Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978 Hinn 28. desember síðastliðinn andaðist Jóhann Ásbjörn Arna- son, fyrrverandi bankafulltrúi í Utvegsbanka Islands, eftir hetju- lega baráttu við ólæknandi sjúk- dóm. Minningargrein þessi er nokk- uð sfðbúin vegna lasleika undir- ritaðs. Jóhann Arnason fæddist 24. október 1896 að Hóli í Bolungar- vfk og var af hinni kunnu Hóls- ætt, sem hefir haft búsetu þar siðastliðin 300 ár. Foreldrar hans voru Hansfna Asbjörnsdóttir og Arni Magnús- son; útvegsbóndi í Bolungarvík. Eina námið f bernsku var í barna- skólanum f Bolungarvfk. Hann lauk tveggja ára námi á einum Minning: ----------- ^ Jóhann A rnason hankafulltrúi vetri í Verzlunarskóla tslands 1915. Hóf hann þá ýmis verzlunar- störf þar til hann gerðist starfs- maður Islandsbanka 14. marz 1919 og starfaði þar og í Utvegs- banka Islands til 14. desember 1959 eða í rúmlega 40 ár, að hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Jóhann var tæplega meðalmað- ur á hæð, en vel á sig kominn líkamlega, snyrtimenni hið mesta í klæðaburði, greindur og víðles- inn, enda vel máli farinn og rit- fær i bezta lagi. Liggja og eftir hann margar greinar og bæklingur um hugðar- efni hans, sem fyrst og fremst lutu að peninga- og efnahagsmál- um, sérstaklega gengis- og vaxta- málum. Jóhann var andstæðingur hágengisstefnu þeirrar, sem Jón heit. Þorláksson, fyrrv. forsætis- ráðherra, barðist fyrir og var rök- stuðningur Jóhanns sannfærandi. Til marks um þetta má geta þess, að Ólafi heit. Thors, fyrrv. forsætisráðherra, þótti þessar skoðanir Jóhanns Arnasonar athyglisverðar, enda keypti hann mörg eintök af bæklingi hans um þetta efni, sem hann nefndi „KREPPUNA“. Jóhann var mikill skapfestu- maður og lét ekki hlut sinn, hver sem í hlut átti. Hann var mikill félagshyggju- maður. Vann hann frábær og fórnfús störf við undirbúning og stofnun Starfsmannafélags Ut- vegsbankans 1933. Jóhann var um skeið formaður félagsins og starfaði ávallt af vak- andi áhuga að velferð félagsins og studdi drengilega góð málefni þess og bankamannastéttarinnar. Hann var fulltrúi félagsins við stofnun Sambands íslenzkra bankamanna 1935. Jóhann var, ásamt Höskuldi heit. Ólafssyni bankafulltrúa og undirrituðum, / þátttakandi í fyrsta alþjóða bankamannamóti í London 1939. Hann var dverghagur maður og völundur hinn mesti. Lærður smiður var hann að vísu ekki, en margt af því, sem hann smíðaði, bæði úr tréi og málmi, tók langt fram því sem eftir flesta slíka liggur. Hann gerði við klukkur og úr, sem jafnvel úrsmiðir höfðu gefist upp við og smiðaði þá jafnvel varahluti í hvort tveggja, ef því var að skipta. Vandvirkni hans og hagleik ber heimili þeirra hjóna fagurt vitni, bæði hvað smíði á innréttingum og sjálfstæðum hlutum þar snert- ir. Nokkurt sjómannsblóð frá Bol- ungavík mun ætið hafa runnið í æðum Jóhanns Arnasonar. Atti hann lengi trillu, sem hann reri til fiskjar úr Selsvör í tóm- stundum sfnum. Hann var einnig ágætur lax- og silungsveiðimaður og hafði mikla ánægju af veiðiferðum í ár og vötn. Jóhann Arnason var kjörinn heiðursfélagi í Starfsmannafélagi Utvegsbankans 10. apríl 1960. Hann var kvæntur Svövu Helgadóttur, hinni ágætustu konu, sem bjó manni sínum smekklegt og yndislegt heimili að Neshaga 13. Stundaði hún mann sinn af stakri kostgæfni í hinum erfiðu veikindum hans, allt til hins sið- asta. Þau áttu gullbrúðkaup 4. nóvember 1976. