Morgunblaðið - 18.03.1978, Page 16

Morgunblaðið - 18.03.1978, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 Karl Kristjánsson fyrrver- andi alþingismaður - Minning „Karl Kristjánsson er látinn." Þannig hljóðaði andlátsfregn Reykjavíkurblaðanna er þau skýrðu frá andláti hans, en hann lézt 7. þ. m. hér í Reykjavík. Enga titla þurfti með til að koma því til skila til þjóðarinnar, að Karl Kristjánsson fyrrv. bæjar- stjóri Húsvíkinga og alþingis- maður væri allur. Þjóðin átti bara einn með þessu nafni — sem unnið hafði slíkt dagsverk á þessari öld, að eftir var tekið — og eftir munað. Þau minningarorð, sem hér verða sögð ber fremur að skoða sem þakkarorð á kveðjustundu, en tæmandi lýsingu á óvenjulega heiisteyptum manni eða lífs- staðreyndum, sem svo mörgum eru kunnar og vafalítið verða rifjaðar upp í tilefni af andláti hans. Við Karl vorum kunningjar "og síðar vinir í tæp 40 ár, þó aldursmunur væri rúmir tveir áratugir. Minning sumra manna er svo lifandi í hugskoti manns, að með ólíkindum er, jafnvel þó maður geri sér fyllilega grein fyrir, að eitt sinn skal hver deyja og ungur má en gamall skal. En engu að síður brá mér við andláts- fregn hans. Söknuður að leiðar- lokum er tengdur þakklætinu fyrir að hafa fengið að kynnast Karli Kristjánssyni því af honum mátti margt læra. Ég kynntist honum fyrst á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það var fjölmennt þing, þó eigi væri það jafn fjölmennt og það, sem háð var í þessari viku. Ég man fyrstu fundi þessa þings. Svip- myndir frá þessum dögum eru enn í fersku minni. Málflutningur Jónasar, Hermanns og Eysteins, Jörundar, Karls, Skúla, séra Sveinbjarnar og Steingríms Stein- þórssonar, gleymist ekki. Ég minnist þess einnig, hvað allir þessir menn höfðu — þrátt fyrir annríki — tíma til að blanda geði við aðra fundarmenn og þá ekki síst ungu mennina, sem voru þarna í fyrsta sinn. Karl Kristjánsson gaf sér góðan tíma til slíkra viðræðna og það var á þessum vettvangi, sem ég kynntist honum fyrst. Ég gaf því strax gaum, að hann var einn af þeim, sem bar hita og þunga af þessu flokksþingi eins og þeim, sem á eftir fóru. Hann mótaði margar tillögurnar og lagfærði aðrar í hinum óskyldustu málum. Hann var framsögumaður í fleirum en einu máli og ræddi þá málin af víðsýni og festu. Það leyndi sér ekki á fundum og þingum þar sem Karl var, hversu mikill málvöndunarmaður hann var. Vart var sú ályktun sam- þykkt, sem hann hafði ekki yfirfarið, í þeim tilgangi að fegra málfar og betrumbæta. Eftir okkar fyrstu kynni varð mér ljóst, að þar sem Karl Kristjánsson fór, var á ferð óvenjulegur maður. Hann var maður látlaus, hlýr og elskulegur, fróður og skemmtilegur. Það álit mitt hafa áratuga kynni fyllilega staðfest. Kynni okkar hófust þó fyrir alvöru, er við störfuðum saman í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins um nokkurra ára skeið. Þau ár dvaldi hann af og til í Siglufirði og þá stundum gestur okkar hjóna. Var það ánægjuleg gestkoma og eftirminnilegt var að ræða við hann um menn og málefni, njóta hagmælsku hans og kímni. Hag Síldarverksmiðja ríkisins bar hann alla tíð mjög fyrir brjósti og í hvert sinn er við hittumst síðustu árin, rifjaði hann upp samstarfið í stjórn S.R. og spurðist fyrir um afkomu verk- smiðjanna og framtíðarhorfur. Við áttum einnig nokkur sam- skipti í sveitarstjórnarmálum um 10 ára skeið. Það var hollt ungum manni, sem var að baxa við, ásamt öðrum, að stjórna bæjarfélagi við erfiðar kringumstæður, að ganga í skóla til þessa margreynda odd- vita og síðar bæjarstjóra og þiggja af honum holl ráð og viturleg, þegar