Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ lft78 23 Begin til viðræðna við Carter: Búizt við ágreiningi í mikilvægum málum Tel Aviv, 10. marz. Reuter. MENACHEM Begin. forsætisráð- herra ísraeis. heldur í næstu viku til Washington til viðræðna við Carter forseta. Líklegt er talið að þá Krpini á í nokkrum megin málum er snerta frið í Miðaustur- löndum. Ólíklegt er talið að viðræður Begins og Carters að þessu sinni hafi veruleg áhrif í þá átt að friður náist í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Ef Begin skiptir ekki algjörlega um afstöðu í nokkrum mikilvægum málum þá bendir allt til þess að hann og Carter muni verða á öndverðum meiði í þremur mikilvægum mál- um. í fyrsta lagi greinir leiðtogana á um hersetu Israels á Vesturbakka Jódan og Caza-svæðinu. Begin telur að samþykkt Sameinuðu þjóðanna númer 242 nái ekki endilega til þessara landsvæða. Síðast í gær sagði Carter að samþ.vkktin kvæði á um brottför Israelsmanna af svæðunum að einhverju leyti. I öðru lagi greinir Begin og Carter á um framtíð Palestínu- manna. Begin býður Aröbum á Vesturbakkanum og Gaza aðeins takmarkaða sjálfstjórn með áframhaldandi dvöl ísraelshers á svæðunum, en skoðun Bandaríkja- stjórnar er að Palestínumenn hafi rétt til að taka þátt í að ákvarða framtíð sína. I þriðja lagi er búist við ágreiningi um búsetu Gyðinga á lendum Araba. Bandaríkjamenn segja þessa búsetu ólöglega og hindrun á vegi til friðar, en Begin segir hana nauðsynlega öryggi ísraels og staðfesta af heilagri Biblíu. Að undanförnu hafa bandarískir stjórnmálamenn hréyft hugmynd- um um málamiðlum hvað snertir mál Palestínumanna. Þeir leggja til að hugmyndir Begins um sjálfstjórn verði reyndar í fimm ár og síðan fari fram atvkæða- greiðsla á Vesturbakkanum til að kanna vilja Palestínumanna. Nýr atvinnumála- ráðherra í Svíþjóð Frá fréttaritara Mbl. ( Stokkhólmi. Jakoh Jónssyni ( *ær STRAX eítir að Per Almark, fyrrum atvinnumálaráðherra Svfa. varaforsætisráðherra og formaður Þjóðarflokksins. sagði af sér embættum sfnum. tóku menn að leiða getum að hverjir væru lfklegir eftirmenn hans. Fyrir skömmu var svo tilkynnt. að Ola Ullsten sem verið hefur ráðherra f málefnum er snerta þróunarhjálp Svía. tæki að sér formennsku í Þjóðarflokknum sem og embætti varaforsætisráð- herra. Hann mun jafnframt gegna áfram embætti ráðherra þróunaraðstoðarinnar. Atvinnu- málaráðherra var einnig útnefnd- ur og er það þingmaðurinn Rolf Wirtjn. sem setið hefur á þingi fyrir Þjóðarflokkinn síðan 1966. Hann mun jafnframt annast málefni innflytjenda sem ráð- herra. Rolf Wirtjn fæddist fjórða maí 1931 i Eskiltuna Svíþjóð og ólst upp í hópi fjögurra systkina. Hann aflaði sér kennaramenntunar og vann sem slíkur í Jönköping frá árinu 1953 og varð skólastjóri 1964. Hann hefur auk þess gegnt fleiri embættum á sviði skólamála. Hann hefur lengi starfað innan Þjóðarflokksins, meðal annars gegnt embætti varaformanhs æskulýðsdeildar flokksins, setið í stjórn flokksins, en auk þess gegnt ýmsum embættum á vegum hans, innan Jönköpings-léns. Eftir að hann tók sæti á þingi hefur hann setið í utanríkismálanefnd þess og verið formaður atvinnumála- nefndar þess. Hann er jafnframt fulltrúi í Norðurlandaráði. Helstu áhugamál Rolf Wirtjn eru íþróttir og keppti hann meðal annars í knattspyrnu á. sínum yngri árum. Nýr þróunarmálaráðherra í Svíþjóð: Iðnríkín felli niður kröfur á hendur þróunarríkjunum Frá fróttaritara Mbl. í Stokkhólmi. Jakob Jónssyni ( íca*r. RÁÐHERRA sænsku ríkisstjórn- arinnar í þróunarhjálp. Ola Ullsten. skoraði á iðnríki hins vestræna heims að falla frá skuldakröfum sfnum á hendur þróunarríkjunum í' ræðu. sem hann hélt á ráðherrafundi í viðskipta- og þróunarmálanefnd S.Þ. í Genf síðastliðinn miðviku- dag. „Skuldabaggi vanþróuðu ríkjanna hefur aukizt gi'furlega síðastliðið ár og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fram- vindu í fátækustu þróunarríkjun- um." sagði Ullsten. en hann átti þátt í að glæða á ný starfið til að minnka skuldir vanþróuðu ríkj- anna síðastliðið haust og til- kynnti við það tækifæri. að Svíar ætluðu að fella niður að öllu leyti skuldakröfur á hendur fátækustu rikjum þriðja heimsins. Á ráðherrafundinum í Genf hafa Svíar lagt fram tillögu, sem hvetur iðnríkin til aðgerða sem miða að því að minnka skuldir þróunarríkjanna og er að finna í tillögunni mismunandi leiðir til iausnar. Meðal annars er sá möguleiki tekinn til greina að ekki Framhald á bls. 41 Þetta gerðist 11. marz. 1975 — Tilraun er gerð til að steypa vinstri stjórn Portúgals af stóli, og tvær portúgalskar herflugvélar ráðast á herbúðir í grennd við Lissabon. 