Morgunblaðið - 18.03.1978, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.03.1978, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1«. MARZ 1978 33 Karl Kristjáns- son—Minning Framhald af bls. 17 vera smáþorp í myndarlegt og atorkusamt bæjarfélag, sem í dag er hið annað stærsta á Norður- landi. Áhugi Karls á sveitar- stjórnarmálefnum var ekki bundinn við heimabyggð Tians, heldur taldi hann nauðsynlegt að efla sveitarstjórnirnar sem grund- vallarstofnanir lýðræðisins í stjórnkerfi þjóðarinnar. Hann tók mjög virkan þátt í starfi Samb. ísl. sveitarfélaga frá upphafi þess og var kjörinn heiðursféiagi sam- bandsins árið 1970. Eftir sögufrægar sviptingar var Karli nánast ýtt fram af samherj- um sínum til þingmennsku fyrir S^Þingeyinga árið 1949. Hann sat á þingi í 18 ár og reyndist ötull og farsæll þingmaður og skildi þar eftir sig mörg spor. Karl var frá upphafi mikill baráttumaður fyrir samvinnu- hreyfinguna og hann var kjörinn heiðursfélagi Kaupfélags Þingey- inga á 90 ára afmæli þess 1972. Hann átti manna drýgstan þátt í því að ráðist var í byggingu kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn og hann sat í stjórn Kísiliðjunnar h.f. frá upphafi til ársins 1975. Sá sem þessar línur ritar kynntist Karli fyrst á efri árum hans, en átti síðan við hann náið samstarf um margra ára skeið bæði í sambandi við úrlausn bæjarstjórnarmálefna á Húsavík og við rekstur Kísiliðjunnar hf. Karlvar jafnan boðjnn og búinn til þess að miðla af reynslu sinni og fróðleik og leggja á ráðin með þeim klókindum, sem hann bjó yfir talsvert umfram aðra menn. Kann ég honum ævinlega þakkir fýrir vináttu hans og holl ráð. Er Karl lét af störfum í bæjarstjórn Húsavíkur var honum falið að vinna að ritun sögu Húsávíkur og hafði hann með sinni venjulegu elju dregið saman mikið efni til þess verks og að mestu gengið frá handriti tveggja binda ritverks áður en hann lézt. Karl kvæntist árið 1920 mikil- hæfri konu, Pálínu Guðrúnu Jóhannesdóttur frá Laugaseli sem verið hefur manni sínum styrk stoð í öllu hans starfi. Þau eignuðust 5 börn, en eitt þeirra, stúlka, sem Björg hét, lézt á unglingsárum 1939. Þau börn þeirra hjóna sem upp komust eru: Kristján bókmenntafræðingur í Rvík, f. 1922; Áki Jóhannes, verzlunarmaður í Rvík, f. 1928; Gunnsteinn, verzlunarmaður í Rvík, f. 1932; Svava Björg, húsmóðir á Húsavík, f. 1939. Við fráfall Karls Kristjánssonar er manni þakklæti fremur en sorg efst í huga. Við sporgöngumenn hans hljótum að þakka langt ævistarf, sem lætur okkur svo mikið eftir. En jafnframt tökum við þátt í sorg og söknuði nánustu vandamanna hans, Pálínu konu hans, barna þeirra, tengda- <og barnabarna og biðjum þeim styrks og blessunar. Karl verður jarðsunginn á Húsavík í dag og hafa Húsavíkur- kaupstaður og Kaupfélag Þingey- inga óskað eftir því að fá að votta minningu hans virðingu sína með því að kosta útför hans. Björn Friðfinnsson. Með Karli Kristjánssyni fyrr- verandi alþingismanni er hniginn í valinn mikilhæfur maður. Öll kynnumst við ýmsum manngerð- um á lífsleiðinni. Karl verður mér minnistæðastur fyrir alúðarfullt hæglæti sitt, réttsýni og vand- virkni. „Þjóðin verður að gera sér grein fyrir því, hvað hún á dýrmætast i fari sínu, leggja alúð við að vernda það, og efla með því áfram lífsmátt sinn og hamingjulán. Hún má ekki kasta arfi sínum fyrir borð: bókmenntaauðnum og bók- menntaáhuganum, sem um alda- raðir hafa verið hennar sigurvopn. Ef hún gerði það, yrði hún í raun og veru snauðari en meðan börn hennar gengu berbætt — og borg hennar yrði auðunnin." Svo mælti Karl Kristjánsson við stofnun Almenna bókafélagsins og í anda þessara orða voru öll störf hans í þágu félagsins unnin. Karl var