Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 19
19 'T.VJ- var vart að finna í landinu, kommún- istaflokkurinn hafði starfað löglega milli heimstyrjaldanna og það var engin óvirðing að vera kommúnisti. Eftir Múnchenarsamkomulagið voru Rússar eina stórveldið, sem var andvígt því að Tékkóslóvakíu yrði fórnað á altari Hitlers, eins og Neville Chamberlain og Edouard Daladier höfðu ákveðið. Það var Tékkum að vísu nokkurt áfall að Rússar skyldu slíta stjórnmálasam- bandi við útlagastjórn Benesar og viðurkenna leppríki nazista í Sló- vakíu, en yfir það firntist fljótlega eftir að stríðið brauzt út. Benes vann af fúsum vilja að skipulagi og stjórn eftir stríðið með leiðtogum tékkósló- vakískra kommúnista í Moskvu og ríkisstjórn hans flutti bækistöðvar sínar angað í marz 1945. Engu að síður voru Tékkóslóvakar í grund- vallaratriðum fremur vestræn þjóð en kommúnistísk og hefðu að öllum líkindum, ef um frjálst val hefði um tímann til að treysta stöðu sína í því stjórnmálalega tómarúmi, sem þá ríkti. þejr vQru j forystu fyrir uppreisn Slóvaka í ágúst 1944 og voru einnig virkir í tékknesku neðanjarðarhreyfingunni. And- spyrna annarra afla í landinu var illa skipulögð og þau fengu litlu áorkað. Þegar rússneski herinn kom til Tékkóslóvakíu í stríðslokin komu kommúnistar upp á yfirborðið með flokksvél sína í fullum gangi og þar sem ekki voru fyrir hendi önnur pólitísk öfl, sem skipulega gátu unnið gegn kommúnistum, óx þeim mjög fljótt ásmegin. Þegar Benes forseti kom til Moskvu í marz til að ganga frá lokasamningum um stjórnarmyndun var styrkur komm- únista slíkur að hann sá að hann átti ekki annarra kosta völ en að ganga til stjórnarsamstarfs við þá. Benes og Tómas Masaryk, fyrirrennari hans og lærifaðir, höfðu báðir verið tengdir þjóðernissósíalistaflokknum, Benes hafa náð mjög góðum árangri miðað við aðstæður. Hann var endurskipaður forseti lýðveldisins og af 20 ráðherraembættum komu aðeins sjö í hlut kommúnista. Trojuhestur Þegar hins vegar litið er nánar á samkomulagið er fremur að sjá sem hann hafi sjálfur búið til ógnandi Trójuhest og ánægja hans hafi ekki verið á rökum reist. Forsætisráð- herra stjórnarinnar var Zdenek Fierlinger, 54 ára gamall tékkneskur marxisti og jafnaðarmaður og sendi- herra Beneser í Moskvu fyrir og eftir stríð. Þótt hann léki hlutverk jafnaðarmanns var hann eindregin stuðningsmaður kommúnista og Sovétstjórnarinnar, en það sá Benes því miður of seint. Af fjórum aðstoðarforsætisráðherrum voru tveir kommúnistar. Gottwald var aðstoðarforsætisráðherra af hálfu tékkneskra kommúnista og Viliam Benes einmana og einangraður Benes var maður einmana og einangraðist æ meir er hann reyndi að ieiða þjóð sína, klofna og hrædda út úr öngþveiti stríðsáranna inn í tíma friðar og farsældar. Embættis- setur hans í Hradcanykastala, sem gnæfir tignárlega yfir Prag, var ekki valdasetrið: það var að finna í grárri byggingu í miðborg Prag, þar sem miðstjórn kommúnistaflokksins hafði aðalbækistöðvar sínar. Þar vann hópur manna einbeittur og ákveöinn að skipulagningu endur- fæddrar undirokunar í Tékkósló- vakíu, í þetta sinn í nafni marxisma og leninisma. Þeir nutu stuðnings Sovétríkjanna, en her þeirra hafði enn mestan hluta landsins á sinu valdi og „tæknilegir sovézkir ráð- gjafar“ unnu hljóðlega en markvisst að því að þvinga þingbundið lýðræði landsins til sjálfsmorðs. Gustaf Husak Rauða hernum fagnað í Prag. verið að ræða, kosið að láta banda- ríska herinn frelsa sig. Ríkisstjórn Benesar, sem í stríðinu sat í London, hafði öll þessi ár haft nokkuð stöðugt samband vi komm- únistaleiðtoga Tékkóslóvakíu í Moskvu. Benes fór þangað í heim- sókn í desember 1943 og þá var gerður vináttu- og bandalagssamn- ingur Rússa og Tékkóslóvaka. Staða Tékkóslóvakíu var að öllu leyti frábrugðin stöðu Búlgaríu, Rúmeníu, Ungverjalands, Póllands og Júgóslavíu. Þar í landi hafði allt frá því 1918, er Tómas Garrigue Masaryk stofnaði lýðveldið Tékkó- slóvakíu á rústum austurrísk-ung- verska keisaradæmisins, verið eina starfandi lýðræðisþjóðskipulagið í A-Evrópu. Kommúnistaflokkurinn þar í landi var stofnaður árið 1921 og átti hefðbundnu fylgi að fagna meðal verkafólks og