Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978 11 Er okkur alvara? — athugasemdir um þingfararkaup Vegna umræðu í fjölmiðlum að undanförnu um laun alþing- ismanna vil ég, að gefnu tilefni, taka fram eftirfarandi sem einn nefndarmanna í þingfar- arkaupsnefnd: það er útbreidd- ur misskilningur, að þingmenn skammti sjálfum sér laun. Þau fylgja launastigum ríkisstarfs- manna samkvæmt sérstökum lögum um þingfararkaup frá 1964 en þau fela það í sér, að alþingismenn skuli taka laun eftir þriðja hæsta launaflokki ríkisstarfsmanna. Það er sú regla, sem gildir í dag. Þingfar- arkaupsnefnd er hinsvegar ákvörðunaraðili um ýmis kjara- atriði, svo sem dagpeninga og húsaleigu utanbæjarþing- manna, bifreiðastyrk og ferða- kostnað í kjördæmi — með hlið- sjón af samskonar fríðindum opinberra starfsmanna. Þessir kjaraliðir hækkuðu á s.l. hausti um 25—26% samkv. ákvörðun þingfararkaupsnefndar en þingmenn halda sig yfirleitt alls staðar undir taxta opinb. stm. Það var mat lögfræðinga, að eðlilegt væri og í beinu sam- ræmi við gildandi lög, að þing- menn tækju laun eftir launa- stiga BHM nú, eftir að leiðir skyldu með BSRB. A því mati var byggð samþykkt þingfarar- kaupsnefndar frá 29. nóv. s.l. ★ Ég hlýt að taka það fram einnig, að bókun nefndarinnar um mina afstöðu til málsins: að ég teldi, að ,,hér væri fulllangt gengið", er aðeins brot af sann- leikanum um afstöðu mina, er kom fram í nefndinni til hinna miklu launahækkana eru komu í hlut efstu launaflokkanna innan BSRB og BHM með sið- ustu kjarasamningum. Ég hef ekki fárið dult með þá skoðun mina, hvorki innan þingfarar- kaupsnefndar né utan hennar, að ég tel þær fjarri öllu lagi og sízt til þess fallnar að skapa jafnvægi og frið á hinum al- menna launamarkaði. Ég hefði talið eðlilegt við rikjandi að- stæður, að alþingismenn sýndu þann þroska umfram þá kröfu- hörðustu meðal ríkisstarfs- raanna, að þeir færu mun hóf- legar í sakirnar — hvað sem liður lögum um þingfararkaup — eða er okkur alvara um að nú sé þörf aðhalds og gætni i launamálum? Mér blöskra einnig allar þær aukagreiðslur og bitlingar til margra einstakl- inga innan launakerfis ríkisins, sem eru á háum launum fyrir. Þær ætti, i mörgum tilfellum, að afnema með öllu. ★ Með þetta i huga vil ég vænta þess fastlega, að þegar — eða ef til þess kemur á næstunni, að grípa verði til einhverra kjara- skerðinga almennings til að firra frekari þjóðarvanda sök- um vaxandi verðbólgu, þá láti háttvirtir alþingismenn ekki á sér standa, né heldur aðrir há- tekjumenn, hvar sem þeir eru í stétt settir — að slá af umfram hina, sem síður mega við því, að kjör þeirra séu skert. Sigurlaug Bjarnadóttir. Norsk-íslenzka sfld- in aldrei stærri SlLD sú af norsk-fslenzka sfldar- stofninum, sem söltuð var f Nor- egi s.l. haust, hefur aldrei verið stærri að meðaltali. 1 upplýsinga- bréfi Sfldarútvegsnefndar, sem nú er nýkomið út segir að ýmsir erlendir sfldarkaupendur hafi haldið þvf fram, að sfld sú af norsk-fslenzka sfldarstofninum, sem Norðmenn hafi undanfarið saltað, sé ótrúlega stór, og að mik- ið hafi verið saltað af sfld, sem sé af stærðinni 2.75—3.00 stk. per kfló miðað við fullverkaða sfld hausskorna og slógdregna, en stykkjatal f góðri Norðurlands- sóld var að jafnaði 3.00—3.75 per kg. Jafnframt hafa vfða borizt fréttir um að fitumagn norsk- fslenzku sfldarinnar hafi yfirleitt verið 23—26% á vertfðinni. Síldarútvegsnefnd hefir nýlega fengið sýnishorn af hinni norsku saltsíld og var síld þessi vigtuð og efnagreind hjá Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins 4. þ.m. Síldin var flokkuð í tvo stærðarflokka, áður en efnagreining fór fram, enda var stærðarmunur töluverð- ur en síldin þó jöfn í hvorum flokki. 