úr vöndu var að ráða. A fleiri sviðum áttum við samskipti, þó ekki verði rakin hér. Þar sem annars staðar, var gott að vera í návist hans og til hans að leita. Karl Kristjánsson var fæddur 10. maí 1895 að Kaldbak í Húsa- víkurhreppi. Hann var því vorsins barn. Fæddur þegar kíakaböndin lina tök sín og snjóa leysir. Svo sem af líkum má ráða, hefur þessi vorsveinn á Kaldbak verið auga- steinn foreldra sinna, jafnframt bví að vera þar vorboði. Engan refur þó órað fyrir, að þessi nvítvoðungur að Kaldbak, ætti eftir að verða héraði sínu og þjóð sá dugmikli maður er raun varð á. Leysingin — vorið sem sveinn- inn fæddist 'á Kaldbak fór saman við þá leysingu í íslenzku þjóðlífi, sem þjóðarsagan vitnar um og samtíðarmenn Karls Kristjáns- sonar stuðiuðu að manna mest. Þar sem ég veit, að aðrir munu rita um Karl Kristjánsson, nú þegar vegir skilja, og þar verði rifjuð upp ætt hans og uppruni, sleppi ég þeirri upptalningu, en minni þó á, að 20 ára að aldri hóf hann farkennslu í Tjörnesskóla- héraði. Bóndi að Eyvík á Tjörnesi var hann í 13 ár. Hann gekk ungur að árum til liðs við samvinnu- hreyfinguna og samvinnustefnuna og mótaðist lífsstefna hans öll af hugsjónum þessara tveggja félags- hreyfinga. Svo sem kunnugt er, voru honum falin fjöldi trúnaðar- starfa, bæði í þágu sveitarfélags síns sem oddviti og síðar bæjar- stjóri, í þágu samvinnuhreyfingar- innar, sem deildarstjóri, kaupfé- lagsstjóri eða formaður kaup- félagsstjórnar og í þágu alþjóðar sem alþingismaður og formaður margra stjórnskipaðra nefnda. Öll þessi störf vann hann af sömu kostgæfninni, trúmennskunni og áhuganum — að verða þjóð sinni að liði — eins og þegar hann varð formaður ungmennafélagsins á Tjörnesi 1916 tuttugu og eins árs gamall. Karl Kristjánsson kvæntist 13. nóvember 1920 Pálínu Guðrúnu Jóhannesdóttur, mikilli mann- kostakonu. Þau lifðu í farsæ'lu hjónabandi í rúm 57 ár og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust sex börn, tvö eru látin, en einkadóttir- in Svava Björg býr á Húsavík, gift Hinrik Þórarinssyni, skipstj. Bræðurnir þrír búa í Reykjavík, en þeir eru: Kristján, skáld og bókmenntafræðingur, kvæntur Elísabetu Jónasdóttur, Gunn- steinn, auglýsingastjóri, kvæntur Erlu Eggertsdóttur og Áki, verzlunarmaður, ókvæntur.., Til marks um það, hversu mikið Karl Kristjánsson mat lífsföru- naut sinn, mátti oft merkja, að það var eins og hann skipti um tóntegund þegar talið barst að konu hans og störfum hennar og skilningi og aðstoð við hann, slík var ást hans og virðing fyrir konunni sem eitt sinn hafði bundist hoaum. 15. þ.m. var Karl Kristjánsson kvaddur í Fossvogskirkju af vinum og samherjum og er nú kominn heim í átthagana til hvíldar í þingeyskri mold. Hvíldin er góð þreyttum líkama, en andinn lifir áfram sem og minningin um þjóðhollan dreng. Hún heldur áfram að hvetja til dáða. Næstu daga verður varin til doktorsnafnbótar frásögnin um frelsisbaráttu Þingeyinga á öld- inni sem leið. Tæplega hefði sú barátta leitt til þess frelsis, sem raun bar vitni, ef næsta kynslóð á eftir þ.e. kynslóð Karls Kristjáns- sonar og samtíðarmanna hans — Kveðja — Nú, þegar Karl Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður, er genginn, aldurhniginn og eftir sjúkdómslegu á síðasta áfang- anum, langar mig til þess að minnast hans með örfáum orð- um. Ég veit að margir sem til þekkja munu spyrja: Því hefur þú, Jóhann Hafstein, svo sterka löngun til þess að heiðra minn- ingu Karls Kristjánssonar? Þetta fólk spyr áreiðanlega af þeim sökum, að því er kunnugt, að þegar ég var ungur drengur á Húsavík var ég síður en svo hrifinn af Karli