Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978
Marcos boðar kosn-
ingar annan apríl
Manilla, Filippseyjum, 17. janðar.
FORSETI Filippseyja, Ferdinand
E. Marcos, tilkynnti f dag að hann
hefði ákveðið að þingkosningar
færu fram 2. aprfl, tveimur vik-
um sfðar en búizt var við.
Marcos sagði, að fresturinn
hefði verið lengdur til að gefa
frambjððendum meiri tfma f
kosningabaráttuna, en hún hefst
fyrsta febrúar,
Lind í stað
Hartlings
DANSKA þjóSþingið ákvað í dag a8
Nathalie Lind skyldi taka sæti Pouls
Hartlings í dönsku sendinefndinni i
NorðurlandaráBi. þar sem Hartling
hefur verið ráðinn forstöðumaður
flóttamannahjálpar SameinuSu þjó8-
anna. Þá hefur þingiS einnig ákveSiS
a8 Jörgen Brödlund Nielsen verSi
varamaSur i sta8 Nathalie Lind.
Þingið, sem verður valdalitið,
verður fyrsta þingið sem kosið
verður til á lýðræðislegan hátt,
siðan Marcos tók völdin í landinu
i slnar hendur 1972, en hann hef-
ur siðan stjórnað landinu með
herlögum.
Marcos sagði að hann myndi
halda fundi með ráðgjöfum sínum
26. og 27. þessa mánaðar og yrði
þar ákveðin kosningalög og hann
vænti þess að ráðgjafarnir sam-
þykktu kosningadaginn. Þá sagði
hann, að á þessum fundi yrði
væntanlega ákveðinn fjöldi þing-
sæta og ákveðið hve miklu fé
skyldi varið til kosningabarátt-
unnar.
Þó svo þing verði kosið i vor
munu samt öll völd verða i hönd-
um Marcosar því með lögum frá
1976 þar sem hann er lýstur for-
seti og forsætisráðherra, er tekið
fram að hann megi gripa til
hverra þeirra aðgerða sem hann
telji henta, bjáti eitthvað á.
Þetta gerðist
Þetta gerðist 18. jan. AP.
1976 — Frakkar vísa að
minnsta kosti 40 sovéskum em-
bættismönnum úr landi á þeirri
forsendu að þeir hafi starfað að
njósnum.
1974 — Utanrfkisráðherra
Bandaríkjanna, Henry Kissing-
er, og Anwar el-Sadat, Egypta-
landsforseti hittast til viðræðna
i Aswan í Egyptalandi.
1963 — Ríkisstjórn de Gaulles
Frakklandsforseta heimtar að
Bretum verði meinað að ganga i
Efnahagsbandalagið.
1960 — Kjörnir fuiltrúar í
Afríku neita að sækja stjórn-
skipungarráðstefnu Kenya i
Lundúnum.
1943 — Rússar tilkynna að þeir
hafi brotið á bak aftur langt
umsátur Þjóðverja um Lenin-
grad. Þjóðverjar hefja að nýju
loftárásír á London.
1919 — Friðarráðstefna hefst í
Versölum í Frakklandi við lok
fyrri heimsstyrjaldarinnar.
1918 — Rússneska stjórnþingið
byrjar í Petrograð.
1912 — Kosningar til þýzka
rikisþingsins sýna að flokkur
jafnaðarmanna nýtur mests
fylgis.
1778 — Enski landkönnuður-
inn James Cook uppgötvar
Hawai-eyjar.
1701 — Friðrik þriðji af
Brandenburg er krýndur sem
Friðrik fyrsti Prússakonungur.
1534 — Spánverjinn sigursæli,
Francisco Pizarro, stofnar Lima
i Perú.
1520 — Kristján II, konungur
Dana og Norðmanna, ber sigur-
orð af Svíum við Asundenvatn
og leggur undir sig Svíþjóð.
Afmæli eiga i dag: Charles-
Louis Secondant Montesquieu,
franskur stjórnspekingur
(1689—1755), Múhammeð Alí,
bandariskur boxari (1942— ),
Gary Grant, bandariskur leik-
ari (1904— ), Danny Kaye,
bandarískur skemmtikraftur
(1913 — ), Daníel Webster,
bandariskur stjómmálaskör-
ungur (1782—1852).
DALE CARNEGIE
NÝ NÁMSKEIÐ ERU AÐ HEFJAST —
Námskeiðið mun hjálpa þérað:
if Öðlast meira hugrekki og sjálfstraust.
★ Tala af ÖRYGGI á fundum.
ÍT Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu
og viðurkenningu.
it Starfa af meiri lifskrafti — heima og á
vinnustað.
it Halda áhyggjum í skefjum og draga úr
kvíða.
