Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978
ViH>
MORöd^-vv:!
KAK7NU 1
I) _
A'r'.'CiiPi
EUefu þúsund og þrjú
hundruð!
Ur þvf ég er ekki veikur, hlýt ég að vera smitberi, því að froskar,
sem ég var með f vasanum, eru dauðir!
Heldurðu þvf enn fram, að
þettasé Islandsflugvélin?
Hver verða
daggjöldin?
BRIDGE
Ums/ón: Páll Bergsson
í Pðllandi er mikill áhugi á
bridge og bestu spilurum þeirra
hefur gengið vel f alþjððamótum
á sfðustu árum. Fyrir rúmlega
einu ári réðust þeir f það fyrir-
tæki að sjá um einn hluta Philip
Morris Evrðpubikarkeppninnar
og gerðu það með glæsibrag f
Zakopane.
Spilið í dag er frá keppni þess-
ari. Allir voru á hættu og vestur
gaf.
COSPER
Vestur
S. Dg3
H. 975
T. 1075
L. 8632
Norður
S. K95
H. A4
T. AKD6
L. KG109
Suður
S. A 10874
H. 8632
T. 832
L. 5
Austur
S. G2
H. KDGIO
T. G94
L. AD74
Ég verð að flýta mér í vinnuna, því annars missi ég
af kaffitímanum!
Röng opnun norðurs, eitt lauf,
olli þvf að suður varð sagnhafi i
hæpnum lokasamningi, fimm
spöðum. Vestur spilaði út hjarta
og þrír gjafaslagir virtust óum-
flýjanlegir. Einn á lauf, annar á
hjarta og trompslagur. Aðeins
drottning og gosi blönk i spaða
virtist geta bjargað samningnum.
En sagnhafi kom auga á heldur
skárri möguleika.
Hann tók útspilið með hjartaás
og spilaði laufníunni frá blindum.
Austur tók á drottninguna,
hjartakónginn og spilaði hjarta-
drottningu. Trompað í blindum
og lauf trompað heima. Síðan tók
hann tvo hæstu tíglana og tromp-
aði aftur lauf. Tígull á drottning-
una og siðasta laufið trompað. Þá
voru þrjú spil á hendi og staðan
var þannig.
Hér fer á eftir bréf frá „sjó-
manni“, eins og bréfritari kýs að
nefna sig, en það fjallar um mál-
efni aldraðra, dagheimiii og dag-
spftala, sem aldraðir eiga kost á
að dveljast á í Reykjavfk og Hafn-
arfirði:
„Kæri Velvakandi.
Fréttir berast nú um nýtt og
ffnt nafn borgaryfirvalda í
Reykjavik á hluta Hafnarbúða.
Hefur meirihluti borgarstjórnar
ákveðið að koma þar á fót „dag-
spítala" sem annexíu skurð-
deiidar Borgarspftalans, en
dvalarkostnaður verður greiddur
af rikinu.
Samkvæmt frétt sem birtist í
Þjóðviljanum hinn 11. þ.m. á
þessi dagspftali að gegna sama
hlutverki og dagheimili fyrir
aldraða á hinu nýja dvalarheimili
Hrafnistu f Hafnarfirði.
Það er vitað að þær breytingar
sem gerðar voru á Hafnarbúðum
fóru langt fram úr öllum kostn-
aðaráætlunum og þegar að til
notanna kom og húsið var talið
fullbúið var ekki hægt að taka
það f notkun f marga mánuði
vegna skorts á sérmenntuðu
starfsfólki, en húsakynnin voru
einmitt hönnuð með það i huga að
slíkt fólk væri þar í nær öllum
störfum eins og á akut-spítölum
borgarinnar.
Ekki þarf að taka fram, enda
hefur verið bent á það áður, að
þetta hús á þessum stað hentar
ákaflega illa fyrir þetta ætlunar-
hlutverk sitt. Leikmenn sem gerst
vita um málefni aldraðra hér i
borg, þeir aðilar sem byggt hafa
upp Hrafnistuheimilin f Reykja-
vík og Hafnarfirði lögðu til við
borgaryfirvöld fyrir mörgum
árum, eftir að hafa skoðað
Hafnarbúðir, að ósk embættis-
manna borgarinnar, að þetta hús
yrði nýtt sem dagheimili fyrir
aldraða, og væri hægt með tiltölu-
lega litlum kostnaði að taka það
þegar í notkun til þessa hlut-
verks.
En dagheimili eins og þeir
höfðu þá í huga er að koma f
gagnið við hið nýja Hrafnistu-
heimili í Hafnarfirði. Það mun
taka tii vistunar alla sömu aðila
og nú eiga að fá inni á dagspítala
Reykjavíkurborgar og ennfremur
þá sárafáu aldraða sem eftir
verða og eru utan þeirrar
upptalningar sem fram kom f
Þjóðviljanum 11. þ.m., um þá sem
vistun eiga að fá á dagspftalanum.
Þeir, sem utan upptalningarinnar
standa og teljast til aldraðra,
verða að teljast alheilbrigðir og
munu í flestum tilfellum i dag
vera í fullri vinnu.