Kristjánssyni. Hann var aðalframámaður og foringi framsóknarmanna á Húsavík, og þá fannst mér sem ég ekki gæti ' skilið þann hugsunarhátt sem mér fannst svo mjög ríkjandi hjá fram- sóknarmönnum, að þeir vildu ráða yfir fólkinu, hugsun þess og frelsi. En er ekki ungt fólk oft svona? Hugsun þess er mjög einskorðuð og umburðarlyndi er ekki einkenni þess. En það voru fleiri á Húsavík á þessum tíma heldur en Karl Kristjánsson og unglingurinn Jóhann Hafstein. Ég varð síðar fyrir sterkum áhrifum frá gamla sýslu- manninum á Húsavík, Júlíusi Havsteen. Hann var einiægur vinur Karls og Karl var einlæg- ur vinur hans. Leiðir okkar Karls áttu síðar eftir að liggja saman á mörgum sviðum þjóð- lífsins, á Alþingi íslendinga mörg ár og einnig í Almenna bókafélaginu og víðar, en Al- menna bókafélagið er einmitt vettvangur, þar sem lýðræðis- sinnar höfðu tekið höndum saman gegn boðskap kommúnis- mans. Við vfldum frelsi og mannréttindi. Þegar sá örlagaríki atburður átti sér stað að Bjarni Bene- diktsson, kona hans og dóttur- sonur hurfu skyndilega af sjónarsviðinu með hinum örlagaríkasta hætti, þá þurfti Almenna bókafélagið að fá nýjan forystumann, nýjan for- mann í stað Bjarna Benedikts- sonar. Ég minnist fundarins þegar kjósa skyldi formann i stað Bjarna. Það lenti í minn hlut að stinga upp á því að Karl Kristjánsson tæki við for- mennskunni af Bjarna Bene- diktssyni í Almenna bókafélag- inu. Ég minnist þess að Karl Kristjánsson varð alveg undr- andi og eftir fundinn talaði hann sérstaklega um það við mig, vegna hvers ég hefði stungið upp á sér í þessa mikilvægu formennsku. Ég hafði unnið með Karli Kristjánssyni í mörg ár á Alþingi, hafði kynnzt honum, eðlisfari hans og hneigðum, og ég vissi að hann var einstaklega hagur á íslenzkt mál, bæði búndið og óbundið. Mér var það fyllilega ljóst að hann átti þá eiginleika sem til þurfti til þess að halda uppi merki og forystu hins mikla menningar- og bóka- félags. Karl Kristjánsson hefur um áratug gegnt formennsku í Almenna bókafélaginu, og hann hefur unnið það starf af mikilli reisn, virðingu og sæmd. Það er mér mikið gleðiefni að hafa átt þess kost að stinga upp á honum til þessa starfs sem hann hefur gegnt á þann hátt, að við stöndum í mikilli þakkarskuld við hann. Það voru eiginleikar Karls Kristjánssonar að fara með gætni og hæversku að öllum hlutum, taka vandlega og velhugsaðar ákvarðanir. Ég bið menn að skilja það fyllilega, að ég ætla ekki að rekja æviferil Karls Kristjáns- sonar, en mig langaði aðeins til þess að tjá mig varðandi væntumþykju til hans og virð- ingu fyrir eðlisgáfum hans og innilega samúð vildi ég senda Pálínu konu hans og láta einnig í ljós þá miklu þakkarskuld, sem við erum í við Kristján son hans, sem hefur unnið mikilsvert bókmenntaafrek á vegum Al- menna bókafélagsins. Einu sinni man ég eftir því að Karl kom mér í töluverðan bobba. Hann spurði mig allt í einu upp úr þurru: Heldur þú, Jóhann, að Tómas Guðmundsson sé meira skáld en Davíð Stefánsson? Karl vissi ósköp vel að ég var einlægur vinur og aðdáandi Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. Honum varð hins vegar ef til vill ekki ljóst hversu mikill og einlægur vinur og aðdáandi Tómasar Guðmundssonar ég er. Ég segi aðeins þetta: Davíð Stefánsson er í mínum huga mikið skáld. Tómas Guðmunds- son er einnig í mínum huga mikið skáld. Nú skulu það verða mín lokaorð að biðja blessunar þessum látna vini mínum, og ég sendi Pálínu konu hans inni- legar samúðarkveðjur. Minning Karls mun lifa með sæmd, hann var mikill menningarfrömuður og mikill alþingismaður, hann var sómamaður. Jóhann