Morgunblaðið - 18.03.1978, Side 32

Morgunblaðið - 18.03.1978, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 Frá borgar- stjórn Ljósastaurar urðu mönnum til- cfni nokkurra umræðna á fundi bornarstjórnar 2. marz. Tilefnið var, að borgarráð hafði samþykkt með ájíreininfji kaup á ljósastaur- um þannij;, að % hlutar ákveðinnar pöntunar yrðu fram- leiddir í Reykjavík en Mi á Akureyri. Tilboðin voru frá Stálveri hf. í Reykjavík og Sand- lilæstri ojj málmhúðun á Akureyri. Reykvíska tilboðið var 4 — 5 % hærra en iæ>jsta tilboð frá Akur- eyri. I bórjtarráði voru fjerðar þrjár bókanir. Agreiningur um kaup á ljósastaurum fyrir Rey k j avíkurborg Kristján Benediktsson bókaði: „Fyrir lifíjíur, að pantanir á verkefnum hjá Stálveri hf. hafa drejjizt saman að undanförnu með þeim afleiðinjtum, að nokkrum hluta starfsmanna hefur verið sa>{t upp störfum. Með tilliti til þess tel é}{ ekki annað koma til Hi-eina en að Stálver hf hafi hluta af verkefni fyrir RR ,við smíði ljósastaura þótt tilboð fyrirtækis- ins sé 4—5% hærra en lægsta boð frá fyrirtæki á Akureyri." Albert Guðmundsson flutti þá tillöjru: „Þar sem boriíarfulltrúi Kristjáns Benediktsson hefur upp- lýst, að' um samdrátt sé að ræða hjá Stálveri hf og starfsfólki hefur þenar verið sapt upp störfum geri é>{ það að tillönu minni, að pöntun sú, sem nú er í undirbúningi í ttotuljósastólpa verði gerð hjá Stálveri hf.“ Tilla>{an hlaut ekki stuðnin>{. Þá óskaði Bjijrgvin Guðmundsson bókað: „Ég er samþykkur því að pöntun á tíötuljósastólpum sé skipt á þann hátt, sem stjórn ISR >{erir ráð fyrir milli Stálvers í Reykjavík og Sandblásturs o>{ Málmhúðunar á Akureyri, þar eð étí tel nauðsyn- lejít að beina hluta viðskiptanna að fyrirtæki í Reykjavík." Sijíurjón Pétursson (Abl) kvaddi sér síðan hljóðs vegna þessa á fundi borjíarstjórnar. Hann sagði, að nú ætti sér stað stefna í iðnþróunarátt hérlendis. Ef tillaga ISR yrði samþykkt myndi það verulega torvelda þróunina. Hún sýndi þröngsýni, væri því engan vegin réttlætanleg. Ef borgin ætlaði sér að st.vrkja fyrirtæki í Reykjavík ætti að auka sam- keppnishæfni þeirra. Það væri því þveröfug þróun að reisa verndar- niúra umhverfis höfuðborgina. Alþýðubandalagsmenn væru því algerlega andvígir þeirri þröng- sýni, sem fram kæmi í stefnu meirihluta borgarstjórnar. Albert Guðmundsson (S) tók næst til máls og lýsti furðu sinni á málflutningi Sigurjóns Pétursson- ar. Hann sagðist ekki sjá neinn verndarmúr umhverfis Reykjavík og ekki byggi Sigurjón hann til. Landsmenn vissu að hér í Reykja- vík hefði ekki verið rekin hreppa- pólitík. Hins vegar mætti minna á, að enginn verkamaður væri ráðinn í virkjanaframkvæmdir úti um landsbyggðina án þess að full- nægja fyrst vinnuþörf á heima- markaði í héraði. Valgarð Brjem formaður stjórnar ISR (S) talaði næst; hann sagði, að enda þótt hann hefði staðið að tillögu um það í stjórn ISR, að kaupum á ljósastaurum fyrir RR yrði skipt milli þeirra tveggja fyrirtækja, sem lægst buðu og hluti staur- anna keyptur frá fyrirtæki í Reykjavík þrátt fyrir nokkurn verðmun, væri hér ekki um princip-ákvörðun að ræða. Að vísu væri reykvíska fyrirtækið dýrara sem næmi mismunandi % á ýmsum liðum, sem lagt væri til að frá þeim yrðu keyptir. Sá munur væri hvergi yfir 10'* og allt niður i 1.7%. Valgarð sagði að þetta mætti ekki túlka á þá leið, að hann væri þeirrar skoðunar að ávallt skyldi taka tilboðum fyrirtækja í borginni þótt þau væru allt að 10% hærri en boð annarra. Þess vegna væri eðlilegt að skoða hvert mál fyrir sig og síðan vega og meta aðstæður hverju sinni. I vissum tilvikum k.vnni að vera skynsam-, legt að taka tilboði fyrirtækja í borginni þótt verðmunur væri verulega mikill milli bjóðenda. í öðrum tilvikum ekki. Það væri óskynsamlegt að binda sig fyrir- fram í fastar reglur um slíkar ákvarðanir. Valgarð Briem minnti í því sambandi á, að í atvinnu- málatillögum borgarstjóra væri heimild til stjórnar ISR um að taka boði innlendra aðila þótt þau væru allt að 15%. hærri en erlend samkeppnisboð. Þar af leiðandi væri fráieitt að slá því föstu, að innlennlendir aðilar skyldu ávallt' njóta 15% verðmunaverndar. Þar kæmi m.a. inn í hve íslenzki þátturinn í framleiðslunni væri mikill. Ef varan ykist lítið að verðmæti við vinnslu í landinu og notaði lítið ísl. vinnuafl væri óviturlegt að kaupa þá vöru miklu hærra verði þótt frá innlendum aðila væri. Borgarstjóri Birgir Ísleiíur