Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 Bergeríjölskyldan, talið frá vinstri Ralph (Viðar Eggerts- son), Myron (Guðbrandur Valdimarsson), Bessie (Guð- ríður Guðbjörnsdóttir), Hennie (Svanhildur Jóhannes- dóttir) og Jacob (Leifur ísaks- son). „í þjóðfélagi okkar tíma elska menn ekki” „í þjóðfélagi okkar tíma elska menn ekki," segir gamall Gyðingur við dótturson sinn, sem grætur vegna þess að hann getur ekki kvænzt stúlkunni, sem hann elsk- ar. Ástæðan er slæmur fjárhagur. Þjóðfélag þessa tíma gamla Gyð- ingsins eru Bandaríkin og tíminn er krepþuárin, nánar tiltekið árið 1934. Sögustaðurinn er Bronx- hverfi í New York. Við fáum að kynnast Bergerfjöl- skyldunni, sem er Gyðingafjöl- skylda, litlum efnum búin, við- brögðum hennar við vandamálum kreppunnar, svartsýni hennar en raunsæi. Hér er um að ræða leikritið „Vaknið og syngið" eftir bandaríska leikskáldið og áður leikara, Clifford Odets (1906—1963). Það er Leikfélag Kópavogs sem frumsýnir verkið í Kópavogsbíói í kvöld, en það var áöur sýnt á Akureyri árið 1959. Morgunblaðið leit inn á æfingu í vikunni og ræddi við leikstjórann, Hauk J. Gunnarsson leikara, og leikfélagsmenn. Þarna æfðu leik- arar í búningum, þótt tjöldin og sviðsetning öll væri ekki komin í endanlegt horf, enda það er kannski táknrænt fyrir það tímabil, sem tekið er fyrir í verkinu. „Hér er allt á síðasta snúningi," sagöi leiktjaldamálarinn, Björn Bjarna- son, hlæjandi og bætti við að þannig væri það nú yfirleitt hjá þessum leikfélögum. Haukur J. Gunnarsson leikstjóri tjáði okkur að æfingar hefðu ekki hafizt fyrr en í endaðan janúár. „Ég teikna yfirleitt búningana sjálfur og það kemur sér vel þegar fjárhagurinn er knappur.” „Strákarnir hafa allir verið sendir í klippingu, Viddi fékk meira að segja permanent til að útlitið yrði eins sannfærandi og hægt er. Svaný var einnig send í klippingu, en hún var með hár niður á bak.“ Á meðan Haukur talar kemur ein leikkonan og spyr hvort það sé allt í lagi með hattinn sinn. „Nei,“ segir Haukur og bendir henni að taka glitrandi næluna úr honum. „Hún passar ekki.“ En nú hefst æfingin og Haukur héimtar hljóð í salnum, á sviði og baksviði. Haukur J. Gunnarsson er einn af okkar yngri leikstjórum. Eftir að hann lauk stúdentsprófi frá M.R. 1969 fór hann til Japans og lagði stund á tungumál og leiklist við Wasedaháskólann í Tokýó. Þar var hann í þrjú ár, en þá fór hann til Hull, var við háskólann þar og lauk BA prófi í leikhúsfræðum árið 1975. Eftir að' til íslands kom, starfaði hann með áhugafélögum vítt og breitt um landið. Hann hefur einu sinni sett verk á svið í Þjóðleikhúsinu; var aðstoðarleikstjóri þegar ímynd- Leikritið „ Vaknið og syngið” frum- sgnt í Kópa- vogsbíói í kvöld Ilennic fer einförum og finnst hún sitja íöst í gildru. unarveikin var sýnd þar árið 1976. „Jú, ég neita ekki að ég vildi í framtíðinni frekar starfa með atvinnuleikurum, en á þeim og áhugaleikurum er mikill munur. Samt vildi ég ekki hætta með áhugafólkinu, en munurinn á því og þeim fyrrnefndu er sá, að leikstjórinn þarf að leysa úr ýmsum vandamálum fyrir áhugaleikara, sem atvinnuleikarar sjá um að leysa sjálfir. Hins vegar er þetta mjög góður skóli," segir Haukur og bendir á sviðið, þar sem Berger- fjölskyldan er setzt til borðs. Fyrsti þáttur leikritsins „Vaknið og syngið" (nafnið er tilvitnun úr Biblíuna og heitir verkið á frum- málinu „Awake and Sing“) er kynning á persónunum og aðstæðum. Við kynnumst höfuði Gyðingafjölskyldunnar, sem í þessu tilfelli er húsmóðirin Bessie Berger, leikin af Guðríði Guð- björnsdóttur. Bessie er bæði faðirinn og móðirin á heimilinu. Hún stjórnar fjölskyldu sinni meö harðri hendi, en óttinn við örbirgð Leikstjórinn. Ilaukur J. Gunnarsson. hefur gert hana beizka og það eina, sem henni finnst eftirsóknar- vert í lífinu, er að sonurinn verði einhvern tíma ríkur maður með einkabílstjóra — sem virðist á þessu stigi málsins alls ólíklegt. Bæði er það vegna þjóðfélags- legrar stöðu fjölskyldunnar, krepp- unnar og persónuleika sonarins, sem er ástfanginn af stúlku, sem er fátækari en hann sjálfur, en hann aurar saman sextán dölum á viku. Hann hefur