heimsfriður Heimsfriður hefur ávallt verið takmark þjóðanna. í þessari grein hef ég fjallað um möguleika kerf- isins Innhverf íhugun til 1) að viðhalda og efla menningu þjóð- anna, 2) að gera hverja þjóð ósigr- anlega með því að skapa heil- steypi og samræmi innan þjóðar- innar og 3) að koma þar með á heimsfriði, ósigranlegum heimi, grundvölluðum á,máttugum, heil- brigðum einstaklingum, fjöl- skyldum og þjóðum. Ég lýk þessari grein með tilvitn- un í Dr. Domash þar sem hann skýrir frá því hvernig ógnun kjarnorkuvopna verði yfirunnin. „Kjarnorkuvopn bera vitni um stolt mannsins yfir því að hafa náð valdi yfir djúpstæðum lög- málum náttúrunnar. Ef maðurinn á að geta stjórnað þessum vopn- um verður hann að hafa stjórn á enn dýpri lögmálum náttúrunnar. Þau lögmál náttúrunnar sem fjalla um vitund mannsins virðast vera þau dýpstu sem til eru. Til að tryggja heimsfriðinn er þvi nauð- synlegt að við beitum tækni til þróunar mannsins sem ristir dýpra en kjarnorkutæknin. Þessi tækni er Innhverf íhugun! Jón Halldór Hannesson, kennari I Innhverfri Ihugun. 83r> SlGeA V/öGA í VLVttiAU Aldrei þessu vant brást Lundin hér illilega bogalistin. Hann hefði nefnilega getað náð fram vinn- ingsstöðu með því að leika hér 31. Hxe6!! og nú er sama hvort svart- ur leikur 31. . . Dxe6, 32. Dxe6 — Hxe6, 33. Bc4, eða 31. .. Hxe6, 32. Dd8 — He7, 33. Bc4! — Dxc4, 34. Dxe7+ — Df7, 35. Dd8, hvítur stendur í báðum tilfellum uppi með unnið tafl. Lundin lék í stað þess 31. Bc6? og varð að gefast upp eftir 31... Hb2, 32. Hd8 — Bxh.3, 33. Db8 — Db3, 34. H8d3 — Dc2, 35. H3d2 — Dc3. \wmo vofí/srll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.