Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 10
10 MOrtGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 Frá æfingu á Kátu ekkjunni. Ljósm. Mbl. Friöþjófur. Káta ekkjan frumsýnd á miðvikudagskvöld „Það er gott að taka til meðferðar létt og Ijúf verk þejjar dag tekur að lengja. Auk þess er Káta ekkjan meira en það. Hún er löngu orðin klassik ok músikina þekkja allir. alitaf er verið að setja hana upp einhvers staðar. Því má og bæta við. að við höfum nú þau Sieglinde Kahmann og Sigurð Björnsson nýkomin heim og Sieglinde hefur sundið hlut- verk ekkjunnar víða.“ Eitthvað á þessa leið fórust Sveini Einarssyni þjóðleikhússstjóra orð er hann tilkynnti frumsýn- ingu Kátu ekkjunnar næstkom- andi miðvikudagskvöld. Káta ekkjan eftir Franz Lehar var frumsýnd í Vínarborg fyrir 73 árum. Höfundar hand- rits eru Victor Leon og Leo Stein, en þeir sóttu þráðinn í franskan gamanleik. Óperan gerist í París árið 1905. Þjóð- leikhúsið sýndi Kátu ekkjuna árið 1956. Þá var leikstjóri Sven Age Larsen og Victor Urbanic var hljómsveitarstjóri. Með aðalhlutverk fóru þá Einar Kristjánsson og Stina Britt Melander. Að þessu sinni leikstýrir Benedikt Árnason og leikmynd og búninga gerir Alistair Pow- ell, skozkur leikmyndateiknari, sem vinnur einkum í Noregi, en hefur gert leikmyndir í leikhús- um víða um lönd. Hann hefur áður komið til íslands og gerði leikmynd og búninga við Imynd- unarveikina. Páll P. Pálsson er hljómsveitarstjóri og hljóðfæra- leikarar úr Sinfóníuhljómsveit- inni flytja. Dansar í sýningunni eru eftir Yuri Chatal ballett- meistara en Carl Billich hefur annazt söngstjórn. Eins og áður hefur komlð fram leika Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson aðalhlut- verkin. í öðrum helztu hlutverk- um eru Magnús Jónsson sem leikur sama hlutverk og í sýningunni 1956, Guðmundur Jónsson, Árni Tryggvason og Ólöf Harðardóttir. Þetta er frumraun Ólafar á sviði, en hún er nýkomin heim frá söngnámi í Austurríki og á Italíu. Fleiri söngvarar fara með minni hlutverk og Þjóðleik- húskórinn syngur í sýningunni og ellefu dansarar úr Islenzka ballettflokknum koma fram í sýningunni. Jóhann Þór Hopkins: Nokkur orð um samvinnu fyrir- tækja og starfsmanna þeirra Nú á tímum óðaverðbólgu og síendurtekinna deilna starfsfólks og atvinnurekenda um kaup og kjör, finnst mér við hæfi að segja nokkur orð um samvinnu fyrir- tækja og starfsfólks þeirra. Efst á baugi í þjóðmálunum, og það, sem sjálfsagt hefur ekki farið fram hjá nokkrum vinnandi manni, er sú staðreynd, hve hækkandi laun — aukinn krónu- fjöldi — hafa verið á síðastliðnu ári, þótt raunveruleg kaupgeta hafi ekki verið í samræmi við hækkanirnar. Má í því sambandi minna á nokkuð óvenjulegan umræðuþátt í sjónvarpi fyrir skömmu, er því var haldið fram, að um 60% hækkun launa hefði þurft til þess að standa undir tímabundinni 6% aukningu kaup- getu. Þetta er í sjálfu sér alveg sérstakt umhugsunarefni, en til- efni þessara skrifa er ekki stefnan í peningamálum, heldur það, sem fyrirsögn þessa pistils ber með sér. Öllum, sem iíta vilja þróunina réttsýnum augum, hlýtur að vera Ijóst, að 60% kauphækkun á tiltölulega skömmum tíma er byrði fyrir atvinnurekendur. Rétt- sýnu fólki má og ljóst vera, að engum einum aðila eða hagsmuna- eða stéttarsamtökum verður kennt um, að eftirtekjur af slíkri hækk- un er rýrari en æskilegt eða eðlilegt mætti teljast. Er því ekki tími til þess kominn, að hver og einn fari að líta í eigin barm, og athuga, hvað hann getur gert til þess að bæta ástandið? Ein fyrsta spurningin, sem launþeginn leggur fyrir sig, vilji hann reyna að leggja heiðarlegan dóm til grundvallar áfstöðu sinni, er, hvað hann færi atvinnurek- anda sínum í stað