Morgunblaðið - 18.03.1978, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978
7
ifskjör og
þjóðskipulög
Sú staðreynd var
viðruð í stökum stein-
um í gær, að vestræn
lýðræðis- og þingræð-
isþjóðfélög tryggðu
þegnum sínum menn-
ingarleg, félagsleg og
efnahagsleg lífskjör,
sem eru — vægt orðað
— mörgum áratugum á
undan lífskjörum fólks,
er býr við marx-
lenínskt þjóðskipulag.
Almenn þegn- og mann-
réttindi eru það mikil í
ríkjum Vesturlanda, að
samanburði verður vart
við komið.
Mbl. birti 15. marz sl.
samanburðarkort um
hagkerfi í heiminum.
fengið að láni úr hinu
virta timariti TIME,
sem dregur þessa stað-
reynd ótvírætt fram í
dagsljósið.
bar kemur í fyrsta
lagi fram samanburður
á vergri þjóðarfram-
leiðslu, sem speglar
almenn lífskjör í
viðkomandi löndum.
Bandaríkjadalur er
hafður til viðmiðunar,
er þjóðarframleiðsla á
mann er mæld, og
byggt á spá Alþjóða-
bankans fyrir árið
1976. bannig er þjóðar
framleiðsla á mann í
Bandaríkjunum sögð
$7890, í V-býzkalandi
$7380, í Danmörku
$7450, í Frakklandi
$6550 ög á íslandi
$6100, svo nokkurra
vestrænna ríkja sé
getið. Sovétríkin koma
hins vegar með $2760,
Abýzkaland með
$4200, Pólland $2880,
Tékkóslóvakíka $3340,
Ungverjaland $2280 og
Búlgaría $2310. Tölur
þessar tala ótvíræðu
máli.
Efnahagur landa
og einstaklinga
Daginn eftir að þessi
samanburður birtist í
Mbl. kom athyglisverð
hugvekja í dagskrá
bjóðviljans, innlegg f
„hugmyndafræðilegan“
ágreining fjölklíku-
flokksins. bar segir
m.a.
„Til eru þeir, sem eru
andvígir bflum. því þeir
telja sig svo róttæka. í
N-Kóreu, Kína, Kúbu
og Albaníu eru ekki til
einkabflar. bað er mis-
skilningur að halda að
sósíalismi í framkvæmd
sé m.a. að sitja í strætis-
vagni. í þessum löndum
eru ekki leyfðir einka-
bflar, vegna þess að
efnahagur landanna og
einstaklinganna leyfir
það ekki ...“
bá veit maður það.
Einkabílar eru ekki
leyfðir vegna þess að
efnahagur einstakling-
anna leyfir það ekki í
þessum nafngreindu
rfkjum sósfalsks þjóð-
skipulags.
Greinarhöfundur
segir enn.
„Ég skil ekki bjóð-
viljann, þegar hann
tekur syrpur gegn
heimilisbílnum, sem
hann kallar þá blikk-
belju í háðungarskyni. í
stóru og strjálbýlu
landi eins og okkar er
bfll nauðsyn, eins og
hesturinn áður fyrr.
betta er svo augljóst að
ég nenni ekki að rök-
styðja það.“ Máske
liggur hundurinn þar
grafinn, að bjóðviljinn,
sem berst fyrir sams
konar þjóðskipulagi
hér og í þeim ríkjum,
sem eru lffskjaralega
séð langt að baki okkar,
hafi ósjálfráða andúð á
velmegunareinkennum
hins vestræna heims.
Hvað sem þvf lfður skal
hér undirstrikaður sá
höfuðkostur vestræns
lýðræðisþjóðskipulags,
að geta þróast frá ann-
mörkum sfnum — á
friðsaman og farsælan
hátt — fyrir áhrif
meirihlutavilja í frjáls-
um, leynilegum og
almennum kosningum.
Þegnréttindi og aðbúð
Samanburðarkort
TIME, sem fyrr var
vitnað til, nær til fleiri
atriða en verðmæta-
sköpunar f viðkomandi
þjóðfélögum og efna-
hagslegrar afkomu.
bað er nær ennfremur
til lífsgæðavísitölu, skv.
staðli frá The Overseas
Development Concil. og
grundvallast á læsi,
skriftarkunnáttu, ung-
barnadauða, möguleik-
um á langlffi o.fl.
Hámark þeirrar vísi-
tölu er 100. Bandarfkin
hafa vfsitölu 94.
V-býzkaland 93, Dan-
mörk 96, Frakkland 94
og ísland 96. Sovétríkin
91, Búlgarfa 91,
A-býzkaland 93, Pól-
land 91, Albanfa 72.
