Morgunblaðið - 28.02.1978, Side 14
14
MORGUNbLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 197$
N okkrir þættir
efnahagsmála
ársins 1977
Frá aðalfundi Vcrzlunarráðs tslands s.l. fimmtudag.
Aóalfundur Verzlunarráðs íslands:
„Frjálst markaðs-
kerfi hluti af almenn-
um mannréttindum”
Aðalfundur Verzlunarráðs ts-
lands var haldinn s.l. fimmtudag
á Hótel Loftleiðum. Miklar um-
ræður urðu á fundinum um
stefnuna I efnahags- og atvinnu-
málum og var f þvl samhandi
samþykkt eftirfarandi stefna
Verzlunarráðsins f efnahags- og
atvinnumálum:
Verzlunarráð tslands eru sam-
tök fyrirtækja viðskiptalifsins.
Stefna þess mótast því ekki af
sérhagsmunum einstakra at-
vinnugreina, heldur af hagsmun-
um atvinnulífsins í heild og þá
jafnframt hagsmunum þjóðarinn-
ar allrar.
Stefna Verzlunarráðsins er sú,
að efla skilyrði fyrir frjálst fram-
tak einstaklinga og saiptaka
þeirra í atvinnulífinu og stuðla að
frjálsum viðskiptaháttum og
markaðshagkerfi, sem grundvall-
arskipulagi efnahagslífsins.
Frjálst. markaðshagkerfi, er
hluti af almennum mannréttind-
um. Það hagnýtir frumkvæði,
hugkvæmni og atorku einstakl-
ingsins, lætur hann njóta eigin
verka og bera jafnframt ábyrgð
gerða sinna. Það beinir atorku
manna til þeirra verka, sem þeir
vinna bezt, fjármagni lands-
manna til þeirra framkvæmda,
sem gefa mestan arð og færir
neytendum þá vöru og þjónustu
sem þeir vilja helzt. Markaðshag-
kerfið samrýmir bezt atvinnu-
starfsemi einstaklinga óskum
þjóðarheildarinnar, án þess að
skerða rétt þeirra til að ráða eigin
málum.
I markaðshagkerfinu nást efna-
hagsleg markmið betur en í öðr-
um hagkerfum. Það hámarkar
efnalega velferð þjóðfélagsins,
heldur framboði í hámarki og
verði i lágmarki, skapar ákjósan-
legustu skilyrðin fyrir öran hag-
vöxt og nýtir bezt takmarkaða
framleiðslugetu þjóðfélagsins.
Markaðshagkerfið er bezt fallið
til að uppfylla óskir landsmanna
um betri lífskjör. Til þess að svo
megi verða þarf að framkvæmda
gagngerar breytingar i íslenzkum
efnahagsmálum:
I. Verðmyndunarhöft á að af-
neraa, en láta frjálsa verðmyndun
og virka samkeppni stýra neyzlu
og framleiðslu í samræmi við ósk-
ir neytenda.
II. Fjármagnsmarkaðinn þarf
að los a úr viðjum skömmtunar-
kerfa og gera hann frjálsan, þann-
ig að jafnvægi skapist og arðsemi
verði helzta leiðarljós í fjárfest-
ingarmálum.
III. Utanrikisviðskipti eiga að
vera frjáls, en einnig þarf að
koma á frjálsum gjaldeyrisvið-
skiptum likt og í öllum okkar ná-
grannalöndum.
IV. Skattheimtu hins opinbera
þarf að minnka og samræma
grundvallarsjónarmiðum skatt-
lagningar um leið og sköttum er
fækkað.
V. Lögum um verkalýðsfélög
og vinnudeilur þarf að breyta, svo
að aðild að verkalýðsfélögum
verði frjálsari, en ábyrgð verka-
lýðsfélaga þarf að samræma valdi
þeirra.
VI. Opinber umsvif í atvinnu-
lífinu og beina íhlutun í starfsemi
þess þarf að minnka og koma á
virkri stjórn efnahagsmála sem
samrýmist frjálsum markaðs-
búskap.
VII. Hlutverk hins opinbera í
atvinnulífinu þarf að endurskoða
og jafnrétti í starfsskilyrðum at-
vinnuveganna þarf að endurreisa.
Nokkrir þættir efnahags-
mála ársins 1977 eru tekn-
ir til umfjöllunar í febrú-
arhefti Hagtalna mánaðar-
ins og segir þar m.a. um
almenna þróun ársins:
Ytri skilyrði þjóðarbúsins
héldu áfram að batna fram
eftir árinu 1977 og raunar
voru aðstæður allar mjög
hagstæðar á fyrri hluta
ársins, aflabrögð voru góð
og útflutningsverð hækk-
aði mun örar en innflutn-
ingsverð. Á árinu í heild er
áætlað, að viðskiptakjörin
hafi batnað um 9—10% frá
árinu 1976. Áætluð aukn-
ing vergrar þjóðarfram-
leiðslu er um 4% að raun-
gildi borið saman við 2,4%
árið 1976 og +2,1% árið
1975. Áukning þjóðartekna
varð nokkru meiri vegna
bættra viðskiptakjara eða
um 8% samanborið við
5,9% árið 1976 og 6,0%
árið 1975.
