Morgunblaðið - 18.03.1978, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978
21
Gallabuxur
og kók aust
an tjalds
Svo virðist sem stefnubreyt-
ing hafi orðið meðal ráða-
manna í Austur-Evrópu þar
sem nú er leyft í auknum mæli
að framleiddar séu vestrænar
vörur í löndum þeirra eftir
sérstökum framleiðsluleyfum.
Sem dæmi má nefna að í
Búlgaríu eru framleiddar vest-
rænar sígarettur og í Rúss-
landi eru þegar starfandi tvær'
Pepsi Cola verksmiðjur. Þrjár
eru í byggingu og áætlun er
uppi um að byggja enn fimm.
aðrar og nú er einnig Coca Cola
inni í myndinni og reikna þeir
með að hafa reist a.m.k. eina
verksmiðju fyrir Ólympíuleik-
ana 1980. Levi Strauss, galla-
buxnaframleiðendur banda-
rískir, hafa gert samníng við
ungversku ríkisstjórnina um
sölu á 4.5 milljónum galla-
buxna til Ungverjalands á
næstu 5 árum og þar af skal
40% verða framleitt í Ung-
verjalandi.
Skipting fiskaflans
Hér fer á eftir yfirlit um fiskafla landsmanna síðan 1972
og eru tölurnar samkvæmt upplýsingum Fiskifélags íslands
og eru allar tölur í þúsundum tonna.
1972 1973 1974 1975 1976 1977 1977 1978
janúar febrúar
Botnfiskafli 385,7 397,8 416,9 428,5 440,8 471,4 70,9 65,2
þ.a. þorskur 228,6 236,3 238,9 265,5 284,0
Síld 41,5 43,3 40,4 33,4 30,0 28,2
Loðna 277,0 441,6 464,7 501,1 458,7 809,0 370,9 259,7
Humar, rækja 9,6 10,1 8,5 7,3 9,6 10,0 2,5 2,4
Annar afli. 8,8 8,5 8,0 24,0 46,6 46,6
Samtals 722,6 901,3 938,5 994,3 985,7 1365,2
þ.a* togaraafli 56,9 47,9 156,3 184,8 203,0 238,3 35,6 31,8
þ.a. bátaafli 665,7 853,4 782,2 809,5 782,7 1126,9 35,3 33,4
Höfum kaupendur að eftirtöidum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS:
Yfirgengi
mi8að við
Kaupgengi innlausnarverð
pr kr. 100. — SeSlabankans
1967 1 flokkur 2253 47 40 3%
1967 2 flokkur 2238 1 1 211%
1968 1 flokkur 1970 05 8 3%
1968 2 flokkur 1835 89 6 8%
1969 1 flokkur 1369 89 6.9%
1970 1 flokkur ' 1259 28 40 0%
1970 2 flokkur 920 61 7 2%
1971 1 flokkur 868 78 39 4
1972 1 flokkur 763 76 8 3%
1972 2 flokkur 648 10 39 4%'
1973 1 flokkur A 500 58
1973 2 flokkur 462 73
1974 1 flokkur 321 37
1975 1 fiokkur 262 74
1976 2 flokkur 200 50
1976 1 flokkur 190 56
1976 2 flokkur 1 54 74
1977 1 flokkur 143 71
1977 2 flokkur 120 38
1978 1 flokkur Nýtt útboð 100 00- dagvextir
VEÐSKULDABRÉF: Kaupgengi pr kr 100.—
lár Nafnvextir: 12%—23% p a 75 00—80 00
2ár Nafnvextir: 12%—23% pa 64 00— 70 00
3ár Nafnvextir: 23% p.a. 63 00—64 00
x) miðað er við veð i auðseljanlegrí fasteign
HLUTABRÉF:
Verslunarbanki islands hf Sölutilboð óskast
Iðnaðarbanki islands hf Sölutilboð óskast
Flugleiöir hf.
Höfum seljendur aö eftirtöldum verðbréfum:
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS:
Sölugengi
pr. kr. 100
1974 -F 246 31 (10% afföll)
1975-G 171 57(10% afföll)
1976 -1 130 61 (10% afföll)
nÁRPcnincARpátnc úinnDS hp.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Lækjargötu 12 — R. (Iðnaðarbankahúsinu)
Sími 20580. Opið frá kl. 1 3.00 til 1 6.00 alla virka daga.