1971 — Neyðarástandi, sem lýst var yfir fyrir fjórurn mánuðum í Bretlandi, er aflýst. Versnandi efnahagur Bretlands var ástæðan fyrir því að neyðar- ástandinu var lýst yfir. 1973 — Fylkisstjóri Rermúdaeyja er myrtur og í kjölfar morðsins er lýst yfir neyðarástandi á Bermúda. 1971 - Nýi Kongress-flokkur Indíru Gandhi vinnur yfir- burðasigur í kosningum á Ind- landi. 1938 — Þýzkur her ræöst inn í Austurríki. 1920 — Emir Feisal er lýstur konungur Sýrlands. 1915 — Hafnbann Breta á Þjóðverja tekur gildi. 1861 — Stjórnarskrá Suður- ríkja Bandaríkjanna er tekin upp í Montgomerv í Alabama-- fylki. 1815 — Til óeirða kemur í Nýja Sjálandi vegna yfirráða Breta yfir landinu. 1810 — Napoleon Bonaparte giftist Maríu Louise erkigreifa- ynju af Austurríki. Afma’lii Torquato Tasso, ítalskt skáld (1544—1595) Louis Florence d.Epinay, franskur rithöfundur (1726—1783). Christian Ditlev greifi af Reventlow, danskur stjórnmála- maður (1748—1827). Hugleiðing dagsins> Sparaðu ekki við þig munað. (Ángela Thirkell, enskur rithöfundur, 1890-1961). Borgarstjóri Remagen í Vestur-Þýzkalandi afhendir hér höfuðsmanni bandariskrar hersveitar stein úr hinni frægu Remagen brú. Brúin verður nú seld stein fyrir stein. en hún er íræg úr heimsstyrjöldinni síðari. Bandamenn náðu að komast yfir hana áður en Þjóðverjum tókst að eyðileggja hana. Brúin er við Rín. en eins og kunnugt er fyrirskipaði Hitler að brjr á Rín yrðu eyðilagðar til að Bandamenn kæmust ekki inn í Þýzkaland. AP-mynd. Enn átök í Víetnam Vietnam, Bangkok Belgrad, 10. marz. AP. VÍETNAMAR sögðu í dag að þeir hefðu fellt 390 hermenn Kambodíu í fyrstu vikunni í marz. Kambódíumenn segj- ast hafa fellt fimm hermenn víetnams í átökum í norð- austurhéruðunum. Útvarpsstöðin Rödd Víet- nams og útvarpið í Phnom Penh fluttu í dag gagnkvæm- ar ásakanir um innrásarað- gerðir. Rödd Víetnams sagði Kambódíumenn hafa ráðist í héruðin Tay Niny, Song Be og Dong Thap. Útvarpið sagði að árásunum hefði verið hrundið og innrásaraðilinn hefði beðið mikið vopnatjón og mannfall. Phnom Penh sagði Víetnama hafa að und- anförnu haldið áfram innrás: um í Rattanakiri-héraðið. í einni slíkri á þriðjudaginn hefðu fimm víetnamskir her- menn fallið og fjöldi særst, að sögn útvarpsins. Qoboza látinn laus úr fangelsi Jóhannesarborg, 10. marz. AP. Blökkumannaritstjóranum Percy Qoboza og níu öðrum blökkumönnum. sem handteknir voru í október er stjórn Suð- ur-Afríku skar upp herör gegn blökkumönnum. var sleppt úr haldi í dag. að sögn dómsmálaráð- herra Suður-Áfríku. James Kruger. Meðal þeirra sem látnir voru lausir eru tveir leiðtogar hlökku- mannaleiðtogar. sem segjast vera studdir af 1.2 milljónum hlökku- manna í Soweto. Leiðtogarnir eru V. Kraai. sem er formaður verkalýðsfélags Soweto. og Ellen Khuzwayo. Enn situr þó í fang- elsi þriðji leiðtogi blökkumanna. Nthato Motlana. Aðrir sem látnir voru lausir eru Moses Chikane, sem er í samtök- um suður-afrískra • stúdenta, en þau eru bönnuð í landinu, Justus Legotlo, prestur, M.G. Malaka, Kenneth Matime og Thabo V. Sehume, sem allir eru í blökku- mannasamtökunum PBC, sem eru bönnuð, og Rebecca Musi og Beauty Pityana. I október voru mörg þúsund blökkumenn handteknir í aðgerð- um sem Kruger lýsti sem tilraun til að hreinsa landið við byltingar- andrúmsloft. Þá voru meðal ann- ars öll helztu blöð blökkumanna bönnuð, þar á meðal blað Qoboza, „World“. Hvítir menn áttu „World“ en blökkumenn ráku það og skrifuðu í það, meðal annars fréttir af óeirðunum í Soweto 1976. Lerwick, Hjaltlandseyjum, 10. marz. Reuter. MÖNNUNUM tveimur sem urðu innlyksa í litlum kafbáti á botni Norðursjávar var í dag bjargað heilum á húfi eftir 24 tíma dvöl á hafsbotni. Björgunaraðgerðir tókust vel þó að veður virtist ætla að hamla þeim um tíma. Annar kafaranna sem skar kafbátinn lausan úr vírum olíuborpalls verður að dvelja um skeið í misþrýstiklefa. Kafbáturinn festist á 110 metra dýpi. Kafbáts- mönnum bjargað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.