Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Vogar,
Vatnsleysuströnd
Umboðsmaður óskast, til að annast dreif-
ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í
Vogunum.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í Hábæ
eða afgreiðslunni í Reykjavík, sími
10100
fttttglltlfrlftfcífr
Akureyri
Óskum eftir að ráða
innkaupastjóra
í dömudeild vora sem fyrst. Skilyrði er, að
viðkomandi hafi starfsreynslu og góða
vöruþekkingu Málakunnátta æskileg.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf
ásamt meðmælum skulu fylgja umsókn.
Skriflegar umsóknir óskast sendar í póst-
hólf 398, Akureyri fyrir 15. febrúar n.k.
Farið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál
Verzlunarstarf
Starfsmaður óskast til afgreiðslu í vara-
hlutaverzlun.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og
fyrri störf sendist augl.deild Mbl. fyrir 21.
janúar merkt: ,,Varahlutaverzlun —
4089".
Lögfræði-
skrifstofa í
miðborginni
óskar eftir að ráða starfskraft til vélritunar
og almennra skrifstofustarfa. Góð staf-
setningar- og vélritunarkunnátta er áskil-
in. Um er að ræða starf hálfan eða allan
daginn.
Umsóknum sé skilað á afgr. Mbl. merkt:
,,G — 5240" fyrir 23. janúar.
Vélritun
Viljum ráða í skrifstofustarf við vélritun,
símavörslu o.fl. frá 1. mars. Æskilegt að
umsækjendur hafi verslunarskóla- eða
hliðstæða menntun eða staðgóða starfs-
reynslu.
Óskum eftir umsóknum með fullum upp-
lýsingum, sem sendist Mbl. fyrir 21.
janúar merktar: „Heildverzlun — 4088".
Bílamálari
eða vanur maður óskast sem fyrst. Uppl. í
síma 92-1081 kl. 1—7 vinnudag.
Nemar —
Óskum eftir nemum í rennismíði, einnig
lagermanni.
Vé/averkstædi Sig. Sveinbjörnssonar H. F.
Arnarvogi. Garðabæ, sími 52850
Atvinna
— VIÐ FRAMLEIÐSLU Á ÍSLENZKUM
FATNAÐI.
Við aukum framleiðslu okkar á sjó- og
regnfatnaði vegna aukinnar eftirspurnar.
Við getum þess vegna bætt við nokkrum
— VÖNUM STARFSKRÖFTUM Á
SAUMAVÉLAR.
Hreinleg vinna, sem unnin er í bónus-
kerfi, sem gefur góða tekjumöguleika.
— Upplýsingar hjá verkstjóra —
Sjóklæðagerðin h / f,
Skúlagötu 51.
1^1 fíétt við Hlemmtorg.
Sími 1 1520.
Barnaheimilið að Sólheimum í Grímsnesi
óskar að ráða
starfsfólk
til fósturstarfa nú þegar eða síðar.
Uppl. í síma 24685 og á Sólheimum,
sími um Selfoss.
Sendisveinn
unglingur óskast til sendistarfa og aðstoð-
ar á skrifstofu, eftir hádegi. Þeir sem hafa
áhuga á starfinu eru beðnir að koma á
skrifstofuna milli kl. 2 — 5 í dag og á
morgun.
Hrím H.F.
Ská/ho/tsstíg 2A fbak við Fríkirkjuna).
Tvo háseta
vantar á netabát. Uppl. í síma 93-6397,
Ólafsvík.
Við óskum
eftir atvinnu
20 ára stúlka óskar eftir verzlunar eða
skrifstofustarfi. Einnig óskar 37 ára kona
eftir verzlunarstarfi, helzt í Hafnarfirði.
Vinsamlega hringið í síma 53205.
Rannsóknarstofa
Háskóla Islands
í heilbrigðisfræði hyggst ráða ritara í
hlutastarf til vélritunar, skjalavörslu og
bréfaskrifta. Enska og eitt norðurlanda-
mál æskilegt. Reynsla af heilbrigðismál-
um eða rannsóknarstörfum einnig æski-
leg
Umsóknir sendist til skrifstofu lækna-
deildar Háskóla íslands.
Góð kona
óskast til að gæta 3ja barna í heimili
þeirra í vesturbænum frá kl.
12.30 — 5.30. 5 daga vikunnar. Upplýs-
ingar í síma 2521 2.
— Tímarit
á þýzku...
Framhald af bts. 7
út í nokkur ár, en í Köln var
útgáfunni hætt fyrir tæpum tíu
árum. Hins vegar var útgáfu tíma-
rits þess, er hóf göngu sína
snemma á öldinni og áður var á
minnzt, hætt skömmu fyrir
upphaf síðari heimsstyrjaldar.
I fyrstu voru Ísland-Berichte
ekki stór í sniðum. Hin siðari árin
eru þau aftur á móti mikið rit,
sem kemur út á þriggja mánaða
fresti. Það flytur hinar margvis-
legustu fréttir frá Islandi, m.a.
um menningarmái, efnahagsmál,
ferðamál, náttúruhamfarir og
náttúruvísindi. Allt er þetta kær-
komið útlendingum, sem áhuga
hafa á Islandi, og varla í annað
hús fyrir þá að venda hvað þetta
snertir. Og það er ekki einsdæmi,
að maður sjái í þessu riti fréttir
héðan, sem ekki höfðu birzt í dag-
blöðum hér.
