Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978 23 Kappræðufundur Heimdallar of Alþýðubandalagsins: „Sosíalismi er orðinn eins og gamalt nátttröll — segja ungir sjálfstæðismenn KAPPRÆÐUFUNDUR var haldinn s.l. mánudagskvöld, að frumkvæði Heimdailar, félags ungra sjálfstæðismanna, milli Heimdallar og Æskulýðssam- taka Alþýðubandalagsins I Sig- túni. Reglur fundarins voru þær að þrfr menn frá hvorum aðila töluðu þrisvar sinnum hver, fyrst í 10 mínútur, þá í 7 mfnútur og að lokum í 5 mfnút- ur. Frummælendur af hálfii Heimdallar voru þeir Brynjðlf- ur Bjarnason hagfræðingur, Davfð Oddsson borgarfulltrúi og Friðrik Sóphusson fram- kvæmdastjóri, af hálfu Alþýðu- bandalagsmanna töluðu þeir Sigurður Magnússon rafverk- taki, Sigurður G. Tómasson kennari og Svavar Gestsson rit- stjóri, en fundarstjórar voru tveir, einn frá hvorum aðila, til að gæta að þvf að farið væri eftir reglum. Frá Heimdalli var Kjartan Gunnarsson en frá Al- þýðubandalaginu Jónas Sig- urðsson. frjálst markaðskerfi óháð stjórnvöldum sem veitir lýð- ræðinu mun meira aðhald. Að lokum taldi Brynjólfur einka- rekstur vera það form sem bezt tryggði dreifingu valdsins. eitt af grundvallarstefnuatrið- um Sjálfstæðisflokksins. Þá vildi Sigurður berjast gegn út- gerðargreifum og heildsala- bröskurum. — „Jafnvel i ríkisbönkunum hafa bankaræningjar hreiðrað um sig og þvi vaknar sú spurn- ing hvort sjálfstæðismenn hafi málsvari nýstofnaðs „Söfnunar- sjóðs svivirðinga". Einnig benti Davið á að æðsti maður Lands- banka fslands á tímabilinu 1970 — 1975 hafi verið Alþýðu- bandalagsmaðurinn Einar 01- geirsson. „Sósfalismi hafði nokkuð góða aðstöðu hér i upphafi, þeg- Ákveðið var í upphafi að röð frummælenda skyldi vera þessi: Brynjólfur Bjarnason, Sigurður Magnússon, Davíð Oddsson, Svavar Gestsson, Friðrik Sophusson og Sigurður G. Tómasson, en sú breyting var á í síðustu umferð að síðast- ur af hálfu Alþýðubandalagsins talaði Svavar Gestsson. Brynjólfur Bjarnason fyrsti ræðumaður sem talaði af hálfu Heimdallar skilgreindi í upp- hafi muninn á kapitalisma og sósíalisma hvað varðar atvinnu- rekstur og gerði það á þann hátt að sá rekstur, sem væri í höndum einkaaðila og hagnað- urinn væri aðalatriðið væri kapitaliskur atvinnúrekstur en þar sem ríki og sveitarfélög væru rekstraraðilinn og hagn- aðurinn væri ekki aðalatriðið, væri sósíalískur atvinnurekst- ur. Þá sagði Brynjólfur að kapí- talískt hagkerfi ætti mun auð- veldara með að samrýma fram- boð og eftirspurn heldur en sósfaliskt kerfi. Einnig er Frá hinum fjölmenna kappræðufundi Heimdallar og Alþýðubandalagsins I Sigtúni á mánudagskvöld, Brynjólfur Bjarnason talar af hálfu Heimdallar. Á eftir Brynjólfi talaði Sig- urður Magnússon af hálfu Al- þýðubandalagsins og sagði hann í upphafi máls sins að sósíalismi hefði verið í gegnum árin aðal aflvaki verkalýðs- hreyfingarinnar gegn auð- mönnum og bröskurum. Þá eiga framleiðslutækin að vera eign fólksins til að tryggja lýð- ræði og er sósfalískt þjóðfélag undirstaða þess að fólk „geti lifað góðu Iifi hér á jörðu". Þá sagði Sigurður að sósialist- ar berðust ekki fyrir bankaræn- ingja og braskara, en það væri byggt höllina sína við Bolholt með slíkum fjármunum, svo og kostað allan þann fjölda erind- reka sem þar er starfandi." Að lokum sagði Sigurður að rifa þyrfti niður þá yfirbygg- ingu sem væri að tröllríða kerf- inu öllu. Næstur talaði Davið Oddsson af hálfu Heimdallar og byrjaði hann á að svara þeim dylgjum og svfvirðingum