Morgunblaðið - 18.03.1978, Page 15

Morgunblaðið - 18.03.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 15 Um myntsöfnun I undanförnum 5 myntþáttum hefi ég fjallað um myntsöfnun almennt og þá sérstaklega kannski um söfnun á lýðveldis- myntinni íslenzku. Hefi ég nú tekið fyrir gangmyntina og 500 króna gullmyntina frá 1961. Þá. eru eftir 3 peningar, sem slegnir voru 1974 í tilefni 1100 ára þjóðhátíðar hér á landi. Þessir peningar eru mynt af því þeir eru með verðgildi og í lögunum um þá er gert ráð fyrir því, að þeir skuli vera gjaldgeng mynt. Samt er það þó svo að ég efast um að nokkur lesara minna hafi nokkurn tíma fengið silfur eða gullmynt frá 1974 í beinum viðskiptum. Allir þessir pening- ar lentu sem safngripir. Og þarna er komið inná það erfiða verkefni að skera úr því hvenær peningur er mynt og hvenær minnispeningur enn einu sinni. Það er freistandi fyrir ríkis- stjórnir, seðlabanka eða hvern þann, sem með myntútgáfuna 6. þáttur fer, að láta slá mynt, sem síðar er seld með yfirverði, þ.e. hærra verði en málminnihald myntar- innar er, og stinga ágóðanum í vasann. Það eru heilu ríkin sem lifa á því aö prenta frímerki og slá mynt á þennan hátt. Vitandi þess, að aldrei þarf að óttast það 1 að myntin fari í umferð og þurfa svo að innleysa hana kannski einhvern tíma. Það er örskammt síðan íslenzka póststjórnin neitaði Skáksambandinu um ágóðahlut af frímerkjaútgáfu, sem vera ætti vegna heims- meistaraeinvígis sem halda mætti hér á landi, ef Skáksam- bandið fengi af ágóða frímerkja- sölunnar drjúgan hlut. Islenzka póststjórnin sagði, réttilega, að hér væru gefin út frímerki til almenns brúks. Að vísu lenti hluti upplagsins auðvitað hjá frímerkjasöfnurum, en það væri aukaatriði sem kæmi póst- stjórninni ekki við, og ekki kæmi til greina að gera sér mat úr frímerkjasöfnun í ágóða- skyni. Það er kannski rétt að minna í þessu sambandi á útgáfur Skáksambandsins á eftir RAGNAR BORG minnispeningum í sambandi við heimsmeistaraeinvígið hér 1972. Peningarnir urðu 3, upplagið af seinni tveimur peningunum svo mikið og spekúlasjónirnar með peningana svo æðislegar, að verðið á peningunum hrundi fljótlega og þeir hafa ekki verið nema málmsins virði í mörg ár. Það hefir bjargað þessum peningum, að gullið í þeim var gott og mikið af því. Jæja, nóg um þetta og komum svo aftur að 1974 útgáfunni. Þessir peningar eru úr fínu silfri og gulli og þar að auki skrautmynt, eða það sem Seðlabankinn kallaði sérunna sláttu. Þessi sérunna slátta er þannig gerð, að mótin, sem notuð eru við myntsláttuna, eru sérstaklega slípuð. Verður þá myntin sérlega glansandi og mikil bæbrigði í henni, sérstak- lega silfrinu. Það má ekki með nokkru móti snerta á þessum peningum með fingrunum á hliðum peninganna, bara taka þá upp á röndinni og helzt að nota dúk eða hanzka þegar hreyft er við þeim. Peningarnir voru allir sérstaklega innpakk- aðir í plast, og þar eru þeir bezt geymdir. Það er bezt að taka það fram að ekki eru til nema 41.000 sett af silfurskrautmyntinni. 17.000 sett voru brædd upp því ekki þótti Seðlabankanum salan ganga nógu hratt. Ég tel þetta mikinn skaða og bráðlæti. Það lá ekkert á. Peningarnir stóðu alveg fyrir sínu. Eins og ég sagði hér að framan er oft nokkur vandi að skera úr um það hvort peningur er mynt eða minnispeningur, en ekki er vafi á að myntin frá 1974 er hvort tveggja. Nokkrir erlendir sérfræðingar hafa hallast að því að rétt væri að skrá sérstaklega mynt sem slegin væri í auðgunarskyni af ríkisstjórnum. Af þessu hefir ekki orðið enn og verður sjálf- Framhald á bls. 36 Þjóðhátíðarmyntin 1974 upplag 500 krónur, silfur 70.000 stk. 500 krónur, silfur, skrautmynt, 41.000 stk. 1.000 krónur, silfur 70.000 stk. 1.000 krónur, silfur, skrautmynt, 41.000 stk. 10.000 krónur, gull 12.000 stk. 10.000 krónur, gull, skrautmynt, 8.000 stk. Skrautmyntin var þannig seld að 33.000 sett af silfurmynt eru saman í öskjum og 8.000 sett með gullpeningum að auki. Páll Bergsson (fyrir miðri mynd) og Jakob Armannsson hafa náð ágætum árangri við spilaborðið í vetur. Þeir urðu m.a. í fjórða sæti á stórmóti Bridgefélags Reykjavíkur. Þeir félagar eru meðal fárra para sem spila Acol-kerfið og hafa ekki smitast af