Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
Unrnrfdæmdómerk
en kröfu um miska-
Hæstiréttur:
Annir voru við tonaraafjíreiðsluna í gær því að unnið var að krafti við að losa úr togurunum sem
komu inn til löndunar vegna þorskveiðibannsins. L-Ósm Friðþjófur
bætur var hafnað
DÓMUR var í gær kveðinn upp í
Hæstarétti í máli aðstandenda
undirskriftasöfnunarinnar „Var
ið land“ gegn Einari Braga
Sigurðssyni rithöfundi vegna
skrifa hans í daghlaðinu Þjóð-
viljanum. Var niðurstaða
dómsins sú, að öll hin átöldu
ummæli voru dæmd ómerk en
kröfu um miskabætur var hafnað.
Tveir dómenda greiddu sérat-
kvæði og vildu taka til greina
kröfu stefnenda um greiðslu
miskabóta.
í dómi Hæstaréttar segir m.a.:
„Áfrýjendur (þ.e. stefnendur —
innsk. Mbl.) hafa skotið máli þessu
til Hæstaréttar með stefnu 24.
mars 1977 og gert þær dómkröfur:
1. Að ummæli þau, sem stefnt
Aðalfundur Verzlunarbankans:
Hlutafé bankans aukið
úr 200 í 500 miÚiónir kr.
AÐALFUNDUR Verzlunarbanka
íslands h.f.. sem haldinn var
síðastliðinn laugardag, sam-
þykkti tillögu bankaráðs um
aukningu hlutafjár bankans úr
200 milljónum króna í 500
milljónir og skal aukningin fara
fram á árunum 1979 til 1981.
Aukningin fer þannig fram að
jöfnunarhlutabréf verða gefin út
fyrir 100 milljónir króna um
næstu áramót, en síðan verður
hlutaféð aukið um 2000 milljónir.
Tillögur bankaráðsins voru sam-
ASÍ og vinnuveitendur:
Fyrsti undirnefnd-
arfundur á morgun
10-MANNA nefnd Alþýðusam-
bands íslands ákvað í gær að
skipa menn f nefnd með fulltrú-
um vinnuveitenda, en hinir síðast-
nefndu höfðu óskað eftir því að
sett yrði á undirnefnd til þess að
ræða á hvern hátt unnt yrði að ná
þeim kaupmætti, sem
samningarnir frá því í júní gerðu
ráð fyrir. Fundur nefndarinnar,
sem vinnuveitendur hafa ekki
skipað menn enn í, verður á
morgun klukkan 14.
Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ, anna.
sagði í gær að fulltrúar launþega-
samtakanna í nefndinni yrðu 5:
Snorri Jónsson, Guðmundur J.
Guðmundsson, Karl Steinar
Guðnason, Óskar Vigúfsson og
Ásmundur Stefánsson. Ólafur
Jónsson, forstjóri Vinnuveitenda-
sambands íslands, sagði að vinnu-
veitendur myndu skipa í nefndina
í dag en framkvæmdastjórnar-
fundur VSÍ verður í hádeginu. Af
hálfu vinnuveitenda verða í nefnd-
inni bæði fulltrúar VSÍ og Vinnu-
málasamþands samvinnufélag-
þykktar með öllum greiddum
atkvæðum aðalfundarmanna.
Tillögur bankaráðsins voru um
breytingar á 4. og 5. grein
samþykkta bankans um útgáfu
jöfnunarhlutabréfa, aukningu
hlutafjár o.fl. Breytingartillögurn-
ar eru svohljóðandi:
„4. grein orðist svo:
„Aðalfundur Verzlunarbanka ís-
lands h.f. haldinn 18. marz 1978,
samþykkir að gefa út jöfnunar-
hlutabréf að upphæð allt að kr. 100
milljónir og skal það gert þann 1.
janúar 1979. Skal sérhver hluthafi
fá jöfnunarhlutabréf sem nemur
jafnhárri upphæð og hlutabréf
þau sem hann á fyrir og hefir
greitt.