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orðum mínum með þvi að færa ekkju Jóhanns Arnasonar inni- legustu samúðarkveðjur minar og annarra starfsfélaga hans í Ut- vegsbankanum og stjórnendum bankans. Adoif Björnsson. — Byggingar- iðnaðurinn Framhald af bls. 32. miklu meira i nágrannasveitar- félögunum. Hins vegar veltur dálitið mik- ið á þvf, hvað gerist í iðnaðar- svæðinu uppi við Vesturlands- veg, þar sem lóðum var úthlut- að í fyrra. Ef framkvæmdir á þvi svæði fara verulega í gang á þessu ári, þá gætu þær bætt raunverulega úr, en eins og er virðist hreyfingin ekki ætla að verða eins mikil og við áttum von á“. Þegar Mbl. spurði Gunnar, hvað liði samningum Sambands byggingarmanna og borgaryfir- valda varðandi um 200 íbúða hverfi í Breiðholti II, þar sem byggingarmönnum yrði gefinn kostur á að taka að sér ákveðin störf til að gera svæðið fram- kvæmdahæft, sagði hann það mál nú vera á lokastigi. „Hins vegar er þarna ekki um það stóra úthlutun að ræða, að húh leysi verulegan vanda,“ sagði Gunnar. „En vissulega gæti hún hjálpað til.“ „Það má svo sem segja að það hefði mátt slakna á þeirri spennu, sem hefur verið í bygg- ingariðnaðinum undanfarin ár, því hún hefur að minu viti ver- ið óeðlilega mikil. Hins vegar óttast ég að, samdrátturinn verði full ör,“ sagði Gunnar Björnsson að lokum. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Getur kynvillt kona orðið kristin? Slfkar konur eru fleiri en yður grunar. Einhleypar konur hafa kynhvöt. Eg þekki það af eigin reynslu. Eg lifi í helvfti á jörðu, en ég er að biðja um fyrirgefningu. Eg vissi ekki, að þetta væri synd, fyrr en ég fór að lesa Biblfuna. Það er munur á því, hvort kona er kynvillingur eða hún lifir samkvæmt tilhneigingum sínum. Kynvilla er spilling og bönnuð í Biblíunni. Þess vegna væri það mótsögn, ef kona, sem lifði í kynvillu, játaði, að hún væri kristin. Nú laðast sumar konur frekar að konum en karl- mönnum, hvort sem þar kemur til eitthvað eðlislægt eða áhrif umhverfisins. Ég sé ekkert rangt við það, þó að konum geðjist að því að vera saman, ef þar er ekki um að ræða nein kynferðisleg mök eða siðleysi. Ég veit til dæmis um margar rosknar konur, sem búa saman, af því að þær vilja ekki vera einar, og ég finn ekkert athugavert við það, svo framarlega sem þær forðast allt sem sprettur af kynvillu. 1 spurningu yðar hafið þér í rauninni svarað öllum þeim, sem eru flæktir í þetta böl. Þér segið, að þér lifið „í helvíti á jörðu“, af því að þér iðrizt þessa. En ég vil minna yður á, að þetta er ekki svo mikil synd, aó fyrirgefning Guðs nái ekki til hennar. Það er alltaf synd að ganga í berhögg við orð Guðs. Þess vegna er ekki ástæða til að ætla, að þessi synd verði ekki fyrirgefin, ef menn koma í iðrun og einlægri bæn um, að þeir frelsist frá því að drýgja hana. Það var þess vegna, sem Kristur dó — til þess að unnt væri, að við hlytum fyrirgefningu. — Fundurinn í Jerúsalem Framhald af bls. 1 „Það eina, sem við göngum ekki að, eru úrslitakostir“, sagði Dayan. Kamel utanrikisráðherra Egypta hafnaði uppástungu um að haldinn yrði sameiginlegur blaðamannafundur þeirra Dayans, ásamt Vance, að loknum fundunum f morgun, og gaf engar skýringar á þeirri ákvörðun sinni. Varð úr að Dayan færi einn á fréttamannafundinn. Hann sagði að skjölin, sem hefðu verið lögð fram, bæru þess ljósan vott að mikið bæri á milli, en aðalverk- efni fundarmanna yrði að skil- greina hvar snertifleti væri að finna, hvar þeir væru ekki of fjar- lægir, og hvar tiltölulega auðvelt yrði að komast að samkomulagi. Dayan