Morgunblaðið - 18.03.1978, Page 19

Morgunblaðið - 18.03.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 19 XTAMKl „Sjálfsgagnrýni frjálsra Norðurálfubúa hefur með sumum beirra orðið aö missi allra mælikvarða, sjálfsmorðstilraun." eftir Hannes Hólmstein Gissurarson Raymond Aron, kunnasti stjórnfræðing- ur Frakka, tekur svari vestræns lýð- ræðisskipulags í nýútkominni bók sinni, Til úrættaðra Norðurálfumanna. og Aron segir. Þeir hafa ekki hafnað miðstjórnarkerfinu, þeirri valdsöfnun eins manns eða fárra, sem veldur hættunni á ógnarstjórn. Þeir hafa ekki hafnað ofbeldinu. Hvers vegna læra þeir ekki af mistökum sínum? Hvers vegna leggja þeir aldrei sama mælikvarðann á ofbeldi í nafni sósíalismans og ofbeldi í nafni fasismans? — spyr Aron. Taka má tvö dæmi: Hvers vegna ræða þeir einungis um kúgun hvítra manna á bláum á Blálandi hinu mikla, en ekki einnig um kúgun blárra manna á bláum? Hvers vegna æpa þeir að lýðræðisstjórn Vest- ur-Þýzkalands vegna nauðvarnar hennar gegn hryðjuverkamönnum, en þegja þunnu hljóði um kúgun alræðisstjórnar Austur-Þýzkalands á þegnum hennar? Þessi óheilindi róttæklinganna, bæði þingkosningarnar í þessum löndum og þeir fá tækifæri til að reka haftabúskap.) Atvinnulífinu hefur hnignað vegna stéttasundrungar í Norðurálfu, Norður- álfubúar hafa gengið of langt, þeir eru úrættaðir, úrkynjaðir. Þeir eru fórnar- lömb auðsældar sinnar: Mikið vill meira. Frelsi og lausung Norðurálfubúar glíma einnig við vanda réttarríkisins. Verða þeir að velja um tvær aðferðir frelsisfórnar eins og Þjóðverjar Weimarlýðveldisins: að .láta þeim eftir völdin, sem tortíma frelsinú, eða brjóta þau lög, sem kveða á um frelsið? — spyr Aron. Hvar ber að draga mörk frelsis og lausungar lýðræðis og Til úrættaðra norðurálfumanna Áleitnar spurningar Fyrra hálfleik frönsku þingkosning- anna er lokið. Samhyggjumenn, sósíalist- ar og kommúnistar, sigruðu ekki í honum eins og flestir héldu — en ekki heldur frjálshyggjumenn, fylgismenn Chiracs Barres og d'Estaings forseta. Seinni hálfleikurinn er á morgun, og þeir, sem vona, að Frakkar hafi áfram samvinnu við aðrar siðaðar þjóðir, vona einnig, að núverandi ríkisstjórn þeirra haldi völd- um: Hagkerfi Frakka lokast, þjóðarbú þeirra verður gjaldþrota, málþjónar Kremlverja verða ráðherrar í þessu aðildarlandi Atlantshafsbandalagsins, átök valdhafa, forseta og þings, eru óhjákvæmileg, ef samhyggjumenn ná þingmeirihluta. Þeir, sem horfa á þennan leik, þessa keppni frjálshyggjumanna og samhyggjumanna um völdin, hljóta að spyrja: Hvers vegna er hætta á þing- meirihluta samhyggjumanna? Hvers vegna kemur Frökkum í hug að kalla yfir sig þennan ófögnuð? Raymond Aron, kunnasti stjórnfræðingur Frakka, spyr þessara spurninga' og margra annarra áleitinna í bók, sem kom út fyrir fáeinum mánuðum, „Plaidoyer pour 1‘Europe décadente" eða Til úrættaðra Norðurálfumanna. Hann tekur í bókinni svari vestræns lýðræðisskipulags, en sjálfgagnrýni frjálsra Norðurálfubúa hefur með sumum þeirra