Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 15
1 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978 15 Hvað gerist komist komm- únistar í stjórn á Italíu? ALLIR kommúnistar sem kæm- ust I stjórn ltalfu, hvort sem það yrði f stjðrnarkreppunni nú eða sfðar, hlytu að valda vandræðum f samskiptum Bandarfkjanna og bandamanna þess, — og skiptir þar engu hve óháður Evrópu- kommúnisminn er Moskvu. Italir þurftu ekki að segja sig úr Efnahagsbandalaginu og gætu jafnvel haldið áfram að var f NATO, en ráðamenn beggja þess- arar bandalaga velta þvf nú fyrir sér hvernig bregðast skuli við ef kommúnistar eða stuðningsmenn þeirra taka sæti f rfkisstjórn ltaifu. Kommúnistastjórn á Italfu yrði mikið áfall fyrir NATO. NATO var stofnað fyrir um 30 árum til að sameina Bandaríkin og Vestur- veldin i baráttu þeirra gegn árás úr austri. Það yrði því að gera miklar breytingar á stjórn banda- lagsins ef kommúnistar kæmust til valda I einu af stærstu aðiidar- rfkjum NATO, þó svo að leiðtogar ftalskra kommúnista haldi því sí- fellt fram að þeir séu óháðir Sovétrfkjunum. Josep Luns, framkvæmdastjóri NATO, sagði eitt sinn er stjórnar- kreppa ríkti á Italíu: „Það er stað- reynd að kommúnistar bera oft hlýrri hug til þeirra þjóða þar sem kommúnismi er allsráðandi en til sinnar eigin þjóðar. Ef upp kemur, að öryggismál NATO verði í hættu, verður bandalagið að grípa til viðeigandi varúðar- ráðstafana.“ Kommúnistar hafa að vísu verið Bádu páfa um aðstoð Buenos Aires, 16. janúar, Beuter. SAMTÖK, sem kalla sig „Ættingj- ar manna sem saknað er eða eru f gæzluvarðhaldi vegna stjórnmála- skoðana sinna", tilkynntu f dag, að þau hefðu sent Páli páfa bréf, þar sem þau mælast tii þess að hann grennslist fyrir um afdrif fjölda manna, sem saknað er f Argentfnu eða er f haldi af stjórn- málalegum ástæðum. Samtökin, sem stofnuð voru f maí sfðastliðnum, sögðu í bréfinu að afskipti páfa væru mikilvægur þáttur í leitinni að hinum týndu. I sfðasta mánuði var herstjórn- in f Argentfnu beðin um að sleppa úr haldi nokkrum þúsundum póli- tískum föngum, en stjórnin hefur enn ekki svarað þeirri beiðni. f stjórn bæði á Islandi og Portúgal á undanförnum árum, en bæði löndin eiga aðild að NATO. Hvor- ugt landanna hefur þó mikil áhrif á varnir NATO og á tslandi er enginn her. Viðbrögð NATO við þessum stjórnum voru þau að ýmsum leyniskjölum sem dreift var til aðildarríkja bandalagsins var ekki dreift til íslands og Portúgals. Bandaríkin komu þvf til leiðar að kjarnorkuráðstefnu NATO var frestað þar til Portú- galsstjórn ákvað að sitja hana ekki. Ibúar Italfu eru fimm sinnum fleiri en samanlagður fbúafjöldi Portúgals og Islands. Italía á sæti f kjarnorkunefnd bandalagsins. Aðalstöðvar NATO við Miðjarðar- haf eru í Napólí og kafbátarann- sóknastöð er í La Spezia. Um EBE gegnir öðru máli. Ann- ars vegar eiga Bandaríkin ekki aðild að bandalaginu og hins veg- ar er EBE ekki varnarbandalag að minnsta kosti ekki á yfirborð- inu. VEÐRIÐ víða um heim Aþena S skýjaS Aþena 16 skýjaS Berlin 4 skýjað Brussel 7 skýjað Chicago 10 sólskin Frankfurt 5 bjart Genf 3 þoka Helsinki 1 skýjað Jóhborg 27 sólskin Kaum.höfn 3 skýjað Lissabon 13 rigning London ,, 5 rigning Los Angeles 14 skýjað Madrid 3 skýjað Malaga 10 bjart Miami 19 skýjað Moskva —9 sfcýjað New York —2 sólskin Ósló 1 snjókoma Palma. Maj. 7 skýjað París 7 skýjað Róm 8 skýjað Stokkh. 