Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 7 Logn á undan stormi? Þegar þess er gætt að tvennar kosningar (ara í hond innan ekki margra vikna má segja að óvenju rólegt, jaín- vel lognmollulegt, sé í íslenzkum stjórnmál- um. 99. þing þjóðarinn- ar, sem nú er komið í páskafrí, heíur siglt lygnan sæ það sem af er, þrátt fyrir umdeild- ar efnahagsráðstafanir. Kyrr flötur umræðna í þinginu hefur að vísu gárast af og til, en öldur hafa ekki risið hátt. Stjórnarandstað- an hefur vcrið venju fremur litlaus og lág- reist. Viðbrögð hennar hafa verið fremur leik- ræn en lífi þrungin. Máske er þetta iognið á undan storminum, sem stundum fylgir kosn- ingum? En e.t.v. er orsökin önnur, t.d. póli- tísk þreyta, sem vissu- lega hcfur sagt til sín hjá hinum almenna borgara, bæði hérlendis og erlendis? Dæmigerður klofningur Stórnarandstaðan samanstendur af þrem- ur stjórnmálaflokkum. sem allir segjast vera svipaðrar tegundar, skoðanalega séð. Þegar betur er að gáð falla skoðanir síður, en svo í sama farveg. Minnsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, SFV, var stofn- aður til að „sameina alla vinstri menn“ í landinu — að því er sagt var. En þessi flokkur hefur verið að klofna frá því að hann var stofnaður. Sumir stofnenda hans eru komnir á innsta bekk hjá Alþýðuflokki (Bjarni Guðnason, Björn Jónsson). Aðrir í miðstjórn Alþýðu- bandalags (Ólafur Ragnar Grímsson). Enn aðrir setztir í helgan stein (Hannibai Valdi- marsson). Jafnvel tveggja manna þing- flokkur SFV klofnaði þann veg, að annar helmingurinn (Karvel Pálmason) hyggur á utanflokka framboð að vori. Þessi „sameining- arþróun“ er dæmigerð fyrir allt samstarf svo- kallaðra vinstri manna hérlendis, bæði flokka- samstarf og samstarf innbyrðis í einstökum stjórnmálaflokkum. Hvað vill vinstri hersingin á líðandi stund? Það er erfitt að líta á vinstri brotabrotin á íslandi sem eina „sam- starfsheild“. Hver væri t.d. afstaða slíkrar „heildar“ til öryggis- mála. s.s. aðildar ís lands að Atlantshafs- bandalaginu? Hver er afstaða hennar til efna- hagslegra viðfangsefna líðandi stundar? Hvern veg vilja þessir flokkar leysa viðblasandi rekstrarörðugleika út- flutningsgreina þjóðar- búskaparins? Hvern veg vilja þeir bregðast við verðbólguvandan- um? Hver er „sameigin- leg“ afstaða þeirra til endurskoðunar vísitölu- grundvallar? Er t.d. Alþýðubandalagið sam- mála kenningum Gylfa Þ. Gíslasonar um þjóð- hagsvísitölu, sem byggðist á þjóðartekj- um og verðhreyíingum afurða okkar á heims- markaði? Þannig mætti lengi spyrja. Hætt er við að svörin leiddu öll til sömu niðurstöðu. Málefnalag samstaða þessara flokka er aðal- lega í orði. A borði stefna þeir hvor í sína áttina. cf nokkurri stefnu er yfirleitt að heilsa hjá þeim. Þríflokkar stjórnar- andstöðu eru harla ósjá- legur valkostur, ef til þeirra er litið sem „möguleika“ varðandi stjórnun þjóðmála á næsta kjörtímabili. Þeir vekja ekki traust, enda reiða þeir naumast öryggi í handraða sín- um, hvorki inn á við né út á við. Að eiga ekkert eftir til að svíkja Stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, Al- þýðubandalagið, hefur í stjórnarandstöðu etið ofan í sig allar heit- strengingar sínar sem stjórnarandstöðuflokk- ur. Ekki einu sinni. heldur tvisvar. Og enn er hann reiðubúinn til áts að því er virðist. Hér skulu nefnd nokkur dæmii 1) Al- þýðubandalagið hefur setið í 2 ríkisstjórnum innan Nato og gildandi varnarsamnings. 2) Al- þýðubandalagið stóð að gengislækkun, sölu- skattshækkun og af- námi kaupgjaldsvísi- tölu í síðari vinstri stjórninni. 3) Alþýðu- bandalagið stóð 1973 að samningi um vciðiheim- ildir fyrír tugi brezkra togara til 2ja ára innan 50 mílna markanna. án nokkurra skuldbind- inga um. hvað við tæki að samningstíma lokn- um, sem reyndist nýtt þorskastríð. 4) Það var orkuráðherra Alþýðu- bandalagsins, sem tengdi saman Sigöldu- virkjun og járnblendi- verksmiðju í Hvalfirði og hóf samninga við Union Carbide um sam- eign slíkrar verk- smiðju. Þann veg má áfram telja. En nóg er gert til að sýna fram á, að þessi flokkur getur naumast lofað neinu í þeirri kosningabaráttu sem framundan er, sem hann er ekki þegar búinn að svíkja. Okkar vöruverd yðar kjarabót^ Opið tii kl. 10 miðvikudag og frá ki. 9—12 iaugardag fyrir páska. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A UTIHURÐIR úr teak, cypriss og furu, ýmsar geröir. Ávallt fyrirliggjandi. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTIG 1. SIMI 18430 Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóðleikhúsinu Úrvalið! Umboð fyrir amerískar, enskar og japanskar bifreiöir. Allt á sama stað er hjá Aglí NYR 978 SUNBEAH SUPER Innifalið í verði: • 1600 c.c. vél • 2ja hraða miðstöð • Loftræsting • Snyrtispeg- ill • Fatasnagar • Ýft nælonáklæði • Stangarskúffa milli framsæta • Stðr geymsluhólf í framhurð- um • Inniljós með hurðarrofa • Ljós í farangursgeymslu • Armpúðar • Teppi horn í horn • Hallanleg sætabök • Bólstrað stýri • Pakkahilla • Stýrislás • Þjófalæs- ing • Barnalæsingar • Vegmælir • Olíumæl- ir • Hitamælir • Rafhleðslumælir • Snúningshraða- mælir. Aðvörunarljós fyrir tvöfalt hemlakerfi, bensín- tank og handhemil Deyfistilling á mælaborðsljós- um • Öll stjórntæki í mælaborði upplýsi • Tveggja hraða rúðuþurrkur • 4ra stúta rúðusprautur, rafknún- ar • Vindlakveikjari • Aðvörunarljós í bensin- mæli • Rafhitun á afturrúðu • Bakkljós • Tvöfalt hemlakerfi, diskahemlar á framhjólum • Tveggja tóns flauta • Stærri framluktir, þykkari bólstrun og aukið fótrými aftur i miðað við fyrri árgerðir Thermostat í viftu • Servobúnir hemlar • Sjálfvirk útíhersla á afturhjólum • Ný jafnvægisstöng sem eykur stöðugleika í beygjum • Allt á sama stað Laugavegi 118- Símar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.