orðið að missi allra mælikvarða, sjálfsmorðstilraun. Bók Arons er athyglisverð, hann greinir af rökvísi og óvenjulegri yfirsýn kosti Frakka og annarra Nprðurálfubúa. Hún kemur Islendingum við, þeir kjósa á þessu ári til þings eins og Frakkar. Flettum henni og gerum fáeinar athuga- semdir. Hagkerfin borin saman Aron er maður staðreynda, reynslu, en ekki kjaftæðis eins og sumir stjórnfræð- ingar, starfsbræður hans. Franskir samhyggjumenn lofa víðtækum áætlun- arbúskap, þjóðnýtingu (eða öllu heldur ríkisnýtingu) fjölda stórfyrirtækja, þeir stefna að miðstjórnarkerfj. Hann spyr því: Hvernig hefur víðtækur áætlunarbú- skapur reynzt? Slíkur áætlunarbúskapur er rekinn í Ráðstjórnarríkjunum og leppríkjum þeirra.hagkerfiðer miðstjórn- arkerfið. Samhyggjumönnum hefur a.m.k. ekki tekizt að draga upp fræðilega mynd af öðru hagkerfi og æskilegra, þótt þeir segi frá „nýjum sósíalisma", hvorki sænskum né gerzkum. Gripið er í tómt, þegar reynt er að þreifa á honum. Til eru tvær kerfisgerðir og ekki fleiri, markað- arins og miðstjórnarinnar. Aron bendir á muninn á árangri einstaklinganna í markaðskerfinu vestræna og miðstjórn- arkerfinu austræna. Tekjur manna eru reyndar jafnari í Ráðstjórnarríkjunum en Bandaríkjunum (tekjur hinna tekju- hæstu 10% eru þrefaldar hinna tekju- lægstu 10% í Ráðstjórnarríkjunum, sjöfaldar í Bandaríkjunum), en þær eru miklu minni (verg þjóðarframleiðsla á mann er í bandaríkjadölum 3 þús. í Ráðstjórnarríkjunum, 8 þús. í Bandaríkj- unum). Lífskjör ráðstjórnarþegna eru enn lakari en þessar tölur bera með sér. Fjárfesting, einkum í þungaiðnaði og hergagnaiðnaði, er hlutfallslega meiri í Ráðstjórnarríkjunum en Bandaríkjunum, en neyzla almennings (til dæmis bifreiða- og fatakaup) minni, og magn vöru er ekki til marks um gæði hennar, sem eru að öllu jöfnu miklu verri. Stéttaskipting er fastskorðaðri, „hin nýja stétt" nýtur forréttinda. Verkþekking er útflutnings- vara vestrænna þjóða, en innflutnings- vara hinna austrænu. Ðregið hefur síðustu árin mjög úr hagvexti, iðnþróun og tækniþróun, í Ráðstjórnarríkjunum. Kremlverjar og leppar þeirra hafa þó náð sama (eða betri) árangri og Bandaríkja- menn og vinaþjóðir þeirra í einni grein — í vopnabúnaði, smíði drápsvéla af öllum gerðum. Ótalið er það, sem skiptir mestu máli, því að mennirnir lifa ekki af brauði einu saman: að þeir eru allt að því réttlausir í Ráðstjórnarríkjunum. Þeir hafa aðeins rétt til að vera sammála miðstjórninni. Hvað gerist, ef þeir eru ósammála henni? Alexander Solsjenitsyn svarar þeirri spurningu: „Þrisvar á dag — á þessu andartaki — ganga læknarnir á geðveikrahælum Kremlverja stofugang og dæla í vistmennina heilaskemmandi lyfjum ...