kauphækkunar- innar. Verðbólgan færir honum vandamál, ekki síður en launþeg- unum, og þeim mun verri sem aðstaða hans er, þeim mun erfið- ara er fyrir hann að bæta kjör þeirra, sem f.vrir hann starfa. Iðnaðurinn er mér efst í huga, af því að hann er sú greín, sem ég starfa sjálfur við. Það, sem ég hef um þau mál að segja, fellur þeim, sem líta — eða vilja líta — einhliða á málin, vafalaust ekki í geð; og þeim vil ég því aðeins segja strax, að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Það er að mínum dómi stað- reynd, að við heimt.um meira kaup fyrir minni vinnu, og því miður vill það brenna við, að afköst og gæði vinnunnar eru ekki í neinu sam- ræmi við það kaup, sem greitt er; ekki sízt í iðnaði, en staða hans er, eins og kunnugt er, heldur bág miðað við ýmsar aðrar greinar. Meðal margs stai;fsfólks í iðnaði virðist því miður ríkja takmarka- lítið kæruleysi. Þétta á einnig við fólk í öðrum framleiðslugreinum. Ég styðst hér við það, sem ég hef sjálfur séð og reynt. Hver kannast ekki við gallaða vöru, sem greidd er háu verði (svo að ekki sé minnzt á ókurteisi og miður góða þjónustu í verzlunar- og þjónustugreinum)? Hér er orsökin fyrst og fremst sú, að of margir eru hættir að hugsa um sameiginlega afkomu fyrirtækis og starfsmanna; fyrst og fremst er hugsað um eigin hag. Nær takmarkalaust virðingar- leysi fyrir verðmætum á vinnu- stað, sem er því miður svo víða staðreynd, hlýtur að koma niður á vinnuveitanda, og ég held, að vart verði um það deilt, að það, sem kemur niður á honum, kemur og niður á starfsfólkinu, beint eða óbeintr. Ég veit, að ég er ekki einn um það að geta sagt þá sögu að hafa orðið vitni að orðum eins og þessum: Þetta er allt í lagi. Fyrirtækið á það, og hefur vel efni á þessu. Slík sóun á verðmætum Framhald á bls. 36 Þyrnikóróna krists » (Euphoriba splendens eða E.bojeri) Euphorbia er allþekkt jurt hvort heldur er til ræktunar úti eða inni. Fyrr á tímum var hún talin búa yfir miklum lækningamætti einkum gagnvart húðsjúkdómum og nafn hennar kennt við Euphorbus líflækni Juba konugs II í Máritaníu en hann var uppi á síðustu áratugunum fyrir Krists burð. Sjálfsagt er jólastjarna (E. pulcherrima) útbreiddust allra Euphorbiu-tegunda sem hér þekkjast og af tegund- kenndur, blöðin græn og smágerð, á sumum teg- undum eru þau svo þétt að þau hylja að mestu grá- leita sprotana (sbr. mynd). Blómin eru heldur óásjáleg en eru umlukt tveim skær-kóralrauðum háblöðum sem búa þeim mikið skart. Þetta er góð og harð- gerð stofujurt, hún gerir kröfur til birtu og þolir jafnvel að vera í sterku sólskini. Vökvun skal haga eftir þörfum og áburð skal gef^ nokkrum sinnum yfir sumartím- Krists Þyrnikóróna um sem ræktaðar eru úti má nefna hina glæsilegu mjólkurjurt (vörtumjólk) E. polychroma. Báðum þessum jurtum hafa verið gerð skil í Blómi vikunn- ar. Að þessu sinni verður lítilsháttar sagt frá enn einni Euphorbiu Þyrnikórónu Krists (E. splendens eða E. bojeri)., en heimkynni hennar eru á Madagaskar og hefur nú dreifst um flestar álfur heims. Margar tegundir eru til af jurtinni, líkjast þær kaktusum að útliti og þykja misjafnlega fagrar. Vaxtarsprotarnir eru fingursverir, gráir að lit og þyrnóttir, stöngull lím- ann. Að vetrinum þarfn- ast jurtin mjög lítillar vökvunar. Eðlilegur blómgunartími er að vor- inu en stundum tekst þó að halda jurtinni blómstrandi sumarlangt. Með því að hafa jurtina um sinn í 15—160 hita og halda henni þurri má auka blómmyndun. Til þess að vöxtur haldist lágur og þéttur þarf að skerða vaxtarsprotana all oft. Þó jurtin eigi til að fella blóm og blöð er ekki ástæða til að örvænta því hún er jafnan fljót að násér á strik aftur. HL-ÁB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.