Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
39
þróun staðarins og þroska sjálfs
sín.
I byrjun fyrri heimsstyrjaldar
hleypti Jón heimdraganum og
sigldi til Noregs, eins og siður var
margra ungra manna norðanlands
í þann tíð. Dvaldi hann þar við
sjómennsku, síldveiðar og fiski,
um árabil og hafði mikil not og
gagn af þessari dvöl meðal
Norðmanna og vitnaði oft til
þeirra góðu minninga, sem hann
átti þaðan og þann þroska og
lærdóm sem hann aflaði sér með
dvöl sinni þar.
Eftir heimkomuna frá Noregi
aflaði Jón sér skipstjórnarréttinda
árið 1922 og stundaði síðan
sjómennsku, skipstjórn og útgerð
ásamt með bræðrum sínum til
ársins 1942, en þá gerðist hann
verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum
ríkisins. Því starfi gegndi hann
óslitið til haustsins 1956 er hann
flutti til Reykjavíkur og átti þar
heimili æ síðan.
Verkstjórastarfi gegndi hann þó
áfram hjá Síldvarverksmiðjum
ríkisins yfir síldveiðitímann á
árunum 1957 til 1962, en hóf á
sama tíma störf hjá Síldarmati
ríkisins um haust og vetur við
síldarmat og kenndi einnig með-
ferð síldar og sildarmat á vegum
Síldarútvegsnefndar á nám-
skeiðum, sem nefndin gekkst
fyrir. Var hann vel fær í þessum
störfum og var oft settur síldar-
matsstjóri í forföllum þáverandi
síldarmatsstjóra, og oft
staðgengill hans í erilsömu og
vanþakklátu starfi og vandmeð-
förnu.
Jón kvæntist árið 1926 Sigur-
laugu Davíðsdóttur frá Hvamms-
tanga og reistu þau bú í Siglufirði.
Sigurlaug, sem er hin mesta
myndar- og gerðarkona, lifir mann
sinn. Þau hjón eignuðust fimm
dætur, sem allar eru uppkomnar
og hafa stofnað sín eigin heimili.
Jón andaðist eftir nokkurra
daga legu á sjúkradeild Hrafnistu,
þar sem hann naut hinnar beztu
aðhlynningar svo og á þeim öðrum
stöðum, sem hann varð að dvelja
á eftir þungt sjúkdómsáfall, er
hrjáði hann nokkur síðustu árin.
Samstarfsmenn mínir um árabil
hjá Síldarverksmiðjum ríkisins
eru nú margir horfnir sjónum og
við aðra strjálast fundir og
fyrnast því hin gömlu kynni, en
gleymast ei.
Einn þeirra ágætu manna, verk-
stjórinn á löndunarbryggjunni,
1 Jón frá Landamótum er nú
hníginn í valinn og er útför hans
gerð í dag, 21. marz. Með honum
er hniginn einn af hinum mörgu í
Siglufirði, sem lögðu hönd á
plóginn á fyrstu árum staðarins,
meðan hann var að eflast og
þróast úr fátæku hreppsfélagi í
vaxandi kauptún og síðan áfram-
haldandi undirstöðu byggingu
framtíðar hans.
Jón var meðalmaður á hæð,
sívalur, kvikur í spori og fjaður-
mögnuð hver hreyfing. Snar í
snúningum og glíminn vel og var
fimur á allri ferð sinni og
léttstígur. Lundin létt og kát og
glaðlegur var hann í allri um-
gengni og kurteis. Dökkur var
hann yfirlitum, en gránaði hin
síðari árin, sem ég var honum
samtíða nyrðra. Augun hvöss og
fjörleg. Viðræðugóður var hann og
lágu málefni mjög ljós fyrir
honum. Kryddaði hann oft skoðan-
ir sínar með dæmum af reynslu
sinni bæði utanlands og innan.
Glöggur var hann á menn og
málefni og gerði sér engan manna-
mun. Græskulaus fyndni hans
meiddi engan og hin létta lund
hans glæddi oft gráan hversdags-
leikann nýju lífi og bjartara.
Áhugi í starfi og drenglund hans
gerðu hann að góðum samstarfs-
manni, sem ætíð var reiðubúinn að
leysa viðfangfefni líðandi stundar
og finna viðhlýtandi lausn. Jón var
vinur vina sinna og munu margir
hafa sannreynt að þar áttu þeir
hauk í horni.