kjörinn í fyrstu stjórn bóka- félagsins á framhaldsstofnfundi 4. febrúar 1955. Hann var ævinlega endurkjörinn og sat því í stjórn félagsins í 23 ár. Við fráfall Bjarna heitins Benediktssonar forsætis- ráðherra tók Karl við formennsku Almenna bókafélagsins og gegndi því starfi til síðasta dags. Við kjör sitt sem formaður fórust Karli orð eitthvað á þá leið, að vandi fylgdi vegsemd hverri og það eina sem hann hefði um það að segja væri að hann mundi ekki láta sér þann vanda í léttu rúmi liggja. Það gerði hann ekki heldur, því ötullega vann hann að fram- gangi Almenna bókafélagsins, var ætíð bobinn og búinn að takast á við margvísleg vandamál. Þau leysti hann af sinni alkunnu hæfni og nákvæmni. Röggsemi hans við fundarstjórn og frábærar ræður háns eru mér í fersku minni. Fyrir hönd Almenna bóka- félagsins þakka ég Karli Kristjánssyni umhyggju hans og ræktarsemi í þágu félagsins og votta eftirlifandi konu hans og öðrum vandamönnum einlæga samúð. Sjálfur er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst svo vönduðum manni. Brynjóifur Bjarnason. Karl Kristjánsson er hniginn í valinn. Hann var og verður minnisstæður þeim, sem honum kynntust, en í þeim hópi tel ég mig vera. Karl Kristjánsson mátti muna tímana tvenna, eins og margir jafnaldrar hans, sem fæddir voru fyrir og um síðustu aldamót. Fátækra bændasona biðu ekki mörg tækifæri á þeim tíma, sem Karl var að alast upp. Að loknu unglingaskólanámi á Húsa- vík lá leið Karls til æðstu mennta- stofnunar Norðlendinga, Gagn- fræðaskólans á Akureyri, og þaðan brautskráðist hann rúmlega tví- tugur. Eigi er undirrituðum kunn- ugt, hvort hugur hans stóð til frekara náms eða hvort fjárráð bönnuðu, að svo yrði, en að gagnfræðanámi loknu hvarf Karl aftur heim í átthagana í Þingeyj- arþingi, þar sem hann haslaði sér völl og vann sitt ævistarf í rúmlega hálfa öld. Máltækið segir, að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. En ekki sannaðist þetta máltæki á Karli heitnum Kristjánssyni. Hann varð „spámaður" í sínu föðurlandi, enda maðurinn vel til forustu fallinn. Líklega hafa sveitungar hans falið honum flest eða öll þau trúnaðarstörf, sem fundin verða í einu byggðarlagi, hreppi, sýslu og kaupstað, og sýnir það, hvert traust samborgarar Karls báru til hans, enda brást hann aldrei trausti umbjóðenda sinna heldur óx með hverju verki. Ungur að árum var Karl kjörinn í hreppsnefnd Tjörríeshrepps, eða árið 1921, og hófust þar með margháttuð afskipti hans af sveit- arstjórnarmálum, en nokkrum árum síðar var Karl kjörinn hreppsnefndaroddviti og var það til ársins 1935, er hann flutti til Húsavíkur, en þar átti hann sæti í hreppsnefnd 1937—1950, og síðar í bæjarstjórn 1950—1970, alla tíð oddviti hreppsnefndar og síðar forseti bæjarstjórnar fyrstu árin, eftir að Húsavík hlaut kaupstaðar- réttindi, og bæjarstjóri um skeið árið 1950. Karl átti því samtals setu í sveitarstjórnum sem kjörinn fulltrúi í tæpa hálfa öld. Sýslu- nefndarmaður var hann á árunum 1928—1950 og var meðal stofnenda Sambands ísl. sveitarfélaga árið 1945 og átti síðan óslitið sæti í fulltrúaráði sambandsins og landsþingum þess til ársins 1970, en á landsþingi sambandsins á því ári var Karl kjörinn heiðursfélagi sambandsins fyrir margháttuð störf að sveitarstjórnarmálum um nær hálfrar aldar skeið. Karl átti sæti á Alþingi á árunúm 1949—1967. Margvíslegum öðrum opinberum trúnaðarstörfum gegndi Karl Kristjánsson um ævina s.s. stjórnar- og formanns- störfum í elsta kaupfélagi lands- ins, Kaupfélagi Þingeyinga, í áratugi. Karl Kristjánsson var maður þeirrar gerðar, sem lærdómsríkt var að kynnast og gott að umgang- ast. Hlýhugur hans og góðlátleg kýmni skapaði gott andrúmsloft í kringum