Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 A rni JúL A rnason —Minningarorð Fæddur. 5. nóvember 1922. Dáinn 2. marz 1978. Langri og harðri baráttu er lokið, baráttu vona og vonbrigða, lífs og dauða. Árni Júl. Árnason ökukennari er látinn eftir fræki- lega vörn og margar djarfmann- legar sóknarlotur í áralangri styrjöld hans við sjúkdóma og heilsubrest. Öll sú saga er mikil hetjusaga, því að aldrei lét Árni hugfallast, þó að óvænlega horfði stundum, heldur hélt gleði sinni, bjartsýni og jafnaðargeði á hverju sem gekk. Oft kom vél í ljós, hvert gull bjó í þessum manni, og því betur, sem meir re.vndi á. Aldrei heyrðist frá honum víl eða vol, þótt hann væri sárt leikinn af sjúkdómúm og þrautir legðust þungt á. Skyldu sinni brást hann aldrei, þótt stundum væri þungt fvrir fæti, heldur stóð hann meðan stætt var. Með brosi og stillingu tók hann örlögum sínum og veitti með því fordæmi,->sem fáum mun gefiö að fylgja. Hann var hetja í bestu og sönnustu merkingu þess orðs. Hins er líka ljúft og skylt að minnast, að hann stóð ekki einn í baráttu sinni. Eiginkona hans, Guðríður Tryggvadóttir, var hon- um jafnan skjól og styrkur allt til hinsta dags með ástríki sínu og umhyggju á fagran og hljóðlátan hátt. Árni gerðist kennari við Gagn- fræðaskóla Akureyrar haustið 1970 og kenndi allt til haustsins 1977, þegar hann gat það ekki lengur vegna sjúkleika. Kennslu- grein hans var nýstárleg, og hún hafði raunar ekki verið áður á fastri stundaskrá skólans. Mikið lá því við, að til kennslunnar fengist vel hæfur maður. Skólinn var svo lánsamur að fá að njóta Árna Júl. Árnasonar í þessu efni, þekkingar hans, áhuga og lagni í umgengni við ungt fólk. Verkefni hans var að fræða verðandi gagnfræðinga um sem allra flest, er varðaði bíla, gerð þeirra, meðferð og viðhald og umferðarreglur og umferðarmál, og þá ekki síst að taka til meðferðar siðfræði umferðarinnar og fá verðandi ökumenn til að hugleiða hana og ræða í sinn hóp. Árni gekk að þessu verkefni með kappi og áhuga og varð mikið ágengt. Þetta varð einhver allra vinsælasta námsgreinin í skólan- um, og nemendur fengu á. henni mikinn áhuga, af því að þeir fundu, að hér var verið að fjalla um efni, sem höfðaði til þeirra sjálfra og varðaði hvern mann, hvern vegfaranda og þá ekki síst hvern þann, pilt eða stúlku, sem hugðist þreyta ökupróf. Það lá einmitt fyrir öllum þorra nem- enda, jafnvel á næstu vikum og mánuðum, því að nú eru þeir fáir, sem láta lengi dragast að afla sér ökuréttinda, eftir að þeir hafa náð lágmarksaldri. Eg tel það hafa + Konan min. HALLDÓRA ÞÓRHALLSDÓTTIR. kennari, Laxagötu 6, Akureyri, lést að Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 9 marz Magnús Ólafsson. + Systir min. KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR, lést að Sólvangi. Hafnarfirði, 6 marz Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1 4 marz kl 13 30 Blóm afþökkuð. en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Samband dýraverndunarfélaga Islands Elisabet Erlendsdóttir, Austurgötu 47, Hafnarfirði. + Innilegt þakklæti fyrir sýndan vinarhug við andlát. VILBORGAR (MINNE) ÓLAFSDÓTTUR. Katrin Gisladóttir, Halldóra Zoéga, Asgeir Olafsson, Einar Jónsson, Hrefna Ólafsdóttir, Ólafur Ófeigsson, Bragi Ólafsson, Kristín Jónsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát mannsins míns og föður okkar. BJARNA SVEINSSONAR, frá Miðfirði Guðrún Friðbjörnsdóttir, Guðlaug Bjarnadóttir, Aðalbjörg Bjarnadóttir, Jónína Bjamadóttir, Anna Bjarnadóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, Bergþóra Bjamadóttir, Unnur Bjarnadóttir. + Þökkum mnilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns. föður okkar og bróður. SIGURGÍSLA ARNASONAR, húsasmíðameista ra. Hæðargarði 22. Sigfríður Marinósdóttir Björk Sigurgisladóttir. Tómas Arnason, Hlyniir Sigurgislason, Garðar Árnason, ívar Sigurgíslason, Hulda Árnadóttir, Svanur Sigurgíslason, Guðrún Árnadóttir. Jóna Maria