Sextugur:
Hans Valdimarsson
bóndi í Miðhúsum
í dag fyllir nágranni minn Hans
Valdimarsson bóndi í Miðhúsum,
Vatnsfjarðarsveit, 6. áratuginn. —
Við sveitungar hans munum koma
saman á heimilinu í Miðhúsum í
kvöld til að fagna með honum og
færa honum árnaðaróskir í tilefni
dagsins og gléðjast með þeim
hjónunum yfir genginni gæfuleiði
Frostaveturinn mikli 1918 er
mörgum í minni af eðlilegum
ástæðum. Kuldinn smaug um
híbýli manna og hús og næddi um
mann og iftállausan án afláts,
gerði sig enda heimakominn í
baðstofum bændabýlanna og ekki
var margt um varnir víðast hvar,
ljós og ylur af olíu eða rafmagni
svo fjarri að fólk dreymdi ekki
slíka drauma í afskekktum fjörð-
um og dölum þessa lands..
I Vatnsfjarðarseli — nú á
dögum gjarnan Seli — er einnig
kalt og vindurinn æðir og hvín,
sleikir vandlega freðnar þekjur
húsa og myndar sterkan streng í
sundum og gegn slíkri höfuð-
skepnu á þjóðflokkurinn í sjálfu
sér ekki mörg úrræði, en hann
hefur lengi búið í landinu og herzt
í sambúðinni við vinda og vetur,
veit og sem er að öll él styttir upp
um síðir.
Það er þennan vetur — þann 18.
marz — að dagsins ljós skín hið
fyrsta sinni í augu Hans Valdi-
marssyni. Vetrarsólin heilsaði
honum og snævi þakið umhverfið
þar í efra, hjarn á melum og svell
í holtasundum og á vötnum,
töfraheimur, mikil birta í efra,
hjarn á melum og svell í holta-
sundum og á vötnum, töfraheimur,
mikil birta ög frost, íslenzk
náttúra í vetrarham, hún býður
hinn unga svein velkominn ti leiks
og starfs: hún hefur gætt hann
þreki, andlegum og líkamlegum
styrk, traustleika, æðruleysi. —
Foreldrar afmælisbarnsins Valdi-
mar Steinsson og Björg Þórðar-
dóttir höfðu þá um hríð búið þar
í Seli af miklum dugnaði og
iðjusemi. Elzt barna þeirra er
Hrólfur þá Hans, Gunnar og
Ingibjörg. Búa systkini hans öll í
Heydal, þannig að ekkert systkin-
anna frá Seli hefur leitað sér
bólfestu utan fæðingarsveitar
sinnar.
Sveitastörf urðu honum fljótt
töm og verkvöndun var og er
einkenni hans. Allt sem hann
iætur frá sér fara er vel unnið og
ber vott samvizkusömum verk-
manni og högum. Hin seinni ár
eftir að niður lögðust flutninga-
hættir bændasamfélagsins — en
reyndar sá ég Hans Valdimarsson
síðastan manna koma með bús-
afurðir á hesti undir reiðingi hér
á þryggju — hefur hann fengizt
við í tómstundum að flétta hross-
hár í gjarðir og fullvinna þær. Eru
gripir þessir nú meira til skrauts
og minja um liðna tíð en notkunar
og eru hinir haglegustu.
Hans Valdimarsson var ekki til
auðs borinn og þeir munu fáir
hinir virku dagar er að baki liggja,
að ekki hafi hann risið upp árla og
gengið sinna verka á vit. En slíkur
hamingjumaður var hann að
hljóta til samfylgdar og samstarfs
ágætiskonu sína frú Stefaníu
Finnbogadóttur, er með honum
hefur staðið i blíðu og stríðu um
dagana og ásamt honum mótað
Miöhúsaheimilið með þess sér.-
staka andblæ, þar sem tíminn
virðist fremur standa kyrr, en í
öðrum stöðum og tif klukkunnar á
veggnum, nátengt kyrrum síð-
sumarsdögum æskunnar, minnir á
hið sífellda.
Þessari grein var aldrei ætlað að
vera æviferilsskýrsla' nágrannans
míns góða í Miðhúsum, en um
þennan sérstaka og vandaða mann
má margt segja. Heldur aðeins
lítill þakklætisvottur frá okkur
Framhald á bls. 35
Beint frá framleidaná
Eigum fyrirliggjandi
DEMPARA
í flest allar gerðir
TOYOTA bifreiða
Framan
kr. 8.200
ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ!
Aftan
kr. 3.700
TOYOTA- -varahlutaumboðið h.T.,
ÁRMÚLA 23 — REYKJAVÍK — SÍMI 3—12 — 26
AÐALFUNDUR |
Samvinnubanka íslands h.f. •
veröur haldinn í Tjarnarbúö, Vonarstræti 10, Reykjavík, í dag,
laugardaginn 18. marz 1978 og hefst kl. 14.00.
Dagskrá skv. 18. gr. samþykktar fyrir bankann.
Aögöngumiöar og atkvæöaseölar til fundarins veröa afhentir
á fundarstaö.
Bankaráð
Samvinnubanka
íslands h.f.