hann og þá, sem með honum störfuðu. Hann leitaðist við að finna lausnir á málum með friðsamlegum hætti og tókst það jafnan á þann hátt, að allir máttu vel við una. Karl var maður orðsins listar, bæði hins ritaða og ekki síður hins talaða orðs, enda málhagur með afbrigðum, svo sem margar ferskeytlur hans bera vott um. Þegar Karl Kristjánsson hvarf af vettvangi sveitarstjórnarmála og var gerður að heiðursfélaga Sambands ísl. sveitarfélaga á landsþingi sambandsins 1970, flutti hann ræðu, sem óg þykist vita, að mörgum er á hlýddu hafi verið og verði minnisstæð. Þar talaði lífsreyndur maður en ungur í anda. Af öllum sínum mörgu, opinberu störfum á lífsleiðinni kvaðst hann hafa haft mesta ánægju af sveitarstjórnarstörfun- um. Þar var hann í nánustum • tengslum við fólkið. Þar hafði hann bezt tækifæri til að greiða götu þess og leysa vandamál einstaklinga og byggðarlags. Það er vissulega sjónarsviptir að manni eins og Karli Kristjánssyni. Með lífi sínu og störfum reisti hann sér þann minnisvarða, sem lengi mun standa. Samband ísl. sveitarfélaga og íslenzkir sveitarstjórnarmenn eiga Karli Kristjánssyni þakkarskuld að gjalda fyrir störf hans í sveitarstjórn, samtökum sveitar- félaga og að framgangi ýmissa sveitarstjórnarmála. Fyrir það allt eru honum að leiðarlokum færðar þakkir og eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og öðru venzlafólki vottuð dýpsta samúð. Góðs manns er gott að minnast. Slíkur maður var Karl Kristjánsson. Magnús E. Guðjónsson. Það er ekki oft, að grein í blaði eða tímariti greipist svo í huga manns, að hún sitji þar áratugum saman. Ég kann ekki nema eitt dæmi af sjálfum mér, og það er einmitt grein eftir Karl Kristjáns- son, sem hann ritaði fyrir rúmum 30 árum. Hún nefndist „Þáð er löng leið til keisarans". Þessi grein var síðan birt í Sveitarstjórnarmálum, tímariti Sambands íslenzkra sveit- arfélaga 1947. í greininni gagnrýndi Kari með mikíum alvöruþunga, en undir hjúpi gamansemi, umgengnishætti sumra fulltrúa ríkisvaldsins við sveitarstjórnarmenn. Heitið á greininni er rússneskur málsháttur; átti að minna á stjórnarhættina í því mikla ríki í fyrri tíð og kannski líka á þeim tíma, þegar greinin var skrifuð. Tilefnið var aftur á móti það, að laugardaginn 20. sept. 1946 kl. 1.10 e.h. barst Karli þáverandi oddvita Húsavíkurhrepps, „dreifiskeyti", sjálfsagt sent öllum oddvitum og bæjarstjórum landsins. Sendandi var ein af þessum merkilegu stofnunum, sem settar eru á fót þá, þegar mikið liggur við. Fjár- hagsráð nefndist hún, og mun orðstír hennar lifa hjá hinni öldruðu sveit, sem nú víkur óðfluga af sviðinu. Skeytið var á þessa leið: „Símsendið laugardag útgefin sementsleyfi frá skömmtunarbyrj- un stop póstleggið sama dag sementsúthlutun stop tilfærið nafn leyfishafa, úthlutað magn og notkun stop skiptist þannig stop viðhald stop framkvæmdir, er ekki kosta yfir 10.000 kr. stop fokheld íbúðarhús stop íbúðarhús önnur stop hús í þágu framleiðslunnar stop tilfærið nánar í skýringu á hvaða stigi framkvæmdir voru, er leyfisveitingar hófust." Út af þessu skeyti lagði Karl eins og áður segir á sinn persónu- lega hátt með slíkum þunga, en þéim tilþrifum í máli og stíl, að þessi samskipti ríkis og sveitar- félaga og önnur sem hann rakti, verkuðu nánast sem skemmtiefni, þótt það síður en svo væri að slíku stefnt. Fram að þessu hafði ég ungling- urinn litið á sveitarstjórnarmál og allt, sem þeim við kom, sem hið leiðinlegasta af öllu leiðinlegu, en með þessari grein var grundvöllur- inn lagður, skapaður fyrsti vísir- inn að áhuga mínum á sveitar- stjórnarmálum, sem við mig hefur loðað síðan. Fyrir það stend ég í mikilli þakkarskuld við Karl Kristjánsson. Þar sannaðist hið