Precision-æðinu, sem farið hefur sem eldur um sinu með Reykjavíkurspilara. Þá eru einhverjir farnir að spila pass-kerfið, sem er öndvert við gamla góða Vínarkerfið og er sagt pass á fyrstu og aðra hönd þegar spilari er með svokallaða vakningu. Bridgefélagið Ásarnir, Kópavogi Fjórum kvöldum af sex er lokið í barometerkeppni hjá félaginu, eða 20 umferðum af 29. Alls taka 30 pör þátt í keppninni og er staða efstu para þessi: Runólfur Pálsson — Hrólfur Hjaltason 365 Jón Páll Sigurjónsson — Guðbrandur Sigurbergsson 234 Olafur Lárusson — Hermann Lárusson 182 Asmundur Pálsson — Þórarinn Sigþórsson 160 Sævin Bjarnason — Óli Andreasson 142 Oddur Hjaltason — Jón Hilmarsson 133 Einar Þorfinnsson — Sigtryggur Sigurðsson 126 Armann J. Lárusson — Sverrir Ármannsson 121 Næstsíðasta kvöld verður á mánudaginn — en síðasta um- ferðin verður spiluð 3. apríl. Þessi keppni var jafnframt firmakeppni félagsins og verða úrslit tilkynnt mjög fljótlega. Næsta keppni félagsins verð- ur Butler-keppni, líklega þriggja kvölda, og hefst 10. apríl. Bridgesamband Reykjanes- umdæmis Reykjanestvímenningurinn, sem jafnframt er undankeppni fyrir íslandsmót, hefst í Hamra- borg 1 á sunnudaginn og hefst klukkan 13. Reykjanes á rétt á 10 pörum í íslandsmótið. Bridgefélag kvenna Eftir tvær umferðir í para- keppni félagsins eru eftirtalin pör efst: Alda Hansen — Georg Ólafsson 277 Sigrún Ólafsdóttir — Magnús Oddsson 258 Halla Bergþórsdóttir — Jóhann Jónsson 258 Guðríður Guðmundsdóttir — Sveinn Helgason 256 Ósk Kristjánsdóttir — Dagbjartur Grímsson 254 Lilja Peterson — Jón Sigurðsson 242 Sigríður Pálsdóttir — Eyvindur Valdimarsson 241 Steinunn Snorradóttir — Agnar Jörgensson 241 Bridge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Kristín Þórðardóttir — Jón Pálsson 235 Esther Jakobsdóttir — Guðmundur Pétursson 234 Meðalskori 216 stig. Þriðja umferðin í þessari keppni verður spiluð í Domus Medica mánudaginn 20. marz n.k., og hefst' keppni kl. 20 stundvíslega. Bridgefélag Selfoss Úrslit í Höskuldarmótinu, sem lauk 9. mars 1978. Kristmann Guömundsson — Þórður Sigurðsson 1289 Guðmundur Sigursteinsson — Gunnlaugur Karlsson 1251 Sigurður Sighvatsson — Kristján Jónsson 1163 Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Þ. Pálsson 1146 Hannes Ingvarsson — Gunnar Þórðarson 1126 Halldór Magnússon — Haraldur Gestsson 1095 Jónas Magnússon — Guðm. G. Ólafsson 1067 Friðrik Larsen — Grímur Sigurðsson 1046 Leif Österb.v — Þorvarður Hjaltason 1000 Garðar Gestsson — Brynjólfur Gestsson 985 4 umferðum er lokið í meist- aramóti í sveitakeppni og verður næsta umferð spiluð á fimmtu- dagskvöldið 16. mars. Staða efstu sveita er þessi. 1. Sveit Vilhjálms Pálssonar80 2. Sveit Jónasar Magnússonar 51 — hefur setið yfir 3. Sveit Sigurðar S. Sigurðsson- ar. Frá Barðstrend ingafélaginu Úrslit í 6. umferð sveita- keppni félagsins: Sveit Baldurs Guðmundsson- ar vann sveit Sigurðar ísaksson- ar 20 gegn 0 stigum. Sveit Gísla Benjamínssonar vann sveit Ágústu Jónsdóttur 20 gegn 0 stigum. Sveit Helga Einarssonar vann sveit Guðmundur Guðveigsson- ar 16 gegn 4 st. Sveit Ragnars Þorsteinssonar vann sveit Guðbjarts Egilssonar 20 gegn 0 stigum. Röðin er þessi: 1. sveit Helga Einarssonar 77 2. sveit Ragnars Þorsteinssonar 70 3. sveit Sigurðar Kristjánssonar 68 4. sveit Guðbjarts Egilssonar 59 Slippfélagið í Reykjavík hf. auglýsir: Eigum ávallt fyrirliggjandi í TIMBURVERZLUN vorri: Fura: mótaviður, smíðaviður u/s og þurrkuð smíðafura af flestum stærðum Irako og Siamese Yang í 2 V2" x 5" og 2" x 6". Frá Kaukas A/B í Finnlandi höfum við hinn viðurkennda vatnsþétta krossvið í stærð 1,22 x 3,05 m, þykktir 6V2, 9, 12, 15, 18, og 24 m/m og 1,22 x 2,44 m, þykktir 6V2, 9, og 1 2 m/m. Olíusoðið Masonite 4' x 8' og 4' x 9' Spónaplötur frá Tiwi O/Y í Finnlandi í öllum þykktum, stærð: 1 80x3,66 m. Frá Rödekro Savværk A/S í Danmörku höfum við hina frábæru skipaeik og beyki í öllum þykktum og breiddum. Oregonfura, Glerfallslistar, Málarastigar og tröppur, Fánastengur í vélasal okkar er svo þjónustan alkunna. Reynið viðskiptin. SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK HF. Mýrargötu 2. Simi: 10123

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.