þess utan ekki skapgerðareinkenni kapítalistans. En höfundurinn, Odets, vill sýni- lega í þessu raunsæis- og ádeilu- verki sínu tefla fram þremur andstæðum í kreppuþjóöfélagi af þremur kynslóðum. Það er gamli Gyðingurinn, sem vitnað er í fyrst, sonur hans Morty, sem er efnaður fataframleiðandi, og dóttursonur hans Ralph, sem er draumlyndur og viðkvæmur og jafnframt of hreinlyndur fyrir þann þjóðfélags- sora, sem gamli Gyðingurinn gagnrýnir (án þess að geta nokkru um þætt) og Morty frændi hefur upp til skýjanna. Ralph er leikinn af Viðari Eggertssyni, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla ríkisins fyrir tveimur árum. Gamli Gyðingurinn, faðir Bessieöar, er leikinn af Leifi ísakssyni. Hann er kallaður Jakki, var rakari og klippti hárið eins og andlitiö klæddi bezt, sem virðist hálf fragísk andstaða við þær hugsjónir, sem hann teflir sýknt og heilagt fram. Morty frændi, sonur Jakka og bróðir Bessiear, er leikinn af Bjarna Ingvarssyni, sem er sjálfur kaupmaður, en útskrifaðist úr Leiklistarskóla rikisins s.l. vor. Morty kemur stundum í heimsókn á heimili Bessiear og forðast þá öll alvarleg umræðuefni, hlær að hugsjónatali fööur síns og pen- ingaáhyggjum Bessiear og vill helzt snúa umræðunum að Mikka mús. í heimsóknum sínum vill hann láta Bergerfjölskylduna dekra við sig af litlum efnum sínum, reykir sjálfur dýra vindla og er ánægður með sig. Aörar persónur í verkinu eru dóttirin á heimilinu, Hennis, sem leikin er af Svanhildi Jóhannes- dóttur (hún útskrifaöist ú Leiklist- arskóla ríkisins fyrir tveimur árum eins og Viðar). Hennie fer einför- um, er bæld og kúguö af móður sinni eins og aðrir fjöl- skyldumeðlimir. Moe Axelrod, leikinn af Konráð Þórissyni, er ástfanginn af Hennie. Hann missti annan fótinn í heims- styrjöldinni, er bitur og hvassyrtur og væntir sér einskis af lífinu, þótt hann sé vís með að komast áfram. Hann þráir Hennie meir en allt annað. Eiginmaður Henniear, Sam Feinschreiber, er leikinn af Finni Magnússyni. Einmana útlendingur í framandi landi, sem finnst allir hlæja að sér, og ekki að ástæöu- lausu. Þá er þaö eiginmaöur Bessiear, Myron, sem leikinn er af Guðbirni Valdimarssyni kaupmanni, en hann útskrifaöist úr leiklistar- skólanum s.l. vor. Myron er einfeldningurinn í verkinu. Hann er ekki dapur eða þunglyndur. Sáttur við lífið og konuríki sem hann býr við, en virðist lifa fyrir „gömlu góöu dagana", áöur en kreppan skall á. Innst inni er hann kannski mest niöurbrotinn af öllum en virðist ekki gera sér grein fyrir því frekar en öðru í kringum sig. Húsvöröurinn Schlosser (Einar Torfason) hefur glatað trúnni á lífið og þjáist af gigt. Konan hljóp frá honum og skildi hann eftir með eina dóttur, sem síðar hljóp á brott og gerðist dansmær í næturklúbbi. Allir eru óhamingjusamir í verk- inu, svartsýnir og daprir eftir því. Sannkölluö tragedía. Verkið var valið í sameiningu af leikstjóranum Hauki J. Gunnarssyni og formanni leikfélagsins. Leikritið „Vaknið og syngið" var fyrst flutt árið 1935 af leikhópnum The Group Theatre, en höfundur verksins var einn af stofnendum þess leikhóps, sem þótti merkileg tilraun í bandarískri leiklistarsögu. Var það hópur ungs listafólks og stefna þess var að flytja leikrit eftir unga höfunda, sem vildu draga upp gagnrýna og raunsæja mynd af bandarísku þjóðfélagi u%e%pu- áranna. Höfundurinn, Clifford Odets, hafði stárfað sem leikari með hópnum frá stofnun hans og fyrstu leikrit sín skrifaði hann fyrir The Group Theatre. „Vaknið og syngið" hlaut mikið lof og hinn ungi Odets var hylltur sem arftaki Eugene O.Neill á sviði bandarískrar leikritunar. Aöeins eitt annaö leikrit eftir Odets hefur veriö flutt á íslenzku leiksviði, en það var „Brúin til hirnins", sem leikflokkurinn Sex í bíl sýndi árið 1950. „Mér finnst skemmtilegt að geta sþreytt mig á sem ólíkustum verkum", sagði Haukur leikstjóri þegar hann var inntur eftir því af hverju þetta leikrit hefði verið valið. Én sú siurning vaknar kannski hjá ýmsum, hvort leikrit Framhald á bls. 41. Ilinn hvassyrti Moe Axelrod (Konráð Þórisson) og Jakki gamli taka slaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.