benti á að f einu atriði hefði þegar komið f ljós gjör- breytt afstaða Egypta varðandi viðræðurnar, — þ.e. afstaða þeirra til dagskrár fundanna. Talsmaður Bandarfkjastjórnar sagði, að báðir aðilar hefðu látið í ljós vilja til að komast sem fyrst að kjarna málsins, um leið og hann kvað það skoðun Vance utanrfkisráðherra að viðræðurnar yrðu langar og strangar, hugsan- lega með hléum. Við opnunarathöfnina lofaði Vance Sadat forseta Egyptalands fyrir „hugrekki og vizku“ og Beg- in forsætisráðherra Israels fyrir að „ryðja úr vegi hindrunum, sem svo lengi hefðu aðskilið Araba frá Israelsmönnum". ísraelskir embættismenn hafa látið í ljós undrun yfir þvf hve harðorður Kamel var í upphafi viðræðnanna, en töldu sennilegt að hann yrði spakari á lokuðum fundum. Kamel áréttaði fyrri yfirlýsingar um að Arabar endur- heimtu allt það land, sem af þeim hefði verið tekið i sex daga stríð- inu 1967, — þar með talinn aust- urhluti Jerúsalem-borgar. Israels- menn hafa margítrekað sagt að þeir muni aldrei láta borgina af hendi. Þá lagði Kamel ríka áherzlu á málstað Palestfnuaraba og sagði að um raunverulegan frið fyrir Israelsmenn í Palestínu yrði ekki að ræða fyrr en Pale- stínumenn þar hefðu jafnan rétt. Þar sem Vance fjallaði um Pale- stfnumálið, sem er helzta hindrunin í vegi fyrir þvf að friðarsamningar takist, lagði hann áherzlu á „lagalegan rétt“ Palestínuaraba og rétt þeirra til þátttöku í ákvörðunum er vörð- uðu framtíð þeirra sjálfra. Vance nefndi hins vegar ekki að stofna ætti sjálfstætt Palestínurfki elleg- ar að tsraelsmenn hyrfu með öllu af hernumdu svæðunum, og gaf það vfsbendingu um málamiðlun þá sem Bandaríkjastjórn er að reyna að koma til leiðar á leyni- fundum með deiluaðilum. Stefna Bandarfkjamenn nú að því að koma á bráðabirgðasamkomulagi um vésturbakka Jórdan-árinnar milli Israelsmanna, Palestínu- manna, Jórdana og Egypta, en framtíðarlausn á vandamáli Pale- stfnuaraba á vesturbakkanum og Gazasvæðinu yrði síðan látin bíða sfðari samningafunda, sem hugsanlega yrðu haldnir í Genf. Blað, sem Arabar í Lfbanon gefa út, segir i dag, að Saudi- Arabar hafi komið fram með nýja hugmynd varðandi lausn á vanda- máli Palestinuaraba. Vilji þeir kaupa vesturbakkann og Gaza- svæðið aftsraelsmönnum f þvf skyni að þar yrði sfðan stofnað Palestínuríki. Segir blað þetta, að Khaled konungur og Fahd krón- prins í Saudi-Arabíu hafi komið þessari hugmynd á framfæri við Carter Bandaríkjaforseta er hann heimsótti þá fyrir skömmu. — Velta íslenzku fiskiðnaðar. . Framhald af bls. 32. að undanfarna mánuði hefði ver- ið unnið að þvi að setja upp vélar f verksmiðjunni og mætti gera ráð fyrir að því verki lyki á næstu mánuðum. Hins vegar væri erfitt að segja á þessu augnabliki hven- ær verksmiðjan tæki til starfa. „Frystigeymsla f tengslum við verksmiðjuna hefur nú verið starfrækt í hálft annað ár og hef- ur hún komið að mjög góðum not- um og styrkt mjög samkeppnisað- stöðu Coldwaters á bandarískum markaði," sagði Guðmundur. Veltan tífald- ast á 10 árum Það kom fram hjá Guðmundi er hann var inntur eftir því hvernig rekstur Coldwaters hefði gengið undanfarin ár, að á s.l. ári og mörg ár á undan hefði verið um verulega söluaukningu að ræða. Rekstur fyrirtækisins stæði traustum fótum og afkoman þvi góð. Eins og kunnugt væri af fréttum hefði verðlag á þeim vör- um, sem Coldwater seldi, stöðugt farið hækkandi sfðustu árin og sem dæmi mætti nefna, að verð á þorskblokk væri nú í algjöru há- marki og væri 1.05 