Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978 5 Gnúpverjar sýna Leif ljónsöskur Geldingaholti, 16. jan. — UNGMENNAFÉLAG Gnúpverja sýnir leikritið Leifur .ljónsöskur eftir danska leikarann Torben Jedsmark. Þýðinguna gerði Halla Guðmundsdóttir frá Asum og er hún jafnframt leikstjóri. Leik- mynd og búninga gerði Haraldur I. Haraldsson og Halla Guð- mundsdóttir. Leifur ljónsöskur er fyrst og fremst fyrir yngri kynslóðina og byggist að verulegu leyti á að krakkarnir á áhorfendabekkjun- um taki þátt I leiknum af iffi og sál og séu ófeimin að spyrja og segja til. Leikurinn hefur ekki áður verið sýndur hér á landi. Frumsýning var á Árnesi á LÖGREGLUBLAÐIÐ Lögreglublað- ið komið út LÖGREGLUBLAÐIÐ XII árgang- ur, 1. tölublað er nýlega komið út. Blaðið er 50 lesmálssíður og hið vandaðasta að allri gerð. Fjöldi greina og mynda er í ritinu og er það efni að langmestu leyti tengt lögreglunni og starfi hennar. í ritnefnd eru Ingólfur Sveinsson, Helgi Daníelsson og Jóhann Löve. Guðlaugu boðið á mót í Danmörku GUÐLAUGU Þorsteins- dóttur, Norðurlanda- meistara í skák, hefur verið boðið að tefla i kvennaflokki í móti, sem haldið verður í Horsens í Danmörku um páskana. Hefur Guðlaug þekkzt boðið. Mót þetta er hald- ið í tilefni 75 ára afmælis danska skáksambands- ins á þessu ári. Hegðunar- vandi og geðræn einkenni FÉLAGSFUNDUR verður annað kvöld, fimmtudagskvöld, f Félagi einstæðra foreldra á Hótel Esju og hefst hann kl. 21. Þar mun Steinunn Ölafsdóttir félagsmála- fulltrúi tala um hegðunarvanda barna og unglinga og Helga Hannesdóttir barnageðlæknir fjalla um geðræn einkenni hjá börnum og unglingum. Að fram- söguerindum loknum mega fund- argestir bera fram spurningar að vild. Stjórn Félags einstæðra for- eldra segir í fréttatilkynningu að ábyrgir foreldrar hljóti að telja þetta fundarefni hið áhugaverð- asta og er hvatt til að menn fjöl- menni og eru nýir félagar vel- komnir. þrettándanum við góða aðsókn og undirtektir. Siðan hafa verið fjór- ar sýningar á leiknum á Árnesi, Borg, Laugalandi og Hellu. Leikendur í Leifur ljónsöskur eru 9 og með helztu hlutverk fara: Tryggvi Steinarsson, Borghildur Jóhannsdóttir og Sigurður Stein- þórsson en aðrir leikendur Gunn- ar Páll Jónsson, Guðrún Hans- dóttir, Ingigerður Jóhannsdóttir, Þurfður Jónsdóttir, Oddur Bjarnason og örn Arason. Næstu sýningar verða í Ara- tungu á morgun, miðvikudag, klukkan 4, Flúðum fimmtudag klukkan 4 og á Selfossi sunnudag klukkan 4. Þá eru ráðgerðar fleiri sýningar á næstunni. — Jón. Ummæli í lesenda- bréfi dæmd ómerk KVEÐINN hefur verið upp dómur í aukadóm- þingi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu í meið- yrðamáli er höfðað var vegna ummæla er birt- ust í lesendabréfi í dálk- um Velvakanda þann 20. nóv. 1976. Var þar gert að umtalsefni Barna- heimilið í Ólafsvfk. Höfðuðu starfsstúlkur barnaheimilisins mál á hendur bréfritara, Elín- borgu Batsepu Vagns- dóttur, vegna nánar til- greindra ummæla í les- endabréfi þessu. Niður- staða dómsins varð sú að ummælin skyldu dæmd ómerk. Er dómsorðið á þessa leið: „Framangreind um- mæli skulu vera ómerk. Stefndi, Elínborg Batsepa Vagnsdóttir, greiði 500 króna sekt til ríkissjóðs og komi tveggja daga varðhald í stað sektar verði hún ekki greidd innan að- fararfrests í máli þessu. Stefndi, Elínborg Batsepa Vagnsdóttir, greiði stefnendum, Grétu Jóhannesdóttir, Guðrúnu Jóhönnu Aðal- steinsdóttur, Kristínu Kristinsdóttur og Magðalenu Margréti Kristjánsdóttur, alls kr. 50.000 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að við- lagðri aðför að lögum“. Leiðrétting í Morgunblaðinu í gær misritað- ist nafn Sigurðar Markússonar framkvæmdastjóra sjávarafurða- deildar Sambandsins. I frétt þar sem sagt var frá komu japanskra loðnukaupenda til Islands, var Sigurður sagður vera Magnússon, en hann er Markússon eins og að framan greinir. Ekið var á lögreglubíl- inn er lög- reglan lokaði veginum Keflavfk, 17. janúar. TVENNT var flutt í sjúkrahús eftir árekstur, sem varð fyrir ofan Innri- Njarðvík um fjögurleytið í dag, en þá var mjög dimmt vegna skafrennings. Lög- reglan lokaði veginum beggja vegna við árekst- ursstaðinn og beindi um- ferðinni aðra leið, en þá ók ökumaður frá Reykjavík á hlið eins lögreglubílsins og urðu talsverðar skemmdir af. Síðar í dag urðu tveir aðrir árekstrar á Keflavík- urvegi, en um slys á fólki var ekki að ræða. iþf. Litla Ijósritunarvélin meðstóru kostina Nýjasta gerðin af Apeco ljósritunarvélum heitir M 420. Þessi vél hefur ýmsa kosti, sem gera hana aðgengilegri en aðrar ljósritunarvélar. APECO M420 er: Lítil og nett rúlluvél. Tekur varla meira pláss en ritvél. Lengd ljósritsins má stilla frá 20—36 cm. Ódýrari en flestar sambærilegar vélar. Auðveld í notkun. Með pappírsstill'. r~^-n V % Hafið samband við sölumenn okkar strax í dag. Sýningarvél í söludeild, Hverfisgötu 33. SKRIFSTOFUVELAR H.F. \tt* Hverfisgötu 33 * Sími 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.