2 skýjað Tel Aviv 17 bjart Vanvouver 9 skýjað Vinarborg 1 skýjað Tókió 7 skýjað En rfkin níu sem aðild eiga að EBE hafa mikla samvinnu um hluti sem nátengdir eru hernaði, til dæmis kreppuna f skipaiðnaði f Evrópu og orkuvandamálið. EBE krafðist þess fyrir stuttu að inn- flutningstollar yrðu lagðir á her- gögn frá Bandarfkjunum. Forsætisráðherranefndin lftur á þessi mál frá efnahagslegu sjónarhorni, en ftalska stjórnin lítur á þau eins og henni sýnist hverju sinni. Mikilvægar ráð- stafanir eins og innflutningstolla Æsingur í spönskum fangelsum Barcelóna 16. janúar AP. FRÉTTASTOFAN Europa-press hafði f dag eftir áreiðanlegum heimildum innan fylkisfangels- ins f Barceiona, að um 80 fangar hefðu skorið sig til blóðs f dag, og fjöldi þeirra verið fluttir f ofboði f sjúkrahús. Heimildirnar hermdu einnig að 200 aðrir fang- ar hefðu farið f hungurverkfall. Aðgerðir þessar eru liður í þeirri tilraun fanganna að knýja stjórnvöld til að gefa þeim upp sakir, en fyrir nokkru voru nokk- ur hundruð föngum gefnar upp sakir. Þeirra á meðal voru margir hryðjuverkamenn og aðrir sem sátu inni vegna stjórnmálaskoð- ana sinna. Nokkur fangelsi á Spáni hafa orðið óstarfhæf á sfðustu mánuð- um vegna aðgerða fanga, en nú eru um 10.000 manns í fangelsi f landinu. verður að samþykkja með atkvæð- um allra aðildarrfkjanna og ttalfa hefur neitunarvald eins og öll hin löndin. Utanríkisráðherranefnd EBE heldur oft fundi um málefni sem snerta Bandaríkin. Hún hefur markað sér stefnu i málefnum Miðausturlanda og í kynþáttamál- um. Þar hefur Italfa einnig neit- unarvald. (Fréttaskýring frá AP.) Morgunblaðið sneri sér til Ein- ars Agústssonar utanrfkisráð- herra í tilefni af því, að vitnað er til tslands hér að ofan, en greinin kemur frá AP-fréttastofunni, og hafði hann þetta um málið að segja: „Ég varð aldrei var við að við værum leyndir nokkru í þessu sambandi, og tel mjög ólíklegt að svo hafi verið. Mér kemur þetta mjög spánskt fyrir sjónir, en kannski greinarhöfundur þekki betur til þessa en ég.“ Afturkalla um 18.000 bíla Washington 16. janúar Reuter. SAAB-verksmiðjurnar hafa aftur- kallað um 18.000 bfla frá verk- smiðjunum vegna galla sem fund- izt hefur í bensinleiðslum bil- anna. Bílarnir, sem hér er um að ræða, eru af árgerð 1976. Talsmenn bandariska sam- gönguráðuneytisins hafa sagt að bensfnleiðslurnar i SAAB 99 gætu nuddazt utan i afturhjólaöx- ulinn og rofnað. SAAB-verksmiðjurnar sögðu, að vitað væri um fjögur tilfelli þar sem gat hefði komið á bensín- leiðsluna, en engin slys hefðu orð- ið á mönnum. Trausti lýst á stjóm Ecevits Ankara — 17. jan. — AP. TYRKJAÞING samþykkti I dag traustsyfirlýsingu á hina