Morgunblaðið - 18.03.1978, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978
U t anríkisv erzlun
E F T A - landanna
VIÐSKIPtl
VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMÁL — ATHAFNALÍF.
NÝLEGA er komið út
EFTA-Bulletin janúar-febrú-
ar hefti 1978. í tímariti
þessu, sem gefið er út af
yfirstjórn EFTA, er að finna
ýmsan fróðleik um málefni
bandalagsins og einstakra
Framkvæmd-
ir á vegum
RARIK
í NÝÚTKOMNU fréttabréíi Vcrk
fræðinKafélags íslands er að finna
yfirlit yíir helztu framkvæmdir
Rafmagnsveitna ríkisins á síðast-
liðnu ári. Heildarupphæð sú er
RARIK fékk til ráðstöfunar sam-
kvæmt fjárlöKum var 2031 milljón
kr. ok skiptist þannig eftir vcrk-
efnums
Virkjanir
Stofrilínur
Aðveitustöðvar
Innanbæjarkerfi
Sveitaveitur
Dieselstöðvar
Vélar og tæki
Aðstöðusköpun
Meiriháttar viðh.
155 millj. kr.
328 millj. kr.
913 millj. kr.
300 millj. kr.
133 millj. kr.
40 millj. kr.
60 millj. kr.
42 millj. kr.
60 millj. kr.
Af virkjunum sem unnið var að
á árinu 1977 má nefna Mjólkár-
virkjun II og undirbúningsfram-
kvæmdir vegna Bessastaðaárvirkj-
unar. Aðveitustöðvar sem endur-
bættar voru á síðasta ári voru m.a.
á Patreksfirði, Sauðárkrókí, Húsa-
vík, Reyðarfirði og Hvolsvelli.
Rafmagnsveiturnar hafa einnig séð
um framkvæmdir við byggðalínur
og var veitt samtals 1362 milljón-
um til þeirra framkvæmda en af
þeirri fjárhæð voru 585 millj. kr. til
línubygginga og 777 m. kr. til
aðveitustöðva.
meðlimalanda þess. Meðal
efnis í þessu hefti er yfirlits-
grein um milliríkjaverzlun
EFTA-landanna innbyrðis,
við iönd Efnahagsbanda-
lagsins og við Bandaríkin.
Tölurnar ná yfir fyrstu níu
mánuði áranna 1977 og
1976. Ef miðað er við verð-
mæti þá kemur fram að
aukning hefur orðið í milli-
ríkjaviðskiptum landanna á
árinu 1977 en niðurstaðan
er engu að síður sú að öll
löndin voru með heikvæðan
vöruskiptajöfnuð og aðeins
tvö landanna eða Island og
Finnland höfðu minni halla
á sínum vöruskiptajöfnuði
1977 en 1976.
Athyglisvert er að ísland skuli
vera nefnt í þessu sambandi því
það hefur einnig hlutfallslegu
mestu aukninguna í innflutn-
ingi. Verðmætaaukning EFTA
landanna í innflutningi nam að
meðaltali um 18%. Utflutning-
urinn jókst hins vegar að nieðal-
tali aðeins um 12% en þar er
Island einnig með mesta aukn-
ingu miðað við 1976. í umsögn
um þróun vöruskiptanna við
einstök markaðssvæði kemur
fram að bæði innflutningur frá
og útflutningur til Efnahags-
bandalagslandanna hefur aukist
og er hækkunin í báðum tilfell-
um milli 7 og 8%.
Um þróunina í viðskiptunum
við Bandaríkin er það að segja
að öll EFTA-löndin juku útflutn-
ing sinn þangað — og ísland
mest. Aðeins eitt land flutti
minna inn frá Bandaríkjunum
1977 en 1976 og voru það við
Islendingar.
Filmuspjald, á 16 slíkum má geyma alla þjóðskráná.
Tölvunotkun:
Mikill spamaður
í tilefni af því aö nú er
hafin framleiðsla á filmu-
spjöldum (microfiché) hér-
lendis ræddi Viðskiptasíðan
við Jakob Sigurðsson for-
stöðumann tölvudeildar
Flugleiða um tölvunotkun
Flugleiða, filmuspjöld o.fl.
Jakob sagðist fyrst vilja útskýra
fyrir lesendum hvað filmuspjald
væri, í stuttu máli, áður en talið
snerist að Flugleiðum og því að
farið var að nota þessa tækni
hérlendis. Filmuspjaldið er
105x148 mm að stærð og eru helztu
hagræðingarmöguleikarnir fólgnir
í því að „prenta“ mætti beint á
spjöldin án þess að prenta fyrst á
pappír. Á hvert spjald mætti setja
17000 línur en það svarar til 270
síðna í tölvuútskrift. Með þessum
hætti gætu margir tölvunotendur
sparað um 25—50% af núverandi
prentunarkostnaði. Upplýsingarn-
ar væru síðan lesnar af spjaldinu
með hjálp þar til gerðra skerma.