KYNNINGARFUNDUR
verður haldinn i fundarsal Rauða krossins Nóa-
túni 21, fimmtudagskvöldið 1 9. jan. kl. 20.30.
Innritun og upplýsingar í síma
[jpp 82411
UAI/, rA,<Z.nSTJÓRNUNARSKÓUNN
/v i U>Kh.mi\ Konráð Adolphsson
Carter skrafar við fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Gerald Ford og Richard M. Nixon, á mánudagsmorg-
un 1 þinghúsinu ( Washington þar sem þeir biðu eftir að sækja minningarathöfnina um Hubert H.
Humphrey.
Hljódur Nixon minnist
fráfallins keppinauts
Washington, 15. jan.
The New Vork Times.
EFTIR þriggja og hálfs árs út-
legð f Kaiofornfu vitjaði
Richard M. Nixon aftur borgar-
innar á sunnudag, þar sem
hann hvort tveggja náði sigur-
hæðum og hrap hans varð mest,
til að heiðra minningu manns,
sem nærri hrifsaði af honum
þann tignarstðl, sem báðir
þráðu svo heitt.
Forsetinn fyrrverandi, sem
nú er 65 ára að aldri, kom til
minningarathafnarinnar f
þinghúsinu eins hljóðlaust og
yfirlætislaust og framast var
unnt, þðtt ( för með honum
væru fáeinir öryggisverðir og
Ijósmyndarar væru fljótir að
komast á sporið. Hann var þó
óvéfengjanlega „senuþjófur"
þessarar tregaþrungu morgun-
stundar þrátt fyrir fábreyttan
klæðnað og andlit án svip-
brigða, sem lét hvorki viðstödd-
um gestum né myndavélaraug-
anu neitt uppi um tilfinningar
hans.
Hinn sama ágústmorgun og
Gerald Ford vann embættiseið
sinn sem arftaki hans steig Nix-
on um borð í einkaþotu emb-
ættisins og yfirgaf Washington.
Hann kom aftur á köldu í al-
mennri flugfélagsþotu og var í
sömu andrá horfinn á vit ónafn-
greindra vina í Virginíuríki áð-
ur en vonsviknir frétta- og
myndatökumenn fengu veður
af.
Nixon kom í langri, svartri
bifreið sinni upp að dyrum öld-
GLEFSA úr eftirmæl-
um, er Mondale vara-
forseti Bandaríkjanna,
hafði um Hubert
Humphrey: „Hann
kenndi okkur öllum að
vona og að elska,
hvernig taka skal sigri
og ósigri og undir lok-
in kenndi hann okkur
að mæta dauðanum.“
ungadeildar þinghússins um kl.
hálf ellefu á mánudagsmorg-
unn umlukinn öryggisverði.
Með honum var aðstoðarmaður
hans, Jack Brennan, og eldri
dóttir hans, Tricia Fox. Var
honum sfðan fylgt að skrifstofu
á annarri hæð, þar sem helztu
fyrirmenn og stórmenni gátu
tekið af sér yfirhafnir og dokað
við um stund. Þar voru Gerald
Ford og eiginkona ásamt Henry
Kissinger og Rickefellerhjón-
unum og var andrúmsloftið ögn
vandræðalegt að sögn ónefnds
starfsmanns. Skipzt var á
kveðjum og menn tókust í
hendur. Ford ávarpaði Nixon
„herra forseti" og fóru aðrir að
dæmi hans. Ljósmyndarar
fengu tækifæri til að kíkja inn
og smella af sögulegri ljósmynd
af forsetunum þremur hlið við
hlið á þessum svala sunnudags-
morgni.
Inni í hvelfingunni þar sem
athöfnin fór fram var Nixon
visað til sætis i annarri röð við
hliö Betty Ford. Stóð hann þar
hnakkakertur og hreyfingar-
laus unz menn tóku sér sæti, að
hann beygði sig, lagði lófa sam-
an I kjöltu sinni og horfði fram.
I lok athafnarinnar skiptist
hann á örfáum orðum við
Muriel Humphrey, svo gerði
frú Cox sömuleiðis og sneru
þau því næst á hæl og gengu út
sömu leið og þau höfðu komið
inn. Bílarnir yfirgáfu þinghús-
ið snarlega á undan vagni þeim,
er flutti lik Humphreys til flug-
vallarins.
Nokkrum mun hafa runnið i
skap að sjá Richard Nixon aftur
Framhald á bls. 19.
Við minningarathöfnina í sal þingshússins voru, talið frá vinstri, Richard M. Nixon. Betty Ford,
Gerald Ford, Rosalynn Carter, Nelson A. Rockefeller, Jimmy Carter, Muriel Humphrey, ekkja
öldungadeildarþingsmannsins, Nancy Kissinger og Walter Mondale.