Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978 t Elsku lítla dóttir okkar, HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR. andaðist á Barnadeild Landspítalans. 1 4 janúar sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju. fimmtudaginn 19 janúar kl 10 30 e.h. Rannveig Jónasdóttir, Guðmundur Ragnar Björnsson. t Eiginkona mín og móðir, STEINUNN GUOJÓNSDÓTTIR, frá Skoruvik, andaðist í Borgarspitalanum, mánudaginn 1 6 janúar Fyrr hönd aðstandenda, Björn Kristjánsson, Steinunn Björg Björnsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, VALDÍS EINARSDÓTTIR, andaðist að heimili sinu, Grettisgötu 75. Jarðarförin auglýst síðar Hrefna Beckmann, - Einar Beckmann, Jón Þór Þórhallsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANNES ÁGÚST MAGNÚSSON. bifreiðastjóri. Hellisgótu 5 B. Hafnarfirði, andaðist að heimili sínu, mánudaginn 1 6 janúar Hlif Kristjánsdóttir og börn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi. BENEDIKT JÓHANNSSON. Bjarnarstig 9. Reykjavik, lést að kvöldi 1 6 janúar Nói Jóhann Benediktsson, Brynja Sigurðardóttir, Anna Ingibjörg Benediktsdóttir, Kristbjörn Árnason. og barnabörn. Bróðir okkar. + HÓGNI P ÓLAFSSON. Boston Mass. USA lést 1 3 janúar Aðalsteinn P. Ólafsson Haukur P. Ólafsson, Guðrún Ólafsson Hoffmann, Maja Ólafsson Riba. Karitas Halldórsdótt- ir — Minningarorð Hinn 10. þ.m. andaðist hér í Reykjavík ekkjufrú Karítas Hall- dórsdóttir, eftir langa og farsæla starfsævi. Amma mín Karítas var fædd 19. maí 1893 í Melshúsum á Alfta- nesi, dóttir Halldórs Erlendsson- ar útvegsbónda þar (f. 1841) og konu hans Kristjönu (f. 1850) Arnadóttur bónda Melshúsum Arnasonar, Ketilssonar. Móðir Kristjönu var Þorgerður Núps- dóttir Guðmundssonar á Sval- barða Núpssonar. Var móðurætt Karítasar að mestu af Suðurnesj- um, utan það sem síðar verður getið. En Erlendur afi hennar, bóndi í Dysjum, var sonur Hall- dórs b. í Hlíð, Erlendssonar í Hreppum, Þorsteinssonar í Skáldabúðum, Erlendssonar í Þverspyrnu Jónssonar. Móðir hans Elfn var og af sunnlenzku bændakyni, dóttir Þorsteins bónda Efra-Apavatni, Bjarnason- ar á Helgastöðum, Guðmundsson- ar Freysteinssonar. Karítas missti móður sína tvéggja daga gömul, en elzta syst- ir hennar, Þorgerður, 17 ára, tók þá við heimilisrekstrinum, þar til þrjú yngstu börnin komust á legg. Þau systkinin voru sex, og má nærri geta, að þröngt hefur verið í búi hjá þeim á þessum árum. Varð því svo að fara, að um fimm ára aldur var Karítas komið fyrir hjá öldruðum hjónum á nesinu, og önnuðust þau hana til 12 ára aldurs, þegar faðir hennar lézt. Hafði hann alltaf verið henni kær og góður faðir, og hefur það verið erfitt ungu barni að standa for- eldralaust uppi á þeirri tíð. En meðan Halldór lá banaleguna, hafði hann beðið séra Jens í Görð- um fyrir hana, og dvaldist hún þar í fjögur ár, sem hún minntist með þakklæti, því að þau hjónin voru henni sem beztu foreldrar. 