dollarar pr. pund. Það mætti að lokum geta þess, að á sfðustu 10 árum hefði velta fyrirtækisins tffaldazt. Arið 1967 hefði veltan verið 17.7 milljónir dollara, en á s.l. ári tæp- lega 175 millj. dollara, eins og fyrr segði. Forstjóri Coldwaters er sem fyrr Þorsteinn Gfslason, verk- fræðingur. Forstöðumaður verk- smiðju Coldwaters f Maryland er Guðni Gunnarsson verkfræðingur og forstöðumaður fyrir frysti- geymslu fyrirtækisins og yfir framkvæmdum i Everett er Þor- steinn Þorsteinsson verkfræðing- ur. Guðjón B. Olafsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Products Inc., sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að heildar- sala fyrirtækisins hefði numið 61.671.360 dollurum á s.l. ári, en það eru um 13.7 milljarðar kr. Sagði Guðjón, að heildarsala fyr- irtækisins hefði numið 48.5 milljónum dollara árið 1976 og væri því söluaukningin 27%. Söluaukning 1%- veltuaukning 31% Um stæðuna fyrir veltuaukn- ingunni sagði Guðjón, að hluta hennar mætti rekja til verðhækk- ana á árinu. Sala á vörum, sem framleiddar væru í fiskréttaverk- smiðju Iceland Products, hefði að- eins aukizt um 1%, þ.e. úr 30.850 millj. punda i 31.340 millj. pund, i flökum hefði salan hins vegar aukizt úr 18.455 millj. punda í 23.080 millj. pund. En á sama tíma og framleiðsla rétta f verk- smiðjunni hefði aðeins aukizt um 1% hefði veltuaukning í dollur- um orðið 31%. Þá sagði Guðjón að hægt hefði verið að selja mun meira af flökum, ef hægt hefði verið að fá meira frá Islandi. Heildarneyzla minnkar Guðjón B. Ólafsson sagði, að á sfðasta ári væri talið að heildar- neyzla fiskrétta í Bandarfkjunum hefði dregizt saman um 1—3%, en opinberar tölur væru ekki komnar út enn, engu að siður hefði fiskiðnaðarfyrirtækjunum tekizt að halda í horfinu, og væri það í fyrsta sinn í sögunni, sem tekizt hefði að halda verði f há- mark'i, þrátt fyrir einhvern sam- drátt f neyzlu. Guðjón sagði, að ýmsir erfiðleikar steðjuðu nú að Fish and Chips stöðum í Banda- rfkjunum. Ekki væri gert ráð fyr- ir verðhækkunum á landbúnaðar- afurðum á þessu ári, og ef svo færi, væri fyrirsjáanlegt að fiskurinn fengi þaðan mikla sam- keppni. „Ef ég á að spá ein- hverju,“ sagði Guðjón, „Þá teldi ég að markaður fyrir fisk yrði sterkur á þessu ári, en að ekki komi til verðhækkana." — 4.735 lestir Framhald af bls. 2 það til áramóta. Féllu allir róðrar niður með línu frá þeim tíma, en nokkrir togaranna voru á „skrapi“ á þessu tímabili, en fengu flestir lítinn afla. Aflahæsti línubáturinn f mánuðinum var Orri frá Isafirði með 108,9 lestir f 14 róðrum, en í fyrra var Garðar frá Patreksfirði aflahæstur með 146,3 lestir í 20 róðrum. Af togurum var Páll Pálsson aflahæstur í desember með 350,0 lestir, en í fyrra var Júlíus Geirmundsson frá Isafirði aflahæstur með 468,7 lestir. Heildaraflinn á tfmabilinu októ- ber/ desember var nú 14.089 lest- ir en var 14.069 lestir á sama tfma í fyrra. Aflahæsti Ifnubáturinn á haustvertíðinni var Orri frá Isa- firði með 384,2 lestir í 59 róðrum en í fyrra var Tungufell frá Tálknafirði aflahæst á haustver- tíð með 343,6 lestir f 63 róðrum. Guðbjörg frá ísafirði var aflahæst vestfirzku togaranna á árinu 1977 með 4.642 lestir í 41 löndun. Hún var einnig aflahæst á árinu 1976 með 4.183 lestir. I yfirlitinu segir einnig, að mestur afli hafi borizt á land á Isafirði í desember, eða 1.525 lest- ir, á Patreksfirði bárust 654 lestir á land og á Bolungarvík 651 lest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.