Áhugi Jóns í umræðum um
menn og málefni var mikill og
kunni hann vel að haga orðum í
sókn og vörn og kryddaði oft álit
sitt og skoðanir léttri kímni og
gamanyrðum, sem urpu nýju ljósi
á umræðuefnið' Aldrei var hann
hrjúfur í orðum, enda manna
ljúfastur í lund og umgengnis-
góður. En hann tók upp vörn í máli
ef honum fannst ómaklega að gert
og enda maður skapfastur og
ákveðinn í skoðunum og lét ekki
hlut sinn, er hann vissi sig og
trúði, að hann færi með rétt mál.
Jón var dagfarsprúður dreng-
skaparmaður og var góður að
honum nauturinn.
Að leiðarlokum þakka ég honum
samfylgdina, samstarfið og
kynninguna, sem varð að vináttu.
Gamanmál á vörum, hýrt viðmót
í allri umgengni, falslaust sam-
starf og glettni í svörum öll árin,
sem við áttum saman um ævina.
Fjölskyldu hans sendi ég
kveðjur samúðar og hluttekningar
og bið þess að minningar um
mætan, góðviljaðan drengskapar
mann ylji þeim og veiti þeim styrk
á ófarinni ævibraut.
Baldur Eiríksson.
Minning:
Svavar Þórðarson
Vestmannaeyjum
Hjálmar Jónsson
skipstjóri Minning
16. febrúar s.l. andaðist að
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
Hjálmar Jónsson skipstjóri. Útför
hans var gerð frá Landakirkju 24.
febrúar, þar sem margir vinir
hans, ættmenn og samherjar
vottuðu honum hinstu virðingu
sína.
Hjálmar var fæddur að Hlíðar-
neda í ölvesi 26. júní 1921.
Foreldrar hans voru hjónin Jón
Jónsson yngri frá Hlíðarneda (sjá
Bergsætt) og Þorbjörg Svein-
bjarnardóttir Ólafssonar' frá
Hjálmholti, mikil gæða og skýr-
leikskona. Jón afi Hjálmars var
formaður í 43 vertíðir frá Þorláks-
höfn. Sjá „Endurminningar Jóns
frá Hlíðarenda og Þorlákshöfn að
fornu og nýju“. Sigurður Þor-
steinsson frá Flóagafli bjó til
prentunar.
Þeim varð 6 barna auðið og var
Hjálmar þeirra yngstur. Hin voru
Guðrún, er dó 1928, Sveinn vél-
stjóri, búsettur í Reykjavík, Jón
flugmaður, fórst í slysi árið 1964,
Vémundur búsettur í Reykjavík,
og Þórunn, búsett í Vestmannaeyj-
um. Héldu þau Hjálmar lengst af
hús saman, eftir að móðir þeirra
andaðist árið 1962. Jón faðir
Hjálmars dó 1957.
Hjálmar hlaut í vöggugjöf góðar
gjafir Guðs. Hann var skýr og
athugull og sóttist allt nám vel.
Hann stundaði nám við Stýri-
mannaskólann í Reykjavík árin
1945 og 1946 og lauk námi með
góðum vitnisburði. Hjálmar var
afburða navigatör, hélt þekkingu
sinni við og jók hana alla tíð.
Hann var vel fær í tungumálum og
talaði reiprennandi bæði þýzku og
ensku, auk Norðurlandamála, sem
hann var vel heima í. Það var
áreiðanlega þess vegna, sem hann
var eftirsóttur skipstjóri í sigling-
ar og það nú síðast í desember
1977, er hann fór með v.b. Árna í
Görðum til Þýskalands.