Þá samþykkir aðalfundurinn
aukningu á hlutafé bankans úr 200
milljónum í 500 milljónir og skal
aukningin fara fram á árunum
1979'—1981, þannig að hluthöfum
er gefinn kostur á að greiða
Viðræður ríkisins
og BSRB 30. marz
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur
borizt erindi frá Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja, þar
sem krafizt er endurskoðunar á
kaupliðum aðalkjarasamnings
fjármálaráðherra og BSRB frá
25. október síðastliðnum. Er
krafa þessi borin fram samkvæmt
heimild í kjarasamningnum, þar
sem segir að „verði röskun á
vísitölutryggingu launa frá því
sem þessi samningur gerir ráð
fyrir, getur hvor aðili um sig
krafizt endurskoðunar á kauplið-
um samningsins." í fréttatil-
kynningu frá ráðuneytinu segir,
að ráðherra og formaður BSRB
hafi rætt mál þetta og hafi orðið
sammála um að kveðja saman
samninganefndir aðila til
viðræðna fimmtudaginn 30.
marz.
í fréttatilkynningu fjármála-
ráðuneytisins er skýrt nánar frá
ákvæðum samningsins um áður-
greinda endurskoðun. Þar segir:
„Þegar mánuður er liðinn frá því
að krafa um endurskoðun kom
fram, getur hvor aðili um sig vísað
málinu til sáttasemjara og sátta-
nefndar, er skal þá reyna sættir.
Þegar sáttameðferð er hafin
getur hvor aðili um sig óskað
opinberrar greinargerðar Hag-
stofu íslands um þróun verðbóta
eða jafngildi þeirra í þjóðfélaginu,
það sem af er samningstímans, svo
og það sem fyrirsjáanlegt er að
verði á samningstímanum. Nýtt
samkomulag gildi hverju sinni til
loka samningstímans."
Krafa BSRB er um fullar
verðbætur samkvæmt kjara-
samningnum, eða jafngildi þeirra
verði greitt ríkisstarfsmönnum frá
1. marz 1978 til loka samnings-
tímabilsins.
Vildu ekki
kaupstaða-
réttindin
ATKVÆÐAGREIÐSLA fór
fram á laugardag meðal íbúa í
Egilsstaðakauptúni um það
hvort sótt skyldi um kaup-
staðarréttindi fyrir Egilsstaði.
Á kjörskrá voru 606 og af þeim
greiddu 430 atkvæöi. Fylgjandi
umsókn um breytingu í bæjar-
félag voru 190 en á móti var
231. Auðir seðlar voru 7 og 2
ógildir.
— Steinþór.
aukninguna með þrem greiðslum í
gjalddaga þann 1. október árin
1979—1981. Skulu hluthafar eiga
rétt á að kaupa viðbótarhlutabréf
fyrir allt að tvöfaldri hlutafjár-
eign sinni sem þeir eiga fyrir í
félaginu þ.e. allt að því þrefalda
hlutafjáreign sína, sbr. þó 3. mgr.
hér á eftir.
Nú vilja svo margir hluthafar
neyta kaupréttar síns á hlutafjár-
auka að öllum verði eigi veitt
úrlausn og skulu hluthafar allir þá
sæta hlutfallslegri lækkun, eftir
því sem stjórn bankans ákveður.
Fari svo að nægilega margir
hluthafar eigi neyti forkaupsrétt-
ar þannig að tilskilin upphæð
náist, skal stjórn bankans heimilt
Framhald á bls. 30.
Margeir og
Jón L. unnu
ÚRSLIT skáka á skákþingi íslands
í gærkvöldi urðu m.a. að Margeir
vann Þóri Ólafsson, Jón L. Árna-
son vann Jóhann Hjartarson,
Bragi Halldórsson vann Björn
Sigurjónsson, en jafntefli gerðu
Helgi Ólafsson og Ásgeir Þ.