Sigurgisladóttir. Minning: Jóhannes Bjarna- son frá Sleggjulœk verið umferðarmálum á Akureyri til ómetanlegs gagns, að Árni fékkst við þessa kennslu, og enginn veit, hve mörgum óhöppum og slysum og hve mikilli ógæfu hann hefir afstýrt á óbeinan hátt með því að fræða unga fólkið um umferðarreglur og góða öku- mennsku, svo og æskilega meðferð ökutækjanna sjálfra. Þetta starf, unnið af ötulleik og ósérhlífni, vil ég nú að leiðarlokum þakka Árna af alhug, og veit ég, að þar mæli ég fyrir munn margra. Þá vil ég færa Árna vini mínum hjartanlegar þakkir fyrir ljúf- mannlega viðkynningu og skemmtilegar samvistir á kenn- arastofu G.A. Þangað fylgdi hon- um alltaf hressandi blær, hlýja og birta, sem við söknum nú, sam- kennarar hans. Hann skilur eftir sig mynd og minningu dreng- skaparmanns, sem gott er að hafa fengið að kynnast, og vammlausr- ar hetju, sem öllum vildi vel og öllum reyndist vel. Eg sendi ekkju hans, Guðríði Tryggvadóttur, og syni þeirra, Einari Pálma, og öðrum vanda- mönnum einlægar samúðarkveðj- ur um leið og ég bið Árna hins besta farnaðar inn á ókunna landið. Blessuð sé minning hans. Sverrir Pálsson. Fæddur 17. júní 1909 Dáinn 24. febrúar 1978 Vormorgunn í júnímánuði. Stormgjóla strýkur vaknandi stráin í móum og mýrum. Þetta verður vordagur, sem hvorki er bjartur og hlýr af sól og sumar- vonum né heldur er hann kaldur og drungalegur. Ég er að flytjast að heiman í nýja vist. Ráðinn vinnumaður að gömlum sið. Verð senn 16 ára og veit að ég muni hitta annan vinnumann, sem er á svipuðu reki. Þennan vordag 1924 sáumst við í fyrsta sinn, unglingarnir sem til vinnuhjúaskildaga næsta árs áttum að sinna störfum á sama búi. Vorum ráðnir til þess, og gerðum það. Þannig hófust kynni okkar Jóhannesar. Hann var fjárhirðir en ég fjósamaður. Samverustund- irnar voru ekki samfelldar, en minningarnar um þær urðu öllu samfelldari. Kynning okkar af lífinu var ólík á ýmsa lund. Ég kom frá heimili fósturforeldra minna — hafði að vísu verið eitt ár annars staðar með fóstbróður mínum —. en Jóhannes hafði verið á hrakn- ingum milli ýmissa húsbænda síðan heimili hans var tvístrað eftir fráfall föður hans. Hann var því nepjunni vanari, handgengnari hispurslausu við- móti harðræðis og hiklausrar kröfu um hlífðarlaust erfiði til bjargar bústofni og bjargálnum bóndans. Frásögur hans af árum bernsk- unnar voru ekki með neinum uppgjafar- eða eymdartóni, en þær gáfu ógleymanlegar upplýs- ingar um þrotlausa kröfuhörku bændasamfélagsins á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Kröfu til barna og unglinga um vinnu- framlag jafnt að tímalengd sem afköstum, sem nú myndi ómennskt talið. Leiðir skilja næsta vinnuhjúa- skildag. Það líða nokkur ár þar til vegir mætast að nýju og nú í höfuðborginni. Eftir nokkurra ára vinnu- mennsku hafði vinur minn drifið sig á skólann í Reykholti, en síðan að Haukadal til Sigurðar Greipssonar. Dvölina á íþróttaskólanum þar taldi Jóhannes til sinna gæfu- stunda, sem hann hefði búið að alla ævi síðan. Þar byggði hanil upp líkama sinn með nýjum hætti, og bætti um leið við sjóndeildarhringinn. Jóhannes staldraði ekki lengi við eyrarvinnuna. Hann keypti kaffivagn og rak hann um skeið, síðan hóf hann gúmskógerð, á þeim tíma þegar síðari heims- styrjöld hindraði innflutning skófatnaðar, og kom það framtak í mjög góðar þarfir almenningi. Næst var tekið til við inn- römmun, rammagerð, sem smám saman eða þó öllu heldur furðu- fljótt óx að umfangi og var orðin að stórri minjagripaverslun áður en varði. Innrömmunin var þó ekki lögð niður, en þar vann af stakri trúmennsku alla tíð, Guð- laugur, eldri bróðir Jóhannesar. En það voru ekki aðeins syst- kini Jóhannesar, sem tóku til hendi við fyrirtæki hans af alúð og samviskusemi. Auðvelt væri að tilfæra fleiri nöfn fólks, sem unnið hefir árum eða áratugum saman, en slíkar Guðbjörg Överby, ísafirði -Minning Fædd 7. janúar 1920 Dáin 1. marz 1978 Guðbjörg andaðist á Sjúkrahúsi Isafjarðar að