Farmaður var hann farsæll, en
fiskimennska var honum í blóð
borinn. Hann hóf ungur fiskveiðar
á bátum frá Eyjum, bæði á
vetrarvertíðum og sumarsíldveið-
um fyrir Norðurlandi. Á
styrjaldarárunum sigldi hann
lengi á m.s. Helga VE 333 og varð
stýrimaður á því skipi. Þegar
nýsköpunin kom til, var hann lengi
á b.v. Elliðaey, með hinum feng-
sæla skipstjóra Ásmundi Friðriks-
syni frá Löndum. Þar varð Hjálm-
ar stýrimaður og skipstjóri í
afleysingum siglinga. Lengi mun
Hjálmars minnst sem skipstjóra á
Erlingi VE 295, báti Gunnars
Marels Jónssonar skipasmiðs og
sona hans. Með þann bát var hann
á annan áratug eða 16 ár. Með
Hjálmari völdust dugnáðarmenn,
er ekki skiptu um úthöld árum
saman. Þarna naut hann sín, sem
heppinn fiskimaður, miðaglöggur
kunnáttumaður er alltaf fór vel
með, bæði skip, veiðarfæri og
mannskap. Á þeim tíma er ég var
samtíða Hjálmari á sjó, vakti
hann athygli fyrir dugnað og
heppni og góðan árangur. Að
öllum ólöstuðum, reikna ég með að
Hjálmar hafi verið í fremstu röð
um þekkingu miða á svæðinu
austur af Eyjum, í hinu fengsæla
Hafadýpi. Þar var allt botnlag,
hraun, festur og skipsflök í huga
hans eins og stafur á bók. Sú
þekking kom Hjálmari ekki á
fyrirhafnarlausan hátt. Ár eftir ár
var vinnudagur hans tveir sólar-
hringar í beit. Slíkar vökur og
erfiði lagði hann á sig og gerði
þannig ströngustu kröfurnar til
sín. Hjálmar var friðsemdarmað-
ur, en mjög einbeittur og ákveð-
inn. Laun hans voru mest og best,
með fullt dekk og góðan feng í lest.
Ég heimsótti vin minn Hjálmar
Jónsson á sjúkrahúsið í Eyjum nú
í janúar. Áttum við langt tal
saman. Sama sálarþrekið og skýra
hugsunin lifði með honum, er
alltaf einkenndi hann. En líkam-
inn, er hann var svo oft harður við
í vökum og sjóvolki, var farinn að
gefa sig. Ekkert var talað um að
leggja árar í bát eða draga í hlunn.
En hér greip sá inn, er lífið gaf
og einn hefir rétt til að taka það.
Góður drengur er genginn og
mikilsvirtur þegn og trúr sonur
Eyjanna er farinn frá forgengi-
leika tímans til eilífðarinnar. Eg
er einn þeirra mörgu er sakna
Hjálmars Jónssonar og blessa
minningu hans. Ég votta eftirlif-
andi systkinum samúð mína og bið
þeim blessunar Drottins.
Einar J. Gíslason.
Hann var fæddur á Seyðisfirði
11. febrúar 1911 og lézt á sjúkra-
húsi í Reykjavík 10. janúar 1978.
Foreldrar hans voru Halldóra
Ólafsdóttir og Þórður Tómasson.
Þriggja mánaða gamall fluttist
Svavar til Vestmannaeyja. Þar var
honum komið í fóstur til hjónanna
á Litlu- Grund, Guðríðar Hall-
dórsdóttur og Guðmundar Jesson-
ar. Þar ólst Svavar upp.
Um skólagöngu hans veit ég ekki
til, að hann hafi notið annars en
þess, sem þá tíðkaðist um venju-
legt barnaskólanám. Samt var
hann vel að sér, enda vel metinn
hvar sem hann kom fram síðar á
ævinni. Strax, þegar kraftar
leyfðu, fór Svavar að sjálfsögðu að
leggja hönd að verki og kom þá
fram dugur hans til verka, sem
entist honum til æviloka.
Daginn eftir fermingu réðist
hann til Gunnars Ólafssonar og
Co., og vann síðan hjá því
fyrirtæki í hart nær hálfa öld, eða
þar til hann varð, eins og aðrir
Vestmannaeyingar, að flytja héð-
an þegar jarðeldarnir á Heimaey
brutust út 23 janúar 1973.
Slíkur starfstími hjá sama
vinnuveitanda, er fátíður og talar
sínu máli um atorku hans og
trúnað í starfi.
Lengi mun Svavar hafa starfað
sem verkstjóri og forstöðumaður
við afgreiðslu Eimskipafélagsins,
sem Gunnar Ólafsson og Co. hafði
með höndum.
Ég, sem þessar línur rita, fór
tólf ára gamall að vinna hjá
Svavari. Naut ég því leiðsagnar
hans og velvildar þegar ég steig
fyrstu skrefin í þá átt að leggja
In memoriam:
Olafur Adolphs-
son yfirsímritari
Sú harmafregn barst okkur
félögum að hinn góði vinur okkar
og félagi Ólafur Adolphsson,
yfirsímaritari, hefði andast að
heimili sínu, Drápuhlíð 31 hér í
borg, mánudaginn 7. nóvember.
Ólafur fæddist í Reykjavík 11.
desember 1939, sonur hjónanna
Guðrúnar Elíasdóttur og Adolphs
Bergssonar, lögfræðings. Ólafur
var næst.vngstur átta systkina og
lifa þau hann ásamt aldraðri
móður, en föður sinn missti Ólafur
í bernsku.