“ Skýringar á mistakasögu ríkisrekstrarsinna Rikisrekstrarsinnar í vestri hafa ekki gefið skynsamlegar skýringar á mistaka- sögu ríkisrekstrarsinna í austri, skýring- ar á ógnarstjórn alræðisríkisins, á óhagkvæmni miðstjórnarkerfisins. Þeir ræða um „einstaklingsdýrkunina" á valdatíma Stalíns (og eru þó sögulegir efnishyggjumenn!) og innrásirnar inn í landið á fyrstu árum ráðstjórnarinnar, en þessar skýringar eru alls ekki fullnægj- andi. Aron telur kúgunina, sem náði hámarki á valdatíma Stalíns, ekki óhjákvæmilega. Ógnarstjórn Stalíns var ekki söguleg nauðsyn, ef svo má taka til orða. En hún er söguleg staðreynd. Hún var framkvæmanleg í miðstjórnarkerfi samhýggjumanna, það skiptir mestu máli. Munurinn á Lenín og Stalín var bita munur, en ekki fjár. Og einhver kúgun er óhjákvæmileg í miðstjórnarkerfinu. Aron er ekki í vafa um það (fremur en aðrir fræðimenn), að hin löku lífskjör almenn- ings í Ráðstjórnarríkjunum séu umfram allt vegna óhagkvæmni miðstjórnarkerf- isins. Öll rök hníga að því. Vöruverð ákvarðast af lögmáli framboðs og eftir- spurnar í markaðskerfinu og er notað til að vísa á hagkvæmni, en það er ákvarðað af valdsmönnunum í miðstjórnarkerfinu og er notað til að stjórna neyzlu almennings. Engin viðmiðun hagkvæmni eða arðsemi er því til í miðstjórnarkerf- inu, miðað er við geðþótta miðstjórnar- mannanna. Óheilindi róttæklinganna Róttæklingarnir vestrænu, sem lofuðu í þrjátíu ár alræðisríkið í austri, hafa að vísu hafnað því sem fyrirmyndarríki, sem sælulandi. Þeir kenna sig við „evrópu- kommúnisma" og „nýjan sósíalisma". En róttæklingarnir hafa kastað hisminu úr kenningunni og haldið kjarnanum, eins Vofa gengur nú Ijósum logum um Evrópu — vofa Rauða hersins. franskra og íslenzkra, má kalla „mau- vaise foi“ eins og Jean-Paul Sartre gerir (sem sjálfur er sekur um þau) eða „doublespeak" eins og George Orwell gerði. Atvinnukreppa á Vesturlöndum Norðurálfubúar hafa í flestum efnum yfirburði yfir Kremlverja og þegna þeirra, samanburður kerfanna sýnir það, svo að ekki verður um villzt. Þeir hafa notið auðsældar og almennra mannrétt- inda síðasta aldarfjórðunginn. Vestrænir menn unnu „Kalda stríðið" — bæði í tæknilegum skilningi og siðferðilegum. Sumir þeirra hafa þrátt fyrir þetta misst móðinn, þeir-halda, að miðstjórnarkerfi samhyggjumanna sé óumflýjanlegt. Ein ástæðan til þess er líklega sú, að auðsældartímabili síðasta aldarfjórðungs er lokið, misvægi er á hinum vestræna markaði. Atvinnukreppa er á Vesturlönd- um, verðbólga og atvinnuleysi fara saman. Þessa kreppu greinir Aron skarplega, telur hana vegna þess, að ríkið og launþegasamtökin dragi fjármagn um of út úr atvinnulífinu, að aukning peningamagns fari fram úr aukningu framleiðslu í kjarakapphlaupinu, að of fáir menn starfi í framleiðSlugreinunum og of margir í ríkisbákninu, að menn keppist við að skipta auðnum, en ekki við að skapa auð. Hann -tekur Bretland og Nýja Jórvík til dæmis, ríkið og borgin eru í rauninni gjaldþrota, Bretland er á valdi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Nýju Jórvík á valdi stjórnarinnar í Washington. (Frakkar og Islendingar verða einnig gjaldþrota, ef „vinstri stjórnir" sam- hyggjumanna komast til valda eftir skrílræðis? Kreppan á Vesturlöndum er kreppa frjálsrar menningar, til marks um