Ásgeirsson. Úrslit í öðrum skákum
lágu ekki fyrir.
er út af í frumsök og framhaldssök
í héraði, verði dæmd dauð og
ómerk.
2. Að stefnda verði dæmd hæfi-
leg refsing fyrir ummælin.
3. Að hverjum áfrýjenda verði
dæmdar úr hendi stefnda 50.000
krónur í miskabætur fyrir um-
mælin með 9% ársvöxtum frá 18.
janúar 1974 til greiðsludags.
4. Að stefnda verði gert að
greiða áfrýjendum sameiginlega
25.000 krónur til að kosta birtingu
á dómsorði og forsendum þessa
dóms í opinberum blöðum.
5. Að í 1. ,eða 2. tölublaði
Þjóðviljans, er út kemur eftir
birgingu dómsins, verði birtar
forsendur hans og dómsorð.
6. Að stefndi verði dæmdur til
að greiða áfrýjendum sameigin-
lega hæfilegan málskostnað í
héraði og fyrir Hæstarétti.
Af hálfu stefnda, sem ekki hefur
gagnáfrýjað málinu, er krafist
staðfestingar á héraðsdómi og að
honum verði dæmdur hæfilegur
málskostnaður í Hæstarétti úr
hendi áfrýjenda."
Dómsorð voru þessi:
„Öll hin átöldu ummæli skulu
vera ómerk.
Stefndi, Einar Bragi Sigurðsson,
greiði 15.000 króna sekt í ríkissjóð
og komí í stað sektarinnar 2 daga
varðhald verði hún ekki greidd
innan 4 vikna frá birtingu dóms
þessa.
Framhald á bls. 30.'
Lýst eft-
ir manni
LÖGREGLAN í Reykjavík
hefur lýst eftir 29 ára göml-
um manni, Magnúsi Gunnari
Kristinssyni frá Akureyri en
hann hvarf frá Kleppsspítal-
anum s.l. laugardagskvöld og
hefur ekkert til hans spurzt
síðan.
Magnús var klæddur í
blágrá jakkaföt, bláa skyrtu
og svarta skó. Hann er
þéttvaxinn, 1,75 sentimetrar
á hæð, dökkskolhærður og
framtennur vantar í efri
góm.
Þeir, sem geta veitt
upplýsingar um ferðir
Magnúsar síðan á laugar-
dagskvöldið, eru beðnir að
látá lögregluna í Reykjavík
vita.
4 leikrit Þorvarðar
Helgasonar gefín út
Þrír sóttu
um stöðuna
NÝLEGA rann út umsóknarfrest-
ur um stöðu yfirlögregluþjóns í
lögregluliði Reykjavíkur. Þrjár
umsóknir bárust, frá Guðmundi
Hermannssyni aðstoðaryfirlög-
regluþjóni og varðstjórunum
Hilmari Þorbjörnssyni og Rúdolf
Axelssyni. 11 umsóknir bárust um
stöður lögreglufulltrúa við
embætti lögreglustjóra og 33
umsóknir um stöðu rannsóknar-
lögreglumanna, en þessar stöður
voru auglýstar um leið.
Þorvarður Heliíason
LETUR. bókaútgáfa, hefur gefið
út fjögur leikrit eftir borvarð
Ilelgason undir heitinu Textar I.
í bókinni eru einþáttungarnir
Rósamunda og Síðasta viðtal
dagsins og útvarpsleikritið Af-
mælisdagur. Fjórða verkið er
útvarpsgerð leikritsins Sigurs.
Afmælisdagur og Sigur hafa
verið flutt í útvarpi og Sigur
einnig í sjónvarpi, en einþáttung-
arnir hafa ekki birzt áður.
Heiti bókarinnar bendir til
framhalds, en auk framangreindra
verka Þorvarðs var leikritið Við
eldinn flutt í útvarpi í haust i
leikstjórn höfundar.
Eftir Þorvarð Helgason hafa
áður komið út skáldsögurnar
Eftirleit og Nýlendusaga.