Morgunblaðið - 18.03.1978, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978
5
Samsöngvar Fóst-
bræðra í næstu viku
í N.-ESTU viku, nánar tiltekið
dagana 20., 21. og 22. marz n.k.,
efnir Karlakórinn Fóstbræður til
samsöngva fyrir styrktarfélaga
sína og verða þeir í Háskólabíói.
Á efnisskrá Fóstbræðra að
þessu sinni eru m.a. lög eftir Árna
Björnsson, Gunnar Reyni Sveins-
Skeifurall-
ið hefst kl.
23 í kvöld
son, S. Palmgren, Edvard Grieg,
Ole Bull o.fl. og þjóðlög frá ýmsum
löndum, Japan, Englandi, Færeyj-
um auk íslenzkra þjóðlaga. Gunn-
ar Reynir Sveinsson hefur útsett
og samið allmörg lög fyrir kórinn
og verður hluti þeirra fluttur nú.
Samsöngvarnir hefjast kl. 19:00
og geta þeir sem óska að gerast
styrktarfélagar svo og styrktarfé-
lagar snúið sér til Friðriks Ey-
fjörðs í Leðurverzlun Jóns Brynj-
ólfssonar.
Einsöngvarar verða Hákon Odd-
geirsson, Hjalti Guðmundsson og
Kristinn Hallsson. Undirleik ann-
ast Lára Rafnsdóttir og stjórnandi
er Jónas Ingimundarson.
Karlakórinn Fóstbræður
SVONEFNT Skeifurall Bifreiða-
ípróttaklúbbs Reykjavíkur hefst kl. 23
í kvöld og er rásmarkið við bílasöluna
Skeifuna. Stendur Þessi keppni yfir
fram á sunnudag, en gert er ráð fyrir
að keppendur komi í mark uppúr kl.
14 á sunnudag á sama stað og
keppnin hefst.
Klukkan 10 í morgun eru keppnisbíl-
arnir skoðaöir og gengið úr skugga um
að þeir standist þær kröfur sem gerðar
eru til þeirra og að henni lokinni hefst
hringakstur um bæinn kl. 14. Verður
ekið um Árbæ, Breiðholt, Bústaða-
hverfi, Miðbæinn og endaö í Voga-
hverfi Reykjavíkur. Eftir hringaksturinn
verða bílarnirxtil sýnis viö bílasöluna
Skeifuna, þar til Ellert B. Schram
alþingismaður ræsir fyrsta bílinn.
Leiðin, sem farin verður er rúmlega
587 km löng og liggur hún m.a. um
uppsveitir Árnessýslu, framhjá Lauga-
vatni, upp aö Miödal og Haukadal,
austur að Búrfelli, yfir Þjórsá viö
virkjunina og niöur Rangárvelli um
Hellu og með ýmsum útúrdúrum er
ekiö til Selfoss og Krisuvíkurleiö til
Reykjavíkur.
[ frétt frá Bifreiöaíþróttaklúbbnum
segir að keppendur aki um Hafra-
vatnsveg tvisvar sinnum, fyrst kl. um
23:15 á laugardag og síðar um
hádegið á sunnudag og verður þá
líklega spennandi að fylgjast með
keppendum á þeirri leið. Þeir eru alls
28.
Allar upplýsingar og tölur um gang
keppninnar verða sendar í miðstöð
keppninnar í bílasölunni Skeifunni. Á
sunnudagskvöldinu verða afhent verö-
laun í hófi að Hótel Loftleiðum sem
hefst kl. 20.
Jakob V.
Hafstein sýn-
ir í Grindavík
Á PÁLMASUNNUDAG verður
opnuð málverkasýning í félags-
heimilinu Festi í Grindavík á
myndum eftir Jakob V. Hafstein.
Verður hún opin alla páskavik-
una nema á föstudaginn langa.
Á sýningunni eru 47 myndir, 20
olíumálverk, 15 vatnslitamyndir, 7
pastelmyndir og 4 svartbleks-
myndir með lit. Flestar eru þær
landslagsmyndir en auk þess
margar blóma- og fuglamyndír.
Flestar eru þær málaðar frá árinu
1975 og til þessa dags.
Mappa
tapast
SÍÐDEGIS í gær, föstudag, varð
maður fyrir því óhappi að glata
lítilli brúnni möppu með rennilás.
I möppunni voru aðallega teikn-
ingar, sem eru eigandanum mjög
mikilvægar. Líklegt er að þetta
hafi annaðhvort gerst við GM-búð-
ina á Ártúnshöfða eða við Sölu
varnarliðseigna við Grensásveg.
Nafn mannsins, heimilisfang og
sími eru á möppunni og er
finnandi beðinn að skila henni til
mannsins eða á lögreglustöðina
eða þá til Morgunblaðsins.
blóonouol
ffnig markaðstorq á íslandi
Nýtt
grænmeti
Vorlauka-
markaður
á Græna
Torginu
Dahlíur
Begóníur
Anemónur
Liljur
Gladíólur
Bóndarósir
íris
Fressíur
300 ferm. blóma- og grænmetismarkaður
Heimilisblómavöndurinn
þessa helgi er:
5 stk. túlípanar
á aðeins kr. 700