menntamanna. Fyrir stríð taldi hann um 80 þúsund félaga. Áhrif kommúnista í þjóðfé- laginu voru þó mun meiri en sú tala gefur til kynna. Hann var einn af fjórum stærstu stjórnmálaflokkum landsins og naut yfirleitt fylgis um 10% kjósenda. Meðati á hernámi nazista stóð notuðu kommúnistar í tékkneskum og slóvakískum héruð- Josef Smirkovsky. Siroky af hálfu slóvakískra komm- únista. I raun voru engir aðskildir kommúnistaflokkar þessara þjóðar- brota en starfandi staðhæfing í þá átt var eina leiðin til að knýja Benes til að taka tvo aðstoðarráðherra úr hópi kommúnista. Aðrir ráðherrar voru 16, þar af aðeins fimm komm- únistar, og það var vestrænum stjórnmálamönnum mikið gleðiefni. Þessi fimm embætti voru hins vegar lykilembætti: Innanríkisráðuneytið, upplýsinga- og menningarmálaráðuneytið, mennta- málaráðuneytið, landbúnaðarráðu- neytið og félagsmálaráðuneytið nægðu kommúnistum sem valdatæki til að stjórna landinu. I öll þessi embætti voru valdir harðir og dugmiklir kommúnistar og gegn þeim stóðu raunar aðeins þeir Benes og Masaryk sem fengu nokkurn stuðning þriggja annarra ráðherra: Huberts Ripka, utanríkisviðskiptaráðherra, Majers, matvælaráðherra og Lausmans iðn- aðarráðherra; hinir ráðherrarnir gleymdust fljótt á rykföllnum blöð- unum sögunnar. Á Vesturlöndum voru menn of mikið með hugann við Kyrrahafs- stríðið, örlög Póllands og útþenslu- stefnu Títós í Júgóslavíu, til að geta fylgzt með því er ský dró fyrir sólu yfir Tékkóslóvakíu. Ráðamenn í London og Washington voru ánægðir með samsteypustjórn Benesar sem þeir töldu lýðræðislega og álitu ekki ástæðu til afskipta. Staðreynd málsins var auðvitað sú að kommúnistar unnu leynt og ljóst að því að gera flokk sinn að forystuafli í stjórnmálum landsins og koma mönnum sínum til valda í sem flestum félagasamtökum verka- lýðs, bænda, kvenna, karla, ung- menna, íþróttafélaga, stúdenta o.s.frv. Gífurleg áróðursherferð Hvað sjálfan kommúnistaflokkinn snerti var hafin gífurleg áróðursher- ferð til að fjölga félögum. Sem upplýsingamálaráðherra hafði Vaclav Kopecky í hendi sér hverjir fengju blaðapappír og hverjir fengju inni í ríkisútvarpinu. Innan skamms hafði hann fært flokknum á silfur- Framhald á bls. 26. Patton hers- höfðingi sem stofnaður var 1898 og var talinn standa vinstra megin við miðju í stjórnmálum. Hægri hönd Benesar og utanríkis- ráðherra í útlagastjórn hans var Jan Masaryk, sonur Tómasar. Þeir flugu saman til Moskvu til viðræðnanna, en af hálfu kommúnista tóku þátt í þeim Klement Gottwald, Rudolf Slansky, Vaclav Kopecky og Gustaf Husak, sem gæta átti hagsmuna Slóvaka. Viðræðurnar stóðu í u.þ.b. viku og sættu þeir Benes og Masaryk stöðugum þrýstingi frá kommúnist- um, sem þegar á fyrsta degi lögðu fram ráðherralista sinn. 4. apríl var gengið frá myndun þjóðeiningar- stjórnar og við fyrstu sýn virtist 1L P P p I I I I I I ij 1 ALLT MEÐ EIMSKIP Á næstunni ferma skip vor til íslands sem hér segir: , Antwerpen: i m p m m F i i i Tungufoss 1 6. marz Skeiðsfoss 22. marz Lagarfoss 28. marz Úðafoss 4. apríl ROTTERDAM: Tungufoss 1 5. marz Skeiðsfoss 21 marz Lagarfoss 29. marz Úðajoss 4. april Úðafoss 4. april FELIXSTOVE: Mánafoss 1 4 marz Dettifoss 2 1. marz Mánafoss 28. marz Dettifoss 4. apríl HAMBORG: Mánafoss 1 6. marz Dettifoss 23. marz Mánafoss 30. marz Dettifoss 6. apríl PORTSMOUTH: Bakkafoss 1 4. marz Stuðlafoss 1 7. marz Selfoss 21. marz Hofsjökull 6. april Bakkafoss 8. april Brúarfoss 14. april GAUTABORG: Laxfoss 1 3. marz Háifoss 20. marz Laxfoss 28. marz KAUPMANNAHOFN: Laxfoss 14 marz Háifoss 2 1. marz Laxfoss 29 marz HELSINGBORG: *Grundarfoss 20. marz Tungufoss 3 1. marz MOSS: Grundarfoss 21. marz Tungufoss 1 apríl KRISTIANSAND: Grundarfoss 21. marz Tungufoss 3. april STAVANGER: Grundarfoss 22. marz Tungufoss 4. april ÞRANDHEIMUR: Álafoss 14. marz j/f írafoss 1 3. ma rz fjj TURKU: n~ írafoss 30. marz [Í RIGA: rpL Múlafoss 1 1. marz lf! Fjallfoss 1. apríl H VENTSPILS: |[fji Fjallfoss 3 1. marz WESTON POINT: Kljáfoss Reglubundnar ferðir alla mánudaga frá Raykjavik til fsafjarð- ar og Akureyrar. Vörumóttaka i A-skála I á föstudögum. ALLT MEÐ EIMSKIF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.