sem Sigurður bar á sjálfstæðismenn varðandi bankarán og fleira með því að beina þeirri spurningu til Sig- urðar hvort hann væri einn ar hann var að koma fram, fólk hélt að hér væri á ferðinni eitt- hvað nýtt og jafnframt gott, en síðan hefur bara ekkert skeð og nú er sósíalismi eins og gamalt nátttröll. — Lengi hafa staðið yfir tilraunir með sósialisma í hinum ýmsu ríkjum heimsins, en hann hefur alls staðar verið geysilega dýrkeyptur og hefur honum jafna fylgt ófrelsi og lögregluríki og skiptir þar engu máli hvers Ienzkur hann hefur verið. Að lokum sagði Davíð að spilling þrifist hvergi betur en einmitt i sósíalískum ríkjum og öðrum fasistarikjum eins og hjá félaga Amin í Uganda. Þá talaði Svavar Gestsson af hálfu Alþýðubandalagsins. Hann byrjaði á að taka undir ummæli Brynjólfs Bjarnasonar um skilgreininguna milli kapi- talisma og sósíalisma. Þá gerði Svavar það að umtalsefni að Davfð Oddsson hefði i ræðu sinni ekki vikið að kjörorði ungra sjálfstæðismanna Báknið burt og lýsti furðu sinni á því. Svavar taldi þá Brynjólf og Davíð vera með bundið fyrir augun en lýsti jafnvel fram þeirri von sinni að Róbert Elíasson sæi eitthvað nýtt þeg- ar hann kæmi heim frá útlönd- um. Einnig nefndi hann Davið Oddsson risaeðlu i formi ungs manns, svo mörg voru þau orð- in um umræðuefni fundarins. — Við höfum ekki efni á þvf að borga neyzlureikningana of- an í alla smákóngana og brask- arana, sem eru að falsa faktúr- ur til að losna við hluta tolla og stela alla jafnan umboðslaun- um sínum í erlendum gjaldeyri. Þá gerði Svavar það að umtals- efni að hvert fjársvikamálið á fætur öðru kæmi nú í hinu frjálsa markaðshagkerfi og gerði Svavar því skóna að þess- ir fjársvikarar sem hann taldi alla vera sjálfstæðismenn hefðu að sjálfsögðu gefið fjár- muni i flokkskerfið. Að lokum taldi Svavar Sjálfstæðisflokk- inn vera höfuðverndara spill- ingar á Islandi... A eftir Svavari talaði Friðrik Sþphusson af hálfu Heimdallar og byrjaði hann á að itreka um- mæli Davfðs Oddssonar um hver hefði verið æðsti maður Landsbanka íslands árin 1970 — 1975 og benti jafnframt á að ekki hefðu það verið sjálfstæð- ismenn sem staðið hefðu að Al- þýðubankamálinu svonefnda. Þá gerði Friðrik það að um- ræðuefni að í ræðu Svavars Gestssonar hefði hann ekki vik- ið einu einasta orði að því um- ræðuefni sem hefði verið mark- að fyrir fundinn. Þá benti Frið- rik á að ekki hefði heyrst stuna né hósti frá samtölum ungra kommúnista en aftur á móti tekið eftir framtaki ungra sjálf- stæðismanna, þegar þeir hafa komið fram með hin ýmsu bar- áttumál, svo sem baráttuna gegn bákninu. — „Það er nauðsynlegt að skapa ástand þar sem hver og einn getur ráðið sem mest sinu lífshlaupi, þannig að valddreif- ingin verði sem mest.“ Framhald á bls. 19. Sagan og sálargangverkið Þórbergur Þórðarson: RAUÐA HÆTTAN og ÝMISLEGAR RITGERÐIR I—II. Mál og menning 1977. Rauða hættan er fremur dapur- leg lesning. Það sem höfundur heldur fram sem heilbrigðri skyn- semi í bókinni eru yfirburðir Sovétskipulags yfir vestræn sam- félög. Trúgirni hans og barnsleg hrifning af öllu þvi sem hann sér og heyrir í Sovétrikjunum hafa að visu þá skýringu að hann er í varnarstöðu gagnvart þeim sem formæltu öllu sovésku og þeir voru ekki svo fáir fyrir strið. Einnig er .