En forvitnilegast er ritið
áreiðanlega fyrir margar ritgerðir
um ýmiss konar íslenzk efni, sem
þar birtast, oft mjög ýtarlegar. Má
þar til nefna úr síðasta hefti rits-
ins, er út kom í des. s.I., langa og
skemmtilega ferðasögu um Vest-
firði og Vesturland. Fyrr á sama
ári var birt áhugavert efni, en það
eru bréf, sem Ernst Fresenius
hafði skrifað föður sínum þýzkum
héðan frá íslandi á þriðja tug
þessarar aldar, en um Fresenius
hafði áður birzt alilöng ritgerð,
þar sem greint er frá starfi hans
við ylrækt hér á landi, en hann
var sem kunnugt er einn af braut-
ryðjendunum í þeirri atvinnu-
grein. Ótaldar eru ritgerðirnar,
sem birtar hafa verið um fiskveið-
ar við tsland og útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar. Margt er skrif-
að um íslenzka rithöfunda, og þar
eru ófá íslenzku ljóðin, sem þýdd
hafa verið á þýzku og birzt hafa i
þessum blöðum.
Upphafsmaðurinn að útgáfu
Island-Berichte var formaðurinn í
íslandsvinafélaginu í Hamborg og
núverandi íslenzkur konsúll þar í
borg, Oswald Dreyer-Eimbcke.
Kynni sín af íslandi og áhuga á
landi og þjóð fékk hann þegar á
barnsaldri, enda eru foreidrar
hans hvoru tveggja nákunnug.
Faðir hans hafði mikil viðskipti
við tsland sem umboðsmaður
Eimskipafélags Islands í Ham-
borg, og síðar var hann islenzkur
konsúll þar árum saman. Nú hef-
ur sonurinn tekið við hvoru
tveggja. Leggur hann mikla
áherzlu á að kynna tsland og Is-
lendinga löndum sínum með
margvíslegum hætti, og er útgáfa
timaritsins einmitt gerð í því
skyni. Lesið er tímaritið aðallega í
Þýzklandi, en það berst miklu
víðar, er t.d. lesið í Hollandi, Dan-
mörku Sviss, Austurríki og meira
að segja á Indlandi.
Utgáfa slíks rits sem þessa kost-
ar að sjálfsögðu mikla fyrirhöfn
og fjármuni. Hefur Oswald Drey-
er-Eimbcke hvorugt sparað, enda
væri útgáfan óframkvæmanleg án
hans atbeina á þessum og öðrum
sviðum. tslendingum gerir útgáf-
an ómetanlegt gagn, en lítinn sem
engan stuðning hefur hún fengið
héðan.
Nokkur mannaskipti hafa orðið
við ritstjórn tímaritsins, svo sem
við er að búast á svo löngum ferli.
Nú er ritstjórinn dr. Gerald P. R.
Martin, hinn þriðji í röðinni, og
hefur hann haft ritstjórnina með
höndum siðastliðin þrjú ár. A
þeim tíma hefur ritið tekið mikl-
um stakkaskiptum, stækkað til
mikilla muna og þá jafnframt
orðið fjölbreyttara að efni. Legg-
ur ritstjórinn mikla alúð við ritið,
vandar efnisvalið eftir föngum.
Kynni ritstjorans af tslandi eru
ekki ný af nálinni. Hann segir frá
fyrstu kynnum sínum af landinu í
áðurnefndri ferðasögu um Vest-
firði og Vesturland:
„Þegar ég var eitthvað fimmtán
ára að aldri, festi ég á vegginn I
herbergi mínu ljósmynd frá hin-
um norðlægustu slóðum, smá-
plássi á mjóum tanga, en and-
spænis því gnæfði þverhnýpt
fjallið hvítt af snjó. Það var Isa-
fjörður".
Upp frá þessu tók hann til við
að lesa Islendingasögurnar í
þýzkri þýðingu í Thule-útgáfunni,
og á námsárum sínum í Basel í
Sviss á fjórða áratugnum kynntist
hann þeim fræga norrænufræð-
ingi Andreas Heusler og um líkt
leyti Gunnari Gunnarssyni og
verkum hans. Síðar komu til
nánari kynni með mörgum ferð-
um til Islands og lestri sagnfræði-
rita um Island. Allt kemur þetta
að góðum notum fyrir tímaritið
um tsland, sem hann ritstýrir, og
allt hefur þetta orðið til þess, að
hann hefur tekið ástfóstri við
land og þjóð. Kemur það og enn
til, að jarðfræði tslands er honum
einkar hugleikin, enda er hann
sjálfur jarðfræðingur að mennt-
un og hefur starfað sem slíkur
fram á síðustu ár.
Þegar slíkur áhugi á málum Is-
lands eins og hér hefur verið lýst
er fyrir hendi, er enginn vafi á
því, að auka má tengslin milli
landanna til mikilla muna frá því
sem nú er. Hinn þýzki menningar-
heimur þarf ekki að vera okkur
lokaður, eins og sagt var í Reykja-
víkurbréfinu. Samvinna við
þýzka aðila er áreiðanlega
auðfengin. Gott er og að minnast
þess, að menningartengsl hafa
verið milli þessara þjóða frá
upphafi tslandsbyggðar, og væri
verr farið, ef þau tengsl rofnuðu.
Tímaritinu Island-Berichte og
höfundum þess hefur lítill gaum-
ur verið gefinn í íslenzkum fjöl-
miðlum, svo að mér sé kunnugt.
Þessar línur eru ritaðar til að
vekja athygli landsmanna á því og
því starfi til íslandskynningar,
sem unnið er af einstökum áhuga
á þessum slóðum.
Jón E. Vestdal.