Gunnarsson tók undir, að hér hefði ekki verið um princip- ákvörðun á ræða. Hann lagði síðan fram eftirfarandi bókun: „í um- ræðum um mál þetta hefur komið fram, að hér sé verið að taka stefnumarkandi ákvörðun þess efnis að útiloka fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins ef verðmun- ur tilboða sé innan við 10%.. Þessi túlkun er ekki rétt. Nauðsynlegt er að meta tilvik hverju sinni, þegar slík atvik koma upp og í þessu máli er það fnllkomlega réttlætanlegt að skipta þessu verkefni milli fyrirtækis á Akur- eyri og fyrirtækis í Reykjavík." Sigurjón Pétursson óskaði eftir bókun, og í henði segir m.a., að mjög afbrigðilegt atvinnuástand þurfi að ríkja í borginni til að réttlætanlegt sé að taka 7%. hærra tilboði frá fyrirtæki í Reykjavík þegar annað lægra innlent tilboð er fyrir hendi. Kristján Benedikts- son ítrekaði bókun sína í borgar- ráði, sem frá er sagt hér á undan og hið sama gerði Björgvin Guðmundsson. Að lokum var samþykkt að kaupa % hluta í Reykjavík en %i á Akureyri. Borgarstjórn; Rætt um lóðaúthlut- anir fyrir hesthús Kristján Benediktsson (F) spurðist fyrir um eftirfarandi á síöasta fundi borgarstjórnar: Hvenær má búast við, að hægt verði að útvísa landi undir hesthús a) austan við Breiðholtsbyggðina b) á öðrum stöðum í borgarland- inu? Borgarstjóri Birgir Isleifur Gunnarsson (S) svaraði og sagði, að samkvæmt skipulagi væri gert ráð fyrir hesthúsabyggð í Selja- hverfi í suðausturhorni þess. Miðað við, að áframhaldandi lóðaúthiutun verði á þessu svæði á árinu 1979 má búast við því, að Jaðarsel, sem er hringgata í hverfinu og liggur að umræddu hesthúsasvæði, verði gerð á því ári. Þar með eru tæknilegir möguleikar'*á því að gera umrætt hesthúsahverfi byggingarhæft. Umrætt svæði niun rúma u.þ.b. 500 hesta. Það ætti því að vera unnt að gera það byggingarhæft síðari hluta árs 1979 eða fyrri hluta árs 1980. Á öðrum stöðum í borgarlandinu hefur verið skipu- lagt svæði undir hesthús í grjót- námi borgarinnar í Selási. Þeg^r skipulag þetta var unnið fyrir u.þ.b. þremur árum var ekki annað séð, en grjótnám þetta væri á þrotum, enda engir möguleikar þá til þess að komast að samningum við landeiganda í Selásdal um frekari námuréttindi á eignarlandi hans. Síðan hafa þessi viðhorf bre.vtzt, og nú hefur námurekstur verið hafinn að nýju í landi Selásdals, sem hefur það í för með sér, að ekki verður fýsilegt að hefja byggingu hesthúsa á um- ræddu svæði nú í bráð. Þess skal getið, að í Selási er það grjót, sem bezta raun hefur gefið í malbiki hjá Reykjavíkurborg, einkum hvað snertir slit. í þessu eru fólgnir það miklir hagsmunir, að ekki er verjandi að ráðstafa þessu svæði að sinni fyrir hesthúsabyggð. Þess skal getið, að um það hefur verið rætt að koma fyrir hesthúsabyggð á eignarlandi í Selási, en um það mál er ekki hægt að fullyrða neitt að svo stöddu. Þess skal að lokum getið, að Hestamannafélagið Fák- ur á ónýtta verulega byggingar- möguleika á landi því, sem því hefur verið úthlutað við Skeiðvöll- inn í Ártúnshólma. Samþykkt borgarstjórnar: Heildarathugun á móttöku, skila- grein og eftirliti fjármima í borgarkerfinu Á FUNDI borgarstjórnar 2. marz var samþykkt að vísa til borgar- ráðs tillögu frá Kristjáni Bene- diktssyni (F). Síðar er gert ráð fyrir að hefja viðræður við stjórn endurskoðunardeildar varðandi framkvæmd málsins. Tillagan hljóðar svo: „Borgarstjórn sam- þykkir að fela borgarendur- skoðanda að gera heildarathugun á því, hvaða aðilar innan borgar- kerfisins hafa með að gera í starfi sínu móttöku á peningum og hvernig eftirliti og skilagrein með þessum fjármunum er háttað af hálfu endurskoðunardeildar. At- hugun þessi nái til allra stofnana og fyrirtækja á vegum borgarinn- ar og verði niðurstöður um þetta efni sendar öllum borgarfulltrú- um. Þá samþykkir borgarstjórn að fela stjórn endurskoðunardeildar að vinna að þeirri skipulagsbreyt- ingu á innheimtukerfi borgarinn- ar, að innheimtur og fjármálaleg umsýsla verði í höndum sem fæstra aðila og þessi starfsemi verði sameinuð eftir því sem mögulegt er.“ Tillagan var sam- þykkt með 15 samhljóða atkvæð- um. Eigum til allar tegundir af hinum þekktu Rskarsskænm Stór sníðaskæri, heimilisskæri hægri og vinstri handa, e/dhússkæri og saumaskæri. Einnig v-þýzk barnaskæri fyrir föndur og í skól- ann. Naglaskæri, hárskæri og takkaskæri. Simi 24320 og 24321.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.