Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIRUDAGUR 18. JANUAR 1978 MAft-'C y 8TABILE . t/Atl RAW<t4TA£>vJ«.' ^ VO*iOr»\ BAKA A© A- HÖ/M-dMOoe BOAMDlsei! t<ici i oeiLUMA * Hvjao Ír&ltl5t £P þ*£ifc gAOAör jw'IWWA V/bí.C»KitO? ANDREAS Wenzel frá Liechtenstein sgiraði í stórsvigskeppni Heimsbikarsins á skíðum í gær og var þetta í fyrsta skipti, sem hann sigrar í þessari keppni. Ingemar Stenmark varð í öðru sæti og á sunnudaginn mátti hann gera sér fimmta sætið að góðu er keppt var í svigi. Forystu hefur Stenmerk þó í heimsbikarkeppninni samanlagt og hann hefur einnig forystu bæði í svigi og storsvigi. HM í K N A T T S P Y R N U TVEIR ÓSIGRAR HJÁSTENMARK Mario Andretti eftir sigurinn f fyrstu Grand-Prix keppni kappaksturs- manna á þessu keppnistfmabili. Klaus Heidegger vann f sviginu á sunnudaginn og eftir tvö töp Stenmarks f röð er hann ekki lengur talinn hinn öruggi sigurvegari f Heimsmeistarakeppninni, sem fram fer um næstu mánaðamót. Samanlagður timi Wenzels i keppninni í gær var 2:34.36 og hafði hann 0.53 sek. betri tíma en Stenmark. Eftir fyrri ferðina var Stenmark í þriðja sæti og þó hann keyrði mjög vel í seinni ferðinni gaf Wenzel ekkert eftir og sigur- inn var örugglega hans, Stenmark krækti í annað sætið, en þriðji var Piero Gros. Heini Hemmi varð fjórði og í fimmta sæti kom Bandaríkjamaðurinn snjalli, Phil Mahre. Hinn tvítugi Klaus Heidegger frá Austurríki sýndi mikla keppnishörku í sviginu á sunnU- daginn. Tókst honum með krafti sínum að tryggja sér sigur og öll- um á óvart varð annar Peter Popangelov frá Búlgaríu, 18 ára piltur, sem notar frftíma sinn til að stjörnuskoðunar. Stenmark varð fimmti og er það lélegasti árangur hans i sviginu, hans upp- áhaldsgrein, síðan 1975. Aðeins 18 kepþendur af 85 skráðum luku keppninni og það vakti athygli að enginn bandarísku keppendanna komst klakklaust í mark. Ingemar Stenmark var um síð- ustu helgi útnefndur Iþróttamað- ur ársins í Svíþjóð. Fékk hann 210 af 443 atkvæðum í kjöri sænskra íþróttafréttamanna, en Björn Borg, sem varð í öðru, sæti fékk 141 atkvæði. Eru þeir Stenmark og Borg jafnaldrar, báðir 21 árs. Björn Borg og Ingemar Stenmark hafa einir sænskra íþróttamanna 30 þúsund kr. til 22 tippara 1 20. leikviku Getrauna komu fram 22 raðir með 11 réttum og var vinningur á hverja röð kr. 30.500.—. Vinningshafar eru vfðs- vegar að af landinu, Hornafirði, Vestmannaeyjum, Eyrarbakka, Keflavfk, auk Reykjavfkur. Með 10 rétta voru 180 raðir og var vinningurinn á hverja röð kr. 1.600. Eftir lægðina, sem 3. um- ferð bikarkeppninnar orsakaði í þátttökunni, jókst þátttakan á ný og nam aukningin 35% frá fyrri viku. SDtlKJU H6PJT 'l t&lljECrO AHotóKS- ?Tl - ine.ueesiws, jeka LíOCxje. V/Öfcfc JM. lUikjkJ..... , ÞecrAe. AexievJ-riNA ■e'ife. enAe.K. ----- MARIO Andretti frá Bandaríkjunum sigraði f fyrstu Grand Prix kappaksturskeppni ársins, sem fram fór í Argentínu á sunnudaginn. Þessi 38 ára gamli kappakstursmaður hafði algera yfirburði hélt foryst- unni frá byrjun til enda og kom f markið langt á undan næsta manni, heimsmeistaranum Niki Lauda. Aðstæður voru eins og bezt varð á kosið í Buenos Aires, þar sem keppnin fór fram og 100 þúsund áhorfendur fylgdust með keppn- inni af áhuga. Fyrirfram höfðu margir spáð Carlos Reutemann sigri enda keppti hann á heima- velli en í undanrásum náði Andretti langbezta tímanum og tryggði sér fremsta rássætið. Andretti var ákaflega ánægður eftir sigurinn i keppninni. — Þetta tókst mjög vel keppnina út. Þegar ég hafði náð 22 sekúndna forskoti á Lauda hægði ég á ferð- inni til þess að hlifa bílnum, þvf ég var öruggur um að sigra ef ég kæmi bilnum heilum í mark, sagði hann eftir keppnina. Andretti keppir fyrir Lotus en Lauda keppti nú í fyrsta skipti fyrir Braham, en í fyrra keppti hann fyrir Ferrari. Ronnie Peter- son frá Svíþjóð varð