Þjóðarútgjöld án birgðabreyt-
inga, sem minnkað höfðu um
8,6% árið 1975 og nánast staðið í
stað 1976 eru talin hafa aukist um
6,0% á síðasta ári, einkum vegna
óvenju mikillar aukningar einka-
neyzlu. Aukning samneyzlu og
fjármunamyndunar virðist hafa
verið lítil og raunar stafar vöxtur
fjármunamyndunarinnar ein-
göngu af mikilli aukningu skipa-
innflutnings.
Víðtækir kjarasamningar fóru
fram á árinu og leiddu til meiri
launahækkana yfir árið en dæmi
eru til um síðan á stríðsárunum.
Aðildarfélög ASl sömdu við
vinnuveitendur í júnimánuði og
opinberir starfsmenn, banka-
menn o.fl. sömdu síðar á árinu. í
lok ársins var talið, að kauptaxtar
allra launþega væru um 60%
hærri en við upphaf ársins. Ætlað
er, að atvinnutekjur hafi verið
um 40% hærri að meðaltali 1977
heldur en 1976 og ráðstöfunar-
tekjur heimilanna 40 til 41%
hærri. Lítill árangur náðist í bar-
áttunni við verðbólguna yfir árið í
heild og mun framfærslukostnað-
ur hafa hækkað um 31% að
meðaltali frá 1976 og bygginga-
kostnaður um 30%. Því má ætla,
að kaupmáttur ráðstöfunartekna
almennings hafi aukist um 7 til
8% á mann á árinu 1977. Verð-
bólgan hjaðnaði að vísu nokkuð
framan af árinu og um mitt sumar
var hún komin niður í um 26% á
ári. Siðari hluta ársins jókst hún
hins vegar á ný og mun að líkind-
um verða töluvert meiri en hækk-
unin milli ársmeðaltala fram á
mitt árið í ár.
Greiðslujöfnuður
og gjaldeyrismál
Fyrstu tölur benda til þess, að
halli á viðskiptajöfnuði hafi orðið
á bilinu 9 til 10 milljarðar króna á
árinu 1977 miðað við 4,9 milljarða
árið áður reiknað á sambærilegu
gengi. I hlutfalli af þjóðarfram-
leiðslu var viðskiptahallinn 2,5 til
3.0%, en árið áður reyndist hann
1,7% af þjóðarframleiðslu og
hafði þá lækkað úr 11,5% á árinu
1976.
Á árinu varð mikil verðmætis-
aukning bæði á útflutningi og
innflutningi, en aukningin varð
þó allmiklu örari á innflutningi.
Þannig jókst heildarverðmæti
vöruinnflutnings samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofunnar
um tæp 28% og að frátöldum inn-
flutningi á sérstökum fjárfest-
ingarvörum og rekstrarvörum til
álbræðslu nam aukning annars
innflutnings 30%. Heildarverð-
mæti útflutnings jókst um 25,4%,
en að frátöldum álútflutningi
nam aukningin tæpum 29%.
Langar erlendar lántökur námu
alls um 29 milljörðum króna á
árinu en afborganir námu um 11
milljörðum króna, þannig að
nettóaukning varð 18 milljarðar
króna.
Gjaldeyrisstaða bankanna,
nettó, þ.e. gjaldeyriseign að frá-
dregnum yfirdráttarskuldum og
öðrum gjaldeyrisskuldum til
skamms tima, batnaði um 6,3
milljarða króna á árinu 1977, en
reiknuð á sama gengi, þ.e. í árslok
1977, batnaði staðan um 4 millj-
arða á árinu 1976. Reiknaður á
meðalviðskiptagengi ársins 1977
varð bati gjaldeyrisstöðunnar ná-
lægt 5,9 milljörðum króna, sem er
heldur lægra en breytingin reikn-
uð á gengi í árslokin. I árslok 1977
nam gjaldeyriseign bankanna 6
milljörðum króna nettó.
Eftirfarandi tafla sýnir frum-
áætlun um greiðslujöfnuð ársins
1977 og til samanburðar tölur árs-
ins 1976 umreiknaðar til sam-
bærilegs gengis.
Hagsveifluvog iðnaðarins:
Lítil framleiðsluaukning í iðnaði
á þriðja ársfjórðungi síðasta árs
Félag íslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðar-
manna framkvæmdu úrtaksathugun á stöðu 23 iðnfyrir-
tækja á þriðja ársfjórðungi s.l. árs og birtust niðurstöð-
urnar í Hagsveifluvog iðnaðarins. Athugun þessi byggð-
ist á öflun „kvalitatívra" upplýsinga frá fyrirtækjum,
þ.e. spurt er um breytingar í orðum en ekki í tölum.