Hér er munurinn ekki
mikill, þó að Vesturlönd
hafi nokkra forystu
enn.
begar kemur hins
vegar að almennum
þegnréttindum breikk-
ar bilið. Vísitala stjórn-
málalegs frelsis er
byggð á athugunum
félagsvfsindastofnunar-
innar Freedom House í
New York. Ilámark
hennar er 100. Banda-
ríkin fá vísitölu 100.
Ennfremur öll Norður-
löndin, þ.m.t. fsland, og
flest ríki hins vestræna
heims — þó ekki öll.
Sósfölsku rfkin fá vísi-
tölu frá 8 til 25, utan
Albanfa, sem fær 0.
Sovétríkin fá 8, Kína
17, Pólland og Ung-
verjaland 25.
Hér hefur aðeins
verið drepið á örfá
atriði þessarar saman-
burðartöflu, sem er
fróðleg til athugunar.
beir sem vildu kynna
sér hana nánar geta
flett upp á bls. 14 í Mbl.
15. marz sl. bað er
ómaksins vert.
I
jfHeöáur
á morgun
GUÐSPJALL DAGSINS:
Lúkas 19.:
Innreiö Krists í Jerúsalem.
LITUR DAGSINS:
Fjólublár. — Litur iðrunar
09 yfirbótar.
Palmasunnudagur- Dybilvika hefst
DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd.
Séra Hjalti Guðmundsson. Föstu-
guðsþjónusta kl. 2 síöd. Vænst er
þátttöku fermingarbarna og for-
eldra þeirra. Séra Þórir Stephensen.
ÁRBÆJARPRESTAKALL
Barnasamkoma í Árbæjarskóla kl.
10:30 árd. Guðsþjónusta kl. 2.
Biskup íslands vígir safnaöarheimili
Árbæjarsóknar. Sr. Guömundur
Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL Messa kl. 2 aö
Norðurbrún 1. Séra Grímur Gríms-
son.
BREIDHOLTSPREST AK ALL
Barnasamkoma í Breiöholtsskóla
sunnud. kl. 11. Messa kl. 2 e.h. í
Breiðholtsskóla. Séra þárus Hall-
dórsson.
BÚSTAOAKIRKJA Barnasamkoma
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2, dr. Jakob
Jónsson messar. Sóknarprestur.
DIGRANESPRESTAKALL
Barnasamkoma í safnaöarheimilinu
við Bjarnhólastíg kl. 11. Guösþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 2. Séra
Þorbergur Kristjánsson.
FELLA- og Hólaprestakall
Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11
árd. Séra Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA Barnasamkoma
kl 11. Guösþjónusta kl. 2. Organ-
leikari Jón G. Þórarinsson. Séra
Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11.
Lesmessa n.k. þriðjudag kl. 10:30
árd. Beðið fyrir sjúkum. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson.
LANDSPÍTALINN Messa kl. 10 árd.
Séra Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Séra
Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Séra
Arngrímur Jónsson. Síödegisguös-
þjónusta og fyrirbænir kl. 5. Séra
Tómas Sveinsson.
KARSNESPRESTAKALL
Barnasamkoma í Kársnesskóla kl.
11 árd. Séra Árni Pálsson.
LANGHOLTSPREST AKALL
Barnasamkoma og ferming 19.
mars kl. 10:30. Séra Árelíus Níels-
son. Fermingarbörn: Hafdís Guð-
mundsdóttir, Gnoðarvogi 34, Svava
Johansen, Laugarásvegi 46, Ingvar
Berg Steinarsson, Skeiðarvogi 61.
Guösþjónusta kl. 2. Séra Arelíus
Níelsson. Safnaðarstjórn.
LAUGARNESPRESTAKALL Hátún
10b (Landspítaladeildir). Guösþjón-
usta kl. 10. Barnaguösþjónusta kl.
11. Messa kl. 2. Sóknarprestur.
NESKIRKJA Barnasamkoma kl.
10:30. Guösþjónusta kl. 2. Kvenfé-
lagiö býður öldruðum til kaffiveit-
inga aö lokinni guðsþjónustu.
Guðm. Óskar Ólafsson.
FÍLADELFÍUKIRKJAN
Almenn guösþjónusta kl. 8 síðd.
Einar J. Gíslason.
SUNNUDAGASKÓLI K.F.U.M.
Amtmannsstíg 2b fyrir öll börn kl.
10:30 árd.
DÓMKIRKJA Krists Konungs
Landakoti Lágmessa kl. 8:30 árd.
Hámessa og pálmavígsla kl. 10:30
árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka
daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema
á laugardögum, þá kl. 2 síðd.
FRÍKIRKJAN Reykjavík
Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Guðni
Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Séra
Þorsteinn Björnsson.
SELTJARNARNESSÓKN
Barnasamkoma kl. 11 árd. í félags-
heimilinu. Séra Guðmundur Óskar
Ólafsson.
AÐVENTKIRKJAN Reykjavík
Biblíukynning kl. 5 síðd. Sigurður
Bjarnason.