16 ára gömul réð Karítas sig á Búrfell í Grímsnesi og var þar í 8 ár hjá Jörundi Brynjólfssyni. Var hún kaupakona á fleiri heimilum og þótti jafnan snör og dugleg til allra verka. Arið 1918 fluttist hún til Reykjavikur og réð sig hjá Pétri + bökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og |arðarför. FANNEYJAR GUÐJÓNSDÓTTUR. frá Þórshöfn. Guð blessi ykkur öll, Vandamenn. Hjaltested og hans fjölskyldu. Þann vetur kynntist hún Hinrik Hjaltasyni, sem þá var að Ijúka námi í Vélstjóraskólanum. Gengu þau í heilagt hjónaband 7. febrú- ar 1920. Hinrik var af góðum, vestfirzkum ættum, og hefur þeim varla verið það ljóst þá, að hún, Sunnlendingurinn, gæti rak- ið ættir sinar saman við hans. En móðir áðurnefnds Arna Arnason- ar, Kristjana Olafsdóttir, var Vestfirðingur af höfðingjakyni. Meðal nafnkunnra manna i þeirri ætt voru afar hennar, Erlendur sýslum. Ölafsson (mikill fram- faramaður, bróðir Grunnavíkur- Jóns) og Magnús próf. Teitsson í Vatnsfirði, sem og Markús sýslum. Bergsson í ögri. En sam- an má rekja ættir Karltasar og Hinriks til Hjalta prófasts Þor- steinssonar i Vatnsfirði (einn fremsti listamaður landsins á 18. öld); einnig til Páls Torfasonar sýslum. á Núpi, Jóns próf. Ara- sonar I Vatnsfirði (skálds og annálaritara), séra Páls Björns- sonar í Selárdal, er var lærðastur manna hérlendis um sina daga, og enn fremur til Arngríms lærða og Odds biskups Einarssonar. Afi og amma byrjuðu sinn búskap á Barónsstíg 10 í Reykja- vík, og vann hann þá í Hamri og + Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir. amma og langamma + GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR. Inrtilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og jarðarför Laugavegi 1 37, GUÐMUNDAR Á. BOÐVARSSONAR verður jarðsungm frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19 janúar kl 1 ^ Bergljót Sveinsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Selfossi, Margrét Sveinsdóttir, Jón A. Jónasson, Hlif Sigurðardóttir. Anna Sveinsdóttir, Gunnar Valgeirsson, barnaborn og barnabarnabörn. börn og tengdabörn. , + Faðir okkar. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar. BALDVIN LOFTSSON. tengdamóður og ömmu. sem lézt að heimili sínu 11 þ m , verður jarðsunginn frá Dalvikur- JULÍONNU GÍSLADÓTTUR kirkju, föstudaginn 20 janúar kl 13 30 Króki Akranesi, Börnin. Aðstandendur Móðir okkar. + DOROTHY M. BREIÐFJÖRÐ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 9 janúar kl 1 30 e.h Eileen Breiðfjörð, Kenneth Breiðfjörð, Kristin Jónsdóttir, Roy Ó. Breiðfjörð. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður mins, GUÐMUNDAR GUNNARSSONAR. Brautartungu. Stokkseyri. - Fjóla Guðmundsdóttir og vandamenn. sem vélstjóri á togurum og varð- skipum. Að 6 árum liðnum flutt- ust þau búferlum til Norðfjarðar. Þar setti Hinrik upp járnsmíða- verkstæði og starfrækti það til dauðadags. A millistríðsárunum bjuggu margir við kröpp kjör þar eystra, jafnvel þótt iðnaðarmenn væru. Varð Karítas þvi að vinna mikið úti með húsverkunum, en hún var atorkusöm og sá sérstak- lega vel um heimili sitt og börn. Siðari árin fór Hinrik öðru hvoru i túra sem vélstjóri á togurum, bæði islenzkum og brezkum. Ibúð- arhús úr steini hafði hann byggt árið 1930 að Miðstræti 16. Þau hjónin áttu tvo syni, Jens (f. 1922) og Jósafat (f. 1924), og fetuðu þeir báðir i fótspor föður síns: Er Jens vélstjóri í