morgni 1. mars eftir langt og erfitt stríð við ólæknandi sjúkdóm. Hún gekkst undir upp- skurð í Reykjavík í júlí í sumar. Sýndist þá á eftir að varanlegur bati væri í vændum. En sú von brást. Guðbjörg var dóttir hjón- anna Líkafróns Sigurðssonar og Bjarneyjar Guðmundsdóttur. Þau bjuggu lengst af á Hrafnsfjarðar- eyri í Jölulfjörðum. Hún var ein af 14 systkinum. Bræðurnir voru fjórir og systurnar tíu. Hún ólst að mestu upp á ísafirði og hefi ég þess vegna þekkt hana frá því er hún var barn. Mér finnst með henni hafa horfið af sjónarsviðinu óvenjulega elskulegur persónuleiki og veit ég, að það mun fleirum finnast, sem átt hafa þvi láni að fagna að hafa kynnst henni náið. Hún var greind kona og vel menntuð. En umfram allt var hún vel gerð. Aö eðlisfari var hún glaðlynd og bar jafnan með sér birtú og yl. Ekki minnist ég þess að hafa nokkurn tíma séð hana skipta skapi. Þó var hún fylgin sér í sínum áhugamálum en leysti öðrum fremur alla árekstra með góðu. Ef margir væru henni líkir, væri þetta stutta mannlíf mun fegurra og betra, því hún bar takmarkalausa góðvild til alls sem lifir. Sjálf uppskar hún ríkulega af því sem hún sáði. Hún var á margan hátt mikil gæfumann- eskja. Fýrir 35 árum giftist hún norskum manni, Alf Överby, og varð hjónaband þeirra alla tíð farsælt. Þau fluttu fljótlega til Noregs. En þar urtdi hún ekki hag sínum. Þau fluttu því heim aftur eftir nokkurra ára búsetu í Noregi. Keyptu þá hús við Hlíðarveg 51 á Isafirði og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau eiga fimm börn á lífi, fjóra syni og eina dóttur, sem öll eru nú uppkomin og mikið mynd- arfólk. Þegar börn hennar voru orðin stálpuð, fór hún aftur að starfa á Landssímastöðinni á Isafirði og þar hafði hún unnið síðustu tólf árin samfleytt, þar til hennar heilsa þraut. í hennar erfiðu sjúkralegu var hún örmum vafin af börnunum sínum og hennar trausta eiginmanni, sem yfir henni vöktu nótt og dag allt til hinstu stundar. Ég sendi þeim og öllum hennar fjölmörgu skyldmennum mínar innilegustu samúðarkveöjur. M.B. Ákvörðuð mín »k mæld er stund, Mitt líf stendur í þinni hönd, Andlátið kemur eitt sinn að, Ginn veistu guð, nær skeður það. Hallgr. Pétursson. Já, hennar mælda stund er komin. Það urðu 58 ár. Mér er ljúft og skylt að minnast æsku- vinkonu minnar og skólasystur frá Isafirði með nokkrum kveðju- og þakklætisorðum. Dabba var fædd í Kjós í Jökulfjörðum 6. janúar 1920, dóttir hjónanna Bjarneyjar Guðmundsdóttur ög Líkafróns Sigurgarðssonar, ein af 14 börn- um þeirra hjóna. Fjögra mánaða gömul var hún tekin í fóstur af öðlingskonunni Guðbjörgu Björnsdóttur og manni hennar Ásgeiri Magnússyni. Þegar hún er 7 ára gömul flytjast þau til ísafjarðar og frá þeim tíma eru okkar fyrstu kynni, sem aldrei rofnuðu síðan. Tangagatan verður vettvangur minninganna. Atburðirnir renna fyrir hugskotssjónir mínar, hug- ljúfar og bjartar. Margs er að minnast, til dæmis þann kjark og dugnað, sem hún sýndi, þrátt fyrir það, að hún í æsku bækl- aðist á handlegg en lét sem ekkert væri, enda stóð hún okkur hinum jafnfætist í öllu. Áfram halda hinar björtu minningar. Árið 1943 urðu tíma- mót í lífi hennar er hún gekk að eiga norskan ágætis dreng, Alf Magnús Överby, og eignaðist með honum 5 hörkudugleg börn, stúlku og 4 drengi. Tvö dóttur- börn átti hún og voru þau henni sannir sólargeislar. Börn Döbbu reyndúst henni hið siðasta svo vel að öðrum er til fyrirmyndar. Það væri synd að segja að hún Dabba hafi ekki skilað sínum skerf í þjóðarbúið. Nú er góðu dagsverki lokið. Ég þakka samfylgdina og trúi því, að við hittumst síðar þegar mín mælda stund er öll. Ég er sannfærð um að Dabba tekur undir það með Hallgrími Péturssyni þegar hann segir Kveð (•k í Kuði KÓðan lýð, KleðileKar þeim nætur býð, þakkandi öllum þeirra styrk, þjónustu hjálp »k kærleiksverk. Ég votta eftirlifandi ættingjum Döbbu mína dýpstu samúð. Magga J. Þórólfs frá ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.