Nákvæmar tölulegar upplýsingar eru ekki í ölium til-
fellum fyrir hendi um öll þau atriði sem svörin gefa.
Þetta veldur því að ekki er hægt að mæla breytingar í
tölum.
Svörin eru síðan vegin saman
með vinnuviknafjölda viðkom-
andi fyrirtækja og umreiknuð í
hundraðstölur, sem látnar eru
gilda fyrir viðkomandi iðngrein.
Enda þótt vinnuviknafjöldinn sé
ekki nákvæmur mælikvarði á
framleiðslumagn fyrirtækja; sér-
staklega þegar um samanburð er
að ræða milli ólikra iðngreina,
gefur hagsveifsluvogin þó hald-
góða mynd af þróuninni.
Sem dæmi um hvernig lesa á
töflur þær, sem hér fylgja á eftir,
skal tekið yfirlit yfir töflu 1, sem
nær yfir allar þær greinar, sem í
úrtakinu eru. Ef borið er saman
framleiðslumagnið á 3. ársfj. 1977
við framleiðslumagnið á 3. ársfj.
’76 þá segja fyrirtæki með 54.0 af
heildarvinnuafli úrtaksins, að það
hafi verið meira, en 9.7% að það
hafi verið minna.
Mismunurinn, þ.e. fyrirtæki
með 44.3% mannaflans nettó,
gefa upp aukið framleiðslumagn.
Þeir sem gefa upp óbreytt fram-
leiðslumagn eru með 36.3%
mannaflans, en þeir hafa ekki
áhrif á niðurstöðuna í heild.
Hlutdeild úrtaks fyrirtækjanna
í vinnuviknafjölda í viðkomandi
iðngrein er mismunandi, eða frá
5.7% upp í 100%. Ber því að taka
með varúð niðurstöður frá iðn-
greinum, þar sem hlutdeild er lit-
il. Hér fer á eftir upptalning
þeirra iðngreina sem svör bárust
frá og einnig er gefin upp stærð
þess úrtaks í % miðað við heildar-
fjölda vinnuvikna í viðkomandi
iðngrein.
Númer alvinnuj'reinar Atvinnugreinarheili
206 Brauð og kökugerd 17.7%
208 Sælgætisgerð 55.6%
209 Matvælaidnaður 8.5%
213 Drv kkjarvöruiðnaður 76.6%
231 Ullariðnaður 90.7%
232 Frjónavöruframl. 45.8%
233 Veiðarfæraiðnaður 50.1%
241 Skógerð 90.7%
243 Fataiðnaður 17.3%
261 Húsgagnagerð og innr.smíði 18.6%
272 Pappírsvöruiðnaður 82.0%
281 Prentun 10.3%
291 Sútun 93.5%
311 Kemískur undirstöðuiðnaður 63.0%
315 Málninga- og lakkgerð 67.2%
319 Önnur kemísk framl. 54.7%
334 Sementsgerð 100.0%
339 Annar steinefnaiðnaður 19.9%
350 Málmsmfði 15.6%
370 Smfði rafmagnstækja 57%
381 Skipasmfði og viðgerðir 21.5%
383 Bifreiðaviðgerðir 74%
398 Plastiðnaður 24.2%
Meðaltal 26.7%
Allar greinar
úrtaksins
Niðurstöður könnunarinnar
benda til þess, að lítil framleiðslu-
aukning hafi átt sér stað í iðnaðin-
um á 3. ársfj. 1977 miðað við 3.
ársfj. 1976. Ætla má, samkvæmt
þeim upplýsingum sem bárust um
hlutfallslega breytingu fram-
leiðslumagnsins, að aukningin
hafi orðið í kring um 9.0% en það
er svipuð niðurstaða-og árið áður.
Kemur það einnig heim við þá
niðurstöðu könnunarinnar, að um
framleiðsluaukningu var að ræða
hjá fyrirtækjum með um 44%
mannaflans á 3. ársfj. 1977, en á
síðasta ári var um aukningu að
ræða hjá fyrirtækjum með um
49% mannafians sem er svipað.
Framleiðslumapnið virðist hafa
orðið heldur minna á 3. ársfj.
1977 en á 2. ársfj. 1977, eða um
4.5%. Er það breyting frá því,
sem verið hefur, því aukningin
milli þessara tveggja ársfj. hefur
verið á síðustu tveim árum, yfir
heildina litið, um 3—4% hvort ár.
Sé miðað við mannafla, þá gefa
fyrirtæki með 7.1% mannaflans
til kynn a samdrátt á framleiðslu
milli 2. og 3. írsfjórðungs 1977,
sem er í samræmi við hlutfalls-
lega breytingu framleiðslumagns-
ins. Búist er við nokkurri aukn-
ingu framleiðslunnar á 4. ársfj.
1977 miðað við3. ársfj. 1977.
Sölumagn á3. ársfj. 1977 virðist
hafa aukist nokkuð, bæði miðað
við 3. ársfj. 1976 og lítillega miðað