Aburðar- verksmiðjunni, en Jósafat rekur vélaverkstæði hér í bæ. Upplýs- ingar um þá feðgana, konur og börn er að finna í Vélstjóratali 1911—1972. Afi og amma voru mjög barn- góð og vildu öllum gott gera. Auk sonanna dvöldust mörg ungmenni á heimili þeirra bæði til lengri og skemmri tíma, en einna lengst dvaldist Bjarni Anton Jónsson hjá þeim, frá 2ja ára til tvítugs. Heitir ein dóttir hans eftir ömmu, auk tveggja barnabarna hennar. Ferðir mínar til Neskaupstaðar í bernsku standa mér ekki skýrar fyrir hugskotssjónum, en við þær minningar um bryggju- og báts- ferðir og samskiptin við hina fær- eysku kostgangara ömmu minnar loðir einhver óljós ævintýrakeim- ur. En dýpsta og varanlegasta minningin er sú, er ég lifi þá sælukennd aftur endrum og sinn- um, að ilmur daganna berst að vitum mér næstum eins og forð- um, þegar kökubakstur Karitasar ömmu fyllti allt húsið unaðslegri angan. En sú barnslega tilfinning er innilega samtengd hennar eig- in hlýja persónuleika og um- hyggju fyrir okkur börnunum. Þessi ljúfsára minning um sak- lausa hamingju bernskustundar, sem kemur aldrei aftur, er í öllum sinum einfaldleik dýrmætari en flest það, sem maður reyndi að veita sér á eigin spýtur síðar í lífinu og kallaði hamingjuleit, en var ofurselt gleymskunni eftir fá- ein ár. Hin sanna gleði verður ekki tekin, heldur einungis gefin þeim, sem hafa hjartalag barns- ins. Arið 1956 lézt Hinrik afi minn, og fluttist amma þá suður, eftir þriggja áratuga veru þar eystra. Var hún í 11 ár hjá yngri syni sínum og fjölskyldu hans að Hrisateigi 29. Vann hún þá mörg ár í eldhúsinu á Hótel Vík og var þar mjög vel liðin fyrir sína léttu lund, starfsgleði og skyldurækni. En með ellinni tók heilsan að bila, og varð hún þá að hætta störfum, þótt henni félli það miður, því að aðgerðarleysið átti ekki við hana. 1 árslok 1967 fluttist hún til eldri sonar síns og fjölskyldu á Lang- holtsveg 8. Bjó hún þar í séríbúð, allt til þess er hún varð að flytjast á sjúkrahæli í janúar 1977. Var hún á öldrunardeild Landspítal- ans, Hátúni 10, allt þangað til hún lézt. Þar var hún í góðu yfirlæti hjúkrunarfólks, sem veitti henni beztu aðhlynningu i veikindum hennar. Snemma í vetur var hún lengi veik af skæðri lungnabólgu, en náði sér aftur og hélt sæmi- legri heilsu og góðri meðvitund, unz hún leið út af (bráðkvödd) að morgni þess 10. janúar. Það er undravert að hugsa til þess, hversu miklar sjúkdóms- raunir þessi gamla kona þoldi, eins lítil og veikbyggð og hún virtist vera. En þrátt fyrir margar erfiðar sóttir, alvarleg beinbrot, innvortis veikindi, uppskurði og þungbæra gigt á rúmlega áratug, tókst henni að bera þetta mótlæti með stöðuglyndi og án þess að brotna. Hefur það verið mikil.l kraftur, sem henni var af Guði gefinn, að geta komizt yfir allar sínar erfiðu sjúkdómslegur fram undir hálfnirætt, og það eftir vinnusama ævitíð. En trúin var henni styrkur, og hún var óhrædd við dauðann. Afi og amma höfðu bæði verið trúrækin og staðföst í einu og öllu. Hefur hún liklega verið farin að þreyja að fá sína lausn úr þessum heimi til annars betri. Þó trú ég því, að einhver Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.