Hafstein hefði ekki reynst fær um að fylgja þeim sigri eftir. Sú frelsisbarátta öll er marktæk og táknræn fyrir þá eilífu frelsis- baráttu, sem lítil þjóð verður að heyja. Ekki aðeins hver sýsla, heldur landið allt. í þeirri baráttu munu þeir duga bezt og vera heilladrýgstir, sem gæddir eru þeim mannkostum og hyggindum, sem gerðu Karl Kristjánsson fyrrverandi alþingismann að önd- vegismanni hjá þjóðinni. Jón Kjartansson. Sumir menn eru svo trúir uppruna sínum og æskustöðvum, bera svip þeirra með sér svo ríkan í ásýnd og eðli, að þeir gætu ekki verið annars staðar upprunnir en einmitt þar, sem þeir fæddust. Þeir bera með sér tign og hreinleik fjalla og jökulbrúnar við ský. I málfari þeirra er hljómur ánna, sem þar niða, þytur vindsins og eimur öldufalla, jafnvel söngur fugla og fossa í fjallaþröng, ómur brimsins. Þeir eru börn átthag- anna, en geta þó jafnframt verið alheimsborgarar í látleysi sínu, mættu hafa alizt upp við hirð. Samt gætu þeir hvergi hafa fæðzt, nema innan sýslu þeirrar og hrepps, er ól þá. Einn þessara manna var Karl Kristjánsson. Hann var allra manna hógværastur og mest blátt áfram, þeirra sem ég hef kynnzt. Þó hygg ég, að engum hafi dulizt, að þar var Þingeyingur á ferð, sem hann fór. Fas hans og framkoma bar merki hámenntaðs aðals- manns úr alþýðustétt. Málfar hans var skálds án tilgerðar eða tildurs, manns er kunni að haga orðum sínum til hins ítrasta í ræðu jafnt sem riti. Hann hafði alltaf orð á takteinum, sem áttu við og mátti hvar sem var bera sér í munn. Nú halda þeir ef til vill, sem þekktu Karl Kristjánsson aðeins á efri árum hans, að hann hafi lagt sér til þessa list í löngum skóla lífsins. Vissulega lærði hann margt í honum, en ekki þetta sérstaklega. Ég hef þekkt Karl í meir en hálfa öld. Og mér er eiður sær, að í fyrsta sinn sem ég sá hann, búinn hversdagsklæðum heima á æskustöðvum sínum sem ungan bónda, var hann sömu eigindum gæddur. Kem ég að því síðar. Karl Kristjánsson fæddist 10. maí 1895 í Kaldbak á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu. Voru for- eldrar hans Kristján Sigfússon, bónda að Sultum í Kelduhvérfi, Sigurðssonar, og kona hans, Jako- bína Jósíasdóttir, bónda í Kald- bak, Rafnssonar. Hann gekk í unglingaskóla á Húsavík, sem er þar örskammt frá, veturinn 1909—10 og varð gagnfræðingur frá Akureyrarskóla 1916. Að því loknu varð hann kennari í Tjör- neshreppi og gegndi því starfi til 1920, en gerðist þá bóndi i Eyvík á Tjörnesi. Árin 1921 til 1935 var hann í hreppsnefnd Tjörneshrepps og oddviti hennar frá 1928 til 1935, er hann brá búi og fluttist til Húsavíkur. Hann var hrepps- nefndaroddviti þar til 1950, en þá fékk Húsavík kaupstaðarréttindi. 1949 varð Karl alþingismaður Suður-Þingeyinga og síðan þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra til vors 1967 og átti sæti á Alþingi á 19 þingum alls. Þegar Karl Kristjánsson varð þingmaður, hafði hann þegar gegnt flestum þeim trúnaðarstörf- um, sem til falla í sveit og þorpi. Bæjarfulltrúi varð hann þá um leið, eða nálega samtímis, og síðar forseti bæjarstjórnar. En auk þess átti hann sæti í sýslunefnd, fyrst sem fulltrúi Tjörneshrepps, en síðar Húsavíkur. Formaður Ung- mennafélags Tjörness var hann 1916—30 og forstjóri Sparisjóðs Húsavíkur um langt skeið, eftir að hann fluttist þangað, og er þó engan veginn allt það til tínt, sem varðar trúnaðarstörf Karls heima í héraði og sveit. Á þessum fyrri hluta ævi Karls Kristjánssonar var það, sem ég kynntist honum mest og bezt, fyrst sem bónda í Eyvík, síðar sem ungmennafélaga og loks sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.