GRUND Elli- og hjúkrunarheimilið
Messa kl. 2 síðd. Helgi Tryggvason
messar. Fél. fyrrv. sóknarpresta.
HJÁLPRÆÐISHERINN
Helgunarsamkoma kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 2 síöd. Sam-
koma kl. 8:30 síðd. Lautinant Evju.
FÆREYSKA sjómannaheimilið
Samkoma kl. 5 síðd. Jóhann Olsen.
GARDAKIRKJA Barnasamkoma í
skólasalnum kl. 11 árd. Guösþjón-
usta kl. 2 síöd. Aöalsafnaöarfundur
verður að Garöaholti að messu
lokinni. Séra Bragi Friðriksson.
KAPELLA St. Josefssystra í Garða-
bæ. Hámessa kl. 2 síðd.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. — Ferming
og altarisganga. Séra Magnús
Guðjónsson.
VÍÐISTAÐASÓKN
Barnaguösþjónusta aö Hrafnistu’kl.
11 árd. — Almenn guðsþjónusta í
Hafnarfjaröarkirkju kl. 2 síðd. Séra
Sigurður H. Guömundsson.
NJARDVÍKURPRESTAKALL
Fjölskylduguösþjónusta í Stapa kl. 2
síöd. Kristiö æskufólk og kirkjukór-
inn syngja. Séra Páll Þórðarson.
KEFLAVÍKURKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Munið
skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 2
síöd. Sóknarprestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA Föstumessa kl. 2
síðd. Sóknarprestur.
GRINDAVÍKURKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd.
Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 10:30 árd.
Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA
Fermingarguðsþjónustur kl. 10:30
árd. og kl. 2 síðd. — Sóknarprestur.
HVERAGERDISKIRKJA
Fermingarmessa kl. 13:30. Sóknar-
prestur.
AKRANESKIRKJA Barnasamkoma
kl. 10:30 árd. Messa kl. 2 síöd. Séra
Björn Jónsson.
Kaffihlaðborð
veröur í félagsheimili Fáks sunnudaginn 19. marz.
Húsiö opnar kl. 15. Fákskonur sjá um meölætiö.
Borðin svigna undan kræsingunum. Allir
hjartanlega velkomnir.
Fáksfélagar, fjölmenniö nú.
Fákskonur
Sunnudaginn 19. marz 1978 klukkan 15.30
heldur
NÝJA POSTULAKIRKJAN
samkomu aö Hótel Borg (Turnherbergi). Kaffi og
kökur á eftir.
Allir hjartanlega velkomnir.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
sem auglýst var í 55., 60. og 63. tölublaði
Lögbirtingablaösins 1977 á Túnbrekku 4, hluta,
þinglýstri eign Harrys Sigurjónssonar, fer fram á
eigninni sjálfri þriöjudaginn 28. marz 1978 kl.
13.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Kvenfélagið
Hringurinn
heldur flóamarkað í lönskólanum, (gengiö inn frá
Vitastíg) sunnudaginn 19. marz kl. 2.
Margt eigulegra muna.
Allur ágóöi rennur til Barnaspítala Hringsins.
AKUREYRI
— ítölsk hátíð -
í Sjálfstæðishúsinu Akureyri,
sunnudaginn 19. marz.
★ Kl. 19.30 Hátíöin hefst með borðhaldi.
ítalskur veizlumatur.
Verð aðeins kr. 2.850,-
★ Ferðaáætlun Útsýnar lögð fram og kynnt.
★ Sýndar verða myndir frá hinum vinsaelu sólarströnd-
um Spánar, Jtalíu, Grikklands og Júgóslavíu.
★ Eiríkur Stefánsson og Helga Alfreðsdóttir syngja
við undirleik Áskels Jónssonar.
★ Nemendur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar á
Akureyri sýna nýjustu dansana.
★ Feguröarsamkeppni — UNGFRÚ ÚTSÝN 1978 —.
Forkeppni. Ferðaverðlaun að upphæð kr
1.000.000-
★ Ferðabingó. Spilaö verður um þrjár sólarlandaferöir
með Útsýn.
★ Dansaö til kl. 1
★ Missið ekki af óvenju glæsilegri og spennandi, en
ódýrri skemmtun.
★ Hátíöin hefst stundvíslega og borðum verður ekki
haldiö eftir kl. 19.30.
★ Munið, alltaf fullt hús og fjör hjá Útsýn.
★ ENGINN AÐGANGSEYRIR.
AÐEINS RULLUGJALD.
Veriö velkomin. Góöa skemmtun.
Kristín Aðalsteinsdóttir, deildarstjóri hópferóa-
deildar Útsýnar verður til viðtals og gefur
upplýsíngar um teröir Útsýnar 1978 í verzlun-
inni Bókaval, ménudaginn 20. marz kl. 1—5.