Fyrir leikmenn sýnist svo að
ffna nafnið sé vegna ffnu sér-
menntuðu starfskraftanna sem
öll yfirvöld virðast sammála um
að einhversstaðar þurfi að hola
niður f kerfinu, skattborgurunum
til angurs og aukinna útgjalda.
Virðist hér á ferðinni enn ein
uppgjöfin fyrir sérfræðinga-
kerfinu og að með þessu sé verið
enn að setja stein í varða bákns-
ins sem ungir sjálfstæðismenn þó
vilja fá f burt.
I þessari frétt kemur fram að
daggjöld þeirra sem þarna eiga að
dveljast verði greidd af ríkinu.
Þeim er þetta skrifar, er kunnugt
um að ennþá hefur ekki verið
Veslur Norður S. K9 H. — T. 6 L. — Austur
S. D63 S.G2
H. — H. 10
T. — T. —
L. — L. —
Suður S. AlO H. 8
T. — L. —
Og vörnin réð ekki við stöðuna
þegar sagnhafi spilaði síðasta
hjartanu. Vestur lét drottninguna
því annars var víxltrompun yfir-
vofandi. En þá nægði einföld
svining til að fá tvo síðustu slag-
ina.
HÚS MALVERKANNA
Framhaldssaga eftir
ELSE FISCHER
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
47
Auðvitað hefði verið skyn-
samlegra og auðveldara að
hringja úr sfmaklefanum, en
hún uppgötvaði þá að hún hafði
enga smápeninga á sér.
Egon Jensen.
Hún heyrði dyrabjöllu-
hringinguna kveða við inni f
kyrru húsinu. Ljós var kveikt
og eftir nokkra stund, sem
Bírgitte fannst sem eilffð, var
dyrunum svipt upp.
Konan sem opnaði horfðí
gremjulega á Birgitte.
Hún var f náttslopp og hárið
vafið upp á rúllur.
Egon Jensen lögreglu-
þjónn...
— Já, ætli ekki það. Ég get
vfst sagt mér það sjálf að þér
séuð ekki að heimsækja mig.
En hann kemur bráðum...
— Eg bið afsökunar að vekja
yður um miðja nótt, en þetta er
árfðandi, sagði Birgitte og
fannst f sömu andrá þetta vera
hreinasta hégómamál. Að æða
út f kaida nóttina og vekja upp
lögreglumann, af þvf að dauð-
um ketti hafði verið komið fyr-
ir á rúminu hennar...
— Það... það er varðandi
innbrot, byrjaði hún.
— Egon... það er um inn-
brot. Góði reyndu nú að haska
þér, hrópaði konan f áttina að
lokuðum dyrum. Hún var með
krem f andlitinu og inniskórnir
hennar voru snjáðir og skftug-
ir.
— Þér verðið vfst að koma
inn fyrir.
Hún vék um set og bandaði
henni óþolinmóð að koma inn f
ganginn. — Við getum ekki
verið að kynda fyrir nágrennið,
ha?
— Nei, auðvitað ekki.
Birgitte sté inn f forstofuna.
Þar var kæfandi hiti og bón-
lykt sló á móti henni.
— Jæja, svo að það var brot-
ist inn hjá yður.
Hún sá ekki betur en áhuga-
glampi væri kominn f syfjuleg
ajigun.
— Við erum nú ekki vön svo-
leiðis lúxus hér... hver ju var
stolið...?
— Eg... það... byrjaði
Birgitte og andvarpaði af fegin-
íeik þegar Egon Jensen kom nú
fram á sjónarsviðið og var sýni-
lega nýbúinn að hysja upp um
sig buxurnar. Hann var að
hneppa skyrtunni og meðan
Birgitte kynnti sig tókst honum
að komast yfir að festa axla-
böndin og fara f jakkann.
— Innbrot... þjófnaður.
Hann beygði sig niður og
reimaði skóna meðan hann taf-
aði.
— Mér fannst ég heyra eitt-
hvað sagt um innbrot, svo að ég
get sagt það strax að slfkir
kumpánar geta ekki verið héð-
an... það eru einhverjir flakk-
arar. Ef það hcfði verið sumar
hefði ég sagt að það væru ein-
hverjir af tjaldstæðinu, en
nú...
Hann rétti sig upp. Sló konu
sfna kumpánlega I afturend-
ann.
— I rúmið með þig, Ruth. Og
vertu ekkert að bfða eftir kall-
inum.
— Og hverju var svo stolið?
Hann beindi nú allri athygli
sinni að Birgitte.
— Já, sko...
Allt f einu varð svo erfitt að
tala um það. Erfitt að útskýra
að vakin hafði verið upp heil
fjölskylda af þvl að einhver
köttur var dauður.
— Það hefur... sennilega
ekki verið stolið neinu... en
það eru greinilega merki um
innbrot.
— Og hver þá hebt...
— Ja... meðal annars hefur
dauðum ketti verið komið fyrir
á rúminu mfnu...
— Dauðum ketti?
— Og svo vekið þér okkur
upp um miðja nótt og raskið
nætursvefni manns sem aldrei
ann sér hvfldar, vegna ess að
köttur hcfur dirfst að leggja sig
á rúmið yðar og leggja þar upp
laupana.