það sannfæring Þór- bergs að fyrir dyrum sé úrslita- NORDJAZZ heldur árlegan fund sinn í Stokkhólmi dagana 21. og 22. þ.m. — Þa8 verður fimmti fundur Nordjazz-nefndarinnar. Hún var stofnuð á vegum NOMUS árið 1973, og hélt fyrsta fund sinn ! Kaup- mannahöfn i janúar 1974. Árið 1975 var Nordjazz- fundurinn hald- inn I Reykjavik, siðan i Ósló, þá i Helsinki og nú eins og fyrr sagði i Stokkhólmi. í Nordjazz-nefndinni eru fulltrúar Norðurlandanna fimm, og fundinn i Stokkhólmi situr Gunnar Ormslev af islands hálfu. orrusta milli sósíalisma og kapítalisma. Hann hefur í hótun- um við þá sem ekki vilja taka fagnaðarerindinu tveim höndum. Þegar Sovétrfkin hafa sigrað „hlæið þið varla lengur að mér fyrir það, sem ég hefi sagt ykkur í þessari bók, að þið ættuð þá i vændum. Þá kemur röðin að ykk- ur að bergja til botns þann beiska kaleik, sem sálufélagar ykkar i Þriðja ríkinu hafa orðið að bera sér að vörum síðan blindni þeirra gerði þá að húðstrýktum fórnar- dýrum óðra manna". En þetta var skrifaö 1935 og ártalið segir sfna sögu. Þess vegna verða ekki ranghugmyndir Þór- bergs um Sovétríkin tíundaðar Gunnar Ormslev fer að honum loknum til Kaupmannahafnar, en hann hefur verið ráðinn til að leika á norrænum tónleikum danska út- varpsins i Radiohusets Konsertsal laugardaginn 28. þ.m. — Gunnar verður einleikari i nýju tónverki eftir Eero Koivistoinen, einn fremsta jazz- mann Finna, en stjórnandi dönsku útvarpshljómsveitarinnar — Radions Big-Band — verður að þessu sinni bandaríska tónskáldið og trompetleikarinn Thad Jones. (Frétt frá Nordjazz). Bðkmennlir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hér; það hefur sagan gert eftirminnilega. Þessari nýju út- gáfu lýkur á Ýmsum ritgerðum um rauðu hættúna 1935—1967. Aftast í bókinni er ræða flutt á fertugsafmæli rússnesku bylt- ingarinnar 7. nóvember 1957 og nefnist hún Nýr heimur í sköpun. Þar er enn á ný talað um yfir- burði sósíalismans „i skipulagn- ingu, afköstum og móralskri reisn". Til þess að láta slikt frá sér fara eftir Ungverjalandsupp- reisnina og afhjúpanir Krústjoffs þarf alveg sérstaka manngerð, kannski skrýmslafræðing eins og Þórbergur kynnti sig síðar, samanber Seiseijú, mikil ósköp eftir Halldór Laxness (bls. 57—58). I Ýmislegum ritgerðum I—II er tækifæri til að kynnast sumu af því snjallasta þem Þórbergur Þórðarson skrifaði. Þórbergur var mikill ritgerðarhöfundur, i senn frjór í hugsun og ta’mdi sér hnitmiðaðan stíl. Um helstu kosti þessara ritgerða hefur svo oft ver- ið fjallað áður að litlu er við að bæta. Á eina ritgerð verður samt ekki komist hjá að minnast. Það er Rangsnúin mannúð sem birtist í Timariti Máls og menningar 1964. Þetta er ádrepa á Halldór Láxness fyrir ummæli hans um Erlend í Unuhúsi i. Skáldatíma, en þegar á líður greinina verður ljóst að Þórbergur er að taka Hall- dór i karphúsið fyrir pólitiskar játningar hans. Þórbergur telur heppilegra „að gráta syndabyrgð- ir sinar i leyndum'* en „kasta sér flötum fyrir gamla stjórnmála- andstæðinga sina og hatursmenn, með þá aumu játningu, að hann Gunnar Ormslev leikur ein- leik á norrænum tónleikum Þórbergur Þórðarson hafi á blómaskeiði ævinnar verið heimskt trúfífl, sem legið hafi bjargarlaust undir rússneskum lygaáróðri". Og Þórbergur spyr hvort hafi orðið „bilun i sáiar- gangverkinu" Iíkt og hann væri orðinn ritskoðari Sovétlýðveld- anna albúinn að útskúfa rithöf- undi á villigötum. Dapurlegt er orðið um inntak margs þess sem er að finna í Rauðu hættunni og Ýmislegum ritgerðum. Það breytir ekki þvi að við munum áfram hrífast af rit- snilld Þórbergs og i þeim efnum getur hann enn rnörgum kennt og bent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.