Óli, eins og við nefndum hann
félagarnir, lauk prófi úr Loft-
skeytaskóla íslands árið 1959 og
stundaði ýniis störf þar til að hann
réðst til Landssíma íslands árið
1961. I fyrstu starfaði hann á
Radíóverkstæði Landssímans og
síðan við háloftaathuganir, nú
síðast í Gufunesi, þar sem hann
var yfirsímritari.
Óli kvæntist árið 1964 þýskri
stúlki, Christine Smith, og bjuggu
þau hér í borg, og eignuðust þau
dreng, sem skírður var Geir. Þau
hönd að starfi. Síðan gleymdi
hann mér ekki, þegar hann þurfti
á mínu liði að halda ef verk var
við mitt hæfi. Fyrir það og alla
góðvild í minn garð, vil ég nú að
leiðarlokum þakka, þó mikið bresti
á að ég kunni að gera það eins og
maklegt væri.
Svavar kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Þórunni Sigjónsdóttur,
í september 1938. Þau bjuggu fyrst
að Litlu-Grund, síðar að Miðstræti
2. Þá reistu þau myndarlegt hús
við Heiðarvegi 11. Þar bjuggu þau
í 22 ár, en þann 7. júlí 1967 fluttu
þau að Hólagötu 5 og bjuggu þar
síðan, þar til jarðeldarnir brutust
út.
Þau hjón eignuðust sex mann-
vænlegar dætur, sem allar eru
giftar. Barnabörnin voru að sjálf-
sögðu augnayndi afa og ömmu,
enda áttu þau þar gott athvarf,
sem varla þarf að lýsa, eftir þeim
kynnum, sem ég hafði af þeim
hjónum.
Eftir að þau hjón settust að í
Réykjavík, vann Svavar hjá Eim-
skipafélagi íslands, enda þeim
störfum kunnugur héðan úr Eyj-
um. En hugurinn var hér og hann
stefndi að því að flytjast heim til
Vestmannaeyja. Sú för varð þó
með öðrum hætti en vonir stóðu
til, eins og stundum verður þegar
leiðir skilja. Útför hans fór fram
frá Landakirkju og hér er hans
hinzti hvílustaður.
Með Svavari Þórðarsyni er
góður drengur genginn, og veit ég,
að minning um hann lifir hjá
öllum, sem hann þekktu.
Megi góður Guð blessa ástvini
hans alla og vera þeim stoð í
þungum harmi. Ég votta þeim
samúð mína.
Guðmundur Adólfsson.
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLl skal vakin á þvl, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á I mið-
vikudagsblaði, að berast I síð-
asta lagi fvrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera I sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ilnubili.
hjón slitu samvistum árið 1971 og
fluttist Christine ásamt syni
þeirra til Þýskalands. Óla tók
mjög sárt að sjá á bak syni sínum
til framandi lands, þar sem Geir
litli var augasteinn föður síns.
Kynni okkar hófust í Knatt-
spyrnufélagi Reykjavíkur, þar sem
við iðkuðum saman handbolta og
aðrar íþróttir, og var Óli íþrótta-
maður góður og vann hann til
fjölda verðlauna sem slíkur. Það er
ógleymanlegt, að meistaraflokkur
handknattleiksdeildar K.R. fór í
keppnisferðalag til Þýskalands
árið 1964, en þá vann Óli hug og
hjörtu áhorfenda með frábærum
leik og drengilegri framkomu. Það
var því ekki að furða að Óli var
kjörinn maður ferðarinnar.
Óli var góður bridgespilari og
spiluðum við fjórmenningarnir oft
fram á rauðan morgun og eigum
við sælar endurminningar frá
þeim samverustundum. Óli var
ennfremur mjög snjall skákmaður
og þær skákir eru óteljandi, sem
við höfum teflt um dagana og sér
í lagi í seinni tíð. Var Óli listrænn
mjög og málaði mikið í frístundum
sínum og var heimili hans prýtt
myndum hans.
Er Óli kom í heimsókn til vina
sinna hafði hann ósjaldan blóm-
vönd meðferðis til aö gleðja
heimilisfrúna og prýða heimilið.
Við minnumst góðs félaga og
vinar, sem horfið hefur í blóma
lífsins. Eftirlifandi rnóður, syni,
systkinum og öðrum ættingjum
vottum við okkar innilegustu
samúð. Blessuð sé minning hans.
Sæmundur Pálsson.
Sigurður Jhonie Þórðarson.
og Guðlaugur Bergmann.