Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 25
MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978 25 fólk í fréttum + Sjónvarpsstjarnan David Jansen sem lék flóttamanninn fræga hér um árið f samnefnd- um sjónvarpsþætti, var heldur betur rausnarlegur við konuna sfna þegar þau tóku saman aft- ur eftir að hafa verið skilin að borði og sæng í nokkurn tima. Hún fékk spánnýjan Rolls Royce bíl og svo ætlar hann að láta hressa upp á húsið þeirra í Malibu fyrir 35 milljónir. En þá verður þar lfka stereo- hljómflutningstæki f öllum herbergjum, gufubað og salur til að sýna kvikmyndir svo eitthvað af þægindunum sé nefnt. 2metrarog 15! + Það þarf ekki endilega leikhæfileika til að geta komið fram í kvikmyndum, ýmislegt annað kemur einnig til. Svo er til dæmis með þennan stórvaxna náunga, Richard Kiel, sem er 2 metrar og 15 sm hár. Hann hefur vegna hæðar sinnar fengið nokkur hlutverk f kvikmyndum, til dæmis f James bond-myndinni „Njósnarinn sem elskaði mig“. Það er eiginkona Richards Diane (1,55 á hæð) sem er á myndinni með honum ásamt börnum þeirra. + Það er oftar að við sjáum Rainier, Grace og Caroline i Monaco brosandi og glöð við hátíðleg tæki- færi á þeim myndum sem birtar eru af þeim. Á þessari mynd eru þau ákaflega sorgmædd og ástæðan er sú að þarna eru þau að fylgja móður Rainiers fursta til grafar, en hún er nýlátin. 79 ára að aldri. Hún var ákaflega hlédræg kona og elskuð og virt af fjölskyldu sinni. + Þessi mynd er tekin af Charlotte, móður Rainiers fursta. er hún var ó besta aldri. + Samkvæmt skýrslum frá dönskum læknum eru galla- buxurnar sem undanfarin ár hafa verið vinsælasti klæðnað- ur unga fólksins mjög óhollur klæðnaður. Unga fólkið geng- ur f þessum buxum vetur, sum- ar, vor og haust, hvernig sem viðrar. 1 flestum tilvikum eru þær svo þröngar að útilokað er að klæðast nokkru innanundir og eru þvf lélegur skjólfatnað- ur á vetrum. En þvf miður leiða unglingarnir ekki hug- ann að þvf. Gallabuxur eru f tísku og þá er sjálfsagt að klæðast þeim hvort sem er í 10 stiga frosti eða 10 stiga hita. Gallabuxur eru óœskilegur klæðnaður Félagar úr Kvenfélaginu Vöku á Blönduósi. Kvenfélagið Vaka á Blönduósi 50 ára um þessar mundir Blönduósi II. jan. SlÐASTLIÐINN sunnudag varð Kvenfélagið Vaka á Blönduósi 50 ára. Félagið var stofnað 8. jan. 1928. Vökukonur héldu upp á þessi tfmamót með veglegu kaffisam- sæti í Félagsheimilinu á Blöndu- ósi á sunnudagskvöldið. Núverandi formaður Vöku, Þorbjörg Bergþórsdóttir, bauð félaga og gesti velkomna og skýrði m.a. frá þremur verkefn- um sem félagið vinnur að núna og tileinkuð eru afmælinu. Það er gjöf á litasjónvarpi og fullkomnum framkallara fyrir röntgenmyndir til Héraðshælisins á Blönduósi og peningagjöf til bókakaupa fyrir bókasafn Grunn- skóla Blönduóss. Þá þakkaði Þorbjörg öllum þeim er sýnt hafa félaginu velvild og stuðning í gegnum árin. Meðan gestir neyttu ágætra veitinga var flutt ágrip úr sögu félagsins sem Sólveig Sövik tók saman. Sjö félagar úr Lionsklúbb Blönduóss sungu nokkur lög við góðar undirtektir, og fleifa var til skemmtunar. Kvenfélagið Vaka fékk margar góðar gjafir og heillaóskir í tilefni dagsins. Sex konur voru gerðar að heiðursfélögum fyrir langt og gifturikt starf, og nokkrum kon- um sem starfað hafa yfir 25 ár var sérstaklega þakkað. Kvenfélagið Vaka hefur, að öðr- um félögum hér á Blönduósi ólöstuðum, ætíð starfað mest og bezt, og ekki látið hafa áhrif á sig margt það sem tilheýrir öld hraða og tækni og stendur ýmsum félagssamtökum fyrir þrifum. Blönduósingar vona af heilum hug að afmælisbarnið eigi langt og gæfurikt lif fyrir höndum. H.S. Fyrirlestur um Finnland Fil.mag. Ritva-Liisa Elomaa frá finnska utan- ríkisráðuneytinu flytur er- indi í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag kl. 20.30 um Finnland í dag, menningu þess, land og þjóð. Með erindinu verða sýndar litskyggnur. Finnsk menning er um margt ólík annarri nor- rænni menningu, þar eð hún hefur orðið fyrir mikl- um slavneskum áhrifum að austan. Ennfremur hefur það sitt að segja, að í Finn- landi eru talaðar tvær þjóðtungur, finnska og sænska, og þótt sænsku- mælandi hluti þjóðarinnar sé miklu fámennari og fari sífækkandi, hafa menning- arleg áhrif hans verið mjög mikil einkum á sviði bók- mennta. Ritva Liisa Eiomaa starf- ar sem blaðafulltrúi í finnska utanríkisráðu- neytinu og sér um kynn- ingar á sýningum, kvik- myndum, tónleikum . og annarri menningarstarf- semi á vegum finnska utan- ríkisráðuneytisins. EIOENDUII! Við viljum minna ykkur ð að það er firíðandi að koma með bilinn í skoðun og stillingu fi 10.000 km. fresti eins og framleiðandi Mazda mælir með. Nú er einmitt rfitti tíminn til að panta slika skoðun og Ifita yfirfara bilinn. Notið ykkur þessa ódýru þjónustu og pantið tima strax. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 Verkstæði sími 81225 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.