fimmti á Lotus og Emerson Fittipaldi, fyrr- um heimsmeistari, varð 10. á brasilönskum bíl. Þau mistök áttu sér stað við lok keppninnar, að flagginu var veifað þegar Ronnie Peterson var að hefja siðasta hringinn en þessi mistök voru fljótlega leiðrétt. Röð 5 efstu manna: Andretti (Lotus), meðalhraði 193,7 km/ klst, Lauda (Braham, Depailler (Tyrrell), Hunt (Mclaren) og Peterson (Lotus). orðið íþróttamenn ársins í Svíþjóð tvö ár í röð á seinni árum. Úrslitin 1 stórsviginu í Sviss f gær: Andreas Wenzel, Liechtenstein, 2:34.36 Ingemar Stenmark, Svíþjóð, 2:34.89. Piero Gros, Italíu, 2:35.07 Heini Hemmi, Sviss, 2:36. 31 Phil Mahre, Bandarikjun- umv2:36.40 Bojan Krizaj, Júgóslaviu, 2:37.41 Peter Lusher, Sviss, 2:37.44 Gustavo Thoeni, Italíu, 2:37.56 Klaus Heidegger, Austurríki, 2:38.25 Bruno Noeckler, Italíu 2:38.53 1 keppni um stórsvigs- bikarinn er staðan þessi: Ingemar Stenmark 95 stig Andreas Wenzel 55 stig Heini Hemmi 51 stig Phil Mahre 43 stig Jean Luc-Fournier 32 stig t keppni þjóðanna í heims- bikarnum er stigatalan þessi: Austurríki 500 (karlar 261, konur 239) Sviss 286, (128, 158) Italia223 (221,2) Liechtenstein 160 ( 65, 95) V-Þýzkaland 156 (28, 128) Sviþjóð 150 (150,0) Bandarikin 149 (76, 73) Unglingalandslið skíðafólks valið í fyrsta skipti UNGLINGALANDSLIÐ hefur nú f fyrsta skipti verið skipað fyrir okkar unga og efnilega skfðafólk. Verður reynt að senda hluta hópsins, sem valinn hefur verið til æfinga, á mót erlendis, en það fer eftir fjárhag Skfðasambandsins hve margir verða sendir utan. Alpahópurinn er á aldrinum 13—16 ára, en göngupiltarnir eru 15—19 ára. Það vekur athygli að tvennir bræður eru meðal þessa efnilega skíðafólks. Ölafsfirð- ingarnir Gottlieb og Jón Konráðs- synir annars vegar og hins vegar Húsvíkingarnir Kristján og Björn Olgeirssynir. Þess má geta að Kristján Olgeirsson var á síðast- liðnu sumri fyrirliði hins frækna unglingalandsliðs í knattspyrnu. Fyrst farið er að ræða ættfræði er ekki úr vegi að geta þess að Finn- bogi Baldvinsson er bróðir skiða- konunnar snjöllu, Margrétar Baldvinsdóttur frá Akureyri. í Alpagreinum hafa átta verið valin i unglingalandsliðshópinn, þau eru: Arni Arnason, Reykja- vík, Björn Olgeirsson, Húsavik, Finnbogi Baldvinsson, Akureyri, Jónas Olafsson, Reykjavik, Kristján Olgeirsson, Húsavik, Ás- dis Alfreðsdóttir, Reykjavík, Guð- rún Leifsdóttir, Akureyri, og Sigrður Einarsdóttir, Akureyri. 1 göngu hafa 5 piltar verið vald- ir. Björn Asgrímsson, Siglufirði, Gottlieb Konráðsson, Olafsfirði, Guðmundur Garðarsson, Olafs- firði, Jón Björnsson, Isafirði, og Jón Konráðsson, Olafsfirði. Ágúst meö 10 mörk í tapleik Drottgegn Lugi YSTAD hefur nú tveggja stiga forystu f sænsku 1. deildinni í hand- knattleik, en Lugi og Drott fylgja fast á eftir. Um sfðustu helgi léku þessi lið tslendinganna Jóns Hjaltalfn og Agústs Svavarssonar saman f „Allsvenskan" og fór leikurinn fram f Lundi. Lauk leiknum meó 24:20 sigri Lugi. t leiknum gerði Agúst Svavarsson 10 af mörkum Drott, 6 vfti, en Jón Hjaltalfn var ekki meðal markaskorara Lugi. Það vakti athygli að þrátt fyrir sigurinn misnotaði Lugi 4 af 5 vftaköstum sfnum f leiknum. Olympia er enn næst neðst i 1. deildinni sænsku, en tapaði þó aðeins með einu marki fyrir Hell- as um helgina. Veikir það lið Olympia mikið að hvorki Ólafur Benediktsson, Lars Boch eða Thomas Pazyj leika með liðinu um þessar mundir. Þeir tveir síð- arnefndu taka þessa dagana þátt í HM-undirbúningi danska lands- liðsins. Á botninum i sænsku 1. deildinni er SAAB með 3 stig, Olympia hefur 6 stig og næstu lið fyrir ofan hafa 8 stig. A toppinum er Ystad með 23 stig eftir 14 leiki, Lugi er með 21 stig, Drott hefur 20 stig og í fjórða sæti eru Heim og Hellas með 19 stig. Andretti sigraði í fyrstu Grand Prix keppninni áárinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.