Er við spurðum Jakob um þróun
tölvumála hjá Flugleiðum sagði
hann að um 1967 hefði Loftleiðir
fengið sína fyrstu tölvu en Flugfé-
lagið hefði hins vegar notfært sér
tölvuþjónustufyrirtæki.
I dag hefur öll tölvuvinnsla
verið sameinuð og vélakostur
aukinn til muna. Tölvan sjálf er af
Verðbréf
Jakob Sigurðsson forstöðumaður
tölvudeildar Flugleiða.
gerðinni IBM 370/125 en í tengsl-
um við hana væru fjórar diska-
stöðvar (100MB hver), fjórar
segulbandsstöðvar auk spjaldales-
ara, gatara og diskettulesara. Sem
dæmi um hversu háþróuð tölvu-
vinnslan væri orðin í dag nefndi
hann að aðalskrifstofa Flugfrakts
sem er til húsa að Suðurlands-
braut 2 skráir upplýsingar á
diskettu hjá sér sendir þær síðan
eftir símalínu til sérstakrar vélar
í tölvudeild sem matar upplýsing-
arnar fyrir tölvuna og sendir
Flugfrakt síðan niðurstöðurnar
eftir símalínu að vinnslu lokinni.
fyrst nefndu aðilarnir væru nú að
stofna sérstakt fyrirtæki er ætti
að sjá um alla framléiðslu filmu-
spjalda.
Samstarfið hefði einnig náð til
annarra þátta. Þeir hefðu t.d.
sameiginlega látið gera tilboð í
pappírs- og segulbandainnkaup og
hefði þetta leitt til hagstæðari
innkaupa fyrir fyrirtækin.
Að lokum spurðum við Jakob
hver reynslan væri af notkun
filmuspjaldanna? Hann sagði að
hún væri afar góð bæði meðal
þeirra. er ynnu að framleiðslunni
og eins hinna er notuðu þau á degi
hverjum. Hans álit væri að ein
aðalástæðan fyrir jákvæðum við-
tökum notendanna væri hversu
einföld spjöldin eru í notkun en
þess má geta að á hverju spjaldi
er ein síða af 270 sem inniheldur
efnisyfirlit og því væri t.d. auðvelt
að svara hvers konar fyrirspurn-
um. Önnur ekki veigaminni ástæða
fyrir góðri reynslu er sú að
prentun á filmuspjöld er mun
ódýrari en prentun á pappír.
Tekið skal fram að lokum að vél
þá, er framleiðir filmuspjöldin, er
einungis hægt að mata með
segulböndum og því er nauðsyn-
legt fyrir þá er einungis ráða yfir
kortum eða diskettum, en vilja
hagnýta sér; kosti filmuspjald-
anna, að kaupa sér þá þjónustu að
láta flytja upplýsingarnar yfir á
segulbönd. Þetta á t.d. við um alla
þá ervilja varðveita upplýsingar
yfir löng tímabil.
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR HAMARKS LANSTIMI TIL*) INNLEYSANLEG í SEÐLABANKA RAUN VEXTIR FYRSTU 4—5 ÁRIN %") MEÐAL TALS- RAUN VEXTIR % VÍSITALA 01 01 1978 176(3 490) STIG. HÆKKUN í % VERO PR KR. 100 MIÐAÐ VIÐ VEXTI OG VÍSITOLU 01.01 1978“*) MEOALVIRKIR VEXTIR F. TSK. FRÁ UTGÁFUDEGI %•••')
1966 1 20.09 78 20.09 69 5 6 1141 99 2370.96 32.4%
1966 2 15 01 79 15.01 70 5 6 1091.13 2225.97 32.7%
1967-1 15.09.79 15 09 70 5 6 1071.14 2091.02 34 4%
1967-2 20 10 79 20 10 70 5 6 1071.14 2076.79 34.7%
1968 1 25 01 81 25 01 72 5 6 1011 46 1810 56 38.3%
1968 2 25 02 81 25 02 72 5 6 951 20 1703.54 37.8%
1969 1 20 02 82 20 02 73 5 6 734 93 1270 95 38.2%
1970 1 15 09 82 15 09 73 5 6 694 99 1168.50 40.1%
1970 2 05 02 84 05 02 76 3 5 566.03 854.84 36.4%
1971-1 15 09.85 15.09 76 3 5 552.34 806.16 39.3%
1972 1 25 01 86 25 01 77 3 5 478.77 702.61 38.9%
1972 2 15 09 86 15.09 77 3 5 410.98 604..38 40.4%
1 973-1A 15 09 87 15 09 78 3 5 309.14 464.49 43.0%
1973 2 25 01 88 25 01 79 3 5 282.26 429.37 44.9%
1974-1 15.09 88 15 09 79 3 5 1 70.54 298.21 39.4%
1975 1 10 01 93 10 01 80 3 4 123.29 243.80 35.0%