fornkveðna: „Orð eru til alls fyrst"., Nokkrum árum síðar kynntist ég Karli persónulega allvel. Hann var einn þeirra allt of fáu manna, sem vaxa stöðugt með nánari viðkynningu. Hann sameinaði á óvenjulegan hátt svipmót hins greinda alþýðumanns, sem brotizt hefur áfram af eigin rammleik og hins háttvisa höfðingja, sem allir sóttust eftir að hafa sem ráðgjafa og leiðtoga. Hér verða ekki rakin marghátt- uð störf Karls á sviði sveitar- stjórnarmála eða þjóðmála eða ótal aðrir þættir, þar sem hann hefur markað djúp spor. I minningarorðum á fundi í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga 8. marz s.l., daginn eftir lát Karls, lét ég þessi orð falla: „Það þótti á sinum tima sjálfsagt, að faðir sambandsins, Jónas Guðmunds- son, yrði heiðursfélagi þess fyrstur manna. Svo mikið hafði frum- kvæði hans og framtak verið á þessum vettvangi. Mátt því ætla, að nokkur vandi væri að velja mann til að hljóta næstur sam- bærilega virðingu og viðurkenn- ingu. Árið 1970 kom sú hugmynd fram, að Karl Kristjánsson hefði unnið sveitarfélögum landsins þannig, að vel færi á því, að honum yrði skipað á heiðursbekk við hlið Jónasar. Man ég, að Jónas taldi sig fullsæmdan af slíkum sessunaut. Það var líka einmæli allra ann- arra, að Karl hefði fulla verðleika til slíks, enda var kjör hans til heiðursfélaga samþykkt einróma á landsþingi 1970. Héi; er hvorki staður né stund til að rifja upp ævistarf Karls á vettvangi sambandsins, hvað þá sveitarstjórnarmála almennt, en ekki get ég þó látið þess ógetið, að hann mun fyrstur manna á Al- þingi hafa borið fram tillögu um endurskoðun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Karl var ritfær í bezta lagi og ritaði ýmislegt í tímarit sam- bandsins. Þá var hann skáld gott. Hið síðasta, sem eftir hann birtist í Sveitarstjórnarmálum, er þetta: „Segja má, að líf mannsins sé líkt og ástæður þess manns, sem fer í skóg með eina ör: Dauðinn kemur. dýrt er fjör. dagsins stutt að njóta. sá, sem hefur eina ör, ei má gálaust skjóta." t Daginn eftir sá ég það, að í minningarræðu um Karl á Alþingi hafði forseti Sameinaðs Alþingis lokið sínum orðum með sömu tilvitnun. Sumir mundu kalla þetta tilvilj- un. Það geri ég ekki. Vandamönnum Karls sendi ég einlægar samúðarkveðjur, og það fullyrði ég, að við fáa menn, sem ég hef kynnzt, á betur það, sem listaskáldið góða orti um látinn vin sinn: „Lengi mun hans lifa rödd, hrein og djörf, um hæðir, lautir. húsin öll ok vfðar brautir, er ísafold er illa stödd.** Páll Líndal Isafjörður: Miklar byggingaframkvæmdir Uppbyggingu Holtahverfis miðar vel áfram. Nú þegar hefur verið ílutt í 16 einbýlis- hús og nýlega hélt Kubbur h.f. reisugilli vegna fyrstu 10 rað- húsanna, sem gerð eru fokheld. Nú í vor byrja þeir á næstu 10 húsum af sömu gerð. Byrjað er á 52 einbýlishús- um, 10 raðhúsum og 7 íbúða f jölbýlishúsi á svæðinu. Búið er að úthluta 12 einbýlishúsalóð- um í viðbót, 15 raðhúsa- og 7 íbúða fjölbýlishúsalóð. Þá er enn nokkuð laust af lóðum á svæðinu, en það eru aðallega raðhúsa- og fjölbýlis- húsaióðir. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar næst vcrður brotið land undir íbúðir fyrir ísfirðinga, en gerð hefur verið tillaga um íbúðahverfi fyrir tveggja hæða einbýlishús á svæði frá bænum Seljalandi við ósa Tunguár inn að sumarbústaðahverfinu í Tungudal. í Hnífsdal er byrjað á fyrstu einbýlishúsunum á nýju bygg- ingasvæði innan við félags- heimilið, en þar er búið að úthluta 4 lóðum. Þá eru mörg fyrirtæki í fiskiðnaði að hefja fram- kvæmdir við byggingar og nýlega var Ljóninu s.f. úthlut- að lóð undir stórmarkað á nýju verslunarsvæði milli Tunguár og Úlfsár. Úlfar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.