úrættun. Róttæklingar fara hamförum gegn „kúgun" vestræna lýðræðisríkisins, sem leyfir þó flest: klám, fóstureyðingar, kynvillu, vændi, ofbeldi verkalýðsforingja í verkföllum, aðstoð við afbrotamenn (eins og þá, sem „Málfrelsissjóðurinn" íslenzki veitir). Aron skýrir þessa menningarkreppu með „lögmáli Tocque- villes", sem hann kallar svo: Ríkið fellur, friðsamlegt samlífið sundrast, þegar dregið hefur nægilega úr siðferðilegu aðhaldi, hefðarvaldi, þegar stofnanir ríkisins eins og skóli, fangelsi, lögregla og her hætta öllum aga. Róttæklingarnir kalla þetta siðferðilega aðhald „kúgun", en umburðarlyndir lýðræðissinnarnir reyna að nota lýðræði í öllum stofnunum. Frelsinu er að þakka fjölbreytnin og farsældin með Norðurálfubúum, en því fylgir áhætta, það er fallvalt, brýnir Aron fyrir okkur. Og líftaug þess — lágmarks- skilning nægilegra margra manna — er hægt að slíta. Frakkland getur fallið, líka ísland. Vestræn lýðræðisríki eru öll í fallhættu nema Bandaríkin. Andi frelsis- ins lifir með Bandaríkjamönnum, hann er ándi þeirrar stjórnarskrár sem þeir settu árið 1776, þeir hafa ekki fallið fyrir samhyggjunni eins og Norðurálfuþjóðirn- ar. Reimt í Norðurálfu Fræg eru upphafsorð Kommúnista- ávarpsins fyrir 130 árum: „Vofa gengur nú ljósum lögum um Evrópu — vofa kommúnismans". Og enn er reimt í Norðurálfu á sögn Arons: tvær vofur ganga um álfuna, vofa Rauða hersins, sem ógnar íbúum lýðræðisríkjanna í vestri, og vofa frelsisins, sem sækir á hugi ráðstjórnarþegnanna í austri. Aron telur litlar líkur til þess, að kerfin tvö þróist hvort í áttina að öðru, eins og sumir hafa haldið. Hann bendir á það, að tíminn líður hægar í alræðisríkjum en lýðræðisríkjum, kyrrstaðan er eðli þeirra. Ráðstjórnarríkjunum er stjórnað eins og herveldum hálfsiðaðra Austurlanda- manna, og stjórn þeirra er lífseig. Kremlverjar gæta þess að halda í við Bandaríkjamenn í vígbúnaði. Rauði herinn gæti hertekið Norðurálfu á örskammri stund, ef Bandaríkjamenn verðu hana ekki eins og þeir gera. I flota Kremlverja eru 80 kjarnorkukafbátar, og þeir eiga 1527 langdrægar kjarnorkueld- flaugar — þó að vestrænu róttæklingarn- i ir viti ekki af Rauða hernum. Kremlverj- um er þrátt fyrir það hætt, áhrifavald frelsisunnandi andófsmannanna í ríkjum þeirra og leppríkjum er mikið. Efnis- hyggjumenn, fylgismenn Marx, vanmeta hugsjónirnar spyrja eins og Stalín: „Yfir hvaða’ herdeildum ræður páfinn?" Eg held, að allir frjálslyndir menn geti tekið undir með Aron: „Ég veit ekki, hvað framtíðin ber í skauti sínu. Ég geri það, sem ég get í ræðu og riti, til þess, að það komist sem næst vonum okkar.? Frjáls- lyndir menn á íslandi, í Frakklandi og í öðrum vestrænum lýðræðislöndum verða að axla þá ábyrgð, sem frelsinu er samfara. Þeir mega ekki missa sjónar á veruleikanum í moldviðrinu, sem óheilir menn, skammsýnir lýðskrumarar, hafa þyrlað upp. lwawi«mnt wai—~tirr mmm» w» •*» * w*r* m wmmmmtmmMammi f.iBtfAt'ÍIWKWC

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.