1975 2 25.01 94 25 01 81 3 5 75.73 186.05 37.9%
1976 1 10 03 94 10.03.81 3 4 67.62 178.62 37.1%
1976 2 25 01 97 25.01 82 3 3.5 39.68 143.58 47.5%
1977 1 25 03 97 25 03 83 3 3.5 30.37 133.36 45.8%
1977 2 10.09 97 10 09.82 3 3.5 10.69 11 í 70 43.6%
*) Eflir hámarkslánstlma njóla sparisklrlcinin ekki lengur vaxla né verólr.vggingar. **) Raunvextir lákna vexti (nellí) umfram
veróhækkanir eins og þær eru mældar skv. b.vggihgarvisilölunni. ***) Verð spariskirleina miðað við vexti og vísitolu 01.01.78 reiknasl
þannig: Sparisklrteini flokkur 1972-2 að nafnverði kr. 50.000 hefur verð pr. kr. 100 = kr. 601.38. Heildarverð sparisklrleinis er þvl 50.000 x
601.38/100 = kr. 300.690- miðað við vexli og vlsllölu 01.01.1978. *♦**) Meðpávirkir vexlir fyrir lekjuskalt frá ulgáfudegi sýna
heildarupphæð þeirra vaxla sem rlklssjéður hefur skuldbundið sig lil að greiða fram að þessu. þegar tekið hefur verið lillit til hækkana a
byggingarvlsilölunni. Meðalvirkir vextir segja hins vegar ekkerl um vexli þá, sem brófin koma til með að bera frá 01.01.1978. Þeir segja
heldur ekkert um ágæti einstakra flokka. þannig að flokkar 1966 eru alls ekki lakari en l.d. flokkur 1973-2.
Þessar upplýsingatöflur eru unnar af Veröbréfamarkaði Fjárfestingafélags tslands.
Tekið skal fram að hinir mörgu
terminalar sem Flugleiðir nota
tilheyra farskrárdeild en ekki
tölvudeild fyrirtækisins.
Helztu verkefni er unnin eru í
dág fyrir Flugleiðir eru tekjubók-
hald, aðalbókhald, birgðabókhald
og launabókhald. Auk þess er
deildin þjónustuaðili margra
smærri fyrirtækja. í dag vinna 18
manns hjá tölvudeildinni og er
unnið frá 8 til 20. Jakob kvað
augljóst að þegar um jafn mikla
úrvinnslu væri að ræða og hjá
þeim væri pappírsflóðið geysilegt.
Einn listi sem starfsfólk Flugleiða
þurfti að meðhöndla var upp á
13000 blaðsíður og því nokkuð
erfiður í notkun. Er hér var komið
sögu hófu þeir að kanna leiðir til
að levsa þennan vanda. Hvernig
væri hægt að gera tölvuútskriftir
aðgengilegri og fyrirferðarminni?
Athugun leiddi fyrst og fremst
tvennt í ljós. I fyrsta lagi voru
allar þekktar aðferðir dýrar í
framkvæmd og þá fyrst og fremst
í stofnkostnaði. í öðru lagi voru
fleiri aðilar hérlendis sem áttu við
sama vándamál að stríða. Þessir
aðilar voru auk Flugleiða SÍS,
SKÝRR og Reiknistofa bankanna.
Jakob sagði að þessir aðilar hefðu
bundist samtökum um að leita
leiða til lausnar þessum vanda og
væri nú svo langt komið að þrír
Dökkt útlit
Um 60% vestur-þýzkra fyrir-
tækja áætlar að salan verði minni
í ár en á síðastliðnu ári. Einungis
10% reikna með aukningu í sölu og
um 20% gera ráð fyrir það miklum
samdrætti að minni eftirspurn
verði eftir vinnuafli á næstu 6
mánuðum en var um áramót. Allir
þeir sem spurðir voru töldu
atvinnuástandið líta mun verr út
í dag en fyrir ári síðan.
Bretar
endurgreiða
EINS OG greint hefur verið frá í
fréttum hafa Bretar náð allgóðum
árangri í baráttunni við verðbólg-
una. Síðasta dæmið fjallar um að
þeir séu nú að hefja endurgreiðslu
á hinu stóra láni, einum milljarð
dollara, sem þeir fengu fyrir
nokkrum árum hjá Alþjóða gjald-
eyrissjóðnum. Þetta kom fram í
ræðu sem fjármálaráðherrann,
Healey, hélt í þinginu og sagði
hann einnig að skuld Breta við
sjóðinn nú næmi samtals 4,89
milljörðum dollara.