nýju rfkisstjórn Bulents Ecevits með 229 atkvæðum gegn 218. Þingmenn þriggja hægri sinnaðra stjórnarand- stöðuflokka greiddu ailir at- kvæði gegn samþykkt yfir- lýsingarinnar. Þegar atkvæðagreiðslan fór fram fengu ekki aðrir að vera viðstaddir en blaðamenn og valdir gestir, auk þingmanna sjálfra, og var öryggis strang- lega gætt. Þetta er önnur stjórnarmyndunartilraun Ecevits sfðan þingkosningar fóru fram f landinu í júnf- mánuði síðastliðnum, en minnihlutastjórn, sem honum tókst að koma á laggirnar skömmu eftir kosningarnar var sfðan felld við atkvæða- greiðslu i þinginu. Samsteypu- stjórn Demirels sem þá var mynduð sat aðeins f fimm mánuði, og féll á gamlársdag Ecevit hefur lýst því yfir að stjórn hans muni f fyrstu snúa sér að þvf að leysa efnahags- Framhald á bls. 19 Beinar til EBE þingkosningar í sjónmáli? Brilssel, 17. jan. AP. SVO KANN að fara að fyrstu kosningarnar til Evrópuþings Efnahag^bandalagslandanna verði haldnar f júní 1979, að því er utanrfkisráðherra Bretlands, David Owen, skýrði frá á þriðju- dag, en það er ári sfðar en áform- að var f upphafi. Hann kvaðst vona að gengið yrði frá kosninga- frumvarpinu I Bretlandi á yfir- Spiegel-málið: Illa gengur að feðra andófeyfírlýsinguna A-Berifn, 16. jan. Reuter. BIRTING v-þýzka vikublaðsins „Der Spiegel" á 30 sfðna hand- riti, sem sagt er að sé yfirlýsing frá óánægðum a-þýzkum kommúnistum hefur hleypt austur-vesturþýzkum stjórnar- samskiptum f uppnám. I yfir- lýsingunni, er birt var f tveim- ur hlutum, var krafist stjórnar- farslegra endurbóta, sambands- slita við Sovétrfkin og frjálsra kosninga f sameinuðu, sjálf- stæðu Þýzkalandi. Þar var eínn- ig að finna bitrar árásir á leið- toga a-þýzkra kommúnista, sem sakaðir voru um að vera ger- spilltir og var það m.a. ástæðan fyrir að a-þýzka stjórnin lokaði skrifstofu tfmaritsins f A- Berlfn. Nú tveimur vikum sfðar er enn deilt um uppruna og tiigang yfirlýsingarinnar og eru ýmsar kenningar uppi. Rit- stjórar „Der Spiegel" hafa enn neitað að gefa upp heimildir sfnar og eru þeir nú fáir, sem leggja trúnað á þá staðhæfingu biaðsins að yfirlýsingin sé runnin undan rifjum umtals- verðs andófsmannahóps. Við lestur yfirlýsingarinnar hefur mörgum þótt margar full- yrðingar, sem þar koma fram, rutlkenndar og kjánalegar á köflum. Hefur einnig vakið at- hygli að mál það, sem við er haft, ber mjög keim af tæpi- tungulausum stíl tímaritsins sjálfs og notuð orðatiltæki sem áður hefur borið fyrir augu þar svo sem „rauðu páfarnir í Kremlin". Þá er yfirlýsingin ólík öðrum plöggum þeim er fram hafa komið frá hendi and- ófsmanna — í Tékkóslóvakíu á siðastliðnu ári eða Póllandi — að aðstandendum hennar er haldið ónafngreindum. Er ekki vitaó hvað stjórnendur „Der Spiegel" hafa fyrir sér í þeirri staðhæfingu að yfirlýsingin sé sönnunargagn um „fyrstu skipulögðu stjórnarandstöðuna í Þýzka alþýðulýðveldinu" og sé samin af háttsettum embættis- mönnum kommúnistaflokksins eða heiðursfélögum hans eins og siðar var greint frá. Hin opinbera fréttastofa