1 fyrsta stærðarflokk fóru lega óbeit á ýmsu því lestrarbóka- efni, sem mér og fleirum hafði sýnzt einkar vel til skólalestrar fallið. Svo að aftur sé komið að höf- undunum „útvöldu og útilokuðu", þá er það auðvitað æði mikið und- ir hælinn lagt, hverjir hafa skrif- að um þá efnisflokka, sem í lestr- arbókunum eiga að vera, og það við hæfi viðkomandi aldurs- flokka. Og það er óháð „verðleik- um“ höfundanna. Einnig vantaði mikið á, að mér eða öðrum starfs- mönnum við þetta verk væri ætl- aður timi til að kanna skipulega öll rit íslenzkra höfunda; þau eru, guði sé lof, æði margra mánaða lestur. Því hefur ugglaust margt ágætt efni sloppið úr okkar nót, en úr þvi er reynt að bæta með því að lýsa eftir uppástungum frá þér og öðrum, sem bæklinginn sjá. Raunar á það við um mitt starf — ég veit ekki um sam- starfsmenn mína —, að ég lagði mesta rækt við að leita uppi það efni, sem ég átti sízt von á, að ábendingar kæmu fram um frá öðrum. Þetta á einkum við um óprentað efni, en einnig þýðingar og timaritsgreinar frekar en bæk- ur kunnra höfunda innlendra. Raunar er ekki alveg laust við, að Lestrarbókanefnd hafi komið til móts við sýnisbókarsjónarmið- ið, þvi.að fslenzkar bókmenntir að fornu og nýju eru einn af fjórum efnisflokkum eins af bindunum, sem ég stakk upp á efni í. Er einsýnt að gera þann efnisflokk- inn rúmfr'ékastah, nokkuð yfir 47.5% og í annan stærðarflokk 52.5%. I upplýsingabréfinu segir, að meðalstærð sfldarinnar af 1. stærðarflokki hafi reynst vera 2.44 stk. per kg. og sé það stærsta sfld af norsk-íslenzka stofninum, sem skrifstofu SÚN sé kunnugt um að hafi verið söltuð. Meðal- stærð smærri sildarinnar reyndist 4.20 stk. per kg og er það svipað stykkjatal og í stórri Suðurlands- síld. Þá segir að f þessu sambandi skuli þessa getið, að samkvæmt fréttum, sem SÚN hafi borizt frá Noregi, muni einkum þrír árgang- ar hafa borið uppi veiðina á s.l. vertfð, þ.e. 1973 árangurinn, sem mest bar á, og árgangarnir 1969 og 1974. Að lokum segir, að fitu- magn í áðurnefndum sýnishorn- um (búkfita) hafi verið 23—24%. AUÍíLVSINGASIMINN ER: ^22480 I JhorgunbleÖib hálft bindi, en satt að segja hossar það ekki hátt til að koma að öllum „verðugum“ höfundum. Þó er auðvitað álitamál, hversu mörgum höfundum þarna á að gera skil, og þar með hversu naumt á að skammta hverjum þeirra rýmið. Mér finnst sjálfum rétt að hafa í þessu bókmenntaúr- vali allmikið fornritaefni, vegna þess að það er ætlað elzta bekk grunnskólans, en erfitt að velja fornmálstexta handa yngri bekkj- unum. Mér finnst einnig rétt að kynna lausamálsbókmenntir sam- timans með alllöngum söguköfl- um, þvi að mjög stuttar glefsur gefa einfaldlega alranga mynd af slíkum bókmenntum. En auðvitað stangast þessi sjónarmið á við það markmið að koma að sem flestum höfundum, og víst má gera þau að álitum. Lestrarbókanefnd setti fram ýmsar hugmyndir um útgáfu við- bótarefnis við hlið hinnar eigin- legu lestrarbókagerðar. Meðal annars mælir hún með heilu við- bótarbindi handa 9. bekk með úr- vali af öndvegisþýðingum er- lendra bókmennta. Ég vöna fast- lega, að sú góða tillaga verði fram- kvæmd. Hinar greinargóðu og vel vottfe^tu ábendingar þínar um Ijóðaþýðingar þinar og ágæti þeirra eiga sérstaklega erindi til þeirra, sem væntanlega eiga eftir að taka saman þetta þýðingaúr- val. Með virðingu. 15. janúar 1978, Helgi Skúli Kjartansson. GOODfíiíEAR------ HJÓLBARÐAR FYRIR DRÁTTARVÉLAR OG VINNUVÉLAR ALDREI MEIRA ÚRVAL AF HJÓLBÖRÐUM EN NÚ STÆRÐIR: 400—12/4 600—16/6 650—16/6 750—16/6 900—16/10 14—17,5/10 750—18/8 1 2—18/10 750 1—19/6 15— 26/10 15—28/12 11—38/6 1—20/8 18 — 26/10 14 — 30/6 15.5 — 25/12 — 24/8 10— 28/6 14—30/10 17,5 — 25/16 — 24/10 1 1 — 28/6 1 5—30/10 20,5—25/16 — 24/6 12 — 28/6 1 1—32/6 23,5 — 25/20 — 24/10 13 — 28/6 14—34/8 :—24/ 14 14— 28/8 15-134/14 —26/10 14 — 28/10 11—36/6 MJOG HAGSTÆTT VERÐ Hafið samband við okkur eða umboðsmenn okkar sem fyrst HJOLBARÐAÞJONUSTAN, LAUGAVEGI 172 - SÍMI 28080 GOOD&YEAR HEKLA HF. Laugavegi 170—172 — Stmi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.