A- Þýzkalands, ADN, lýsti plagg- inu sem „lágkúrulegu sam- sulli“ og sagði að v-þýzka leyni- þjónustan væri á bak við það. Kristilegir demókratar í stjórn- arandstöðu i V-Þýzkalandi fögnuðu yfirlýsingunni og töldu hana órækan vott um að enn væri von í mönnum um sameiningu Þýzkalands, en það er eitt af kappsmálum flokks- Framhald á bls. 19. standandi þingi svo „samþykki hennar hátignar" gæti legið fyrir við lok komandi sumars. Búizt er við að dagsetning verði ákvörðuð á þingi bandalagslandanna I Kaupmannahöfn 6. og 7. aprfl nk. I þau 20 ár, sem Efnahags- bandalagið hefur nú starfað, hafa þingfulltrúar verið kjörnir af þingi í heimalöndum sínum og hefur starf þeirra einkum verið í mynd ráðgjafaþjónustu, sem oft hefur verið sniðgengin þegar mik- ilvæg mál liggja fyrir ráðherra- nefndinni. Hefur Evrópuþingið til þessa aldrei neytt neitunar- valds síns, sem er tvíþætt og hlýt- ur að teljast tilkomumest sam- kvæmt starfsskilgreiningu en það er valdið til að bera ofurliði at- kvæði ráðherranna 13, sem fara með framkvæmdavald bandalags- ins og neita að samþykkja efna- hagsáætlun bandalagsins i heild. Hafa stuðningsmenn bandalags- ins látið I ljós von um að beinar kosningar til Evrópuþingsins auki áhrif þingsins og kveiki áhuga almennings á málefnum bandalagslandanna. Eitt af þvi, sem tafið hefur að kosningarnar næðu fram að ganga, er sú krafa Breta að fá að kjósa sína fulltrúa samkvæmt eigin kosningafyrir- komulagi, sem byggir á einmenn- ingskjördæmum þar sem menn geta greitt nokkrum einstakling- um atkvæði í forgangsröð en ekki lista, en ekki með með hlutfalls- kosningu eins og tiðkast viðast á meginlandi Evrópu. Hafa Sovétríkin skorizt í leikinn? Róm 17. jan. Reuter. SKÆRULIÐAR í Erftreu sökuðu f dag Sovétmenn um að beita flota sfnum f baráttu skæruliða og Eþfópfumanna f héruðunum við Rauða hafið. Á sama tfma óskaði Sómalfustjórn eftir stuðningi frá Vesturveldunum á þeim forsend- um, að Sovétrfkin stydddu Eþfó- pfumenn, sem fyrirhuguðu árás á Sómalfu. Talsmaður Frelsishers Erítreu (EPLF) sagði í dag, að tveir sovézkir tundurspillar hefðu i dag haldið uppi skothríð á heri EPLF, sem sætu um hafnarborgina Massawa, og sagði hann að Mig- orrustuþotur hefðu einnig tekið þátt í orrustunni. Þá segir í fregn- um frá EPLF, að tvær orrustu- þotur hafi verið skotnar niður, önnur af sovézkri gerð, hin af bandarískri, og hefðu þær báðar hrapað i sjóinn. Forseti Sómalíu, Mohamed Siad Barre, kallaði í dag á sinn fund sendiherra Bandarikjanna, Bret- lands, Vestur-Þýzkalands, Frakk- lands og Italíu og skýrði þeim frá áhyggjum sínum yfir hinni miklu hervæðingu sem Sovétríkin standa nú fyrir I Eþíópíu, og hvatti Vesturveldin til að styrkja her Sómalíu. A sama tíma sagði Eþiópiu- stjórn, að fullyrðingar Sómalfu- manna um yfirvofandi innrás Eþíópíumanna væru „rakalausar lygar“. Eþíópiustjórn sagði, að „það væri Sómalia sem hefði ráðizt inn i Eþíópiu og Eþíópiumenn væru þvi aðeins að verja hendur sinar". Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.